Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973 ® 22-0-22* RAUÐARÁRSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL ?T 21190 21188 14444 g 25555 mwin ^ILAUIGA-HVfflSGOTUIOl 14444 “2? 25555 HÓPFERÐIR Til leigu I lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, simar 86155 og 32716. FERÐABÍLAR HF. B laleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Metiari. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). 50 LP stereo plötur i fyrsta flokks ástandi með Burt Bacharach, Andy Williams, Barbra Streisand, Sammy Dav- is Jr., og fleirí. Plöturnar selj- ast í einu lagi á kr. 10.000 kr. Upplýsingar í síma 43282 eftir kl. 7.30 í kvöld og næstu kvöld. Veizlumaftur KALT BORO SNITTUR SMAVEIZLUR UBUNAÐUR EFTIR YÐAR EIGIN ÚSKUM. KRÆSINGARNAR ERU ( KOKKHÚSINU. KOKK HÚSID Lcekjargata8 sími 10340 Hugmyndir Svövu Við umræður um grunn- skólafrumvarpið ræddi Svava •Jakobsdóttir mjög mikið um félagslega hlið þess. M.a. lagði hún ríka áherzlu á, að börn- um í grunnskóla, það er á aldursskeiðinu frá 7—16 ára yrðu fengin áhrif og atkvæð- isréttur um stjóm skólanna. Keyndi hún að færa rök fyrir þvi. hvers \egna börnin ættu að fá að stjórna skólum sín- um. Megin röksemdin var sú, að bömin vissu hveraig þeim liði. Og spurði þingmaðurinn þá, sem væntanlega væru andvígir því. að böm í grunn- skólum fengju sæU i skóla- stjórn, vegna æsku þeirra, hvort þeir leyfðu sér að halda því fram, að börnin vissu ekki hvernig þeim liði? Ef þeir gætu ekki staðið á því, þá gætu þeir heldur ekki stað ið gegn því, að börnin fengju atkvæðisrétt um eigin mál, þ.e. setu með atkvæðisrétti í skólastjórnum, svo sem nem- endur i menntaskólum og há- skólanum. I framhaidi af þessari kenn ingu þingmannsins má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að börn in í vöggustofu Thorvaldsens og bömin á dagheimilunum fái atkvæðisrétt á stjórnar- fundtim þessara stofnana. Eða ætlar frúin að mótmæla þvL að þessi börn viti hvern- ig þeim líður. Og ef stefna frúarinnar fær byr, þá gæti næsta jafnréttisskrefið orðið að fá gæðingum borgaranna svo sem eins og eitt sæti í stjóra hestmannafél-igs'ns Fáks, eða ætiar frúin að bera því á mót, rii blessaðar skepn urnar viti hvemig þeim líði? Víst er það gott! Kjósendur Alþýðubanda- lagsins hafa í seinni tíð orðið æ óánægðari með Þjóðvilj- ann. Er nú svo komið, að þessi óánægja hefur jafnvel náð inn i raðir þeirra. sem hlutabréf eiga i þvi hlutafé- lagi f>jóð\ iljans, sem sér um útgáfuna. Fjölmargir tryggir áhangendur Alþýðubandalags- ins hafa sagt upp blaðinu. og ekki hvað sizt þeir sem eru í verkalýðshreyfingunni, enda eiga þeir erfitt með að skilja kröfu „málgagns verkalýðs- ins“ um að allir kjarasamn- ingar í landinu verði ógiltir. Þegar útgáfustjórnin sá. að ekki varð lengur unað við þetta ástand, brá hún á það ráð að boða til fundar um máiið. Var haldinn fundur með pilsner og samlokum i Norræna húsinu og voru þar mættir auk útgáfustjórnar, ritstjórar blaðsins. En það kom fyrir lítið að gagnrýna ritstjórana fyrir störf þeirra. Allri gagnrýni um að blaðið væri vont, mun Kjartan Ólafsson hafa svarað á þann veg, að gjörsamlega útilokað væri út frá marx- ísku sjónarmiði að kalla sósí- aliskt blað vont. Slíkt blað væri eðli sínu samkvæmt gott blað, annað væri rógur eða borgaraleg hentistefna. Það væri því mikill misskllningur, ef menn teldu Þjóðviljann vont blað, verri en Nýtt land og Alþýðublaðið. Þessa röksemd gat útgáfu- stjórnin ekki staðizt. Og svo fór að þessu pilsnersamkvæmi lauk með þvi, að samþykkt var tillaga ritstjóranna um, að Þjóðviljinn værl gott blað — og færi batnandi'. spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—11 frá mántidegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. UMFEROARÁO •lósep Sigurbjörnsson, Mið- túini 52, spyr: „Hvaða verkefni hefur Umferðarráð og hver kostar það?“ Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri Umferð- arráðs svarar: „Samkvaxnt 84. gr. uraferð- arlaga skal hlutverk Umferð arráðs vera sem hér segir: 1. Að beita sér fyrir því, að haldið sé uppi umferðar- fræðslu í landinu. 2. Að vera fræðsluyfirvöld um, umferðarnefndium sveitar féiaga og samtökum, er vimna að bættri umferðarmenningu, til hjálipar og ráðumeytis, eft ir því sem óskað er og að- stæður leyfa. 3. Að standa fyrir útgáfu fræðsturita og bæklínga um umferðarmál og hafa tnilli- gömgu um útvegun kennsilu- tækja og annarra gagna til nota við fræðslustarfisemi. 4. Að hafa milligöngu um umferðarfræðslu í Ríkisút- varpi (hljópvarpi og sjón- varpi) og öðrum fjöhniíHun- artækjum. 5. Að beita sér fyrir bætt um umferðarháttum. 6. Að sjá um, að á hverj- utn tíma sé til vitneskja um fjölda, tegund og orsakir um ferðarslysa í iandinu. 7. Að vera stjórmvöldum og öðrum til ráðuneytis um um- ferða.'mál. 8. Að fylgjast með þróun umferðarmála eriendis og hagnýta reynsliu og þekkingu annarra þjóða á því sviði. 9. Að leitast við að sam- eina sem ílesta aðila til sam- stiUtra og samrffimdira átaka í uraferðarslysavörnutn og bættri umferðarmenningu. Umferðarráði ber að hafa samvinnu við fræðsluyfir- vöid, iögregiuyfirvöld, um ferðaryfirvöld sveitarféiaga, Slysavamafélag íslands, sam tök bifreiðaeigenda og bif- reiðastjóra, vátryggingafélög, svo og öll önnur féiög og stofnanir, sem fjalia ucn um- ferðarmál í liandinu og láta sig umferðaröryggi skipta. Starfisemi UmflerðBrráðs er kostuð af rtkissjóði og tii þess að sinna ofangreindu hlutverki er á fjárlögum þessa árs 3724 þús. kr.“ SKATTHEIMTA AF SKEMMTUNUM TII, ÁGÓÐA FYRIR EYJAAÐSTOÐ PáU Þorgeirsson, Hvera gerði, spyr: ,4.. Er það æthm f jármála- ráðherra, að innheimta sölu og skemmtanaskatt af öl'lum samkomum, sem haldnar eru til styrtctar Vestmannaeying- um? 2. Ef það verður gert og hefur verið gert, má þá ekki segja, að hér sé verið að nota til tekna þetta óskap- lega áfall? Verður sffikt tal- ið sæmilegt, þó að hengja megi hattinn á einhverja laga- króka, sem alls ekki eru mið- aðir við slikt neyðarástand, sern nú hefur skapazt? 3. Má ekki telja Mklegt að áihugi fóllks til slikra safn- ana rainnki, ef ríkissjóður á að hirða hluta af tekjum, þeg ar ailir aðrir gefa?“ Svar fjármálaráðunoytis- ins. „Samkvæínt f4ið 4. gjr. laga nr. 10/1960, um söluskatt, er hvers konar skemmtistarf- semi söl'uskattskyld án tillits tiil þess, hvort áigóði verður af henni eða ekki og án til- lits til þess, hvemig honum er varið, ef einhver er. Það er regla í söiuskatts- iög>uin«im, að sala vöxu eða þjónustu svo og tiltekin starfsemi er söluskatt- skyld eða söiuskattfrjáls án tillits til þess, hvað um arð af henni verður, ef einhver er. Líta verður svo á, að ráð- herra hafi ekki heimild til þess að veita undanþágu frá þeirri reglu. Hvað