Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973 Magnús Torfi Ólafsson, men ntamálaráðherra: Megin markmið grunnskóla- frumvarpsins er jafnrétti I NEÐRI deild var framhaldið umræðum um RTiinnskólafrum- varpið. Þing^menn voru fiestir ánægðir með að frumvarpið, væri komið fram á ný. Þó voru uppi mjög sldptar skoðanir um viss ákvæði þess, og þá eink- Benedikt Gröndal. lun meginatriðin um lengingu skólaskyldunnar í 9 ár, og eins um lengingu skóiaársins i 9 mán uði. Allir lögðu ræðumenn á það áherzlu, að Aiþingi yrði að skoða frumvörpin mjög gaum- gæfilega, enda væri hér um að ræða lagasetningu, sem hefði mjög víðtæk áhrif um langan tíma. Voru uppi allmiklar efa- semdir um að takast mætti að afgreiða grunnskólafmmvarpið og frumvarpið um skóiakerfi á því þingi sem nú situr. Benedikt Grönda! fagnaði að frumvörpin væru nú komin íram, þó að það skyggði á fögn- uðinn, hversu seint þau væru á ferðinni, er þau kæmu nú fram öðru sinni. Þingmaðurinn sagði, að bent hefði verið á, að þessi frumvörp væru sérstaklega vel undirbúin af embættismönnum, en sl'íkur undirbúningur gæti aldrei komið í stað athugunar og nákvæmrar afgreiðslu Al- þingis. Ef sú vajri raunin, þá þyrfti ekkert þing. Efaðist Bene dikt Gröndal um, að takast mætti að afgreiða frumvörpin á þinginu nú. Benti hann m.a. á, að í því væri mikið byggt á landshlutasamtökum, og á þau lagðar miklar skyldur, en lands- hlutasamtök væru ekki til í laga legum skilningi. Væri óhuigsandi að afgreiða þessi frumvörp frá þinginu áður en sett hefðu verið lög um landshlutasamtök. Slik lög hefðu enn ekki séð dagsins Ijó®, og þar sem vanda þyrfti til slíkrar lagasetningar, væri hann ekki bjartsýnn á, að slik lög yrðu sett á þvi þingi, sem nú situr. Benedikt sagðist telja leng- Friðjón Þórðarson. ingu skólaskyldunnar aðeins ei'tt atriði kjama frumvarpsins um áð koma á jafnrétti í skólamál- unum. Deiít væru uen lengingu skóla- tímans, og því borið við að uniga fólkið þyrfti að kynnast atvinnu lífiniu. Slikt hefði verið ágætt meðan það gat gengið, en sú rómantík væri úr sögumni. Pálmi Jónsson: Alþingi er vandi á höndum við þessa laga- Saltfiskrannsóknir: setningu. Frumvörpin tvö eiga sér langan aðdraganda, og ég tel að menn eigi enn, að gefa sér aukinn tíma í stað þess að flaustra þeim af. Lögin frá 1946 eru nú um aldarfjórðungs göm- ul, en þrátt fyrir það, eru þau enn ekki komin til framkvæmda, að öllu leyti, í öllum byggðarlög- um landsins. Væri vissulega verðuigt verkefni að kotna þeim lögum til framkvæmda. Gert væri ráð fyrir, að 10 ár taki að koma þessum frumvörp- um, ef að lögum verða, í fram- kvæmd. Mig grunar, að sá tími gæti orðið lengri, svo að við skulum ekki flana að neinu. í mmum augum er brýnast að hafa í huga eftirfarandi tvö sjón arrnið. í fyrsta lagi að ná fram fyllsta jafnrétti þegnanna til skólagöngu og fyilsta jafnrétti milli nemenda. í öðru lagi að miða ekki árangur skólastarfs- ins einungis við menntun heldur menningu. Mér sýnist að með frumvarpinu sé stefnt í rétta átt í að gæta jafnréttis. Leið- imar að markmiðinu geta orkað tvíimæl'is og um fleiri vegi verið að ræða. Ég efast um