Morgunblaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANtlAR 1973 Hfingl eftir midncelli M.G.EBERHART sagði Cal. Þette. er ekkert b.jánalegt bragð hjá okkur til þess að koma sökinni á ein- hvern annan. — En þér gátuð þess vand- lega, að í skýrslu um þetta væri að finna á '.ögreglustöðinni. Parenti gekk út og fótatak hans giumdi í ganginum. — Ég heltí að hann hafi nú trúað okkur, þrátt fyrir allt. Að minnsta kosti að nokki'u leyti. Jenny var kalt og henni leið illa. — Það held ég ekki, að hann hafi gert. Líklega hefur hann haldið, að við höfum skáldað upp þessa sögu, til þess að láta hann halda, að þarna hefði morðingi Fioru verið á ferðinni og því gæti morðing- inn ekki verið þú eða ég eða Pétur. Cal var runnin reiðin. — Vit anlega mundi hann halda það, enda er þetta dálítið undarleg saga. En ég held nú samt, að hann taki hana til greina. Einn gallinn er vitanlega sá, að hann hefur ekki eins mikinn mann- afla og þeir hafa í borgir.nd. Eða tæki til. . . jæja. . . . — að vernda mig, sagði Jenny. Morð hafði verið óhugsandi, og samt hafði það verið framið, þar sem hvíta krítarstrikið var á gólfábreiðunni. Hún stóð upp. — Ég verð að komast út héðan. — Ég lika, sagði Cal og svip- aðist rólegur um i herberginu. — Til hvers var Parenti að fara með þig hingað upp. Um hvað viMi hann tala við þig? — O, þetta sama gamla stagl, sagði hún þreytuiega. —- Hvers í þýðingu Páls Skúlasonar. vegna sendi Pétur eftir mér? Hvers vegna koim ég? Hvaða þýðingu hafði þetta . . . þetta, sem þið Blanche sáuð, þegar þið komuð iinn í eldhúsið og fund- uð okkur Pétur. . . velvakandi Velvakandi svarar í síma 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Hvað er börnunum skamnitað í útvarpinu? Ingibjörg Þorbergs skrifar: „Áramót 1972—1973. Góði Velvakandi! Ég veit satt að segja ekki, hvert ég á að senda þetta bréf. En í von um, að réttir aðilar lesi það, bið ég þig að koma því á framfæri. Efni þess álít ég, að öllum komi við. Það þykir líklega nokkuð ein kennilegt á nýjársnótt að setj ast niður, til að skrifa bréf. En þar sem það geymir stóra ósk, hef ég meiri trú á, að sú ósk rætist, ef hún er borin fram, þegar nýtt ár rennur upp og lofar okkur bjartari dögum. Miig hefur lengi langað til að koma með þá ósk, en oft þarf eitthvað til að ýta á eft- ir manni, og vegna vonbrigða, sem ég geri nánari grein fyrir á eftir, ræðst ég nú í að bera fram ðsk mina. Lengi hef ég velt þvi fyrir mér, hvort þeir, sem æðstu völd hafa í menningarmáium þjóðar- innar, séu ánægðir með þann skammt, sem áhrifamestu fjöl- miðlar landsins, þ.e. útvarp og sjónvarp, úthluta æskulýð okk ar. Það fer ekki milli mála, að Rikisútvarpið á að vera þjóð- inni til fróðieiks og skemmitun- ar. En nú er útvarpið í fjár- þröng og þarf að spara sin út- gjöld. Ég væri ekkert að undrast það, ef sá spamaður minnti mig ekki stöðugt á karlinn, sem aldrei átti aura fyrir mjólk og mat handa börnunum, en allt af nógar krónur fyrir sígarett- að börn og unglimgar eru stór hluti þjóðarinnar? Svarið virðist jákvætt. Litum t.d. á dagskrá Útvarpsins í vet ur. Ég held, að hún slái öll met í að vanrækja þennan stóra og trygga hlustendahóp. (Sjónvarpið ætla ég ekki að ræða hér. Lína liangsokkur bjargaði því í vetur). Að visu eru fjárhagsörðug- leikar hjá Rikisútvarpinu. En heldur hef ég lítið orðið vör við, að það bitnaði á dagskrá „fullorðna fólksins". Hins veg- ar er það Útvarpimu til stórr- ar skammar, hve litiil kostnað- ur er lagður i flutningsefni, sem ætiað er börnum og ungiingum. Áðurnefnd vonbrigðd min stafa af eftirfarandi: 1 desember s.l. bauð ég Út- varpinu leikrit, ætlað bömum, og þó aðallega unglingum. 