Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. tla mætti, að talsmenn ríkisstjórnarinnar gerðu sér ljóst, að skattheimta á einstaklinga er orðin svo gífurleg, að lengra verður ekki gengið á þeirri braut. Hefur það og verið viður- kennt t.d. af talsmönnum Framsóknarflokksins. En öðru máli gegnir um þann stjórnarflokkinn, sem hingað til a.m.k., hefur ráðið mestu í ríkisstjórninni, Alþýðu- bandalagið. í forystugrein, sem birtist í Þjóðviljanum sl. þriðjudag er beinlínis boðað ^ð auka beri skattheimtu á éinstaklinga. í blaðinu segir, að einka- neyzla á mann hafi verið 15% meiri á sl. ári en nokkru sinni fyrr og síðan segir Þjóðviljinn: „En þessar tölur hljóta líka að vekja hugleið- ingar um það, hvort sam- nevzlan hér er ekki í raun og veru allt of lítil. Þeirri spurningu verður án alls efa að svara játandi, ef litið er á ýmsa þætti félagsmála hér á landi.“ Þessi ummæli Þjóð- viljans eru afar skýr. Með „aukinni samneyzlu“ er átt við aukna skattlagningu. Hér er komið að kjarna þess ágreinings, sem ríkir milli vinstri manna og Morg- unblaðsins um þjóðfélags- mál. Morgunblaðið hefur jafnan boðað þá stefnu, að farsælast sé fyrir þjóðfélag- ið, að einstaklingarnir geti ráðstafað sem mestum hluta af aflafé sínu sjálfir og að eigin vild. Skattheimtu ríkis- ins eigi að takmarka svo sem kostur er. í samræmi við þetta sjónarmið vakti Morg- unblaðið athygli á því, þegar skattlagning var ákveðin vegna áfallsins í Yestmanna- eyjum, að einmitt vegna þeirrar skattheimtu væri ástæða til að taka hina gífur- legu útþenslu ríkisútgjalda sérstaklega til meðferðar, skera niður útgjöld og lækka skatta sem því svaraði. Af- staða vinstri flokkanna kem- ur hins vegar glögglega fram í því, að þeir hafa gerbreytt skattalögunum með þeim af- leiðingum, að bein skattbyrði einstaklinganna hefur þyngzt að miklum mun og útgjöld ríkissjóðs hafa tvöfaldazt á aðeins tveimur árum, þ. e. hækkað um 100%. Með þeirri stefnu vinstri flokkanna, sem Alþýðubanda lagið boðar nú, er stefnt að því, að mikill hluti þeirra tekna, sem hver einstakling- ur aflar sér á ári hverju, verði af honum tekinn í skött- um og ráðstafað af hinu opin- bera. Og hverjir eru það, sem ætla að ráðstafa þessu fé? Það eru stjórnmálamennirn- ir og nú um þessar mundir þeir herrar, sem hafa keyrt allt efnahagslíf þjóðarinnar niður í svaðið á stuttum valdaferli. Hvort halda menn nú, að sé heilbrigðara fyrir þjóðfélagið, að þeir menn ráðstafi verulegum hluta afla- fjár hins almenna borgara eða einstaklingarnir sjálfir, sem vinna hörðum höndum til þess að afla þessa fjár? Svarið við þeirri spurningu er ofur einfalt. Auðvitað ber að stefna að því, að einstakl- ingarnir ráðstafi sjálfir sem mestum hluta síns aflafjár. Það gerir þá frjálsa og óháða duttlungum og geðþótta emb- ættismanna og stjórnmála- manna. Haftakerfið á sínum tíma var þessum mönnum svo kært einmitt vegna þess, að þá gátu þeir ráðið svo miklu um örlög einstaklinga, sem til þeirra leituðu. Með afnámi haftakerfisins misstu þeir þessi völd. Nú á að endur- heimta þau með ofboðslegri skattheimtu á einstaklingana. Gegn þessari skattpíningu vinstrí flokkanna verða menn að snúast af hörku og ein- beitni. Nú er ekki tími til að hækka skatta, heldur á að lækka þá og létta skattbyrð- ina á einstaklingunum. Sé ekki unnt að lækka skatta nema með því að skera niður útgjöld ríkissjóðs verður að gera það. Og óhætt er að full- yrða, að sú stefna á ríkan hljómgrunn meðal alls al- mennings í landinu. Stefna vinstri stjórnarinnar frá upphafi hefur annars veg- ar mótazt af því að efla mið- stjórnarvald í landinu með því að draga ákvörðunarvald úr höndum sveitarstjórna og ýmissa annarra aðila út um landið í hendur hins opinbera hér í Reykjavík og hins veg- ar af því að skerða í miklu ríkara mæti en nokkru sinni fyrr ráðstöfunarrétt einstakl- inganna yfir eigin aflafé. Allt stefnir þetta að sama marki að safna pólitísku valdi og fjármálavaldi á fárra hendur. í eðli sínu er þessi stefna ólýðræðisleg. Hún miðar að því að byggja upp lokað þjóðfélag, þar sem tiltölulega fámennur hópur hefur ráð allra borgara í hendi sér. Gegn þessari óheilbrigðu og ólýðræðislegu stefnu verða menn að snúast. AUKIN SKATTHEIMTA BOÐUÐ NIX0N OG KÍNA Eftir James Reston Kissing'er—Chou En-Iai viðræð- urnar i Peking hafa bnrið árangtir aðallega vegna Jtess að báðir hafa dyggilega fylgt J>ví samkomtilagi, sem Jteir komust að í iipphaFi við- ræðnanna i fyrra: „Ráðum fram úr griindvallaratriðiinum fyrst, fram- kvæmdaatriðin má semja um smám sanian.