Morgunblaðið - 04.02.1973, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUOAGUR 4. FEBRÚAR 1973
Minnlng:
Skúli Þorsteinsson
Skúli Uorsteinsson andaðlst á
heimili sinu að morgni fimmtu-
dagsins 25. janúar.
Sama dag hringdi Ingi Krist-
insson, skólastjóri til mín og
sagði ;mér lát hans, mælti þau
orð, sem standa fastar og ó-
hagganlegar en önnur orð, hvað
sem tilfinningum okkar liður.
Mér var að vísu vel kunnugt
um , þann sjúkleika, sem þjáð
hafði Skúla um langt skeið og
ævinlega fer með sigur af hólmi,
en þó kom fregnin að mér óvör-
um. Andlegt þrek Skúla var
með þvílikum hætti, bjartsýni
hans og áhugi, að I huga mér
var hann fjær sinu skapadægri
en margur, sem yngri er og
heilli,
Skúli Þorsteinsson var fædd-
ur á aðfangadag jóla árið 1906
á Stöðvarfirði, og voru foreldr-
ar hans Guðríður Guttormsdótt-
ir, prests í Stöð, og Þorsteinn
Þorsteinsson, kaupmaður. Ég er
ókunnugur á Austurlandi og
kann ekki að rekja ætt Skúla
nánár, en sjálfur bar hann þess
gleggst vitni, að hann var ekki
af aukvisum kominn. Eftir að
bamaskóla lauk, var Skúli við
nám á Hvítárbakka og síðan
næstu vetur á ýmsum lýðháskól
um í Þýzkalandi, Npregi og Dan-
mörku. Gerði hann þá viðreist
um Evrópu og aUt suður í Litlu-
Asíu. Vorið 1932 lauk Skúli
kennaraprófi i Kennaraskóla Is-
lands og kenndi síðan í Aust-
urbæjarskólanum, þar til haiin
tók við skólastjórn I barna- og
unglingaskólanum á Eskifirði
Systir okkar,
Eva Sigurðardóttir,
Hátúni 10,
lézt aö VííHstöðum aðtfara-
nótt föstudagsins 2. febrúar.
Hrefna Signrðardóttir
og systkini.
1939. Á Eskifirði var Skúli í
átján ár, þá fluttist hann aftur
til höfuðstaðarins og kenndi í
Melaskóla, unz hann gerðist
námstjóri á Austurlandi árið
1964, en því embætti gegndi
hann fram á siðastliðið ár. Eft-
ir að Skúli hóf kennslu, ferðað-
ist hann oft til útlanda, einkum
i þvi skyni að fræðast um
kennslumál annarra þjóða,
enda var honum vel ljós þörf
kennara á sifelldri endurmennt-
un. Meðal annars sótti hann
heim þau lönd, þar sem hann
hafði ungur numið.
Ég er ekki nógu fróður tii að
segja að nokkru gagni frá þeim
trúnaðarstörfum, sem hlóðust á
Skúla, bæði á Austurlandi og i
Reykjavík, en hann var jafnan
i forystusveit eða fararbroddi
sinnar stéttar í félagsmálum.
Einnig tók hann mikinn þátt í
starfi ungmennafélaga, skóg-
ræktarfélaga og íþróttafélaga
svo að nokkuð sé nefnt, og má
af þessu skilja, hve áhugamál
hans voru mörg, og þó flest af
sama toga spunnin: tengd vax-
andi æsku og gróðri.
Skúli var skáldmæltur vel og
þrtí kvæði, sem birzt hafa i blöð
um og tímaritum. Einnig kast-
aði hann oft fram stökum á
fundum og þingum, félögum sín
um til ánægju. Bækur þrjár
skrifaði hann: Börnin hiæja og
hoppa, Hörður á Grund og Jóla-
gleði. Fyrstnefnda bókin hefur
verið gefin út öðru sinni a-f Rík-
isútgáfu námsbóka. Þar eru
bömin leidd út í náttúruna og
frædd af nærfæmi og skilningi.
Auk þessa ritaðl Skúli barna-
sögur, sem prentaðar hafa ver-
ið í Unga Islandi og Æskunni,
svo og greinar um skólamál, er
hafa m.a. birzt í Menntamálum.
