Morgunblaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1973
Gunnar G. Schram:
Efni auðlinda-
tillögu
íslands og Perú
1 GREIN, sem birtist í Morgunblað-
ínu þann 9. janúar sl., eftir Einar
Hauk Ásgrimsson, verkfrœðing, er
vikið að tillögu Islands, Perú og
fleiri rikja, um yfirráð yfir auðlind-
um hafsins, sem 27. allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna samþykkti þann
18. desember sl. Er í greininni sagt,
að ályktunin sé ,,svo óljóst orðuð, að
hún sker ekki úr neinu vafaatriði."
Hér gætir nokkurs misskilnings
hjá greinarhöfundi, sem ástæða er
til að leiðrétta, enda hefði verið
harla tilgangslaust fyrir islenzku
sendinefndina á þessu þingi, og þær
aðrar, sem að tillögunni stóðu, að
bera hana fram, ef tillagan skæri
ekki úr neinu vafaatriði.
Fyrsta grein tiilögunnar er svo-
hljóðandi: „Allsherjarþingið „ítrekar
rétt til varanlegra yfirráða yfir öll-
um náttúruauðlindum þeirra, á landi
innan alþjóðlegra landamæra þeirra,
og jafnframt yfir þeim auðlindum,
sem finnast í hafsbotninum innan
lögsögu einstakra ríkja og í hafinu
þar yfir.“
Varla þarf að leika vafi á því, hvað
er hér við átt. Ekki einungis lýsir
allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
því hér yfir, að riki eigi allan rétt
til þeirra auðæfa, sem í hafsbotni
finnast, svo sem olíu og málma, held
ur nái yfirráðaréttur strandríkisins
einnig til allra þeirra auðlinda, sem
eru í hafinu yfir þessu svæði. Inn-
an þessarar skilgreiningar fellur allt
landgrunnshafið og einnig hafsfræði
utan þess, svo langt sem lögsaga
rikja yfir hafsbotninum nær.
Hér er því með öðrum orðum lýst
yfir í fyrsta sinn, af hálfu Samein-
uðu þjóðanna, að strandrikið hafi
eitt yfirráð yfir fiskstofnum í haf-
inu út að mörkum hafsbotnssvæðis-
ins. Þar er ekki lengur neitt „vafa-
atriði“ á ferðum. íslenzka landgrunns
hafið fellur vitanlega allt innan þess
ara marka og er það í þessu efni,
sem samþykkt auðlindatillögu alls-
herjarþingsins hefur mesta þýðingu
varðandi sóknarstöðu okkar í land-
helgismálinu.
En hve langt út fyrir landgrunn-
ið skulu réttindi strandríkisins yfir
hafsbotninum ná, og þá um leið yfir
fiskstofnunum? Þeirri spurningu er
ekki svarað i ályktuninni, enda er
hún almenn pólitísk grundvallaryfir-
lýsing, og ekki ætlað að marka víð-
Gunnar G. Schrani
áttu auðlindalögsögunnar i mílum.
Það er verkefni næstu Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem
kemur saman til fyrsta fundar síns
á þessu hausti.
Gera má sér þó allvel í hugarlund,
hvar mörk hafsbotnssvæðisins muni
ákvörðuð, og þá um leið auðlinda-
lögsögunnar, samkvæmt ályktun
allsherjarþingsins. Tugir ríkja hafa
þegar lýst sig fylgjandi því, að mörk-
in verði ákvörðuð 200 mílur frá
ströndum. Jafnframt hafa allmörg
ríki í reynd veitt vinnsluleyfi allt að
200 mílur frá ströndum. Má þar
nefna Bandaríkin, Kanada, Ástralíu
og Norðursjávarríkin. Ríkisstjórn
Kanada hefur og veitt leyfi allt niður
á 3.700 metra dýpi og Bandarikja-
stjórn á um og yfir 5.000 feta dýpi.
Sýnir þetta, að ósennilegt er að
mörk hafsbotnslögsögu rikja verði
ákveðin miklu skemmri en 200 mil-
ur frá strÖndum.
í annarri grein, sem birtist hér i
Morgunblaðinu fyrir skömmu, var
það gefið í skyn, að samþykkt auð-
lindatillögunnar væri ekki neitt ný-
mæli, heldur nánast framhald af
starfi Sameinuðu þjóðanna í þessu
efni.
Hér er um misskilning að ræða.
