Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1973 Rætt við Jón Skaftason um 21. * þing Norðurlandaráðs í Osló ÍSLENDINGAR tnunu lengt minnast 21. þings Norðurlanda ráðs, sem haldið var í Osló á dögunum, því þar var ákveðið að veita íslandi 100 milljónir danskra króna (um 1.550 millj. ísl. kr.) í aðstoð vegna eldgoss ins á Heimaey. Með stjórn ráðsins á þingum þess og milli þinga fer forsætisnefnd (presidium) og eiga þar sæti fulltrúar þjóðþinganna fimm, einn frá hverju landi. Fulltrúi Alþingis í forsætisnefndinni er Jón Skaftason. Morgunblað ið hefur snúið sér til Jóns og rætt við hann um störf ráðs- ins og 21. þings þess. .lóti sagði: Norræn sam- Jón Skaftason þakkar fyrir hönd íslands á Norðurlandaráðsþingingu í Osló. Forseti ráðsins, Káre Willock, til hægri. trygging gegn alvarlegum áföllum — Okkur er að sjálfsögðu efst í huga þessi mikla aðstoð sem ákveðið var að veita Is- landi. Það er mikiivægast við þessa ákvörðun, að Norður- löndin taka þar með upp þá stefnu að aðstoða hveit annað við alvarleg áföll. Það hefur verið tekin upp eins konar samtrygging þegar atDurðir eins og í Vestmannaeyjum ger ast. Það er ekki sízt mikilvægt fyrir okkur Islendinga að slík norræn samtrygging er kom- in á, því við búum i landinu þar sem áhættan er mest. — Ég er afar þakklátur þvi frumkvæði, sem félagar mínir 1 forsætisnefndinni tóku i þessu máli strax á fyrsta degi gossins. Þeir höfðu þegar sam band við ríkisstjómir sínar, tóku málið strax upp í þjóð- þingum sínum og skorað var á ríkisstjórnirnar að veita ís- landi alla aðstoð. — Á Norðurlandaráðsþing- inu í Osló voru þeir einstak- lega duglegir og lagnir við að samræma sjónarmiðin. Frum kvæði þeirra og starf átti mestan þátt í því að sú niður staða fékkst sem alþjóð er kunnug. — Forsætisnefndarmennirn- ir eru ailir mikilr áhrifamenn á þjóðþingum landa sinna, fyrrverandi ráðherrar, for- menn eða varaformenn flokka sinna. Samt má ekki gleyma hlut einstakra þingmanna, sem af mikilli eljusemi og vin arhug knúðu á ríkisstjónnir sinar að taka upp þessa stefnu. — Mörg önnur mál komu að sjálfsögðu til kasta Norður- landaráðs í Osló. Efnahagssam vinnuna í Evrópu bar mjöig á góma í almennu umræðun- um. í ræðum flestra kom fram að það þurfi ekki að stangast á við eflingu norræms samstarfs, þótt þjóðirnar taki þátt i víðtækara efnahagssam starfi Evrópuríkja. — Það hefur verið kvartað undan því, að almennu umræð urnar hafi verið sviplitlar í Osló. Það kann vel að vera, en að mínum dómi stafar það ekki sízt af því, að norræmt samstarf er að færast niður á jörðina. Það er orðið minna um hóflausar lýsingar í ræð- unum. — Að samstarfið er að fær ast niður á jörðina má m.a. ráða af stofnun skrifstofu ráð herranefndar ráðsins í Osló, en henn; er ætlað það hlut- verk að hrinda verkefnum í framkvæmd hraðar en verið hefur. Ráðherranefndin gerir ríkisstjórnirnar athafnasam- ari í norrænu samstarfi en hingað til. — Framkvæmdaáætlun fyr ir norrænt samstarf var rædd á þinginu í Osló, en hún nær yfir iðnaðar- og orkumál, um hverfisvernd, svæðaáætlanir Framhald á bls. 20 Deildarstj órastaðan lijá Tryggingastofnun ríkisins Hr. ritstjóri! Nýlega skipaði hr. Magnús Kjartansson, tryggingaráðherra frú Guðrúnu Helgadóttur í stöðu deildarstjóra féiagsmála- og upplýsingadeildar Trygginga stofnunar ríkisins. Þessi stöðu veiting hefur verið gagnrýnd nokkuð í blaði yðar og þann 22. febrúar sl. birtist athugasemd um sama mál í Mbl. frá aðstoðar manni