Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAEHÐ, MIBVIKUÐAGUR 21. MARZ 1973 Jónas Guðlaugsson fulltrúi — Minning Þegar mér barst sú harma- fregn, að vinur minn Jónas Guð- laugsson fulltrúi hjá Rafveitu Reykjavíkur væri dáinn, orðið bráðkvaddur, fannst mér í fyrstu að slíkt hefði varla getað gerzt. Ég var fyrir nokkrum dög um búinn að tala við hann I sima, hann þá hress og kátur, með sína léttu gamansemi, því oft ast var enginn drungi yfir sam- tölum okkar. Þótt mér brygði við harmafregn þessa vorum við þess eigi duldir vinir Jónasar að það gæti brugðið til beggja vona með heilsu hans, þar sem hann fyrir tæpum tíu mánuðum féll allt i einu niður, og var þá ekki hugað líf, fékk blóðtappa í hjarta, komst þó samt eftir lang- an tíma til nokkurrar heilsu, svo hann gat aftur tekið til starfa. Býst ég við að hann hafi alltaf fundið fyrir sjúkdómnum, því í eðli sínu var hann ekki kvart- sár. Þegar ég byrjaði í Rafveitunni 1953 var ég svo lánsamur að kynnast þessum prúða manni, Jónasi. Strax þegar ég heilsaði honum, fann ég við fyrsta hand- tak, að þar var ljúfur og yfir- lætislaus maður, enda reyndist hann mér þannig alla tíð, sem við áttum leið saman. Ég veit að allir sem unnu með honum og undir hans stjórn, munu minnast hans sem réttláts og góðs hús- bónda. Jónas var mikill gleðimaður, í samkvæmi var hann hrókur alls fagnaðar, vildi ekki hafa neinn skammdegisdrunga í návist sinni, hlátur hans var svo smit- andi að allir komust í gott skap, hann hafði til að bera sérstak- lega góða frásagnarhæfileika, stundum kryddaða húmorisku undirspili, sem einkennir oft slíka menn. En þrátt fyrir hans léttleika í daglegri umgengni, var hann al- vörumaður ef slíkt átti við. Hann var einlægur trúmaður, og hafði mikla ánægju af að tala um slik mál. Ég býst við að hann hafi á yngri árum verið leitandi á því sviði, það vill nú oft bregða við, meðan æskan og heimurinn toga í, að maður sé ekki orðinn mótaður á því sviði strax. En nú í mörg ár var hann sannfærður um það að líf sé til eftir þetta líf. Fyrir nokkrum árum sagði hann við mig, nú er ég ekki lengur hinn leitandi maður, nú veit ég að Biblían er hinn eini lífgjafi, fyr- ir alla til að byggja líf sitt á, bæði þessa heims og annars. Frá þvi 1967 hefir hann verið félagi í Gideonsfélaginu, efast ég ekki um að þar hafi hann verið óskiptur sem í öðrum hugðarefn um slnum, enda las ég saknaðarkveðjuorð til hans frá þessum félagsskap. Jónas var fæddur í Hafnar- firði 4. marz 1915. Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónasson og Halldóra Magnúsdótt- ir. Faðir hans dó frá mörg- um ungum börnum, úr spönsku veikinni 1918. Kom því móðir hans honum í fóstur til hinna ágætu hjóna Guðrúnar Bergþórs dóttur og Jens Nyborg skipa- smiðs. Á því heimili ólst hann upp ásamt þrem fóstursystkin- um. Þessa heimilis minntist Jón- as oft, með ástúð og hrifningu, enda var hann ásamt fjölskyldu sinni á hverri stórhátíð hjá þessu fólki, og kallaði það að halda hátíðarnar heima hjá sér, Steinunn Sigmundsdóttir frá Bæ í Lóni, til heimilis að Urðavegi 43, Vestmannaey j um, amdaðist í Borgarspítalanum I Reykjarvik aðfaranótt 19. þjnrx. Vandamenn. Jarðarför eiginkonu minnar, Sólveigar Tómasdóttur frá Kollsá, Hraunbraut 2, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. marz kl. 1:30. Helgi Hannesson. Otför konu mrnnar. t ÓLAFAR ÍMORDAL, verður gerð frá Dómkirkfunni f mmtudaginn 22. marz kl. 130 eftir hádegi. Sigurður