Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 10
10 MÖRÓUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUPt 23. MARZ 1973 Styrktarf élag vangefinna 15 ára Bjarkarás vtð Stjörnugróf er dagheimili fyrir vangefna, sem opnað vair seint á árinu 1971. Fráttamönnum gafst kostur á að skoða það nýlega. Gréta Bachmann er forstöðukona. Húsið er kjallari og hæð. 1 kjallara er fönduraðstaða fyr- ir félagskonur í annarri álm- uiani, en leikfimissalur fyrir vangefna og snyrtiaðstaða á- samt búningsklefum í hinni. Uppi er borðsalur, eldhús og samkomusalur í miðju húsi, en í álmunum sitt hvoru megin eru smiðastofur, kennslustofur, saumastofur, skólastofur fyrir bókleg fög, skrifstofa, stofur félagsráðgjafa og sálfræðings, sem báðir vinna hluta úr degi. Tilgangurinn með þessu dag heimili er að kenna vangefnu fólki að bjarga sér og þjóna. Þetta fólk kemst allt með stræt isvögnum í dagheimilið, fram og til baka, en dvelst í heima- húsum að öðru leyti. Dagheim ilisvistin er því ókeypis og sama er að segja um ferðirnar, en það heldur samt örorku- styrk sínum. Piltarnir þarna smíða ýmis- legt, sem hægt er að selja, og stúlkurnar sauma, jafnvel á hraðsaumavélar, og selja líka framleiðsluna sína. Prjónavél- ar eru þarna einnig, sem fólk- ið prjónar á. Nýtist þarna starfsorka einstaklinga, sem annars hefði ekki verið gagn að fyrir neittn. Er fram líða stundir fær heimilið 8—10.000 fermetra Töð í kring sem bær- inn á. Verður þar aðstaða til iþróttaiðkana og garðyrkju. Framtiðardraumur styrktar- félagsins er að koma á fót smá heimilum, sem ein forstöðukona gæti annazt, bæði til langdvalar og um skemmri tima, vegna heimilisástæðna. Er þetta brýn nauðsyn og það má einnig segja um sumarbúðir. Styrktarfélag vangefinna var stofnað 23. marz, 1958. Er það þvi fimmtán ára nú. Sam- kvæmt félagslögum er tilgang ur félagsins að vinna að þvi, að komið verði upp nægileg- um viðunandi hælum fyrir van gefið fólk, sem nauðsynlega þarfnast hælisvistar. Að veita vangefnu fólki ákjósanleg skilyrði til að ná þeim þroska, sem hæfileikar þess leyfa. Að starfsorka vangefinna verði hagnýtt. Að einstaklingar, sem vilja annast vangefið fólk, njóti ríf- legs styrks í þvi skyni. Að annast kynningu á mál- um vangefinna með útgáfustarf semi eða á annan hátt. Fyrsti stjórnarfundur var haldinn daginn eftir stofnfund inn og þar frá því skýrt, að þingmenn, einn frá hverjum flokki hefðu verið boaðaðir á fund styrktarfélagsins, til að kynnast frumvarpi til laga um aðstoð við vangefna, sem stjórnin hafði samið. Þingmenn irnir voru Magnús Jónsson, Halldór Ásgrímsson, Eggert Þorsteinsson og Alfreð Gísla- son læknir. Þeir hétu því að leggja frumvarpið fyrir þing- flokka sína og voru á þvj þingi sett lög um aðstoð við vangefið fólk (lög nr. 43/1958) Samkvæmt þeim var stofnaður Styrktarsjóður vangefinna með gjaldi af öli og gosdrykkjum, sem franuleiddir eru hér á landi, og fénu varið til að reisa eða endurbæta stofnanir fyrir van gefið fólk, og skv. sjóðsreglum, ráðstafar félagsmálaráðherra fé úr honum í samræmi við fengnar tillögur stjórnar fé- lagsins. Tekjum sjóðsins hefur verið varið sem hér segir: Við ríkishælið í Kópavogi var fullgert elzta vistmanna húsið, byggt íbúðarhús fyrir starfsfólk, hús fyrir vist- »onn, byg.gð lækna- og stjórnunarbygging með skóla- stofum fyrir gæzlusystur eða fóstrur (þroskaþjáifaskóli). Þarna eru nú 182 vistmenn (of setið um 30 manns). Á hælinu að Sólheimum í Grímsnesi er byggt mötuneyti með eldhúsi, geymslum og öðru tilheyrandi fyrir alla stofnunina, styrkir veittir til byggingar skóla, byggingar vistmannahúss fyrir 12—14 vistmenn og til