ráðherra, frú Öddu Báru ‘ Sigfúsdóttur. Undirritaður get- ur ekki látið hjá líða, að ieggja nokkur orð í belg, þar sem túlk- un aðstoðarmannsins á áður- nefndu máli er vægast sagt frjálsleg og jafnvel vafasöm á köflum. Til að skýra þetta bet- ur og þær ástæður, sem þarna liggja að baki, er rétt að rekja gang málsins í heild. Síðla sumars 1972 var auglýst staða upplýsingafulltrúa hjá Tryggingastofnun ríkisins. Um- sækjendur voru tveir, undirrit- aður og frú Guðrún Helgadóttir. Forstjóri Tryggingastofnunar rikisins veitir þetta starf, og hann réð undirritaðan, en til þess hefur hann heimild sam- kvæmt 4. grein almannatrygg- ingalaga. I nóvember s.l. ákvað trygg ingaráðuneytið með reglugerð,_ að sett skyldi á stofn sérstök félagsmála- og upplýsingadeild hjá stofnuninni. Eins og áður segir hafði verið sett á stofn staða upplýsingafulltrúa hjá stofnuninni, til að sinna al- mennri upplýsingaþjónustu. Um verkefni upplýsingafuiltrúa seg ' ir svo í 9. grein almannatrygg- ingaiaga; „Tryggingastofnunin skal með reglubundnum hætti birta glöggar upplýsingar um alla starfsemi stofnunarinnar. Tryggingastofnunin skal kynna almenningi rétt sinn til bóta með upplýsingastarfsemi." 1 athugasemd aðstoðarmanns ráðhecra segir m.a., að trygg- ingaráðherra hafi með stofnun áðurnefndrar deildar verið að framfylgja ákvæðum 79. grein- ar tryggingalaga frá 20. apríl 1971, en þar segir: „Ráðherra skal að fen-gnum tillögum trygg ingaráðs koma á fót deild í Tryggingastofnun ríkisins, sem hafi það hlutverk að annast vel ferðarmál aldraðra og annarra bótaþega samkvæmt lögum þess um. Nánari ákvæði um deild þessa skulu sett með reglugerð, sem ráðherra staðfestir." Nú skulam við lita á 5. grein reglugerðar um hina nýju deild, en þar segir m. a. urn hlutverk deiidarinnar: „Að annast upplýsingastarf- semi og útgáfu leiðbeiningaríta fyrir bótaþega Tryggingastofn- unar rikisins og aðra um bóta- kerfi Tryggingastofnunar-innar og rétt einstaklinganna í kerf- inu.“ Með hliðsjón af niðurlags- ákvæði 9. gr. tryggingalaganna virðist augljóst, að hugtakið ,,velferðarmál“ er of rúmt túlk að í 5. gr. reglugerðar hinnar nýju deildar og rýmra en 79. grein laganna leyfir, en túikun hennar hlýtur að miðast við önn ur ákvæði laganna og sjálfstæð túlkun á 79. gr., án samhengis við annað, er út i hött. Þetta skiptir máli hér, vegna þess að samkvæmt 3. gr. trygg- ingalaga skipar ráðherra m.a deildarstjóra, en forstjóri ræð- ur aðra starfsmenn, sbr. 4. grein iaganna, eins og fyrr er sagt. Frá því að undirritaður var ráðinn í starf upplýsingafull- trúa stofnunarinnar 1. okt s.l. hefur starfsvið mitt verið fólg- ið i almennri upplýsingaþjón- ustu og mér finnst ekki úr vegi að geta um það helzta. Að mínu mati er slík starf- semi aðallega tvíþætt, annars vegar að ná til almennings til að vekja athygli hans og áhuga á almannatryggingunum og hins vegar að ræða við einstaklinga, þar sem yfirleitt er farið nánar út í tiltekin mál hvers og eins Hvað fyrmefnda þáttinn áhrær ir hefur eftirfarandi verið gert. — Ég hefi séð um fræðsluþátt í útvarpinu tvisvar í mánuði i vetur. Reynt hefur verið að kynna helztu atriði almanna- tryggingalaganna og jafnframt rætt við þá menn, sem eru í fyr- irsvari í hverjum málaflokki hjá stofnuninni. Helzta markmið þessara þátta er að vekja at- hygli bótaþega á rétti þeirra gagnvart tryggingakerfinu. Þessir þættir hafa verið sendir umboðsmönnum stofnunarinhar úti á landí. Starfsfólk Trygginga stofnunarinnar