Ilvorki allsherjarþingið né aðrar
stofnanir S.Þ. hafa fyrr gert slíka
samþykkt. Hún er ítrekun á sjón-
armiðum, sem mörg strandríki, þar
á meðal ísland, hafa lengi barizt fyr-
ir, en ekki fengið hljómgrunn hjá
meirihluta þjóða. En nú verða þátta-
skil. Nýtt blað er brotið i sögu þessa
máls, þegar vfirgnæfandi meirihluti
Sameinuðu þjóðanna lýsir fylgi sínu
við þessi sjónarmið, þrátt fyrir harða
andstöðu Evrópurikia og annarra.
Það er einmitt af þessum sökum,
vegna þessa nýmælis, sem islenzka
tillagan varð tilefni harðari deilna í
efnahags- og auðlindanefnd S.Þ. en
flestar aðrar tillögur, sem þar voru á
dagskrá. Og sú var m.a. ástæðan til
þess að New York Times taldi tilefni
til að fjalla um markmið tillögunn-
ar í forystugrein þann 24. desember
sl., auk frásagna í öðrum blöðum hér
á austurströnd Bandaríkjanna.
Að lokum þetta: Auðlindaálykt-
un 27. allsherjarþingsins hefur ekki
bindandi lagalegt gildi. Hún er hins
vegar mikilvæg stefnumótandi grund-
vallaryfirlýsing 102 þjóða heims, hlið-
holl í máli, sem varðar lífshagsmuni
íslenzku þjóðarinnar. 1 því felst meg-
in framtíðargildi hennar.
Með þökk fyrir birtinguna.
New York, 16. janúar 1973,
Gunnar G. Schram,
varafastafulltrúi íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum.
(Ljósm. Mbl. ÓL K. Maig.)
Unga kynslóðin
Hér á Islandi hafur stríðið í
Víetinam haft sín áhrif eins og
armars staðar og þá fyrst og
fremst í röðum þeirrar kynslóð-
ar, sem hefur komdzt til vits og
ára á þeim tíma, sem hún hefur
verið háð, með aðild Bamdarikj-
anna. Áhrif þessarar styrjaildar
á þetta unga fólk hafa fyrst og
fremst orðiið þau, að það dregur
i efa réttmæti fuliyrðiniga hinma
eldri, að i heiminu>m takist á
tvenns konar öfl, kommúnism-
inn, sem í raun þýði einræði, og
lýðræðisríkin með Baindaríkin í
broddi fylkingar, sem berjist
fyrir frelsi og sjálfstæði þjóða
og eimstaklinga. Að vonum á
unga fólkið erfitt með að skilja,
að með því að berjast fyrir þvi
að haildia hersihöfðingjum við
stjórn í Saigon, sem litla virð-
ingu hafa sýnt lýðræðimu, séu
Baindaríkin að berjast fyrir þeim
hugsjónum, sem þau hafa verið
talin í fararbroddi fyrir.
Þesisi einfalda staðreynd á
áreiðanlega mjög ríkan þátt í
því, að á siðustu árum hafa
vinstri sininaðar og sósialiskar
stjómimálaskoðanir náð veruleg-
um áhrilfum, sérsitaklega í þeim
hópd ungs fólks, sem stumdar
háskólanám. Það trúdr ekki leng-
ur á baráttu-na milli einræðis og
frelsis, dregur í efa fullyrðingar
hinna eldrx þar im. Kannsiki er
þetta skiljanlegt, sérhver kyn-
slóð verður að læra sima lexíu.
Styrjöldin í Vietnam yfirgnæfði
atburðina í Tékikóislóvakíu 1968.
Fyrir löngu er orðið tfmabært
að taka upp urnræðu við hina
vinstri simmuðu æsku, mæta full-
yrðingum hennar með málefna-
legurn rökum og leiða henni fyr-
ir sjónir, að þrátt fyrir allt eru
lýðræðishugsjóniir hinna frjálsu
þjóðfélaga á Vesturlöndum
meira virði en hinn einræðissinn-
aði sósíaldsmi í Austur-Evrópu.
Málefnalegar umræður um styrj-
öldina í Víetnam, aðiild Banda-
rikjiatmianna að henni og tilrauai-
ir til þess að brjóta áhrif henn-
ar og afleiðimgar til mergjar
hljóta að vera þáttur í nauðsyn-
legum skoðanaskiptum milli
æskunnar og hinna eldri.
