Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973' 31 Körfuknattleikur • Körfuknattleiksliöiö 8is«, sem Þorsteinn Hallsrímsson leik- ur með I Danmörku er l>ar enn ósigrað. Að 15 leiicjum loknum liefur liðið skorað 1222—G98 stig- um. Síðast lék Sisu gegn Efter- siæíften og sÍRraði 75:54. • Spánska liðið Real Madrid er komið í undanúrslitin í Evrópubik arkeppninni í kÖrfuknattleik. I átta liða úrsiitum bar það si«:iir- orð af ísraelska liðinu Maccabi frá Tel Aviv. Vann Real Madrid anuan leikinn og tapaði hinum, en markahlutfali þeirra var hag stæðara. Skíði • l’m helgina fór fram í Kur- ikka í Finnlandi keppni í 50 km köiiku karla og 5 km göngu kvenna í finnska meistaramótinu. Sigurvegari i 50 km göngunni varð f^uha Mieto sem fcekk vega leng:dina á 2:53,28,2 klst. Annar varð Jorma Kinnunen á 2:57,13,3 klst. og þriðji Teuvo Hatunen á 2:59,13,0 klst. í kvennagöngunni siftraði Marjatta Kajosmaa sem Kekk á 16,34 mfn., önnur varð ftilka Kuntola á 17,00 mín., og þriðja Helena Takalo á 17,11 klst. Juha Mieto hefur nú unnið þrjá finnska meistaratitla í g:öng:u á þessum vetri. • Sovétmaðurinn Soman Valiul ln sigraði í 30 km skíðag:öngu sem fram fór í Eundo um sl. helgi. Hann gekk vegalengdina á 1:51,55 klst. Annar varð Fer Aake Mattsson frá Finnlandi á 1:55,00 klst. og þriðji Sergej Starigin frá Sovétríkjunum á 1:57,12 klst. • Japaninn Kuki Saeda var í sérflokki í skíðastökkskeppni þeirri sem fram fór á stóra Olym píupallinum í Sapporo um helg ina. Hann hlaut 221,2 stig — stökk 100,0 metra og 100,5 metra. Eandi hans Seiji Aochi varð ann ar með 192,6 stig — stökk 90,5 metra og 93,5 metra og þriðji varð Þjóðverjinn Reinhold Bachl er sem stökk tvívegis 91,5 metra og hlaut 190,7 stig. • Franska stúlkan Jacqueline Rouvier sem verið hefur í fjórða sæti í heimsbikarkeppni kvenna á skíðum að undanförnu varð f.vr ir því óliappi að detta og fót- brotna í keppni um sl. helgi. Var hún við æfingar og á mikilli ferð er skíði hennar rakst í ójöfnu og liún datt. 1 fyrra var Rouvier einnig í meira lagi óheppin, en þá var hún að komast í fremstu riið í heirinsbikarkeppninni er liún datt og öklabraut sig. • Mikið skíðamót fór fram í Faiun í Svíþjóð um sl. lielgi, og var þar mætt til keppni skíða- fólk frá flestum þeim löndum sem skíðáíþróttin er iðkuð. Var mót þetta nokkurs konar „gene- ralprufa“ fyrir heimsmeistara- keppnina sem þanra á að fara fram. Helztu úrslit í mótinu urðu þau að í 30 km göngu sigraði Oddvar Braa, Noregi, á 1:28.24,27 klst., annar varð Thomas Magnus son, Svíþjóð, á 1:28.30,80 klst. og þriðji Feodor Simashov, Sov- étrlkjunum á 1:29.14,92 klst. í 4x5 km boögöngu kvenna sigr aði sveit Sovétríkjanna á 1:06,23, 07 mín. Önnur varð sveit Finn- lauds á 7:06.42.52 klst. og þriðja sveit Noregs á 1:07.55.78 mín. í stökki af hærra palli sigraði Austur-Þjóðverjinn Hans-(ie«rg Aschenbach, sem hlaut 258,9 stig, stökk 111.5 m og 106.0 fli. Annar varð Walter Steiner, Sviss, með 248,6 stig, stökk 110.0 m og í þriðja sæti varð Hiroshi Itagaki, Japan, með 240.7 stig, stökk 106.4 metra og 100.5 metra. • Helmut Schmalzl sigraði í opna italska meistaramótinu í stórsvigi sem fram fór í Ponted- ilegno (um siðustu helgi. Tími hans var 2:53,14 mín. Annars varð heimsbikarhafinn og Olym- píumeistarinn, Gustavo Thoeni