Árið 1938 kvæntist Skúli Önnu
Sigurðardóttur skólastjóra Þór-
ólfssonar, og lifir hún mann
sinn ásamt bömum þeirra þrem
ur: Þorsteini, Ásdísi og Önnu.
Þegar ég var i Kennaraskól-
anum fyrir nær fjórum áratug-
um, átti ég þess kost að vera
nokkrum sinnum með ungum
kennurum, sem æfðu handknatt
leik í Austurbæjarskóla. Þar
Útför konunmar mfanar,
Hlínar Jónsdóttur,
Reynivöllum 6,
Akureyri,
fer fraim frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginm 6. febrúar kl.
13:30.
Gústav Jónasson.
Þökkum immlega auðsýnda
saimúð og vináttu við andiát
og jarðarför konu miinnar og
móður okkar,
ísbjargar Hallgrímsdóttur.
Andreas Andersen,
Kristjana Andrésdóttir,
Anna Andrésdóttir.
Otför mannsins míns og föður okkar,
ÓLAFS BERGMANNS ERLINGSSONAR,
prentara,
Njálsgötu 76,
fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 1.30.
Jófríður Krístín Þórðardóttir,
Kristín Ólafsdóttir,
Ólöf Ólafsdóttir,
Edda Ólafsdóttir.
Otför e'iginmanns mins, sonar míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
SKÚLA ÞORSTEINSSONAR,
fyrrverandi námsstjóra Austurtands,
ter firam frá Dórrvkirkjunni, mánudaginn 5. febrúar klukkan 13.30.
Anna Sigurðardóttir,
Guðríður Guttormsdóttir,
Þorsteinn Skúlason,
Ásdis Skúladóttir, Sigurður Lúðvigsson,
Ama Skúladóttir. Sigurður Jónsson,
Móeiður Arma Sigurðardóttir.
vakti ungur maður, mikill vexti
og glæsilegur, sérstaka athygli
mína — og þá ekki síður leikur
hans. Þar skorti hvorki kapp né
áhuga, en minnisstæðari verður
mér þó drengskapur hans í
keppni og einstök leikgleði.
Þessi maður var Skúli, og þarna
urðu okkar fyrstu kynni.
Nokkru síðar vorum við hvor
í nánd við anpan í landmæling-
um um sumartima, og þar
vakti Skúli einnig athygli með
röskleik og skörungsskap. En
annars unnum við Skúli aldrei
á sama stað, og löngurn var
æði langt milli vinnustaða.
í félagsmálum kennara áttum
við hins vegar saman að sælda.
Einu gilti, hversu langt Skúli
átti að sækja, ég minnist þess
ekki, að hann vantaði á nokk-
urt þeirra þinga, sem kennar-
ar hafa um langt skeið haldið á
hverju vori. Enda var hann mik
ill félagshyggjumaður og hafði
alla stund brennandi áhuga á
framfaramálum stéttarinnar.
Hann skildi gerla nauðsyn og
mikilvægi samtaka, enda þótt
menn verði að láta sér lynda,
að flestum framfaramálum miði
í hænufetum. Síðastliðin tólf ár
áttum við Skúli sæti í stjóm
Sambands íslenzkra bamakenn-
ara, og var hann formaður sam-
takanna allan þann tíma, kjör-
inn einróma hverju sinni, með-
an hann gaf þess kost. Á þess-
um árum kynntist ég Skúla vel.
Þeir eðlisþættir, er vöktu aðdá-
un mína í knattleiknum forð-
um, voru enn sem fyrr rikjandi
í fari hans: kapp og áhugi á
hverju góðu máli, drenglund og
viðsýni. Og enn var gleðin ríkj-
andi í huga hans, ósigruð af
þreytu áratuga og sjúkleika, sem
varpaði dimmum skugga á veg-
inn framundan.
