Morgunblaðið - 09.02.1973, Page 28

Morgunblaðið - 09.02.1973, Page 28
2ís MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1973 SAGAIM ljósunum og einu sinni fann hún sér til mestu skeifingar, að hún var alveg komtn að einu, þegar það skipti um. Ekki þyrfti annað en ýta aftan á hana og þá lenti hún undir bílaþvög- unni. Hún dró sig inn í hóp fólksins, sem var að bíða eins og hún. Enginn í hópnum virt- ist sýna henni minnsta áhuga, þetta voru tveir skólakrakkar, gömul kona og sendi'll í einkenn isbúningi og loks kona með inn kaupatösku. Ekkert af þessu fóiki haföi hún áður séð. Hún sneri við og gekk aftur yfir göt una, þar gat heldur ekkert kom- ið fyrir hana — gatan var full af fólki. Þegar hún loks kom heim til sin, var hún lafmóð, og hafði þó ekkert hlaupið. Gangurinn sýndist dimmur, eftir allt sól- skinið. Það small undan hælun- um á henni í þögninni, sem þarna var. Hún gaf sér ekki tíma til að lita í póstkassann, en gekk að ldtlu lyftunni, en inni í henni stóð maður. Hann var í sportskyrtu og með svart- an skinnjakka á handleggnum. Þetta var Waldo Dodson. Um W OPIÐ FRA KL. 18.00. ★ BORÐAPANTANIR FRA KL. 15.00 l SlMA 19636. * BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 20.30. MUSICAMAXIMA skemmtir velvakandi Hiingl eflir midncelli M.G.EBERHART leið og hún ætlaði að hopa á hæl, greip hann í handiegginn á henni og dró hana inn í lyft- una. — Hvað viljið þér? hrópaði hún upp yfir sig. Hann hafði ýtt á þriðju hæð- ar hnappinn. Hurðin lokaðist, án þess hún fengið við það ráð- ið. — Ég þarf að tala við yð- ur, sagði hann. Lyftan fór upp. Hún var með óþolandi innilokunarkennd, svona ein í lyftunni með Dod- son. — Hvað viljið þér? sagði hún aftur. Hann horfði á hana, ólundar- lega en íbygginn. — Bara taia við yður. Það er óþarfi að vera hrædd. Hún gæti þrýst á neyðar- hnappinn, hann var rauður. En hvað mundi þá gerast? Líklega mundi lyftan bara stanza og halda henni þama fastri, einni með Dodson, þangað til hús- vörðurinn kæmi loksins til að aðgæta, hvað væri að. Það skein ofurlítiW áhugi út úr rúsinuaugumim í brauðdeigs- andMtinu. — Hvað gengur að yð ur? En hún hafði hvergi séð hann þennan morgun — hún hefði á- reiðanlega tekið eftir skinnjakk anum. Hins vegar hefði hann getað elt hana úr safninu, gæti hafa séð hana og getið sér til um ákvörðunarstað hennar, tek- ið bil og beðið svo eftir henni, falinn inni i lyftunni. — Eruð þér mállaus? sagði hann. — Þér virðist vera dauð- hrædd. Ég sagði yður, að ég þarf bara að tala við yður. Ég geri yður ekkert mein. Jæja, þá er- um við komin. Dyrnar opnuðust. Hún skyldi ekki hleypa hon- um inn i íbúðina sína. Einhver hlaut að vera heima í næstu her- bergjum. Hún stóð eins og negld niður í gólfið. Hann yppti öxlum gremjulega og gekk á undan að dyrunum. Svo að hann rataði þá. Hann vissi, að hún átti heima á þriðju hæð. Hann hafði þekkt heimilis- íangið hennar. Á mánudaginn þegar réttarhaldið fór fram og hann hafði ekið þeim Blanche til borgarinnar, hafði hann ekið beint hingað, án þess að spyrj- ast fyrir. Þá hafði hún haldið, að Blanche eða Cal hefðu sagt honum það. — Jæja ætlið þér þá að opna? Nýja skráin blikaði á hurð- inni. Hún velti því fyrir sér, hvort hann hefði líka vitað um í þýðingu Páls Skúlasonar. hana, og hvort hann væri með lykilinn að gömlu skránni. Hann var óþolinmóður og vandræðaleg ur. — Ég ætla ekki að gera yður neitt mein. Það sem ég ætla að segja, er mikilvægt bæði fyrir yð ur og Pétur Vleedam. Loks kom hún upp orði: — Hvað er það? —- Ég ætla ekki að fara að öskra það upp hérna frammi i ganginum. Ef þér viljið heyra það, þá er það allt í lagi, ef ekki, þá er ég farinn. Hana langaði mest til að æpa upp. Langaði mest til að fara héð an og koma aldrei aftur. En væri hann nú að segja satt, væri hann með einhverjar upplýsing- ar — sem væru'mikilvægar bæði Velvakandi svarar i sima 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Vargar í umferðinni Ökumaður hafði samband við Velvakanda og kvartaði sáram undan gangandi vegfar- endum. Hann sagði, að sér fynd ist áberandi hversu börn væru langtum betur að sér í um- ferðarreglum og kynnu betur að haga sér á götum úti en full orðnir. Einnig væri