starfsmanna- húsa, sem núna stendur yfir. Vistmenn þarna eru um 40 tals ins. Á hælinu í Skálatúni voru byggð tvö starfsmannahús, annað þeirra fullgert á síðasta ári, byggt vistmannahús fyrir 30 vistmenn með eldhúsi, borð stofum, skólastofum og öllu til heyrandi fyrir alla stofnunina, og endurbætur á gamla vist- mannahúsinu. Rúm er nú þar fyrir 55 vistmenn. Á Akureyri var byggt hæli fyrir vangefna ásamt ibúðum fyrir starfsfólk, skóla- og vinnustofum. Það rúmar 5<í vistmenn. Styrkir voru veittir til bygg inga dagvistartieimila Styrktar félags vangefinna. Til hælis að Tjaldanesi í Mosfellssveit hafa verið veitt- ir styrkir til nýbygginga og endurbóta, og rúmar það 22. Hælin að Sólheimum, Skála- túni, Akureyri og Tjaldanesi eru öll sjálfseignarstofnanir, en Styrktarfélag vangefinna rek- ur dagvistunarheimilin Lyngás og Bjarkarás fyrir eigin reikn- ing. Á fyrsta starfsári félagsins var ákveðið að koma á fót leik skóla fyrir vangefin börn, og þá ráðin forstöðukona og leigt húsnæði. Leikskólinn fékk í fyrstu daufar undirtektir, voru 3—4 börn þar, en eftir- spurn jókst fljótlega, og þótti sýnt að rekstur í leiguhúsnæði gæti ekki gengið til íengdar. Var þá ráðizt i byggingu Lyng áss, sem hóf rekstur 1961, þar Framhald á bls. 25 Stjórn Styrktarfélags vangefinna. Úr starfinu í Bjarkarási. 77/ ferminganna Blóm og blómaskreytingar í miklu úrvali. Serviettur, styttur og ýmislegt fleira. Pantið tímanlega. — Sendum heim. BLÓM OG GRÆNMETI HF., Skólavörðustíg 3A. — Sími 16711. Langholtsvegi 126. — Síini 36711. VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa i i Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals i Galtafelli, Laufásvegi 46, á laugardögum kl. 15.00 til 16.00 eftir hádegi. Laugardaginn 24. marz verða til viðtals: Albert Guðmunds- son, borgarfulltrúi, Sveinn Bjömsson, varaborgarfulltrúi og Baldvin Tryggvason, varaborgarfulltrúi. íbúð 4 herbergi og eldhús óskast fyrir reglusama fjöl- skyldu. Upplýsingar í síma 2-2130 á verzlunartíma. HAMARSBÚÐ HF., Hamarshúsi. Ný nómskeið í keromik oð Hulduhdlum Mosfellssveit eru að hefjast. — Upplýsingar í síma 66194 frá kl. 1—2 í dag og næstu daga. Steinunn Marteinsdóttir. Ekki dýr hátíðahöld Kvenfélagasambandi Islands hafa borizt samþykktir frá mörg um kvenfélögum og kvenfélaga samböndum, þar sem lagzt er gegn því að 1100 ára byggðar Is- lands árið 1974 verði minnzt með dýrum hátíðahöldum. Stjóm K.l. vi!l eindregið taka undir þær áskoranir, að ekki verði efnt til fjöldasamkomu á Þingvöllum af þessu tiilefni og hefur þá í senn í huga vemdun gróðurs á staðnum og slysahættu þá, sem fylgt getur slikri sam komu. Einnig v ll stjórn K.í. leggja áherzlu á að hátíðahöldin verði öll með þjóðlegum og menningar legum blæ, en hófs gætt í fjárút látum. BLAÐBURDARFOLK: Sími 16801. AUSTURBÆR Freyjugata 28-49 - Miðbær. - Baldursgata - Bragagata. ÚTHVERFI Laugarásvegur. Kópavogur: Atvinnueflingar- sjóður auglýsir eftir umsóknum Atvinnueflingarsjóður Kópa vogs hefur auglýst eftir um- sóknum og er umsóknarfrest- ur til 1. júni n.k. Sjóður þessi var stofnaður með samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs á fundi í janúar 1971, og við af greiðslu fjárhagsáætlunar síð an hafa ákveðnar fjárveiting- ar verið látnar í hann renna. Hlutverk og markmið sjóðs ins er að stuðla að eflingu at- vinnulífs í bænum, einkum að auka fjölbreytni þess með til- komu nýrra atvinnugreina. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn verða veittar að Álf- hólsvegi 5 hjá formanni sjóðs ins og þar verða reglur sjóðs ins til sýnis og afhendingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.