á 2:53,49 mín. Frjálsar íþróttir • Á frjálsíþróttamóti, sem fram fór innanhúss í Eyon um sl. helgi setti Svetlana Zlateva frá Búlgaríu nýtt heimsmet í 800 metra hlaupi kvenna, sem hún hljóp á 2:02.9 mín. Sjálf átti hún eldra metið, sem var 2:03,2 mín. • Danska stúlkan Heidi Nemts erup setti nýtt Norðurlandamet í hástökki kvenna án atrennu á móti sem fram fór í Hortsen um sl. helgi. Hún stökk 1.40 metra. Gamla metið átti Eli Hostvedt frá Noregi og var það 1,37 metrar. • Finnska meistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram um síðustu helgi. Meðal úr- slita má nefna þessi: Risto Ivan- off sigraði í stangarstökk, stökk 5.00 metra, Matti Yrjölá sigraði í kúiuvarpi, kastaði 19.12 metra. Hannu Kyösola sigraði í lang- stökki, stökk 7,67 metra. Antti Kajamáki sigraði í 69 m hlaupi á 6.6 sek. Raimo Karsikas í 1500 m hlaupi á 3:54,3 mín. Pekka Páivárinta í 3000 metra hlaupi á 7:59,8 mín. Esa Rinne í þristökki, stökk 16.30 metra og í hástokki sigraði Asko Pesonen, stökk 2.12 metra. • Martin Eiquori sigraði í mílu hlaupi á frjálsíþróttamóti sem fram fór í New York um síðustu helgi. Hann hljóp á 4:03,5 mín. Sett var heimsmet í þriggja mfina hlaupi og var þar að verki Tracy Smith sem hljóp á 13:07,2 mín. Steve Smith sigraði í stangar- stökki, stökk 5,38 metra, en Sví- inn Kjell Isaksson varð fimmti, stökk 5.18 metra. 1 kúluvarpi sigraði Woods, kastaði 21.26 m, Brian Oldfield varð annar með 20.60 metra og A1 Feuerbach þriðji með 20.18 metra. 1 lang- stökki sigraði Randy Williams, stökk 8.14 metra og í hástökki sigraði Dwight Stones, stökk 2.13 metra. 1 miluhlaupi kvenna sigr- aði Eudmilla Bragina frá Sovét- ríkjunum á 4:40,0 mín., og í lang stökki kvenna sigraði Szewinska frá Póllandi sem stökk 6.25 m. Hamlknattleikur • Heil umferð í dönsku 1. deild ar keppninni í handknattleik fór fór fram um sfðustu helgi. t’r- slit leikja urðu þessi: Skovbakk- en—Eftirslægten 16:13, Federicia KFIM—Viben 28:21, Stjernen— Helsingör 19:15, HG-Aarhus KFEM 19:19 og Stadion-Tarup— Paarup 18:16. Stadion hefur for- ystu í deildinni, er með 28 stig eftir 15 leiki, en næstu lið eru Fredericia KFUM með 26 stig eft- ir 16 leiki og Aarhus KFUM með 21 stig eftir 16 leiki. • Tékkóslóvakía sigraði Vest- ur-Þýzkaiand með 20 mörkum gegn 14 í landsleik í liandknatt- leik sem fram fór um síðustu helgi í Essen. Staðan í hálfleik var 10:7 fyrir Tékka. • Eeikdagar Hellas og Partiz an í undanúrslitakeppni Evrópu- bikarkeppninnar í handknattleik hafa verið ákveðnir. Eeikið verð- ur í Stokkhólmi 8. marz og í Zagreb 18. marz. • í finnsku 1. deildar keppn- inni í handknattleik hefur nú Kiffen forystu með 27 stig eftir 15 leiki. í öðru sæti er Hfrs IFK 26 stig og í þriðja sæti Sparta með 22 stig. • SC Eeipzig tókst að komast í undanúrslit Evrópubikarkeppn- innar í handknattleik í ár með því að sigra Eokomotive frá Sofia 17:11 í síðari leik liðanna, sem fram fór í Þýzkalandi. Eokomo- tiv hafði unnið fyrri leikinn með fimm marka mftn. Eiðin fjögur sem taka þátt í undanúrslitunum eru því: Hellas, Svíþjóð; SC Eeip- zi, A-Þýzkalandi; Partizan Belo- var, Júgóslavíu og 1. maí frá Moskvu. Knattspyrna • Italía sigraði Tyrklandi 1:0 í leik liðanna, sem fram fór í Ist- anbul á sunnudaginn. Leikurinn var liður í undankeppni lieims- meistarakeppninnar