að lenging skólaskyldunnar sé heillavænleg, Karvel Pálmason. Betri pækil- saltaður 1 SKÝRSLU frá Rannsókna stofnun fiskiðnaðarins um salt- fiskrannsóknir 1972 kemur m. a. fram í niðurstöðum tilrauna og mnnsókna á ýmsum atriðum, sem varða þyngdamýtingu salt- fisks: Pækilsaltaður fiskur skilaði mun betri þyngdaraýtin.gu en staflasaltaður fiskur, bæði sem ful'lstaðinn blautfiskur og þurrk aður saltfiskur. Pækilsaltaður þurrfiskur var 6—7,5% verð- meiri en staflafiskur, en pessi verðmætamunur kom ekki fram á blautum saltfiski vegna smá- RANNSÓKNASTOFNUN fisk- iðnaðarins hefur gert nokkrar tilraunir með vélar og og tækni. f skýrslu frá sl. ári segir m. a.: Hörpudisksveiðar hafa aukizt mjög hér við land síðustu árin og eru nú stundaðar á nokkrum stöðum. Hörpudiskurinn er ailur hand- unninn, þ. e. skelin er opnuð og vöðvinn skorinn úr henni með handafli og er hann það eina, sem hirt er. Nú nýlega mun þó hafinn und- irbúningur að smíði á vélurn til úrskeljunar hörpudisks eftir am- eriskum teikningum. Hörpudisksveiðar hafa einnig farið mjög í vöxt síðustu árin erlendis, einkum við Bretlands- eyjar og austurströnd Norður- vægilegra matsgaila á pækilfisk inum fullistöðnum. Enginn verulegur munur á nýt in.gu kom fram eftir veiðitima á vertíðinni. Dauðbióðgaður neta- þorskur skiiaði heldur meiru af biautfiski en sama magn af lif- andi blóðguðum fiski. Enginn munur var á þyngdamýtimgu eft ir þurrkun, og fiskur blóðgaður lifandi var á báðum vinnslustig- um mun verðmætari. Tiliraunir með að nota tiltölulega lltið hrá- efr.ismagn til sKkra rannsókna sýndu, að svipaðar niðurstsöður fást með 20—25 fiskum og IV2 tonni. Ameriku. Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins hefur kannað að hve miklu leyti hörpudiskur er unninn með vélum eriendis. Af þeim upplýsingum, sem afl- að hefur verið, virðist mega ráða að það sé einungis gert í Banda- rikjunum, einkum um borð í veiðiskipum, sem sérstaklega eru gerð fyrir hörpudisksveiðar og búin véluim til vkrnsTu hörpu- disks. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskimálast j órn Bandarí k j anna (1) er einungis um eitt fyritrtæki að ræða í Bandarikjumum, sem framT.'eiðir vélasamtæður til úr- skeljunar hörpudisks. Er það Willis Brothers Inc., Williston, North Carolina. og ég tel að lenging skólaársins sé varhugaverð. Menn hafa vax- andi áhyggjur af því að tenigsl unga fól'ksins við atvinnulífið fari þverrandi og skólafólk virð ist stefna í þá áttað forðast það. Gefa verður sérstakan gaum hverniig hægt er að bæta úr þessu. Ef skólaárið er lengt er stefnt I þveröfuga átt. í stað þess þarf rikisvaldið að skapa skilyrði til þess að umgt fólk úti á landsbyggðinni geti aflað sér þeirrar þekkingar, sem hug- ur þeirra stendur til. Friðjón Þórðarson sagði að frumvörp þessi væru mikið verk, sem margir hefðu lagt hönd að. Merkur skólamaður hefði sagt á þá leið, að stjórn- málamenn létu stunduim eins og skólamál væru einhver einkamál menntamannanna, en hins vegar eyddu þeir miklum tiima í þras um stórpólitisk mál eins og geng isfellmgar og efnahagsimál. Mik ið væri til í þessum orðum, stjórnmáiamenn