1 þvi eru sjö persónur, og áætiaður flutningstimi er u.þ.b. ein klukkustund. Ég óskaði eftir, að það yrði flutt sem næst ára- mótum og helzt á þrettándan- um, því að efni þess nyti sin bezt um það leyti árs. Leikriiti minu var hafnað vegna fjárskorts! Svarið, sem ég fékk, var: að ákveðið hefði verið að taka að- eins eitt barnaleikrit um jól- in, og þvi yrði ekki breytt! Það leikrit, „Karameliu- kvömin“, söngleikur eftir E. Lundström, sem útvarpað var á annan dag jóla, er eina barna- leikritið, sem flutt hefur verið í allan vetur. — Bkki eitt ein- asta eftir iinnlemdan höíund! — Og ekki er hægt að segja, að ekkert hafi borizt. En líturn nú á leikrit vetrar- ins fyrir þá fultorðnu. Þau eru svo mörg, að ég nenni ekki að telja þau. — Innlend, erlend, endurtekin, mannmörg, já, ekk ert sparað. — Það finmst mér líka ánægjulegt, þvi að leikrit eru yfirieitt vinsælt útvarps- mjög á efni ætluðu börnum og umglingum ? Æskufólkið fær að visu vel útilátinn „poppskammt“, jafn- vel oft á dag. Nýjar, frumsamdar, íslenzk- ar hljómplötur streyma á mark aðinn, — vitanlega sungnar á ensku! Þvi að nú keppast is- lenzk ungmenni við að yrkja á ensku. Auðvitað! Við hverju er að búast! Ef til vill kann unga fólkið líka betur að bera fram enskuna en sitt eigið móð- urmál!? Ég er ekki að segja, að popp ið eigi ekki rétt á sér í dag- skránnd, eins og annað efni. Heldur er ég að kvarta vegna alls þess, sem í dagskrána vamt ar fyrir arftaka landsins. Er það vegna vanrækslu? 9 Hafa íslendingar aldrei verið sérlega barngóðir? Það efast víst enginn um, að fyrst þarf að gera traustan grunn, ef húsið á að standast storma og regn. — En hvað um barnið, sem er að vaxa upp? Seimt ætlum við að skilja það. 1 rauninni finmst mér margt benda til, að þessi kappsama víkingaþjóð hafi aldrei ver ið sérlega barngóð. Það eitt, að við skulum eiga málsháitt eins og „fáir vilja sína bamæsku muna“, færir okkur sönnur á það, þvi að sagt er, að málshátt ur sé stutt setning, sprottim af iangri reynslu. Þótt einihverjir álíti, að þetfa sé al'lt breytt og betra nú en áður, er ég ekki á sama máli. Ég flokka undir annan líið ,,gæði“ eins og: sérherbergi fullt af dýru dóti, byssum, bil um, plötuspilurum og siíku. En hversu oft heyrir maður ekki setningar eins og: — Vertu ekki alltaf að þvælast fyrir! — Farðu út að leika þér! — Vertu inni í þinu herbergi! O.s.fi-v. Böm eru hrist og lam- in, og þeim er hent til og frá. undrast fólk kynslóðabilið. Flest bendiir til þess, að böm hafi verið og séu aigert auka- atriði á íslandi, og flest, sem þeim viðkemur. — Stór orð en sönn! Nú þykist ég vita, að marg- ir skilji ekki hvað ég á við. En lesi einhverjir þetta, sem verið hafa t.d. á Ítalíu, skilja þeir það áreiðanlega. Þar eru börn in elskuð og virt, og aldrei fyr ir neinum. Af því leiðir svo, að fjölskyldutengsl verða órjúfan leg. • Barnadeild útvarpsins vantar Ef við berum saman það, sem fjölmiðlar nágrannaþjóða okk- ar gera fyriir börn og unglinga, og það, sem við gerum, verðum við að teljast til hinna svokölll- uðu „vanþróuðu“ landa. Nú er slíkur samanburður ekki sann- gjam nema að vissu marki. — En því marki emm við ldka áfcaflega langt frá. Það get ég sagt eftir að hafa kynnt mér þessi mál mjög vel í mörg ár. Á ég hér fyrst og fremst við Útvarpið. Þar vantar algjör- lega sérstaka