i knatt- spyrnu. Markið skoraði Anastasi 11 mínútum fyrir lok fyrri hálf- leiks. Þótt ítalir yrðu að láta sér nægja jafntefli á móti Tyrklandi á heimavelli mega þeir teljast nær öruggir um að komast f úr- slitakeppnina í V-Þýzkalandi 1974. Þeir hafa nú 6 stig að lokn um 4 leikjum í riðli sínum. Tyrk ir eru með 3 stig eftir 4 leiki, Euxenbourg með 2 stig eftir 3 leiki og Svisslendingar með 1 stig eftir 1 leik. Eru það helzt þeir sem geta ógnað veldi ítaliu. • Enska knattspyrnuliðið Ars- enal mun leika eeinn leik í Kana- da 23. maí n.k., en þá verður liðið á leið í keppnisferð til Suður- Ameríku. • Enska knattspyrnuliðið Queen Park Rangers sem nú er í öðru sæti í 2. deild, keypti fyrir helgi tvo menn fyrir um 110.000 pund. Voru það þeir Colin Barrett frá Manchester City og Paul Edwards frá Manchester ITnited. • Bayern Miinchen hefur for- ystu í v-þýzku 1. deildarkeppn- inni í knattspyrnu. Liðið er með 36 stig eftir 23 leiki. I næstu sætum eru Fortuna Dusseldorf með 29 stig eftlr 22 leiki, Mön- chengladbach með 29 stig eftir 23 leiki og FC Köln með 28 stig eftir 22 leiki. Neðstu liðin í deildinni eru Hamburger SV með 15 stig og Oberhausen með 13 stig — bæði eftir 23 leiki. • Nice hefur forystuna í frönsku 1. deildar keppninni í knattspyrnu. Er liðið með 34 stig eftir 24 leiki. 1 öðru sæti er Nant- es með 24 stig eftir jafnmarga leiki, en er með óhagstæðara markahlutfall. í þriðja sæti er Nimes með 31 stig. Neðstu liðin í deildinni eru Valenciennes, Paris FC og Ajaccio með 17 stig. • Marokkó sigraði Guinea með 3 mörkum gegn 1 í leik liðanna fram fór í Tetuan á sunnudaginn. Eeikur þessi var liður í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Marokkó vann einnig fyrri leikinn, 2:0. • Hljótt hefur verið um George Best að undanföruu. Hann hefur nú gert samning um að leika inn anhússknattspyrnu í Kanada, og fær 5000 dollara fyrir hvern leik, og 100 dollara að auki fyrir hvert mavk sem hann skorar. Badminton • Danir sigruðu Vestur-Þjóð- verja 7:2 í landsleik í badminton sem fram fór í Múiiehen um síð- ustu helgi. Mesta athygli vakti viðureign Svend Pri og Michael Schnaase sem lauk með sigri þess fyrrnefnda, 15:8 og 15:7. Lyftingar • Finninn Kalevi Eahdenranta bætti Norðurlandametið í lyfting um þunga vigtar á móti sem fram fór í Vittisbofjard í Svíþjóð um sl. helgi. Lyfti liann þá samtals 375,0 kg í tvíþraut (175 — 200). Eldra metið átti landi hans Taio Haara og var það 370 kg. Skautar • Svíinn Hasse Börjes sigraði í skautamóti atviniiumaniia, sem fram fór f Haag í Hollandi um helgina. Hlaut hann 163.505 stig. Annar varð Jos Valentijn, Hol- landi með 164.455 stig og þriðji Eeo Einkovesi, Finnlandi með 165.410 stig. í alhliðakeppninni sigraði Ard Schenk, Hollandi, með 176.824 stig, annar varð landi hans Kees Verkerk með 177.401 stig og þriðji varð Jan Bola, einn ig frá Hollandi með 178.316 stig. • Hin 34 hollenzka húsmóðir, Atje Keulen Deelstra varð heims meistari kvenna í hraðhlaupi á skautum, en keppnin fór fram i Strömsund í Svíþjóð um síðustu helgi. Deelstra varð þriðja i 500 metra lilaupi og 1500 m hlaupi sem fram fór á laugardaginn, en sigraði síðan í sömu greinum á sunnudaginn. Hlaut hún samtals 185.949 stig, en önnur varð Sjele- kova frá Sovétríkjunum með 188.363 stig