Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 2
MORGUNBLAEHÐ, MI£>VIKUDAGUR 2Í. MARZ 1973 innLEm Geysir gaus fyrir ráðstefnufólk FULLTRÚAR brezkra samtak'a, sem sjá uim ráðsitefinuihald víðs vegar «n heiminn, dvöldiu á Is- laardii í boði Loftlieiða dagiana 17.—21. miarz tiil' að kynmast m'öguleilkuim hér tiil ráðste'fniu- halds. 1 hóprauim voonu 12 fulltrú- ar ýmissa stofnana iminian sam- tetkiainna. Hópurrnn fór m. a. á suirantu- degimuim að G'uMtfossi og Geysi og var svo heppimin að G'ayslr igaus fyrir ferðaifólkið, því tE imikiilla'r ánægj'u. Á m'ánuidag sflcoðuöu þeir Reykrjaviik og það sem helzt er þar að sjá fyrir ferðaifólk. Þeir kynntu sér á ia'U'gardag og m'ánudaig hótslin og saimikomiuihúski, sem mögu- leiikar eru á að nýta tií ráð- stafn'Uihialds. Sig'urðuir Miagnús- son blaðaifiuilltrúi Lof'tleiða sá urn gestina, meðan þeir dvöldu hér. Þessa sérstæðu mynd tók Otto Eyfjörð, fréttaritari Mbl. á Hvolsvelli af gosinu í Heimaey séðu frá landi. Prentist myndin vei niá greixia ljósin í kaupstaðnum. Gífurleg gjallmyndun í gígnum í gær GÍFUELEGT öskufall var frá eldstöðvunum í Heimaey í allan gærdag frá því um klukkan 06 í gærmorgun. Stóðu eldtungur upp úr gígnum og var talið að hraunrennsli væri svipað og það var í fyrradag. Jarðfræðingar töldu að sjór hefðl komizt i gig- inh og því hefði gjallmyndun ver iðfsvo mikil. Samkvæmt upplýsingum Sigur- geirs Jónassonar, fréttaritara Mbl. í Eyjum hafði hraunrani ýtzt út í Klettsvikina og fram í innsiglinguna, en dýpt í henni var 'þó óbreytt. Tæpir 200 metr- ar voru þá frá hraunjaðrinum í Yzta-Klett og frá jaðrinum aust- an við hafnargarðinn og í Heima klett voru um 160 metrar. Mæl- ingar þessar voru gerðar með ratsjá. Við innsiglinguna var Vest- mannaey að dæla i gærdag og í athugun var, hvort ætti að fá Lóðsinn henni til aðstoðar þar. Þá dældi Sandey einnig samfellt í allan gærdag. Hraunjaðarinn var i gær kom inn að austasta verkamannabú- staðnum og í gær hvarf eitt hús undir hraun, Austurhlíð 2, þar sem bjó Björgvin Guðnáson, vöru bifreiðastjóri. Þá á hraunið einn- ig stutta leið ófarna i Landgötu 26, þar sem Haukur Högnason, vörubílstjóri býr. Norðan við Græríuhlíð 19 hefur hraunjaðar- inn ekkert hreyfzt að marki og er þar unnið að þvi að koma upp varnargarði. Gasmengun var í gær ekki til trafala, enda andvari í Eyjum. Mælingar sýna að meiri kolsýra er nú í gasinu en áður og hefur vetnismagn gassins minnkað. 1 Vestmannaeyjum eru nú um 350 manns. Tefur Viðlagasjóður fyrir dælunum? SÉBFBÆOINGAB þeir, sem unnið hafa að og stjórnað vatns- dælunni í Vestmannaeyjum hafa beðið um aukin tæki til þess að unnt yrðl að stórauka dælingu á hratinið. Stjórn Viðlag-asjóðs hefur nú til athugunar að fá þessi taeki erlendis frá, en á meðan er tjaldað þeim tækjaút- búnaði, sem til er hér í landinu, þótt hann sé engan veginn nægi- legur til þess að ráða við hraun- ið á ölliun þeim stöðum, sem það sækir fram. Þorbjörn Sigurgeirsson, pró- Framhald á bls. 15. Samband málm- og skipasmiðja: Auglýsa 30% hækkun fastakostnaðartillags? SAMBAND málm- og skipa- smiðja hefur sótt nm 30% hækkun á svokölluðu fasta- kostnaðartillagi til verðlags- stjóra og í fyrradag var tekin afstaða til þessa máls í verðlag's- nefnd. I»ar var samþykkt að heimHa 12,16% hækkun á þess- uni lið, sem er eins konar álagn- tng-. Þessu ætlar Samband imá.lm- og skipasmiðja ekld að hlíta og hefur nú í undirbúningi að aug- lýsa 30% hækkim á álagning- unni. Samiband málm- ag skipa- smiðja er landsisamiband, þar sem m. a. BiíLgreinasiamibandið er aðiili og þar mieð öll biliaiverk- stæði. Mum því viðgerðarikostm- aðiur bíla hæktea að mariki, er sambandið hefuir auiglýsit áður- Tnefnda hælokun, en eimmig eru imnan vébanda saimfoandsins bliktomiðjur, járnsimiðjur o. fl. fyrirtæM. Áskorun borgarstjórnar: Alþingi leyf i botn- og flotvörpuveiðar - I FAXAFLOA BORGARSTJÓRN Reykja- víkur samþykkti á fundi sín- um nýlega áskorun á Alþingi um að samþykkja megin- stefnu frumvarps þess um breytingar á lögum um veið- ar með botnvörpu og flot- vörpu í Faxaflóa. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, flutti ásamt öðr- um borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins tillögu þessa efnis. í ræðu sinni gat borg- arstjóri þess m.a. að Haf- rannsóknastofnunin teldi frið unaraðgerðum í Faxaflóa ekki stefnt í hættu, þótt tak- markaðar veiðar aðallega til neyzlu yrðu leyfðar í Faxa- flóa. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri: Tillaga okkar sjálfstæðis- manna, sem hér er til umræðu, er áskorun á Alþingi að sam- þykkja meginstefnu frumvarps þess er nú liggur fyrir þinginu um breytingu á lögum um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu og gerir frumvarpið ráð fyrir því, að heimilaðar verði takmarkaðar veiðar með þessum veiðarfærum í Faxaflóa. Við teljum. að samþykkt þess- arar meginstefnu og framkvæmd hennar, myndi, ef að líkum læt- ur, mjög bæta hið erfiða ástand sem verið hefur í öflun neyzlu- fisks fyrir Reykjavík. Um ýmis tæknileg atriði frum varpsins treysti ég mér aftur á móti ekki til þess að dæma t.d. lengd veiðitímabilsins, sem gert er ráð fyrir, að verði frá 1. marz til 31. nóvember. Eða hver hin afmörkuðu veiði svæði eiga að vera, eða hversu margir og stórir bátarnir eiga að vera sem veiðarnar stunda. Ekki legg ég heldur dóm á það dreifingarfyrirkomulag, sem ráð er fyrir gert, þ.e.a.s. að bátarnir leggi upp hjá dreifistöðvum sem séu undir stjórn samtaka fisksala og viðkomandi sveitar- félags. Menn kunna og að hafa mis- munandi skoðanir á því, hvort óhætt sé að gefa þessar undan- þágur með tilliti til friðunarað- gerða. En í því sambandi hefur það komið fram hjá Hafrann- sóknastofnuninni, að einn af hennar færustu mönnum, Jón Jónsson, fiskifræðingur, telur, að ekki sé neitt að óttast, þótt slík- ar mjög takmarkaðar veiðar verði leyfðar. Það er og ljóst að þetta veiðibann hefur bæði skapað atvinnuleysi hjá mörg- um smábátaeigendum og á einn- ig sinn stóra þátt í því óþægi- lega fiskleysi sem oft verður í Reykjavík á þessum árstíma. Ég tel því, að það sé fyllilega tímabært, að borgarstjórnin láti í ljós vilja sinn í þessu máli. Kristján Benediktsson (F): Ég er ekki að öllu sammála þessu frumvarpi sem borgarstjóri var að ræða hér um. Ég tel t.d., að ekki sé rétt að ákveða fjölda bátanna i frumvarpinu. Einnig tel ég ekki rétt að ákveðið sé, að leyfin verði veitt, heldur tel ég, að hér ætti fremur að vera um heimildarákvæði fyrir ráð- herra að ræða. Jafnframt er ég þeirrar skoðunar, að ekki sé í tillögu sjálfstæðismanna gerð nægileg grein fyrir þeirri megin- stefnu, sem þeir eru að mæla með í frumvarpinu og legg ég því fram breytingartillögu, sem gengur í þá átt, sem ég hefi hér rætt um. Björgvin Guðmundsson (A): Ég styð tillögu sjálfstæðismanna um að skora á Alþingi að sam- þykkja það frumvarp, sem þar er nú til meðferðar um að leyfa botnvörpu- og dragnótaveiðar í Faxaflóa. Samþykki þessa frum- varps getur mjög vel breytt til batnaðar því voðaástandi, sem verið hefur í fisksölumálum I Reykjavík. Birgir fsleifur Gunnarsson, borgarstjóri: Ég get fallizt á það, að í til- lögu okkar er e.t.v. ekki gerð nægilega vel grein fyrir þeirri meginstefnu, sem við teljum að samþykkja beri i margnefndu frumvarpi. Ég legg því hér með fram viðaukatillögu við tillögu okkar, sem skilgreinir þessa meg instefnu betur, þ.e.a.s. að leyfa tilteknar veiðar á tilteknum svæðum af tilteknum bátum og á tilteknum tima. (F) við- (S) Kristján Benediktsson kvaðst ekki geta fallizt á aukatillögu borgarstjóra. Sigurlaug Bjarnadðttir lagði áherzlu á, að ýtrustu var- færni yrði gætt við ákvörðun um ásóknina á Faxaflóamiðin. Tillaga sjálfstæðismanna var síðan samþykkt með 10 sam- hljóða atkvæðum. Stef án Jónsson býður undanþágur í Noregi STEFÁIV Jónsson dagskrárfull- trúi er um þessar mundir á ferðalagi um Norður-Noreg og heldur fyrirlestra um landhelg- ina. f viðtali við blaðið Nordlys segir hann: „Það er bara spurn ing um ttma hvenær fslending- ar færa landhelgina lengTa út, þannig að hún nái yfir allt land- grunnið." Stefán, sem er titlaður alþing ismaður í NTB-frétt frá Tromsö, lætur í ljós viss vonbrigði vegna afstöðu norska fiskimannasam- bandsins og norskra yfirvalda til landhelgismálsins. . *'. . ¦ Hann kveðst fur9a,slg mikiði á því að Norðmenn hafi ekkl beðið um undanþágur til línu- Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.