hefur tjáð mér, að augljóst sé, að þessir þættir hafi hreyft við mörgum til að kynna sér nánar hugsanlegan bótarétt. í öðru lagi hefur verið hafin útgáfa fræðslubæklinga, en þeir fyrstu koma út eftir noikkra daga. Undirbúningur þessarar útgáfu hefur tekið nokkurn tíma enda töluvert atriði, að bækiingarnir nái markmiði sínu, sem er að vekja athygli á og auka þekkingu bótaþega á tryggingakerfinu. Þessum bækl ingum verður dreift til umboðs manna stofnunarinnar út um land og þar geta bótaþegar og aðrir fengið þá. Einnig er í und irbúningi að dreifa þeim víðar, t.d. hefur verið haft samband við Alþýðusamband ísland og starfsmenn þess hafa sýnt áh-uga á þvi að senda bækling ana til trúnaðarmanna og e.t.v. fleiri aðila. Þessir tveir fyrstu bæklingar fjalla um slysabætur og bætur til ekkla, ekkna og einstæðra foreldra. 1 þriðja iagi hefur undirrit- aður mætt á fundum til að skýra frá atriðum í almannatrygginga lögun-um, t. d. hjá félagi ein- stæðra foreldra. Loks hefur verið töluvert um spurningar i lesendaþáttum dag blaðanna, sem svarað hefur ver ið og greinar hafa verið skrif- aðar í blöð og timarit um trygg- ingamál. Hinn aðalþáttur þessarar starfsemi er að svara fyrir- spurnum, bæði í síma og viðtöl- um við einstaklinga og smáhópa en þá er að að sjálfsögðu farið nánar út i einstök atriði hugs anlegs bótaréttar. Eina nýjung er verið að taka upp í þessu starfi, en það er að tilkynna væntanlegum ellilífeyrisþegum í stuttu bréfi um rétt þeirra til eliilífeyris. í því sambandi hef ég notið ágætrar aðstoðar Skýrsluvéla ríkisins og Reykja víkurborgar. Sjálfsagt vita flest ir, að þeir fá ellilífeyri 67 ára, en oft hefur verið kvartað yfir því að hið opinbera sé ekki nægilega vakandi. Þetta er við- leitni til að sýna nýtt andlit. Almannatryggingalögin eru þeim, sem ekkert hafa kynnt sér þau, býsna flókin og þess vegna er mikil þörf á upplýsingastarf semi, það get ég staðfest af reynslu minni í framangreindu starfi. Öm lagalega hlið þess að blanda saman starfi að velferð- armálum aldraðra og annarra bótaþega og almennri upplýs- ingaþjónustu er áður rætt. Skal hér að lokum vikið stuttlega að því, hvort rétt sé eða heppilegt, að sameina þessa þætti. Upplýsinga- og blaðafulltrú- ar stofnana starfa sjálfstætt þar sem ég þekki til. Starf þeirra er að sjálfsögðu tengt öllum þáttum þeirrar stofnunar, sem þeir vinna fyrir. Upplýsingafull trúar verða að þekkja náið til hjá þeim stofnunum, sem þeir starfa við og hafa náið sam- starf við allt starfsfólkið, þess vegna er það mín skoðun, að einn bezti skóli sliiks starfs sé löng starfsreynsla. Ég álít sam- einingu þessara þátta óheppi- lega og til trafala. Aðstoðamaðurinn segir í lok greinar sinnar, að starfsreynsla utan Tryggingastofnunarinnar geti verið jafnþung á metunum og innan hennar, sérstaklega þar sem um nýtt starfssvið sé að ræða. Það getur að einhverju leyti átt við um velferðarmál aldraðra, en varla um upplýs- ingastarfsemina. Eins og áður sagði skipaði hr. Magnús Kjartansson frú Guð- rúnu Helgadóttur í margnefnda deildarstjórastöðu og er vald hans til þeirrar ákvörðunar ekki vefengt. Rétt er að geta þess að lokum, til að allur sann leikurinn komi fram, að undirrit aður fékk bæði meðmæli for- stjóra og meirihluta trygginga ráðs. Aðstoðarmaðurinn lét hjá líða að geta um meðmæli for- stjórans í sinni athugasemd. Með þökk fyrir birtinguna. Örn Eiðsson, upplýsingaf nlltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.