og þriðja Rep, Hol- landi með 188.652 stig. — íslendingarnir sem fórust Framhald af bls. 23 Engilbert skipstjóri hafði sér- staka forystuhæfileika, hagsýnn, kjarkmikill og lét sér mjög annt um hag fyrirtæksins, sem við báðir unnum hjá. Skipshöfn hans bar fullt traust tii hans. Hann var traustur maður á réttum stað, og hafði röð og reglu á hlut unum, enda hafði hann haldgóða þekkingu á öllu, er útgerð snerti. Mér fann-st ávallt sem hér væri á ferðinni maður, er hefði þá kosti til að bera, að hann myndi í framtíðinni fá stærra sk p und- ir sína stjórn — en hinn hörmu- legi atburður batt snöggan enda á slika framtíðarmöguleika. Stýrimaður hans, Þór, var liíkur honum í mörgu, bjartur yfirlit- um, karlmannFegur maður og var gott að vera í návist hans. Ég viiiidi með þessum fáu kveðjuorðum mega votta útgerð- inni samúð mína vegna missis þessara góðu starfsmanna. Einn- ig sendi ég samúðarkveðjur til aiira aðstandenda hinna látnu, sem misistu ástvini sína í þessu hörmulega sjóslysi. Það vorum ekki aðeins við íslendingar, sem misstum þarpa ágætisfólk held- ur einnig frændur okkar Færey- ingar. Þeim sendi óg einnig inni- legar samúðarkveðjur. Þau, sem þarna fórust, gáfu á unga aldri h;ð dýrmætasta sem hægt er að geí'a — liífið. Blessuð veri minning þeirra. Sverrir Matthíasson. Kveðja frá útgerðinni Framhald af bls. 23 Emgilbert Kolbeinsson, skipstjóii, 34 ára gamaiH, ættaður frá Auðn- um á V'a tnsleys uströ nd. Hann hafði verið skipstjóii á Sjöstjörn unni i fjögur ár og áður á öðr- um bátuim. Fairsæll í starfi og fiskimaður góður. Vel metiinn af skipshöfn og fór ávailt vel með þaið, er honum var trúað fyrir. Og góð orð fóru af skips- höfninni allri. Eiginkona Engilberts, er fylgdi honum hinztu ferðinia, var Gréta Þórarinsdóittnr. Þau voru búsett í Ytri-Njarðvík og áittu eitt bam, ársgamalt. Engi'lbert átti þrjú börn frá fyrra hjóna baindi. Þór Kjartansson, stýrimaður, var ættiaður úr Hafnarfirði og búseittur þar, 26 ára gamall, lœt- ur eftir sig eigánikon'u og eiitt barn en annað barin átti hann áður. Guðmunidur J. Magnússon, 1. vélstjóri, var búsettur í Reykja- vík, 41 árs. Lætur eftir sig eigin- koniu og sjö börn á aldrinum 7 til 18 ára. Alexander Gjöveraa, fæddur á Húsavik, en lenigst af búsettur í Neskaupstað, háseti, 38 ára gam- ail. Lætur eftár sig eiigimkoniu og tvö börn, fjögurra og átta ára gömul. Auk þess sem hér er talið fór- ust fimm Færeyinigar með Sjö- stjörmunni, er ráðnir voru í skipsrúm á vetrarvertíð. Hé'tiu þeir: John Frits, 2. vél- atjóri, 47 ára gamaU og lætur eftir sig eigmkonu og fimm börn, 12 til 22ja ára gömul. Am- finin Jöensen, hásieti, 17 ára gam- alil, ókvænitur og bamiaus, Niels Jui Haraildsen, háseti, 46 ára gamiali, lætur eftir sig eigin'konu og tvö böm, 12 og 18 ára gömul, Hans Maríus Nesis, háseti, 18 ára gamail, ókvæmtur og bamlaus og Holberg Bernhardsen, háseti, 28 ára gamail, ókvæntur og barnlaus. Otgerð Sjöstjörnunnar í Ytri- Njarðvik vottar innilega ætt- ingjum og ásitvinum hinniar vösku áhafnar djúpa samúð og biður aigóðan Guð *ð hugga þá harmi gegn og styrkja á sorgar- stundu. MINNISBUD VESTMANNAEVINGA BÆJ ARSTJORN Vestmanna- eyja rekur skrifstofur í Hafn- arbúðuni, þar seni Vestmanna eyingum er veitt ýiniss kon- ar þjónusta og aðstoð. Á FYRSTU hæð er