eyddu miklum tíma í slíkt, og andinn yrði að þoka fyrir efninu, eins og oft áður. Fallast mætti á, að hér væri mjög þýðingarmikil löggjöf á ferðinni. Timi hefði verið til kominn að taka fræðsluilögin til athugunar og endurskoðunar. Þó skipti nú sennilega meiru máli, hvernig framkvæmd lag- anna yrði, heldur en hitt, hvað þau væru góð og nýtízkuleg. Þinigmaðurinin sagðist ekki enn hafa sannfærzt um að 9 ára s'kólaskyída væri heppileg. Kannski væri það vegna þess, að hann hefði þekkt svo margt sannmenntað og gagnmenntað fólk, sem notið hefði stuttrar skólagönigu. Þessi atriði yrði að skoða mjög gaumgæfiiege, því að víðar væri verk að vinna en á skólabekkjunum. Menn mættu aldrei gerast skólaþrælar, þó að hverjum manni væri til sóma að Utskeljun hörpu- disks með vélum vera góður skólaþegn. Mangt væri ágætt í frumvarpinu, svo sem samfellt skólakerfi, jöfn að staða til náms og jafnrétti. í satmbandi við uppeldislegt hlut- verk skól’anna yrði mjög að hafa í huga kristna fræðslu og almennt siðgæði. Karvei Pálmason fagnaði þeirri dreifingu valdsins, sem gert væri ráð fyrir með frum- varpinu. Hann sagðist einkum vilja gera tvö atriði að um- talsefni, lengingu skólaskyldunn ar og lengingu skólaársins. Sagð ist hann efast um að stefntværi í rétta átt með lengingu skóla- skyldunnar. Nokkur hluti nem- enda væri vanmegnugur til náms og margir biðu tjón á sálinni af því að vera neyddir til náms. Látið hefði verið að því liggja að tengsl ungs fólks við atvinnulífið væri liðin róm- antík. Kynni að vera að slíkt ætti við um Reykjavík, en ekki um sveitir landsins eða sjávar- plássin. Þá sagðist þingmaður- inn efast um að lenging skóla- ársins ætti rétt á sér, slíkt myndi aðeins auka námsleiða hjá æskufólki. Allflest i frumvörpunum væri í rétta átt, en hann drægi væg- ast sagt i efa að lenging skóla- skyldu og skólaárs ættu rétt á sér og mæltist til þess, að þau atriði yrðu athuguð vel í nefnd um þingsins. Lárus Jónsson. Björn Pálsson sagðist hafa margt út á ákvæðin um leng- ingu skólaskyldunnar að setja. Margir krakkar gætu lært heima hjá sér í sveitinni, því að þar yrmi húsmóðirin ekki úti, og sagðist hann telja slíkt nám oft betra. Svo ætti hins vegar að láta þessi börn taka próf með öðrum börnum. Þá sagði Bjöm, að óbúandi væri fyrir bændur, ef þeir fengju ekki að hafa ungl- ingana heima um mesta anna- tímann á vorin og haustin. Með vinnustyttingunni og öðrum skyn samlegum hlutum væri búið að koma því svo fyrir að bændur gætu ekki fengið hjálp. Þá sagði hann að lenging skólaárs- ins yrði sízt til þess að auka námsfýsn nemendanna. Gera yrði skýrari greinarmun á aðstöðu strjálbýlisins og þéttbýlisins í lögunum. Þá setti hann út á ákvæði frumvarpsins sem gera ráð fyrir miklum akstri með börnin úr og í skóla. Slíkt væri bæði kostnaðarsamt, og eins væri slæmt að vera að ferðast um með böm í stórhríðum og óveðri. Lárus Jónsson fjallaði fyrst og fremst um lengingu skóla- skyldunnar. Nefndin sem frum- vörpin samdi taldi lenginguna í 9 ár, frá 7—16 ára, meginatriði frumvarpsins, og sagði í grein- argerð, að forsendur fyrir þeirri lengingu væru ótvíræðar. Sagt var að 