mjög al- gengt að þau væru með endur- skinsmerki, en slíkt mætti heita einsdæmi hjá fullorðna fólkinu. Ökumaðurinn sagðist hafa ekið Hringbrautina tii vesturs í slyddu og dimmviðri nýlega, en auk þessara óheppilegu veður- skilyrða hefði birtu verið farið að bregða. >á hefðu tvær kven- persónur skyndilega geystst fram á götuna rétt framan við bílinm. Þama hefði götulýsing verið ónóg, en vel lýst gang- braut verið á næsta leiti. Kon- umar hefðu verið í yfirhöfn- um með ,,muskulegum“ lit og án endurskinsmerkja. Þama hefði emgu mátt muna, að ekki yrði slys; sannarlega hefði það hvorki verið sér að þakka né umræddum konum, heldur nánast forsjóninni. Öku maðurinn sagði, að venjuiega hefði hann ekki kippt sér svo mjög upp við sMkan atburð — hann hefði oft lent í svipuðu — en í þetta skipti hefði farið svo, að önnur kvennanna snar- stanzaði þar sem hún stóð á miðri götunni, og steytti að hon um hrnefa, en stikaði að svo búnu áfram yfir götuna. Öku- maður sagði, að sem snöggv- ast hefði hvarflað að sér sú óguðlega hugsun, að konu þess ari hefði verið of gott að sleppa svona „billega". 0 Á að skylda gangandi vegfarendur til þess að bera endurskins- merki? Hann vildi koma á framfæri þeirri spumingu, hvort ekki væri rétt að sikylda gangandi vegfarendur til þess að ganga með endurskinsmerki eða jafn- vel einhvers konar ljósmerki, og hvort ekki þyrfti að setja strangari umferðarreglur fyrir þá. Hann sagðist ekki geta séð, hvemig hægt væri að setja einungis bifreiðastjórum strangar regiur og iáta þá svo sæta margvíslegum refsiað- gerðum, ef regliumar væru brotnar, á meðan gangandi veg farendur virtust geta haft aiia sina hentisemi. — Að lokum kvaðst hann vilja ítreka það, að hann áliti börn yfirleitt vera miklu „regluhlýðnari" en fullorðna fólkið á götum úti. 0 Er hundabannið úr gildi? J. M. skrifar: „Kæri Velvakandi! Getur þú uppfrætt mig um það, hvemig hundabanni er eiginlega háttað í þessum bæ? 1 eintaki af lögreglusamþykkt Reykjavíkur (prentuð 1971), stendur í 65. grein skýrum stöf- um: „Samkvæmt lögum nr. 8, frá 1924, og reglugerð nr. 61, s.á., er hundahald bannað í Reykjavik, nema með sérstöku leyfi." Nú er það þannig, að varla fer maður svo út fyrir dyr, að ekki verði á vegi manns hund- ur; ýmist eru þeir haíðir í bandi eða ekki. Oft má lesa auglýsingar í blöðunum um að til sölu séu hvolpar af ýmsum ættkvísium og margt fleira mætti tína til, sem sýnir það, að ekkert mark er tekið á þessum svoköLluðu reglum. Nú veit ég svo sem ósköp vel, að hér i bæ skortir mikið á, að lögregluliðið sé nægiiega fjölmiennt til þess að hægt sé að ætiast tii þass, að það geti sinnt ölluim málum. Þess vegna befuy mér dottið í hug, hvort ekki sé vert að fela meindýraeyði, að sjá um að hundar vaði ekki hér um allan bæ, átöiulaust, meðan reglur eru í gildi um, að hunda hald sé bannað. Þeir, sem eiga að sjá svo um, að lögum og reglum sé fram- fylgt, þurfa að gera sér grein fyrir því, að þegar löggæzla er siæfega framikvæmd á ein- hverju sviði — svo sem nú er með hundahaldið — þá sijóvyar það um ieið ,/móralinn“ á öðr- um sviðum; samanber, þegar réttur er litlifingur, þá er tekin ÖH höndin. Með fyriíram þökk fyrir birt- inguna. — J.M.“ Nei, J. M. góður, Velvakandi veit ékki hvunslags þetta eigin- fega er, fremur em þú. Annars efast hann nú um, að unnt sé að flela meindýraeyði að leita uppi hunda, til dæmis er viðbú ið, að gera þyrfti húsfeit hjá hundaeigendum, en það er ekki á annarra færi en lögreglu og þá með sérstökum úrslturði dómsvaldsins. En vist er pað, að hér er pottur brotinn og úr- bóta þörf. 0 Ofvitinn Gagntfræðaskólanemi nokkur hringdi og vildi vekja athygli á festri Ofvitans eftir Þórberg Þórðarson, sem nú er nýhafinn í útvarpi, en söguna tes Þor- steinn Hannesson. Gagnfræða- skólaneminn var harður á þvi, að þetta dagskrárefhi mætti enginn láta fram hjá sér fara. Auk þesis sem þetta væri n.eð allra skemrntilegustu ritsmið- um þá væri lesturinn með sér- stökum ágætum. NOTAÐIR BÍLAR Seljum í dag Saab 99 árgerð 1972 með útvarpi og höfuð- púðum. Taunus 17 M árgerð 1967. Cortina G.T. árgerð 1972. Saab 99 árgerð 1971. BDÖRNSSONi^Sr^’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.