“ Þeir komust að samkomulagi um það grundvallaratriði að Formósa (Taiwan) væri hluti af Kina, og að Kínverjar sjálfir yrðu að semja um pólitiska framtíð eyjunnar. >eir komust að samkomulagi um að deiluaðilarnir í Vietnam yrðu sjálf ir að ákveða framtíðarskinulag i Vietnam eftir að vopnahlé væri komið á. Án efa hafa áframbaidandi heimflutningar bandariskra her manna, vopna og fanga stuðlað að góðum árangri síðustu heimsóknar Kissingers til Peking. Þeir komust að samkomu'avi um að friður ætti að ríkjá í framtíðinni í Asíu, að allar deilur skvldu leystar á friðsamlegan hátt, og að samkomu lagi þeirra um þessi mál væri ekki beint gegn neinu öðru ríki, og áttu þar að sjálfsögðu við Sovétríkin. Eftir að þessum áfanga var náð, og þótt báðir aðilar væru áfjáðir í að koma á eðlilegum samskiptum landa sinna nú á meðan aldraðir Kissinger. leíðtogar Pekingstjórnarinnar fara enn með völdin, bar hvorugur aðil inn fram kröfur um neinar skyndi- lausnir framkvæmdaatriðanna. Eng- ar kröfur um ákveðinn frest, engir duldir samningar. Peking viil bersýnilega að Banda- ríkin flytji allt herlið sitt á brott frá Formósu — en þar eru aðeins nokk- ur þúsund bandarískra hermanna, sem hafa aðallega haft það verkefni að aðstoða við aðfiutninga til her- liðsins í Vietnam, en ekki að verja Formósu — en Chou En-lai hefur ekki krafizt þess að herinn verði fluttur þaðan fyrir neinn ákveðinn tíma. Chou En-lai hefur lýst því yfir áð- ur að ríkisstjórn hans muni ekki setja á stofn opinbert sendiráð í Washington meðan kínverskir þjóð ernissinnar frá Formósu sitji þar í húsi kínverska sendiráðsins við Woodley Road. Engu að síður hef- ur hann nú samþykkt að opna „um- boðsskrifstofu" þar og heimila Bandarikjunum að gera slíkt hið sama í Peking. Meira býr undir þessu samkomu- lagsatriði en orðin benda til. 1 því er ekki tekið upp formlegt stjórn- málasamband, en það ákveður að í báðum höfuðborgunum verði búsett- ur ótiltekinn fjöldi sendifull- trúa, sem hafa öll réttindi sendiráðs manna, og að stefnt verði að því að auka samvinnu á sviði viðskipta, vís inda og menningar. Trúlega verður ferðafrelsi þessara sendifulltrúa takmarkað að ein- hverju leyti um Kina og Bandaríkin — eins og ferðafreisi bandarískra og sovézkra sendiráðsmanna er enn tak markað í þessum tveimur löndum — en þessar „umboðsskrifstofur" verða í framkvæmdinni hrein sendiráð, þótt ekki verði þær það í orði. Sú staðreynd að Mao Tse-tung átti tveggja kiukkustunda viðræður við Kissinger, sem sagðar voru hafa far- ið fram í „óþvinguðu andrúmslofti . . . fullri alvöru, hreinskilni og raunhæfni", eins og segir í sameig- inlegri yfirlýsingu að viðræðunum loknum, er mjög athyglisverð. Þarna kemur fram velþóknun kinverska leiðtogans á þróun sambúðar ríkj- anna. Þama er ábending til Sovét- ríkjanna um að Bandarikin vilji eiga samvinnu við Kína, Sovétríkin og Japan um að endurskipuleggja á frið samlegan hátt samskipti ríkjanna við Kyrrahafið — og þetta er þýðingar- mikið atriði fyrir leiðtogana í Pek- ing, sem telja að Kína stafi hætta af fjölmennu herliði og kjarnorkuvopn um Sovétríkjanna á norðurlandamær unum. Nixon forseta stendur nú opið að sýna í verki óhlutdræga stefnu sína gagnvart Peking og Moskvu með því að bjóða Brezhnev flokks- í leiðtoga i Sovétríkjunum að heim- sækja Bandaríkin. Siðar á þessu ári stendur einnig til að Japanskeisari komi þangað í heimsókn, og þá er aðeins eftir að finna lausn á þeirri persónulegu andúð, sem rikir milli leiðtoga Bandaríkjanna og Indlands. Nixon forseti, sem persónulega hóf Chou En-lai. þessa „opnun til Kína" í viðræðum sínum við Charles de Gaulle fyrr- um Frakklandsforseta árið 1969, er þannig með virðingarverðri kunnáttu og ásetningi að snúa vopna hléinu í Vietnam yfir í varanlegri alhliða lausn í Asíu, og að breyta frumraunum sinum frá fyrra kjör- tímabilinu yfir í varanlegar aðgerð- ir á því síðara. Allt er þetta enn á frumstigi, og til þarf að koma mikiH skilningur og samvinna bandaríska þingsins — sérstaklega varðandi aðstoð við Norður-Vietnam og viðskipti við Japan — áður en málin eru endan- lega í höfn. En Nixon hefur auð- sýnilega beint Bandarikjunum út á mestu uppbyggingarstefnu erlendis, sem þar hefur ríkt frá þvi Marshall- áætlunin svonefnda komst til fram- kvæmda í Evrópu að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. Eins og Marshall- áætlunin leiddi til uppbyggingar friðsamlegrar Evrópu, beinist þessi nýja stefna Nixons að því að byggja upp friðsamlega Asíu, og fyrir þá stefnu verðskuldar forsetinn þakk- læti og stuðning landa sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.