Morgunblaðið - 01.03.1973, Síða 10

Morgunblaðið - 01.03.1973, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973 Leikfélag Reykjavíkur; Súperstar - Rokkópera Textahöfundur: Tim Rice Tónlist: Andrew Lloyd Webber Þýöandi: Níels Óskarsison Leikstjóri: Pétur Einairsson Leikm. og: bún.: Steinþór Sigurðsson S viðshreyí'ingar: Unnur Guðjónsdóttir Kór ogr hljóðstjórn: Jón Kristinn Cortes Hljómsveit: Náttúra Stjórnandi Sinfóníuhljómsv.: Anthony Bowles Forsenda þessa verks eru ákveftnir þættir, nánast aðeins útl'ínur ákveðinna þátta frásagn ar Nýja testasnentisins af sein- ustu hérvistardögum Jesú Krists. Ein af smærri persónum þeirra frásagna er hér gerð að aðalpersónu en aðalpersönan færð niður á svið, sem er eðlis- óskylt sviði hennar í guðspjöll- unuim. Guðspjöllin eru frásagn- ir, sem hvorki geta talizt sagn- fræðilegar né goðsögur, þau eru fyrst og fremst vitnisburð- ur, vitnisburður um trú höfund- anna, trú þeirra á Krist, sem krefst iðrunar af- áheyrend- um sínum og fyligismönnum, ætl- ast til af þeim að þeir elski ná- unga sína o.s.frv. Maðurinn Jesús er aukaatriði i guðspjöll- unum, um hann þegja þau og því vitum við nánast ekkert um hann, sá sem um er talað og tal- ar sjálfur er maður og guð: Jesús Kristur. Um hann er ekki þetta verk. Súperstar er útlegging þess- ara pilta á þvi hvernig þeir, vantrúaðir leitandi unglinigar sjá Jesú, og hvað sjá þeir? Sviplít- inn mann, sem af einhverjum óskiljanleigum ástæðum hefur fengið hlutverk, sem hann ræð- ur ekki við og er í mikl'um vand ræðum með og höfundarnir sömu leiðis, því þeim tekst i rauninni ekki að sýna i hverju þetta hlut verk er fólgið, aðeins að sýna imáttleysisiegar útlínur pislarsög unnar, gefa leikstjórum og svið- tæknimönnum tækifæri fyrir nokkur sniðug trikk, sem áhorf- endur klappa fyrir, lýðnum eru gefnir leikir, en ekkert brauð. Um aldaraðir hafa kristn- ir menn fengizt við túlkun písl- arsögunnar, hún er i raun og veru frumkveikjan að leikhúsi Vesturlanda, á þeim tima þegar gríska leikhúsið var fyrir l'öngu fal'lið i gleymsku, fæddist leik- húsið aftur innan kirkjunnar, fluttist út úr henni og varð að leikhúsið, leikhúsinu sem við bú um við í dag. Hinn kristni þáitt- ur þess var mikili og stór þótt han.n sé nú mestan part fallinn í gleymsku, yfirleitt voru þessi verk samin í kristn- um anda, af játendum kristinn- ar trúar, ef svo var ekki þá voru þau kristninni til háðung- ar. Súperstar er hvoru'gt al- veg, það er afstöðulítið fikt, hállf velgjulegt dúti með tiMiti til kristinnar afstöðu, þa-nnig séð kostar það höfundana lítið, þvert á móti, þetta dútl eykur hróð- ur þeirra, færir þeim frægð og fé, silfurpeningarnir ávaxtast vel í glysheimi siöferðilegr- ar gervimennsku, þ.e. varakrist- indóims. Það hafa margir smiðir lagt hönd að hinum íslenzka búningi þessa verks eins og listiinn langi hérna fyrir ofan sýnir og er þar, að mér finnst, hlutur tónlistar- manna mestur og beztur, enda- tónlistin það sem gefur þessu verki Mf, án hennar væri þessi hvellandi bjalla gjörhol. Dans- og dægurlagasöngvarar íslenzka poppheimsins standa siig imeð prýði, Pálma Gunnarssyni verð ur mikið úr aðalhiutverk- inu, Júdasi. Guðmundur Bene- diktsson gerir Súperstar einnig góð