Ekki verður minnzt hér á
nema örfá þeirra mála, sem
Skúli lét til sín taka á vegum
kennarasamtakanna. Ber þar
menntun kennara einna hæst, en
það mál bar hann mjög fyrir
brjósti og átti sæti í nefnd, sem
samdi frumvarp til laga um
kennaraháskóla. Þar með var
þéim langþráða áfanga náð að
þoka kennaramenntuninni upp á
háskólastig. Einnig átti Skúli
sæti í stjórn Lífeyrissjóðs kenn-
ara og vann þar að umbótum
kennurum til handa. Þá beitti
hann sér fyrir auknu og skipu-
legu samstarfi við samtök kenn
ara á Norðuriöndum. Eitt af síð
ustu verkum Skúla var að und-
irbúa og stjórna hátíðahöldum
á 50 ára afmæli Samb. ísl. bama
kennara vorið 1971.
Kennarastéttin á Skúla mikl-
ar þakkir að gjalda og á full-
trúaþingi á liðnu vori var þess
minnzt og hann kjörinn heiðurs-
félagi Sambands íslenzkra
barnakennara. Minningin um
hann tengist björtum vardögum
og sólarsýn í hugum okkar, því
að marga slíka daga áttum við
með Skúla. Bjartsýni hans og
starfsgleði munu enn örva
gamla félaga og ylja þeim í
sinni. Og læðist að okkur efi
um gildi og mátt samtakanna
eða vantrú á æskufólki og fram-
tíð, þá er okkur hollt að hugsa
til Skúla Þorsteinssonar.
Ég votta fjölskyldu Skúla ein
læga samúð og kveð hann með
þökk og virðingu.
Láti honum nú Guð raun lofi
betri.
Gunnar Guðmundsson.
Kveðja frá stjóm Sambands ísl.
barnakennara.
Mánudaginn 5. febrúar verð-
ur til moldar borinn Skúli Þor-
steinsson, námsstjóri. Skúli var
formaður Sambands ísl. barna-
kennara á árunum 1960—1972
og gegndi auk þess fjöbnörgum
öðrum trúnaðarstörfum fyrir
samtökin, sat m.a. í stjórn Líf-
eyrissjóðs barnakennara frá ár-
inu 1963 til dauðadags, átti mik-
inn þátt í stofnun Norræna kenn
arasambandsins (NLS) og var
formaður þeirra samtaka starfs-
árið 1970—1971, sat I stjórn
norrænu skólamótanna um ára-
bil og var fulltrúi SÍB á heims-
þingum kennara, svo eitthvað
sé nefnt.
öll sín störf rækti Skúli af
mikilli trúmennsku og sam-
vizkusemi, og dugnaði hans og
fómfýsi var við brugðið. Skúli
var tígulegur í framgöngu, ein-
arður baráttumaður og dreng-
ur góður. Honum var annt um
sóma stéttar sinnar og jók hróð-
ur hennar og virðingu, hvar sem
hann kom fram fyrir hennar
hönd.
Stjórn Sambands íslenzkra
bamakennara þakkar ómetan-
leg störf hans, minnist sam-
starfsins við hann með virðingu
og vottar ekkju hans, bömum og
öðrum ástvinum dýpstu samúð
sína.
Á mánudaginn, 5. febrúar,
fer fram frá Dóimkirkjunni út-
för Skúla Þorsteinssonar, náms-
stjóra, er andaðist að heimili
sinu, Hjarðarhaga 26, Reykja-
Vik, að morgni fimmtud. 25. f.m.
Skúli var fæddur á Stöðvar-
firði í Suður-Múlasýslu 24. des
ember 1906, elztur sjö syistkina.
Sonur þeirra kunnu sæmdar-
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
JÓNS SIGURÐSSONAR,
fyrrverandi skipstjóra.
Fyrir hönd ættingja,
Elín Jónsdóttir,
Sigurður Jónsson.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andiát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
AXELS JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR,
Valdarási Víðidal.
Vandamenn.
hjóna Þorsteins Þorsteinssonar
Mýrmann og konu hans, Guðríð
ar Guttormsdóttur. .Er hún í
heimili yngsta sonar og tengda-
dóttur og er á nitugasta aildurs-
ári.
