Morgunblaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ,- SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1973 Þegar mál koma upp á borð við skot- hríðarmálið í Breiðholtinu, þá hrópa menn gjarnan: Hvar er lögreglan? Hér er aðeins breifað á þessu í spjalli sem höfundur kallar . . . Lögreglan og heimilin BANDARÍKJAMENN kunna að vera með byssuglaðari mönnum, en við getum samt sem áður sitthvað af þeim lært, til dæmis (og haidið ykkur nú!) á löggæslusvið- inu. Ég nefni þá fremur en ýmsar aðrar þjóðir í sam- bandi við löggæslumáiin af því ég átti þess kost í eina tíð að sjá hvemig lögreglan þarna vestrá lét og starfaði við „venjulegar" kringum- stæður. Það vill gleymast þegar tal ið snýst að Bandaríkiunum að við erum hér að fjalla um bróðurpartinn af heiili heimsálfu, þó að Kanada- menn skorti svosem ekki landrýmið heldur. En þegar menn eru að nefna Ba.idarík- in sem sæluríkið eða þá and- stæðu þess, þá sést þeim gjarnan yfir það hversu vegalengdirnar eru gífuríeg- ar í þessu landi, byggðirnar fjölbreytilegar og fólkið ein- att jafn frábrugðið hvert öðru til dæmis í norð-vestur fylkj- um Bandaríkjanna og suo í hinum svörtustu Suðuri'íkj- um að það mætti næstum á Evrópusviðinu eins gera sam anburð á Dönum og Rúmen- um. Þegar maður segir (og þykist hafa sagt einhver stórkostleg sannindi) að Bandaríkiii séu „gott land“, þá er sá dómur i rauninni alls einskis virði. Við gætum eins sagt að Evrópa væri „gott land“ af því við þykj- umst vita að Norðmenn séu allra vænstu menn og svo- kallaðir frændur okkar i þokkabót. Það eru ekki einasta til löghlýðnir Bandaríkja- menn heldur bæir og sveitir þar sem allt er með ró og spekt og glæpir ekkert al- mennári en á Norðurlöndum. Þetta eru bara ekki þau svæði í Bandaríkjunum sem kvikmyndasmiðir og reyfara- höfundar sjónvarps hafa áhuga á að kynna. Það er þá helst ef óður morðingi brýst út úr Sing Sing og leitar hæl is á kyrrlátum stað og hefst síðan samstundis handa um að útrýma kyrrlætinu. Ég hef þennan formála svona iangan til þess að létt- læta þá fullyrðingu mína að þrátt fyrir allt byssufargan Bandarikjamannsins, þá hafi hann ýmsar hugmyndir i lög- gæslumálum sem við gætum líklega að skaðlausu ap- að eftir honum eða að minnstakosti tekið til íhug- unar. Afbrot og löggæsla hafa að vonum verið ofarlega á baugi hjá okkur að undan- förnu, enda afbrotin farin að nálgast hryðjuverkastigið og naumast sá dagur að fáráðar eða bara ótíndir fantar steli ekki öllu steini léttara þegar þeir eru ekki að dunda við að mölbrjóta eigur manna. Mað- ur heyrir stundum að þess- ir náungar eigi óskap- lega bágt (sem getur svosem líka verið satt) en ég er nú samt svo ótuktarlegur að það er æði oft sem ég vorkenni fórnarlömbunum öliu meira heldur en þessum mönn- um sem gefa lögunum langt nef, gista tukthúsin nánast þegar þeim hentar og eru sið- an ekki fyrr komnir út á göt- una aftur en þeir hefja lög- brotin á nýjan leik af full- kominni kaldhæðni oftast og af rótgróinni ofbeldishneigð stundum. Ég vorkenni mann- inum meira sem horfir á bíl- inn sinn í tætlum úti í grjót- inu heldur en hinum sem kom honum þangað þjóf- stolnum — og kemur raunar í ljós við nánari athugun að svona athæfi hefur verið helsta skemmtan hans það sem af er vetrar. í Bandaríkjunum viða (eins og víða í Evrópu) er sambandið milli lögreglunn- ar og borgaranna stundum mjög frábrugðið því sem það er hér. Eins og ég sagði í upphafi hafa bandarískir löggæslumenn næstum barna lega gaman af því að láta byssuhólk dingla við rassinn á sér (og eru auk þess alsett- ir pjáturstjörnum) en jafn- vel