skil, María Magdalena Shady Owens fannst mér ekki fá ems mikið Mf og ris og mér he-fði þótt æskilegt, Pilatus Jónasar R. Jónssonar var mjög S'kemmtileg- u.r og vel túlkaður aw lengi seim rafmagnsdótið var gott við hann. Kaifas Jóns Sigurbjörns- sonar minnti okkur á, að Jón er góður söngvari, sem of Litið fær að njóta sín, en við höfum vist efni á því? Heródes Haralds G. Haraldssonar var kannski ívið of dauft teiknaður. Þýðingi-n virðist góð og falla hnökralí'tið að tónlistinni. Mér er ekki vel ljóst hvert hefur ver ið hlutverk leikstjórans hér, en við skulium vona að hann hafi rækt það vel. Verk Unnar Guð- jónsdóttur virtist mér enn ekki fullunnið, kanns-ki hefur það verið óvinnandi vegur að fá hrynjandi í mjaðmirnar á sumu af þessu fólki, en þá hefði þurft að skipta um fólk, það var ekki gert, þvi er viðvaningsbragur á þessum hluta sýningarinnar. Hins vegar hefur kórstjórn- in rækt sitt starf með prýði oig betri tónn í kórnum en gerist og gengur hér. Leikmynd og bún- ingar voru ágaetar lausnir og Náttúra lék unaðslega. Þorvarður Helgason. „Mjög, mjög góð sýning Rætt við höfunda Súperstar um sýningu L.R. á verkinu HÖFUNDAR rokkóperunnar Súperstar voru ákaft hylltir af áhorfenduni að lokinni frumsýningu Leikfélags Reykjavíkur á verki þeirra í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld. Voru þeir kaliaðir upp á svið ið að sýningunni lokið og fagnað með dynjandi lófataki. Morgunblaðið átti stutt við- tal við þá félaga, Tim Rice og Andrew Lloyd-Webber, þá á eftir, og á meðan leikararn- ir sungu fagnaðarsöngva og skáluðu í kampavini á svið- inu, svöruðu félagarnir spurn ingum um verkið og flutning þess hér: „Þetta var mjög, mjög góð sýning,“ sagði Tim Rice, „miklu betri en við höfðum átt von á. Sérstaklega er þáð athyglisvert, hve hún er góð, miðeð við þær erfiðu aðistæð- ur, sem eru í bíóinu, og mið að við þá takmörkuðu mögu- leika, sem sviðsstærðin veitti." „Já, og tónMstarflutningur- inn var einnig mjög góðu>r,“ sagði Andrew. „Sérstaklega stóð hljómsveitin Náttúra sig vel; það er mjög góð rokk- hljómsveit. Þetta er ekki auð- velt verk í flutningi, og þar sem hér er notazt við segul- bandsupptöku með strengja- tónlistinni, þá er hlutverk Náttúru ennþá erfiðara, þ.e. að leika nákvæmlega í takt við segulbandið. Og þeir leystu það mjög vel af hendi.“ — En hvað um sönginn? „Mjög góður, þegar tekið er tillit til fámennisins á Is- liandi," sagði Andrew. Það er erfitt að finna fólik í svona hlutverk og það kom okkur sérstaklega á óvart, að engir veikir hlekkir skyldu finnast i öllum hópr.um; allir skiluðu sinum hlutverkum með prýði.“ „En sýningin á án efa eftir að batna ennþá, þegar tauga- óstyrkurinn rennur af fólk- inu; þá verður hún frábær," sagði Tim. — Hvernig stenzt sýnimgin saimanbur* við aðrar sýning- ar, sem þið hafið séð? „Hún er mjög góð og á köflutn sú bezta, sem við höf um séð. Leiksviðið gefur tak- markaðri möguleike en alls staðar annars staðar, þar sem við höfum séð verkið, og fyrir vikið eru fjöldaatrið- in kannski ekki alveg eins sterk og víða annars staðar, en hins veger eru fámennari atriðin mjög sterk i einfald- leik sinum, sterkari en við höfum séð annars staðar. Það hefur nefnilega viljað brenna