Að þeirra tima hætti var ekki
um langa barnaskólagöngu að
ræða, en greiðan aðgang munu
þau systkini hafa átt að góðum
og fræðandi bókum. m.a. hjá afa
þeirra, séra Guttormi Vigfús-
syni í Stöð. Hins vegar tóku
unglingar á þeim árum strax og
geta leyfði, þátt í daglegu Mtfi og
störfum fullorðna fólksins, nutu
leiðbeininga þess og þroskandi
samstarfs til orðs og æðis, og
mun sá skóli hafa orðið Skúla
giftudrjúgt veganesti.
— Snemma kom í ljós, að
Skúli var sérlega bókhneigður
og námfús, en eigi var þá
margra kosta völ uim skóla-
göngu fyrir ungilinga í hans að-
stöðu. Kunnur var um land allt
alþýðuskólinn á Hvítárbakka
í Borgarfirði, er hafði undir
stjóm Sigurðar Þórólfssonar,
áunnið sér mikið álit og bætt
úr brýnni þörf slíkrar mennta-
stofnunar, m.a. vegna þess, að
þar var heimavist og öllum
kostnaði svo í hóf stillt, sem
verða mátti. Þar hóí Sikúli svo
nám um tvitugsaldur og útskrif-
aðist þaðan 1929. Þá lá leið-
in til náims við Alþýðuháskóla í
Þýzkalandi og á Norðuriöndum,
og var þar raunar frekar um
námskeið að rseða en samfellda
skólaigöngu, en í beinu fram-
haldi af náminu á Hvítárhaikka,
er mjög var sniðið að fyrir-
myndum frá hinum norrænu lýð
háskólum.
Frá Kennaraskóla Islands
lauk Skúli prófi 1932 og hóf
sama ár kennslu við Austurbæj-
arskóla og starfaði þar til 1939,
að hann gerðist skólaistjóri við
barna- og unglingáskólann á
Esikitfirði, en því starfi gegndi
hann um 18 ára skeið, eða þar
til hann aftur fluttist til Reykja
víkur og varð kennari við
Melaiskólann i 7 ár.
1 Austurbæjarskólanum varð
Skúli fyrir mitalum og varan-
legum áhrifum af samstarfinu
við hinn ágæta staóiastjóra Sig-
urð Thorlacius, er þar taom fram
með margar nýjungar í kennslu
málum, sem áður voru óþekktar
hér á landi. Náimisstjóri fyrir
Austurland var Skúli svo skip-
aður 1964 og þvs embætti hélt
hann þar til á síðastliðnu hausti,
að hann varð að lláta af störf-
um vegna hjartasjúkdóms, er
niú hefur ráðið úrslituim.
Kynni mín af Skúla eru orð-
in löng og náin, eða allt frá ár-
inu 1934, að ég kvomgaðist syst
ur hans, Pálinu. Gg þar sem að-
al starf okkar beg,gja hefur ver
ið á sviði uppeldis- og kennslu
mála, tel ég mér vel fært að
kveða upp þann dóm, að Skúli
hafi unnið sér sess meðal beztu
og giftudrýgstu skóiamanna
þessa landis, bæði vegna
ágætra kennara- og skólastjóra-
hætfileika, og etaki siður félags-
málastarfsemi, hvort heldur
verið hefur meðal nemenda eða
starfssystkina. Var honum iíka
falin forysta í mörgum helzbu
málum kennarastéttarinnar, og
sparaði hann hvergi kraftana,
að sem beztum árangri yrði náð,
þótt oft væri við ramman reip
að draga.
Frá fyrstu tið hefur hann lát
ið sig margvísleg félagsmál
miklu skipta og verið mikilvirk-
ur starfsmaður fjölmargra menn
ingarféiaga, og þá gjaman fbr-
maður og dugmikill leiðtogi, þó
eigi sé hér tóm til að geta nema
nokkurra hinna viðamestu.
Fyrir stofnun og starf ung
liðadeilda Rauða krossins í
barnastoólum hlaut hann heiðurs
merki 1959, en bugsjónir þess
fél a.gsska par voru honum jafn-
an mjög hjartfólgnar. Af
SKILTI A GRAFREITI
OG KROSSA.
Flosprent s.f. Nýlendugötu 14
sími 16480.