í vænstu bæjum eru þeir samt sem áður á stundum ósviknir félagar bæjarbúa: dagfarsgóðir og hýrlegir menn sem eru góðkunningj- ar og hjálparhellur og stund um meira að segja einskonar skriftafeður fólksins í hverf- inu sem þeir þjóna. Þeir fara út i úthverfin. Þeir spranga um hlaðvarp- ann hjá mönnum. Þeir spjalla við krakkana. Þeir brosa yf- ir girðinguna og bjóða hús- bóndanum hressilega góðan dag. Þar sem ég dvald- ist stundum í grend við 95. götu í stórborginni (o'g stórglæpaborginni) New York — jafnvel þar var lög- regluþjónninn kunningi manna við götuna og þar með aufúsugestur. Auðvitað er þetta ekki vandalaust hlutverk og í ein- lægni sagt hefði ég hér fyrr á árum getað nefnt tvo þrjá lögregluþjóna sem ég hefði lítið kært mig um að hafa hangandi yfir mér, þó aldrei þeir hefðu brosað allt út í hnakkaspikið. En þessir menn eru undantekningarn ar og þeir dæma sjálfa sig úr leik; og að auki skal það fúslega játað að það er að sjálfsögðu auðveldara að sinna fólkinu í úthverfunum þegar liðsaflinn er nógu stór og að í þessum efnum sem öðrum er eflaust hægara að gefa heilræðin en halda þau. En ég er samt ekki frá því að lögreglan hér í Reykja- vík sé einum of settleg á svipinn, ofboðlítið of fyrir- mannleg í töktum. Sannleik- urinn er sá að borgararnir þekkja hana ekki. Ef lögreglumaður birtist í íbúð- arhverfi, þá dettur eng- um Reykvíkingi annað í hug en að einhver hafi rotað ein- hvern í nágrenninu, þjóf- ur hrifsað veskið af konu, fullur kall verið með háreysti í sjoppunni ellegar að krakkaótuktir hafi rétt einu sinni verið að mölva all- ar rúður í fokhelda húsinu. Engum kæmi til hugar að maðurinn væri bara kominn þarna til þess að heilsa upp á mannskapinn, til þess að aðgæta hvort nokkuð væri að, til þess að líta eftir hlut- unum, að minnstakosti til þess að láta sjá sig. Lögreglumenn þurfa nefni- lega að sjást, og ekki ein- asta i miðbænum og uppeft- ir Hverfisgötunni sem eins- konar færanlegir umferðar- vitar. Það þarf að takast kunningsskapur með þeim og hinuim „almenna borgara" og það þarf að skapast gagn- kvæmt traust. Það er meira að segja hreint ekkert víst að það sé endilega helsta verkefni lögreglumannsins að hlaupa í blóðspreng á eftir allskyns misindismönnum — sem hvort eð er eru ekki fyrr komnir í hendum- ar á réttvísinni en aðr- ar hendur sem líka þjóna þessari blessaðri réttvísi hleypa þeim út á götuna aft- ur. Sú kenning er líka uppi að sú lögregla standi sig best sem með tilveru sinni og nær- veru kemur í veg fyrir lög- brot. Ef svo er, þá þarf að skáka lögregluþjónunum oftar af þeim slóðum þar sem þeirra er alltaf von, að koma þeim út á grasið ef svo mætti orða það. Ég er viss um að flest- ir tækju þeim tveim höndum. Þeim væri að minnsta kosti velkomið að hnusa inn í garðinn hjá mér næsta sum- ar; rósirnar eru fyrir ofan öspina til hægri. G.J.Á. Blái krossinn tekur til starfa Ráðgefandi skrifstofa um áfengismál XEKINN er til starfa í Reykja- vík Blái krossinn, leiðbeinanda- stofnun í áfengismálum. Blái krossinn er til húsa að Klappar- stíg 16, og er síminn 13303. Starfssvið Bláa krossins er að- allega þríþætt: 1 fyrsta lagi ráð- gjöf og leiðsögn frá ofdrykkju, I öðru lagi að afla og dreifa Eyrnalokkum stolið LÖGREGLUNNI var tilkynet um tvö innbrot í Reykjavík í gær- morgun: Um kl. 06 sá leigubíl- stjóri til þjófs inini í sölutumi við Frakkastíg, en þjófurimn hljóp þá hið snarasta í burtu og hefur ekki náðst. Hins vegar varð hann að skilja eftir þær 40—50 langj- ur af vindlingum, sem Kann hafði tekið til. Þá var í fynrinótt brot- in rúða í kjólaverzlun á Lauga- vegi 76 og töluverðu magni af eymialokkum stolið úx gluggan- um. fræðslu um alkoholisma, aðdrag- anda hans og stigverkanir með það að markmiði, að alkoholisma verði sinnt á frumstigi eins og hverjum öðrum sjúkdómi. 