barnadeild. Án efa mun þykja of dýrt að stofn setja hana. — En höfum við efni á að gera það ekki? — Er öHlu fé rikiisins betur varið? Mér er ekki kunnugt um, að nokkur kona sé í nefnd þeirri, sem skipuleggur öll þau býsn, sem gera á, annað hvort fyrdr eða á þvi mikla ári 1974. Og þótt í tízku sé að beita ofbelidi og gera kröfur, (sem er kannsfci það eina, sem dugar!) ætla ég að hafa þá „gam- aMags“ aðferð að koona með eina til'lögu. Og er það sú ósk, sem ég nefndi hér í upphafi: — Er ekki hægt að stofna Bama- deild Útvarpsins i tilefni 1100 ára afmæl'is þjóðarinnar? Mér finnst það alveg tíma- bært — og þótt fyrr hefði ver- ið! • Pólitískur áróður í barnatíma útvarpsins AUmiklar umræður hafa orð- ið að undanförnu um alls kon- ar misnotkun vinstri sinnaðra manna og kvenna á útvarpi og sjónvarpi. Um þau mál hafa orð ið harðar deilur, sem vonliegt er. Velvakanda hafa borizt kvartanir um, að nú sé ekki llengur friður með barnatimana í útvarpinu eða eins og einn viðmælandi orðaði það — „ekki friður fyrir ásókn þessa „hug- sjónafól'ks", sem einskis svifS't í sinum ste fnuboðu n a rákafa“. En hvað um það — að flestra áliti eiga böm að vera friðhelg fyrir pólití.skum áróðri, hverr- ar tegundar, sem hann nú er. Velvakandi var beðinn að koma á framfæri fyrkispum í sambandi við bamatSma út- varpsins, sem Olga Guðrún Árnadöttir sér um. Síða.stliðinn fimmtudag var endurtekinn hiuti þáttar, sem var upphal- lega fluttur fyrr í vetur. Hér var um að ræða ævintýri frá Vietnam, sem lesið var af Airn- ari Jónssyni leikara. ÞetJta mun vera gamalt ævintýri, sem er bæði hugnæmt og meira að segja skemmtHegf, eins og góð ævimtýri eiga að vera, auk þess sem það var vel flfuitt. Þó verður að draga í efa, að frum- flutningurinn hafi gefið sér- stafct tilefni til endurteknin/g- ar, því að nóg er til af a;vin- týrum og góðum lesurum. • „Koinmagrýlan“ Það, sem hins vegar vakti sér staka atihygU var það, að stjómandi þáttarins las langan pistil, sem auðheyriilega kom „beint frá hjartanu". Sá hjairt- næmi flutningur fjallaði um skilning stúlkunnar á réttlæti, þvi víðtæka hiugtaki, hvorki meira né minna. Ekki hafði stúlkan komdzt Langt í boUaleggingum sinum, þegar Ijóst varð, að þessu spjaldi var ætl'að séristakt; hlutverk m.ö.o. þetta var áróður fyrir stefniu komimúnista í Víetnam. Hefði tilgangurinn með þvl að endurtaka efni, sem var nýbú- ið að flytja, einiungis verið sá að gefa börnunum kost á þvl að hlusta á áðurnefnt ævinitýri, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvaða erindi „réttlætis- boðskapurinn" átti í þennan þátt. Ennfremur er spurt um það, hvemig eftirliti með bama tímiurn útvarpsins sé háttað, út varpsráð fjal-li um efnd, sem þar er flutt og hver sjái um ráðningu umsjónarfólks bama tímanna og þeirra, sem koma fram í þeim. Ennfremur, hvort útvarpsráð hafi viitað um end- urtekningu þessa tiltekna þáitt ar og sé svo, hvað það hatfi þá verið, að dómi ráðsins, sem gerði hann þess virði að hann væri endurtekinn. Það dugir ekki að segja bara, að surnt fólk sjái aJJs staðar „kommagrýluna“, þegar hún er lön.gu orðin ljósidfandi og áþreifanteg. um og brennivíni . . . Ég spyr þvi sjálfa mig: — Hefur það kann-ski gleymzt, efni. En hvers vegna bitna spam- aðarráðstafanir Útvarpsins svo Já, víða hér virðast bömin bara vera fyrir. Allt gengur út á það að koma þeim frá sér. Svo Gleðilegt ár 1973! (Og ennþá gleðitegra 1974!) Ingibjörg Þorbergs“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.