Enginn veit hvað
átt hefur fyrr en
misst hefur
Ljóst er, að á undanförnum ár-
um hefur stöðugt brei'kkað bilið
mdlli kynslóðamnia í viðihorfum til
þjóðféiiagsmála. Fáir menn hafa
skilgreint þessi mismunahdi
sjónarmið með jafn glöggum
hæt'ti og forseti Islan'ds, Kristján
Eldjárn, gerði i nýársávarpi
sínu til þjóðarinnar. í því sagði
hann m.a.: „E.t.v. er ofdirfsku-
fulit að segja, að við þessi ára-
mót sé friðvænlegra um að lit-
ast í heiminum, en verið hefur
um nokkurt skeið, enda er kyn-
slóð hins kalda stríðs tortrygg-
in og m'arghvekkt og trúir var-
lega, þótt teikn sjáist á lofti,
sem virðast spá góðu. Engu að
síður hefur því verið almenmt
fagnað og rnargt hefur gerzt á
sl. ári, sem í svip hefur orðið til
þess að slalta á sitrengdum taug-
um hins kalda stríðs miild valda-
þjóða heims og höfðingja
þei:rra.“
Síðar í ræðu sinni vék Kristján
Eldjárn að viðhorfum hinna
yngri og sagði: „Hugur manna
flýgur nú viða. Margir og ekki
sizt ungdr menn eru tortryggnir
á hdn gamaigrónu forystulönd og
forréttindalönd, bæði austan
hafs og vestan. Áhugi þeirra og
saimúð beinist fasit að baráttu og
þróun hinna fátæku og fjöl
menmu þjóða, sem byggja önn-
ur jarðarhvel. Þetta er eðlilegt
og í fullu samræmi við vaxandi
tilfinningu fyrir þvi á öld hraða
og f jiarskipta og geimsiglinga að
jörðin sé ein og mannkynið
eitt . . .“
Með þessum fáu orðum hefur
foijseti Islamds dregið upp skýra
mynd af þeim skoðanamun, sem
ríkir milli eldri og yngri. Vissu-
lega er það rétt, að sú kynsióð,
sem kynntist kalda striðinu af
eigin raun, trúir varlega blíð-
mælum og vísbendingum um, að
það sé að renna sitt skeið á enda.
Þeir, sem upplifað hafa mestu
viðburði kalda striðsins, bjdting-
unia í Tékkóslóvakíu 1948, loft-
brúna til Berlínar, uppreisnina í
Austur-Beriin á þjóðhátdðardegi
Islendinga 1953 o.s.frv., eiga
bágt með að skilja áhugaleysi
unga fólksiins á þessum viðburð-
um með sama hætti og margt
ungt fólik er þeirrar skoðunar,
að þeir eldri séu vanafastir um
of og ríghaldi í gömul sjónarmið
og atburði liðinna tíma.
Hér þurfa til að koma skoð-
anaiskipti, sem munu efla skiln-
ing á báða bóga. Vafalaust er
mikið hægt að læra af viðhorf-
um unga fólksins, sem hefur
haft forystu um mjög breytt
gildismait eins og það hefur ver-
ið kallað. En með sama hætti
skyldi unga kynslóðin ekki van-
meta reynslu hinna eldri. Eftir
heimss'ty r j öldina fyrri og þær
hörmungar, sem henni fylgdu i
Evrópu, voru menn þeirrar
skoðunar, að með henni hefði
síðasta styrjöldiin verið háð.
Mannkynið mundi ekki kalla yfir
sig sllkar hörmumgiar á ný. Þær
vonir brugðust eins og alltr vita.
Nú eru margir þeirrar skoðunar,
að Víetnaimstyrjöldin kunni að
verða síðasta stórstyrjöldin. Er
það ekki fullmikil bjartsýni? Et
ekki viturlegt fyrir unga fólkið
í dag að taka mið atf reyinslu
þeirra, sem eldri eru? Ef það er
ekki gert, gæti svo farið, að
frelsi og lýðræðisleg mannrétt-
indi, sem unga fólkið á Vestur-
löndurri hefur vamizt sem sjálf-
sögðum hlut, en jafnaldrar
þeirra í Austur-Evrópu þekkja
ekki, verði frá þeim tekið.
Enginn veit hvað átt hefur,
fyrr en misst hefur. Þótt for-
ysturiki lýðræðisins, sem með
þátttöku sinni í heimsstyrjöld-
inni síðari skipti s'köpum um fall
nasismans, hafi valdið vonþrigð-
um, má það ekki verða til þess,
að uppvaxandi kynslóðir glepj-
ist til þess að fórna helgum
mannréttindum fyrir þjóðfélags-
kerfi á borð við sósíalismann,
sem hefur sýnt, að þar sem hann
rikir þrífst frelsið ekki, hvorki
til orðs né æðis.