Nordal. Jarðarför uppeldissystur okkar, ÞÓRUNMAR ÞORSTEINSDÓTTUR, hjúkrunarkonu, fer fram föstudaginn 23. marz og hefst frá Frfkirkjunra ki. 13.30. Bíóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir mína hönd og systra minna, Sveinn Sæmundsson. Kveðjuathöfn um eiginmann minn, GUÐMUND JOHANNESSON frá Hvarmeyrí, »em andaði'st 14. marz sl., verður í Fossvogskirkju föstudag- inn 23. marz kl. 1330. Útförin fer fram frá Hvanneyrarkirkju, laugardaginn 24. marz ktukkan 14.00. Bifreið fer frá Umferðanmiðstöðinrri khikkan 11.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent _á Krabbameirvsfélagið, eða aðrar líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamamna, Hekja Sigurjónsdóttir. svo mikil hrifning var bæði fyr- ir fólkinu og staðnum Hafnar- firði. Jónas gekk í Flensborgarskól- ann. Að enduðu lokaprófi það- an lærði hann rafvirkjun, og líf hans var meira og minna bund- ið við þá iðngrein, aðallega í Rafmagnsveitu Reykjavíkur. En seinni árin var hann fulltrúi hjá fyrirtækinu og vann á skrif stofu í Hafnarhúsinu, og við breytingu á starfsháttum fórst honum allt jafnvel, enda reglu- samur, maður og áreiðanleg- ur, vildi leysa úr hvers manns vanda. Ég tel Jónas hafa verið mik- inn gæfumann, hann ólst upp á því heimili er allt vildi gera hon 'um til framdráttar, svo hann væri fær um að taka á móti líf- inu, hvað menntun áhrærði. Síð- an giftist hann hinni ágætis konu Karitas Kristbjörns dóttur, er var honum sem vernd- arengill, ekki sízt nú, þar sem heilsa hans var aldrei örugg. Einn dreng áttu þau hjónin sem heitir Gunnar, og þau hafa ver- ið mjög lánsöm með þennan unga pilt, sem hefir gert þeim lífið mjög ánægjulegt, enda elskað og virt foreldra sína, og nú fyrir ári siðan útskrifaðist hann úr Verzlunarskóla Islands, og kom inn i fasta og góða vinnu, gift- ur Oddrúnu Þorbjörnsdóttur og eiga þau ungan son Jónas Má í höfuðið á aía sínum, eins og að líkum lætur var mikill auga- steins afa síns og nafna, og að sjálfsögðu fjölskyldunnar allrar. Jónas var í eðli sínu barngóður svo litli sonarsonurinn hefur ver ið boðinn velkominn í þennan heim. Ég átti margar ánægjustund- ir á heimili þeirra hjóna, meðan þau voru nágrannar okkar hjón anna á Nönnugötu 1. Síðaiv flutt ust þau þaðan fyrir nokkrum ár um og varð því smá vík milli vina, svo samgöngur voru ekki jafn tíðar og fyrr. Ég samhryggist fjölskyldu Jónasar, konu hans, syni, tengda dóttur og litla nafna hans. Það er alltaf huggun i raun, að eiga ástríkar minningar um góðan mann. Vertu blessaður og sæll, Jónas minn, þakka þér innilega fyrir samstarfið og þær mörgu ánægjulegu stundir er við áttum saman. Þórarinn Árnason frá Stórahrauni. Minning: Alexander Gjöveraa Enn einu sinni, hafa æðri mátt arvöid gripið í taumana. Fárviðri geisaði á siglingaleið milli Fær- eyja og íslands. Mískunnarleysi örlaganna varð ekki umflú- ið. Þess urðum við óþyrmilega vör, er Sjöstjarnian fórst, 11. febr úar s.l. og með henni öll áhöfn, alls tíu manns. Sá erfiði biðtími, sem í hönd fór, varð okkur öll- um erfið reynsla, biðin milli von ar og ótta, vonar um heimkomu ástvina, og ótta við hið óþekkta, sem varð síðar að veruleika. Kæri frændi. Fátækleg kveðju orð mín duga skammt í slíku mót læti, en ég vil reyna að draga upp mynd af lifi þínu, viðmóti og starfi. Alexander Gjöveraa fæddist á Húsavík, 18. febrúar 1935. For- eldrar hans voru Ólöf Eyjólfs- dóttir, sem nú er látin, og Sófus Gjöveraa, sem lifir son