82% nemenda héldu áfram í þriðja bekk, eftir að skólaskyldunni lyki. Af þeim 18% sem ekki héldu áfram væru hlutfallslega fleiri úr strjálbýlli héruðum landsiins. Æskilegt hefði verið að gerð hefði verið grein fyrir því í greinargerðinni, hvers vegna þessi 18% settust ekki í þriðja bekk. Og jafnvel þótt hér væri fyrst og fremst um að kenna búsetu væri hugsanlegt að taka á því vandamáli með öðrum hætti. Þá ræddi hann þær skorð ur, sem frumvarpið setur skóla einingum, (15 nemendur í bekkj ardeild), svo að ríkissjóður taki þátt í byggingarkostnaði. Sagði þingmaðurinn að vafasamt væri hversu mikill akkur strjál- býlinu væri að frumvarpinu. Auðvitað ætti að gera frum- varpið úr garði eftir jafnræðis- sjónarmiðum. En menn þyrftu að staldra við og spyrja hvemig það væri bezt gert. Að lokum spurði þingmaður- inn menntamálaráðherra um, hvort gerð hefði verið könnun á því, hvers vegna umrædd 18% nemenda kæmi ekki í þriðja bekk. Hvort það væri á skorti á náms hæfni, af efnalegum ástæðum, eða vegna búsetu. Lenging skóla skyldunnar væri byggð á þeirri forsendu að ná til þessa fólks og þess vegna yrði þetta að vera alveg ljóst, ef þingmönnum væri ætlað að samþykkja þessa breyt- ingu. Magnús Torfi Ólafsson, mennta málaráðherra hóf mál sitt á að þakka málefnalegar og ítarleg- ar umræður um frumvörpin tvö. Hann sagðist vilja vekja athygli á tveimur smáatriðum. Það hefði verið misskilningur hjá Ellert Schram að halda að með frumvarpiinu væri stefntað byltingu í skólamálum. Þá sagði hann að kynningarfundir grunn skólanefndarinnar hefðu verið öllum opnír og þar hefði þing- mönnum gefizt ráðrúm til þess að kynna sér störf nefndarinn- ar. Ráðherrann sagði að megin- atriðið væri, að mikill meirihluti ræðumanna hafði talið frumvörp in ganga í rétta átt og tíma- bært væri að gera þær breyt- ingar, sem stefnt væri að. Helztu atriði frumvarpanna stefndu að því að tryggja sem bezt að gætt verði jafnréttis nemenda í öllum landshlutum til að geta stundað nám sem veiti þeim rétt tii inngöngú í fram- haldsskóla. Þá væri höfuðatriði að brúa bilið milli skyldunáms- ins og framhaldsskólanna. Grunnskóli ætti að veita hverjum þeim sem vildi rétt til að setj- ast í framhaldsskóla. Þá sagði ráðherrann að ef menn vildu halda áfram að vera á því stigi, sem nútímaþjóðfélag krefðist, þá slyppu þeir ekki við styttra skyldunám, en frumvarp ið gerði ráð fyrir, ef nemend- ur ættu að verða fullfærir að MIHflGI takast á við sémám. Mönnum væri því nauðugur einn kostur að samþykkja þessa breytingu. T.d. yrðum við að hefjast handa fyrr um kennslu í erlendum málum en aðrir og leggja á þau ríkari áherzlu. Því hefði verið haldið fram, að óþarfi væri að lengja skólaskylduna, nægilegt væri að lengja fræðsluskylduna, og sjá betur fyrir því að fræðslu skilyrði væru fyrir hendi. Spurði ráðherrann hvort menn teldu eðlilegra að riki og sveit- arfélög kæmu upp byggingum til skólahalds eftir hreinum get gátum? Við værum þannig sett- ir, að til þess að verja því fé, sem við hefðum, þyrftum við að þekkja þann fjölda nemenda, sem þyrfti að byggja yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.