Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1973 Geir Hallgrímsson: Tveggja mánaða verkf all vegna athafnaleysis ráðherranna Kjarasamningarnir lögfestir á Alþingi FRUMVARP til laga um lög- festingu á breytingum á samn ingum milli yfirmanna á tog- araflotanum og útgerðar- manna varð að lögum. í neðri deild var frumvarpið samþykkt að viðhöfðu nafna- kalli með 20 atkvæðum, 18 greiddu ekki atkvæði og tveir voru fjarverandi (Bjarni Guðnason og Matthías Bjarna son). I efri deild var frum- varpið samþykkt með 11 sam- hljóða atkvæðum. Breytingartillögur komu fram við frumvarpið í báð- um þingdeildum, en þær voru allar felldar. 1 neðri deild mælti Gunnar Thoroddsen fyrir áliti minni- hluta félagsmálanefndar, sem lagði fram breytingarti 11 ögu við frumvarpið þess efnis, að Hæsti- réttur tilnefndi þrjá menn í gerðardóm, sem ákveða myndi kaup og kjör yfirmanna á tog- araflotanum. Gunnar Thorodd- sen sagði m.a.: 20. jan. hófst verkfall á togara flotanum og eru því nú rösk- lega tveir mánuðir liðnir frá þvi að stöðvun togaranna hófst. Þessi stöðvun hefoir valdið þjóð inni gifurlegu tjóni, sem vart verður í tölum talið. En auk þess hefur hún valdið þjóðinni álitshnekki. Á þessum erfiðu tímum hörmunga, sem gengið hafa yfir Vestmannaeyjar, — þegar fjöldi manna í ýmsum löndum réttir okkur hjálpar- hönd, þá hefur það verið til litils sóma fyrir islenzku þjóðina, að á sama tíma hefur hinum mikil- virku veiðitækjum, togurunum, verið lagt við landfestar. Þeir voru því margir, sem fögnuðu því, þegar fréttist, að frá háifu ríkisstjórnarinnar væri von á tilllögu um lausn á þessari deilu. Ég held, að flestir þingmenn hefðu gjarnan viljað, að tillagan hefði komið fyrr. En í svo við- kvæmum málum sem þessum verður ríkisstjórnin, hver sem hún er, að hafa frumkvæðið og forgöngu. Ég held, að fullyrða megi, að allir alþingismenn séu sammála um það, að löggjafinn verði nú að taka til höndum og gera ráð- stafanir til þess að koma togara flotanum af stað að nýju. En stj.frv., sem á að leysa þessa deilu, hefur valdið vonbrigðum og því veldur fyrst og fremst sú leið, sem hæstv. ríkisstj. hefur valið. 1 þessu frv. er ákveðið að lögfesta lokatiiboð samninga- nefndar yfirmanna á togurum. M. ö. o., i þessari deilu er tekin sú nýbreytni að lögfesta tilboð annars aðilans. Þegar Alþ. hefur ákveðið með löggjöf að leysa kjaradeilur, þá hafa tvær leiðir komið til greina. Önnur er sú, að miðlunartUl. frá sáttasemjara ríkisins eða sáttanefndar hefur verið lögfest. Hin er sú, að Alþ. hefur ákveðið með 1., að gerðar dómur, skipaður af hæstarétti, skyldi skera úr. Þessar tvær leið ir hafa verið notaðar og i raun- inni aðrar ekki nú um langan aldur. Báðar hafa þær nokkuð til síns máls. Ég segi fyrir mitt leyti, að yfirleitt felli ég mig betur við þá leiðina, að Alþ. sam þykki miðlunartill., sem sátta- semjarar eru búnir að leggja mikla vinnu í að undirbúa. En þar sem því er ekki til að dreifa, er gerðardómsleiðin vafalaust sú næstbezta. Nú hefur það veirið upplýst, að miðlunartili. hefur engin verið lögð fram í þessari deilu af hálfu sáttanefndar, og liggur því ekki fyrir sá mögulei'ki að lög- festa sáttatill. eins