sinn. Hann fluttist ungur til Nes- kaupstaðar og átti þar glað- væra æskudaga með foreldrum og fimm systkinum. Árin liðu við leik og störf við sjávarsíðuna. Alexander lærði skipasmíðar i Neskaupstað og starfaði þar lengstum, fluttist þá til Færeyja og var tvö ár þar við sömu iðn. Hann var á leið heim aftur með búslóð sina, til að setjast að i Neskaupstað, en Vivian, kona hans og litlu drengirnir þeirra höfðu farið á undan flugleiðis. Eins og margir ungir menn úr sjávarplássum, stundaði Alex- ander jafnframt sjómennsku frá unglingsárum, fyrst undir hand- leiðslu föður síns, og síðan á síld ar- og vertíðarbátum, við góðan orðstír. Alexander var hér á ferð sl. sumar og áttum við þá stundir saman og ræddum um framtíðar Viöskiptafræöingur Viðskiptafræðingur með góða starfsreynslu í verzkmar- og iðn- fyrirtæki leitar fyrir sér um starf. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir kl. 4.00, föstu- daginn 23. marz, merkt: „VIÐSKIPTI — 9464". Heitið er fullkominni þagmælsku, öltum tilboðum verður svarað og þau endursend. Sinfóníuhljömsveit íslonds TÓNLEIKAR í HÁSKÓLABÍÓI fimmtudaginn 22. marz klukkan 20.30. Stjórnandi: Antonio de Almeida. Einleikari: Garrick Ohlsson. Flutt verður Fást forleikur eftir Wagner, píanókonsert nr. 2 eftir liszt og Sinfónía nr. 2 eftir Rachmaninoff. Aðgöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustíg 2, og í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar, Austurstræti 18. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja dælu- og aðveitustöð að Reykjum f Mosfellssveiit fyrir Hitaveitu Reykjavikur og Rafmagnsveitu ReykjavHcur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5.000,00 króna skftatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 12. aprfl nk. ktukkan 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ætlanir okkar. Mér eru minnis- stæð kveðjuorð hans „Þú hjálp ar mér að byggja húsið, þegar ég kem heim". Það var fyrirætl- un hans. Kæri vinur. Þó að á milli okk- ar væri talsverður aldursmunur, sem oft reynist erfiður þröskuld ur til nánari kynna, varð ég einskis kynslóðabils var. Ég veit ég mæli fyrir munn allra, er þig þekktu, að glaðlyndið og hispurslaus kímnin var þitt að- alsmerki ásamt viljafestu. Að öðrum frændum ólöstuð- um varstu mér kærastur, enda nánast sem bróðir. Það er erfitt fyrir okkur öll, að sætta okkur við fráfall þitt, því mannkostir þínir voru margvíslegir. Við get- um ekki meir en geymt minn- ingu um góðan dreng. Við hjónin vottum þér Vivian, börnunum, föður hans og öðrum ástvinum, innilegustu samúð. Rúnar Lárusson. — Uppbygging Framhald af bls. 25. Láta próflin gilda, en ekki að- ferðina v'ð að ná þeim. Ekkert að f ást um það á hvaða a'.dri sá er, sem prófið þreytir. Látið sveitaung'lingana njóta i friði se<m lengst þess þroska og þeirrar hamiingj'u, sem saimibúðin við húsdýrin og frjáls útivera í náttúrunni hefur að bjóða. Þá munu sveitirnar eftirleiðis, eins og hingað tiL ala upp flesta for- ystumenn þjóðarinnar. Komið æsku Reykjavíkiur oig kauipstaðanna út í dreifbýMS og sveitirnar, einkum á fjallajarð- irnar, eftir því sem nokkur kost- ur er á. Það sem í skólum er lært, er oft harla litils virði, þegar út i líí'ð og starfið er komið. Skóli lítfsins og reynslunnar er ölluim skóla æðri. Á þorra 1973 Jón Konráðsson, Selfossi. SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14 sími 16480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.