varðar það atriði, að með því að skatttegigja skemmtanir, sem haldnar eru til styrktar Vestmahinaeying- um, sé verið að nota áfall þeirra til tekna fyrir ríkis- sjóð, ér það að segja, að ótók legit virðist að heildarsöliu- skafctur af skemmtistarfsemi vaxi neifct, þótt ágóða af sum um skemmtunum sé varið í þessu skyni. Tekjur rík issjóðis af þessum skemmitun- um skipta hér engu máli, enda munu þær verða mjög óveruliegar og fjárgreiðsl- ur rikissjóðs reynast svo margfaldar vegna þesisa áfalts, að þar kemur enginn samanburður til greina eða mat á afstöðu málisins þar af leiðandi, hins vegar verður fjármálaráðherra ekki síður en aðrir að hafa lagaheimild til að styðjast við i ákvörð- unum sínum, en hana skort- ir til niðurfellingar á um- ræddum söluskatti eins og áð ur er greint. Um skemimtanaskatt gilda aðrar reglur, sbr. 3. gr. laga nr. 58/1970, um skeramtana- skatt, en hann heyrir undir menntamáliaráðuneytið. Sam- kvæmt upplýsingum þess miunu skemmtaniir, sem halidn ar hafa verið til ágóða fyr- ir Vestmannaeyinga, hafa ver ið undanþegnar skemmtana- skatti, ef um það hefir verið sótt, og skilyrðum ráðuneyt- isins verið fulllinægt uin skila grein fyrir ágóðanum." íslenzk verksmiöjuhús; Verksmiðja Húseininga hf. getur framleitt 100 hús á ári STJÓRN Húselninga hf. á Sifflu- firði hefur með fréttatilkynn- ingu vakið athygli á því, þegar rætt er um innflutning timbur- húsa í stórum stil, sem hafa ekki verið hönnuð fyrir íslenzk- ar aðstæður, að um eins árs skeið hafa á vegum félagsins farið fram umfangsmiklar und- irbúningsrannsóknir og kannan- ir á rekstiirsgriindvelli húsa- verksmiðju, sem framleiddi létt- byggð einingaliús og sérstaklega væru hönnuð fyrir íslenzkar að- stæður. Verkfræðilegan undir- búning annaðist Verkfræðiþjón- usta Guðmundar Óskarssonar og arkitektavinnu Helgi Hafliðason, arkitekt. Tæknilegum undirbúnmgi er lokið og er málið nú í höndum fjárfiestingarsjóða að frum- kvæði Frarakveemdastofmuiar rtkisins. Opinberir byggingaaðil- ar og stofnanir iðnaðarmála hafa lýst eindregnum stuðningi sínum við málið. Um er að ræða frara- leiðslu á húsium í uim það bil 4ra feta einingarstærðum, sem sett- ar eru saman með sérstökum hætti. Saraskeytin ásamt innri uppbyggingu eininganna og frá- gangi vatnsikápu, tryggja viðnám húsanna fyrir vindura og vatmi. Fjöldi eininga í hverju húsi fer eftir stærð þeirra, en útlitið fer eftir niðurröðun eininganna og ytri kteeðninganefnum. Þetta á að tryggja sem mesta f jölbreytni í gerð húsanna. Allwr byggiingarttoni hvers húss þarf ekíki að vera nema um 5 vikur. Sam/bærrleg verksmiðju- stærð á Norðurlöndum mun framteiða um 300 til 400 hús á ári. Þegar um 100 húsa ánsfram- ieiðsiltu er náð, mun verð hús- anna á grunni vera aðeins um 60% atf gildandi verði visitöluhús anna. Þetta verð stenat fyllilega samanibuirð víð ertenda fram- leiðslu. Notuð verða eltítefjandi viðarefni til fraimteiðslunnar, og giegndreypt fyrir fúa. Áætlað er að fyrirtækið hefji framleiðslu um miðbik þessa árs, ef lánsfyrirgreiðsía fæst á næstu vi'kum. Samkvæmt nekstursáætl- un, sem gerð hefur verið, er áæfcl að að framleiða 40 hús á ári, en ekkert er því til fyrirtsfcöðu að werksmiðjan geti þeigar á fyrsta ári íramleitt yfir 100 hús, segir í fréfctatilkynningu frá Húsein- ingum hf. á Sigiufirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.