sameigin- leg skrifstofa bæjarsjóðs, bæj arfógeta, afgreiðslu almanna- trygginiga og sjúkrasamlags- ins, og er hún opin kl. 10—12 og 13—15. Símar í Hafnarbúöum: Skiptiborð fyrir allar deildir: 25788, 25795, 25880 og 25892. Svarað í síma til kl. 19. VinmimiMun: TollstöSvarhúsið (næst höfninni), sími 25902. FlutniiiKur húsmuua ok geymsla: Sími 11691. Aðseturstilkynninsrar: Hafnar- búðir (1. hæð). Heimildarkort: Hafnarbúðir (1. hæð). Mötuneyti: Hafnarbúðir. Fjárhaft saðstoð: Bæjarstjórn Vestmannaeyja, Hafnarbúðum 3. hæð). llúsnæðismiðlun: Tollstöðvar- húsið (næst höfninni), simi 12089. RáðlegKÍiiRastöð Rauða kross- ins: Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg (gengið inn um brúna), mánudaga til föstudaga kl. 17—19, símar 22405, 22408, 22414. Barnagæzla 2—6 ára barna: 1 Neskirkju mánudaga til föstu- daga kl. 13—17. Á Silungapolli er dagheimili kl. 09—17. Börnun- um er safnað saman á nokkrum stöðum að morgni og skilað þang að aftur að kvöldi. Framkvæmda stjóri er Sigurgeir Sigurjónsson, símanúmer hans verður birt inn- an tiðar. Síminn í Neskirkju er 16783 og á Silungapolli 86520. Kirkjumál Eandakirkju: Sr. Þorsteinn L. Jónsson er til viðtals alla virka daga kl. 14—17, slmar 12811 og 42083 (heimaslmi). Séra Karl Sigurbjörnsson: Sími 10804. Prestarnir hafa viðtalstíma I kirkju Óháða safnaðarins á þriðju dögum kl. 18—19, sími 10999. Eæknisþjónusta: Domus Med- ica við Egilsgötu. Viðtalstímar: Ingunn Sturlaugsdóttir kl. 9—* 11.30 og 13—15, slmi 26519. — Einar Guttormsson mánudaga og föstudaga kl. 14—16. AOra daga (nema laugardaga) kl. 10—12, sími 11684. — Kristján Eyjólfsson, héraðslæknir, kl. 10—12, sími 15730. — Óli Kr. Guðmundsson, tímapantanir eftir samkomulagi sími 15730. Læknarnir skiptast á um þjónustu úti 1 Vestmannaeyj- um. Heilsugæzla: Ungbarnaeftirlit í Heilsuverndarstöðinni I Reykja- vík (hjúkrunarkona frá Vest- mannaeyjum). — 1 Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði: Heilsuverndarstöðvar viðkomandi staða. Tímapantanir æskilegar. — Mæðraeftirlit í Heilsuverndarstöð inni í Reykjavik. Tímapantanir æskilegar. Taniilækniiigar: Börnum á skóla aldri veittar bráðabirgðatannviö- gerðir I tannlækningadeild Heilsu verndarstöðvarinnar, sími 22400. Eyjapistill er á dagskrá hljóð- varps daglega kl. 18. Umsjónar- menn svara í sima 22260 daglega kl. 13.30—15.30, nema sunnudaga, þá er númerið 22268. Á kvöldin svara þeir I síma 12943 og 34086. UPPLÝSINGAR: Barua- og gagnfræðaskólarnir: Gagnfræðaskólinn (1 Laugalækj arskóla): 83380. — Barnaskólinn: 33634 (Laugarnesskóli) og 83018 (Langholtsskóli). Upplýsingamiðstöð skólanna: — 25000. Bátaáhyrgðarfélag Veshnanna- eyja: 81400 tTtihú ÍTtvcgsbankans í Eyjum: 17060 Sparisjóður Vestmannacyja: 20500 Vélsmiðjurnar í Eyjum: 17882, 25531 Almannavarnir: 26120 Póstur: 26000 Vpplýsingasími lögreglunnar i Iteykjavík: 11110 Vinnslustöðin hf. og Fiskiðjan hf.: 10599 Tónlistar skólinn: 14885. Stýrimannaskólinii: 20990. fsfélag Vestmannaeyja h.f.: 22014. Sameiginleg skrifstofa frystihús anna í Eyjum: 21680. Vestmannaeyingar utan Reykja víktir geta fengið upplýsingar um aðstoð í þessum sfmum: Akureyri: 21202 og 21601. Selfoss: 1187 og 1450. Keflavík: 1800. Kópavogur: 41570. Hafnarfjörður: 53444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.