1 þriðja lagi að berjast fyrir þvi að þjóðfélagið viðurkenni neyð drykkjumannsins og aðstand- enda hans áður en meiriháttar óhöpp hljótast af. Verður reynt að fá ábyrga aðila til að gera nauðsynlega afvötnunaraðstöðu að veruieika í umsjá þeirra sem reynslu hafa af að umgangast drykkjumenn segir í fréttatil- kynningu frá Bláa krossinum. Énnfremur segir í fréttatil- kynningunni, að Élái krossinn óskar samstarfs við al'la sem eitf hvað vilja á sig leggja til lausn- ar vaxandi ofdrykkjuböli, og er hann öllum opinn. Þar segir að Blái krossinn sé al'lt að því Mfs- nauðsyn að hafa einn fastan starfsmann en ekkert bendi til þess að svo geti orðið i bráð, því að engir sjóðir séu til. Hins vegar er Girónúmer hans 13000 ef ein- hverjir vildu styrkja starfsemi hans. Sex tíma akstur — til aö sækja söngæfingar Fagurhólsmýri 18. janúar. ÞAÐ er líklega ekki víða á landinu, sem menn leggja á sig sex tíma akstur til að sækja söngæfingar. En hvað gera menn ekki til þess að sinna svo menningarlegum hlutum. 1 kvöld er fyrsta æf- ing hins nýstofnaða Karla- kórs Austur-Skaftfellinga, og munu væntanlega þrír Öræf- ingar syngja með kórnum. Karlakórinn var stofnaður um áramótin, og svo er hin- um nýju brúm á Breiðamerk- ursandi fyrir að þakka, að við Öræfingar getum nú lagt okkar skerf að mörkum í menningarstarfsemi sýslunn- ar. Æfingar kórsins verða á Höfn i Homafirði, en þangað er nærri þriggja tíma akst- ur hvora leið héðan úr Öræf- unum. Búizt er við, að um 40 manns muni taka þátt í söng starfinu víðs vegar að úr sýsl unni. Stjórnandi kórsins verð- ur Sigjón Bjarnason frá Brekkubæ. Nokkurt félagslif var hér í Öræfasveit um hátíðarnar. Tvær sýningar voru haldnar á leikritinu „Lási trúlofast", sú fyrri um miðjan desember- mánuð og hin seinni þann 30. desember. Voru skemmtanir þessar vel sóttar, og kom m.a. margt fólk úr sveitunum aust- an Breiðamerkursands. Loks var haidin jólatrésskemmtun fyrir yngri sveitungana, þeg- ar jólasveinninn átti hér leið um skömmu eftir jól. — Sigurgeir. ÍSLAND í AUÐ- LINDANEFND SÞ ÍSLAND hefur verið kjörið í Auðlindanefnd Sameinuðu þjóð- anna til tveggja ára. f nefndinni eigá sæti 54 ríki og eru þau kjör in af Efnahags- og félagsmála- ráði S.þ. Aleðal annarra aðildar- ríkja eru Svíþjóð og Noregur. Auðlindanefndin var stofnuð með samþykkt Efnahags- og fé- lagsmálaráðsins 27. júlí 1970. Verksvið hennar er að gera til- lögur til ráðsins og til annarra stofnana S.þ. varðandi sikynsiam lega nýtingu og varðveizlu nátt- úruauðlinda, sietja leiðbeinandi grundvallarreglur 1 þessu efni og gera starfsáætl'amir fyrir S.þ. og einstök riki um nýtingu nátt- úruauðlinda 1 jörðu og hafi, m. a. á sviði jarðhita og efla rann- sóknir á þessu sviði. Meiri afli ’72 SAMKVÆMT aflafréttum Ægis var heildaraflinm 1972 um 55 þús. lestum meiri en árið 1971. Sýnir 1. Þorskafli .... Bátaafli . . . Togaraafli . . 2. Síldarafli 3. Loðnuafli 4. Rækjuafli 5. Hörpudiskur 6. Humarafli .. 7. Kolmunni .. 8. Hrognkelsi . . Heildaraflinn eftirfarandi tafla hliutföllin í afl- anum: 1972 1971 Jan./Des. Jan./Des. leatir ósl. lestir ósl. Samtals 336.300 350.300 Samtals 62,500 70.600 Samtals 43.300 62.100 Samtals 277.700 182.900 Sanutals 5.000 6.300 Samitals 6.500 3.800 Samtais 4.000 4.700 Samtals 0.600 Samtals 3.000 3.500 Samitals 738.900 684.200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.