Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973 11 Valdimar Kristinsson: Ferðamenn á fósturjörðinni Að undanförnu hefa hér ris ið upp andófsmenn gegn mót- töku erlendra ferðamanna og hafa þeir ekki sparað stóru orðin frekar eri títt er í ís- lenzkum umrarðum. Talað er um að vemda ,,torfuna“ eða bjarge henni í heild og skal það gert með því að bægja er- lendum ferðamönnum frá landinu. Framtáðin er cnáluð dökkum litum, ef hættunni verði ekki skjótlega bægt frá. Ferðamannaaukning síð- ustu ára er lögð til grundvall ar og með venjulegum vaxta- reikningi er komizt að þeirri niðurstöðu, að erlendir ferða- menn verði hér væntanl'ega orðnir um ein mill'jón krin.g- um 1990 og um tvær millj- ónir fimm áruoi síðar o.s.frv. Með síðustu orðunum er gefið í skyn, að áframhaldið geti orðið í sama dúr, enda tala menn um „dómsdags®pá“ í þessu sambandi. (Það er svo sem von, þar sem fjórir millj- arðar manna mundu sam- kvæsnt sömiu rökum kotna hingað árlega um miðja næsitu öld). Getur verið nauð- synlegt að stunda aðra eins reikningslist, eða gefa annað eins í skyn, til að vekja at- hygli þjóðarimnar á þeirri skoðun, að varlega þurfi að fara í ferðamálum á næstu ár um og áratugum, jafnframt því sem bent er á, að af aukn um ferðamannastraumi stafi ekki sælan ein frekar en af annarri mannliegri starfsemi? Ágætir menn, þeir Villhjálmur Lúðvíksson, efnaverkfræðing ur (Mbl. 10. des. 1972) og Gísli Sigurðsson ritstjóri og listmáliari (Lesb. Mbl. 7. jan. 1973), skrifa því miður í þessum dúr um ferðamálin, og fleiri góðir menn tala á svipaðan hátt. Þeir, sem áhuga hafa á að byggja upp ferðamálin sem eina af atvinnugreinum þjóð- arinnar, hafa haft í buga ein- hæfni atvinnuveganna og áföliin, sem við höfum hlotið í því sambandi, jafnframt því sem nauðsynlegt er að breikka grundvöll atvinnu lífsins til þess að sem flestir geti notið hæfileika sinna og fengið atvinnu i samræmi við áhugamál sin. Ennfremur mun uppbygging ferðamanna aðstöðu fyrir útiendinga koma innlendu fól'ki mjög til góða eins og þegar eru mörg dæmi um. Þó eru undantekn- ingar frá þessu eins og síðar verður að vikið. Móttaka ferðamanna er tid- töluiega ný atvtonugrein hér lendis og er ekki enn farin að skipa fastan sess í þjóðlíf- inu. Einmitt þess vegna eru umræður um málin nauðsyn- legar, og þar sem þróunin er ör þýðir varla að ræða um nema næstu 10—15 árto. 1 fyrri greinum um ferðamál hefur undirritaður bent á, að þegar erlendir ferðamenn væru árlega orðnir álíka margir og ibúar landsins, þá þyrfti að staldra við og end- urmeta afstöðuna. Reyndar bendir margt til, að um 200 þúsund manns sé nálægt há- marki þess, sem við getum á eðlilegan hátt tekið á móti af ferðamiönnum í næstu fram- tíð, og þá ekki fleird en um það bil 300 þús. um aldamót, sem er æði mifclu minna en 2—4 milljónir, sem áður var vikið að. Ef núverandi ferðamanna- fjöldi þrefaldast á næstu 10— 15 árum, þá erum við efa- laust búin að beina svo til ölu áhuga- og hæfileikafólki á sviði ferðamála inn á rétta braut og þá verður aukning- to aðeins í samræmi við fjölg un þjóðarinnar, nema að fiytja eigi inn fólk í stóxum stíl til þjónustus'tarfa, sem anigimn hefur látið sér detrta í hug. Engum hefur helidur dottið í hug, að Island ætti að verða eða gæti orðið ferða mannaland