við, að íburðurinn og tækni- brögðin hafi verið of mikil í sýningunum, sem við höfum áður séð, þannig að sum atrið in hafa ekki hitt í mark; inni- hald verksins hefur týnzt í skrautinu og brellunum á sviðinu." — En er þetta ekki bara kurteisi, að hrósa islenzku sýningunni, á irr.eðan þið eruð hér á landi ? „Nei, svo sannarlega ekki. Við þurfum enga kurteisi i þetta skiptið," sagði Andrew. — Og að lokium: Nú hafið þið séð þetta verk ykkar mjög oft, kannski meira en hundrað sinnum. Hvernig fannst ykkur að sjá það enn einu sinni? „Það var gaman að sjá það, ekki sízt vegna þess að við höfum ekki séð sýningu á því í taisvert langan tima. Við höfum verið svo uppteknir við önnur störf, að við höíum ekki haft tíma til að fylgjast með flutningi þess í London. Þess vegna er það orðið ferskt á ný fyrir okkur oig við höfðum mjög gaman af að sjá þessa sýningu," sagði Andrew. ,,Já, og svo er þetta Mka gott verk,“ sagði Tim og hló. — fslandsdvöl þeirra félaga er lokið að sinni, því að þeir héldu utam í gær- tnorguin til að vera komnir tímanlega til London vegna sjónvarpsviðtals. Rikiö; 45 milljón kr. kostnaður við 25 mötuneyti Hættir ríkiö að tryggja? Á FUNDI með fjármálaráð- lierra og forstöðumönnum þeirra embætta sem undir hann heyra, skýrði Gísli Blöndal, hagsýslu- stjóri, frá því, að athugun hefði farið fram á si. ári á mötuneyt- rsmálurn rikisstofnana og leiddi í ljós að í Reykjavík starfræk- ir ríkið 25 mötuneyti, þar sem um 2 þúsund manns borða dag- lega. Á hverjum stað er sjálf- stætt eldhús. Var kostnaður rík- isins af þessum rekstri árið 1971 um eða yfir 45 millj. króna og starfsfólk mötuneytanna um 130. Gísli sagði, að nú værí unnið að því í samvinnu við sænska ráðunauta að gera þennan rekst- ur hagkvæmari með því að fækka þessum eldhúsum og sameina matargerðina á sem fæsta staði. Beinist þessi athug- un, að sögn Gísla, einkum að því í fyrsta áfanga að nota hið nýja eldhús Landsþítalans sem aðaleldhús fyrir nokkrar stofnan- ir, en þaðan yrði síðan matnum dreift með nýrri tækni, sem ryð- ur sér til rúms erlendis til dreifi- eldhúsa. Á þetta að vera mögu- legt, þar sem nýja eldhúsið er ekki fullnýtt fyrst um sinn, en að þessu er unnið í samvinnu við skrifstofu ríkisspitaia. Ennfremur er um þessar mund ir unnið að því að koma Lög- gildingastofnuninni, Öryggiseftir- liti ríkisins, Rafmagnseftirliti ríkisins og Brunamálastofnun rikisins undir sameiginlegt þak og nota tækifærið til að sam- eina eða samræma vissa þætti í rekstri þessara stofnana, eins og t.d. skrifstofuhald, í eina starfseiningu. Tilefni er m.a. að sumar stofnanir eru á hrakhól- um með húsnæði, en allar eru þær í leiguhúsnæði. Er stefnt að því að byggja tvær hæðir ofan á hús Sölunefndar varnarliðs- eigna að Grensásvegi 9, og yrði hver hæð um 1620 fermetrar. Þá var á sl. ári gerð athugun á vátryggingum nokkurra ríkis- stofnana. Kom í ljós, að fram- kvæmd þeirra mála er mjög mis- jöfn frá einni stofnun til annarr- ar. Að sögn Gísla Blöndals taka sumar stofnanir engar trygging- ar nema skyldutryggingar, en aðrar tryggja flest sem tryggt verður. Er unnið að tillögum um framtíðarstefnu í þessum mál- Framhald á bls, 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.