milljönanna; ekki heidur sérfræðingum Samein uðu þjóðamna, sem hér hafa verið á ferð. Þvert á móti munu þeir vera hinir raun- sœjustu og dreymir ekki um neitt Majorka á íslandi, enda höfum við veðrattuna til vainiar, þótt ekki kæmi ann- að til. Fáir hafa áhuga á fjölgun ferðamanna nema atvinnu greinin styrkist og verði arð- söm í heild, en á það skortir Valdimar Kristinsson. nokkuð, einkum varðandi gist ingu, en hefur bjargazt hing að til með notkun skólahús- næðis, sem auðvitað eru tak- mörk sett. Framtið ferðamál anna byggist því alveg á þvi hvort tekst að jafna komu ferðamannanna meira eftir árstíðum (en það er einmitt verkefni sérfrseðinga Samein uðu þjóðanna að athuga sem bezt hvemig hægt sé að beina þróuninni í þá átt). Hótel geta ekki talizt fiuM- nýtt hér nema að jafnaði í um 10 vikur á ári í júní, júlí og ágúst. Á þessu tímabili kem- ur um helmingur allira er- lendra ferðamanna. Nú mætti hugsa sér að uppbyggingin yrði á þann veg, að í næstu framtíð yrði ekki hugsað hærra en að tvöfalda heildar gistirýmið. Það mundi tábna, að ekki kæmust fleiri ferða- menn hingað þessar sömu vik ur en um 70 þúsund, sem er um tvöföiidun frá þvi sem nú er, en 130—140 þúis'und yrðu að komia á öðrum árstímum á meðan hámarkið er hugsað um 200 þúsund. Með þessu móti væri hægt að taka á móti þrisvar sinnum fleiri ferðiamöniraum heldur en nú er gert með aðeins helmingi meira húsnæði. Einhver kann nú að segja, að það eigi langt í land, að svo margir ferða- menn fáist til að koma hing- að utan hásumarsins. Reynsl an verður auðvitað að skera úr utn það, en við getum sa,gt, að við höfuim ekki betra að bjóða. Ferðamálin eru ekki góðigerðarstarfsemi frekar en aðrir almennir atvinnuvegir og gistihúsin og alllt annað sem til þarf, þarf að bera sig. Eininiig þurfum við ttaaa til að hugsa okkar mál og skipu leggja og vernda þá staði, sem viðkvæmastir eru og okk ur er sárast um. Hið síðast- nefinda smýr ekki hvað sízt að ckkur sjálfum, og þá alveg sérstaklega að jeppa- glöðum ökumönnum þessa lands. Erlendir ferðamenn munu nú aðeins hafa hér um fjög- urra daga viðdvöl að meðal- tali. Við skulum þó hugsa okkur að dvalartíminn lengd ist og yrði um það bil ein vika. í heildarfjölda ferða- mannanna mætti þá deila með um 50 til að fá út dvalartítm- ann í heilum mannárum. Tvö hundruð þúsund manns yrðu þá hér aðeins, sem samisvarar fjögur þúsund manns allt ár- ið. En á ferðafólkinu ber vissulega miklu meira heldur en á venjulegum íbúum, og þeir flykkjast til ákveðinna staða, sem oft eru viðkvæmir fyrir ágangi fjölda fólks. Þess vegna þarf að dreifa ferðunum meir á landið og ár ið. 1 mörgum l'öndutn, á ýms- um tímum, hefur verið reynt að blása í glæður einamgrunar stefmu tengdrar ættjarðarast, svo að varla er það raunsæi að telja ríka ættjarðarást sér íslenzkt fyrirbrigði tengda víðáttu öræfanna og fagurblá um fjallavötnum. Kröfugerð irnar (og er þá enginn hópur undanskilinn) benda til að flestum þyki faliegast, þegar vel veiðist. En vissulega á tign landsins þátt í heildar- myndinni, sem landsmenn hafa af umhverfi sinu, og auð vitað þekkja Islendingar ekki aðra ættjarðarást til fuiils en stoa eigto. Með þess- um orðum er síður en svo ver ið að gera lítið úr þvi um- hverfi, setn okkur þykir vænt um, en við megum ekki vera svo eigingjörn, að alls engir megi njóta þess með okkur, og svo er ekki örgrannt um, að áhugi okkar sjáltfra á ýms- um fyrirbærum aukist um leið og við sjáurn áhuga gesl- anna. Einnig má draga i efa siðferðislegan rétt okkar til að vaða um viða veröld, þar á meðal að hjálpa til að of- fylla Majorka og saklaus sveitaþorpiin á sólarströnd Spánar, ef við tökum ekki einhvem þátt í hinni alþjóð- legu þróun ferðamála, sem auk alls annars eykur þekk ingu og skilning þjóða í miMi. Enginn ætlast þó til annars en að móttaka ferðamanna hér miðist fyrst og fremst við okkar eigto hag, og sízt aí öl'lu skulum við bjóða upp á ódýra þjónustu, a.m.k. ekki um háannatimann. Fólk í þess ari starfsgrein þarf að hafa há laun, eins og allir aðrir og þar með er stefnan mörk- uð. Við þetta má. bæta, að leiiguflug með hópa til lands- tos ætti helzt alls ekki að þekkjast þann tima sem eftir spurn er mest eftir gistirými og örtröðin mest á þefcktusitu ferðaslóðum. Þegar ferðamálin eru til umræðu vill oft gleymast að minnast á þá kosti, aðra en atvtanu og tekjumöguleika, sem við höfum af þvi að fjöldi fólks heimsækir okkur árlega. Erlendu ferðamenn- irnir stuðia að uppbyggingu ýmiss konar þjón.ustu, sem við njótum ríkulega góðs af á okkar ferðum. Tiðni flug- ferða til og frá liandinu er eitt mikilsverðasta dæmið þar um, en margt fleira mætti nefna. Gistihús hafa verið byggð og bætt mikið umfram það, sem innlendi markaður- inn hefði risið undir. Margir landsmenn njóta þess og fá oft gisttogu með afar hag- stæðu verði utan háannatím- ans. Svipað er að segja um gistinguna i skólum á sumr- in, sem er svo vinsæl hjá mörgium. Hún væiri aðeins á fáum stöðum, ef markaður inn hefði ekki sbækkað. Veit imgasitaðár væru færri og verr útbúnir, skipulagðar ferðir til ýmissa staða væru strjálli, stanigaveiðimót varla ti'l, áætlunarferðir upp á Vatna- jökul ekki á dagskrá og þamn ig mætti lengi telja. En marg- ar nýjungar eiga eftir að koma fram i þessum málum. Einu mikilsverðasta atriðinu verður þó að bæta hér við, Enga þjóðhátíð AÐALFUNDUR Eyfirðtogafélags ins í Reykjavik hefur samþykkt að skora á stjórravöld að fella niður hátíðahöld 1974 og nota heldur þá fjármuini, sem til þeirra eru ætlaðir, til uppbygg- taigar vegna atburðararaa í Vesf- mannaeyjum. Innbrot í apótek UM HELGINA var brotizt inn í HáaléitiSapótek, í annað skipfið á skömimum tíma, og stolið nokkru af Jyfj\:m. Þá Var einnig bhotizt inn í vérzl'unto'a Skúla- skeið ' við Skúlagötú og stolið 40—-50 lengjum af vindlingum. Mns og oft vill verða uin helgar, vafnókkuð um smáinnbrot í fyr- irtæki, þalr scm einkum var stol- ið skiptimynt og frerrauir litlum vierðmætum öðrum. Tapar fyrirtæki yðar peningum á hverjum morgni ? er hlutlaus aðili, sem segir yður og starfsfólki yðar nákvæmlega til um vinnutíma. Taflan sýnir tjón fyrirtækisins í eitt ár, ef 10 MÍNÚTUR tapast daglega af tíma hvers starfsmanns Vikukaup 10 menn 20 menn 30 menn 40 menn Kr. 5.500 — 59.580,— 119.160.— 178.740,— 238.320,— Kr. 6.600,— 71.500,— 14.>000,— 215.500,— 286.000.— Kr. 11.000— 119.160.— 238.320.— 357.480.— 476.640,— <— TfMiNN ER PENINGAR. Leitið upplýsinga um pn Simplex stimpilklukkur hjá okkur. SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + “ Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.