og stundum hefur áður verið gert. Við leggj- um því til, að farin sé sú leiðin, sem einnig hefur verið notuð, að hæstiréttur tilnefni þrjá menn í Til sölu einbýlishús i smíðum á Seltjarnarnesi. Stærð um 195 ferm. Húsinu fylgir tvöfaldur bílskúr. Húsið skilast fokhelt og fullfrá- gengið að utan. Hurðir frágengnar, tvöfallt verk- smiðjugler í gluggum. Teikningar fyrirliggjandi á skrifstofunni. FASTEIGNASALAN, Laugavegi 17, 3. hæð. — Sími 18138. Vorlaukablómafrœ Begoniur 10 litir Gloxseniur 4 litir Dahliur 60 litir Liijur 10 litir Amarillis 5 litir Bóndarósir 3 litir Gladiólur 5 litir Animónur einfaldar Animónur tvöfaldar Blómafræ og matjurtafræ í miklu úrvali. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BLÓM OG GRÆNMETI HF., Skólavörðustíg 3A. — Sími 16711. Langholtsvegi 126. — Sími 36711. AIMIKil og 1. ganga í gildi, þ.e.a.s. þegar í stað, en efcki þá fyrsit, þegar dómurmn kemur. Ég vil undirstrika það, að i rauniinni eru alldr sammála um, að þessa deilu þarf að leysa, en æskilegra væri að fara þá leið, sem við bendum á, heldur en leið ríkiisstjómaráninarr sem er að mörgu leyti varhugaverð Hanníbal Valdimarsson félags- málaráðherra fýlgdi máldnu úr hlaði í Efri deild. Þorvaldur Björn Jönsson forseti ASl stýrði fundtim í Efrideild, er kjara- samningarnir voru lögTestir. gerðardóm, sem ákveði kaup og kjör þeirra manna, sem greinir í 1. gr. frv., að hæstiréttur skuli kveða á um, hver hinna þriggja gerð'armannia skuli vera for- maður dómsdms, gerðardómur- inn skuli kveða upp úrskurð sinn svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 26. marz 1973. Hér er gert ráð fyrir 5 daga fresti fyrir gerðardóminn til þess að starfa og kveða upp sinn úskurð. En ákvæði gerðardómsins skulu gilda frá gildistökudegi þessara 1. til 31. des. 1973, éins og frv. gerir ráð fyrir. En ef svo fer fram sem hæstv. rikisstj. hefur ætlað þá ganga 1. í gildi á morg- un. Ég vil taka það fram, að í þessari till. okkar felst það, að verkföllum er aflétt um leið Garðar Kristjánsson mælti fyrir breytingartillögu minnihluta fé- lagsmáíiamefndar og var hún sam- hljóða þeiirri, sem fliutt hafði verið í Neðri deild. Sú tillaga var fellid með 11 atfcvæðum gegn 7. Breytimgartiliaga sem Eggert G. Þorsteimsison bar fram, um að nýgerðir samningar undirmanna yrðu úr gildi fallnir ef frum- varpið yrði að lögum var felld með 11 atfcvæðum gegn 2. Geir Hallgrímsson: Við umræð ur um togaraverkfal'lið hinn 20. febrúar gat Lúðvík Jósepsson þess, að ríkisstjómin hefði, skip að þrigigja manna nefnd til að kanna hag og stöðu togaraútgerð arinnar. Sagði hann þá m.a. á þá leið, að næstu daga ætti sú könnun að liggja fyrir og þá Veiðiréttur í Urriðaó Tilboð óskast í veiðirétt Urriðaár í Mýrasýslu. Heildarfjöldi stangardaga sumarið 1973 eru 138. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 14. apríl, sem gefur nánari upplýsingar. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. SVEINN AÐALSTEINSSON, Miklubraut 66. Sími 11190 milli kl. 18—20. Utboð Tilboð óskast í að byggja fjölbýlishús að Furugerði 11—13, Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent að Skólavörðustíg 46, Rvík, gegn 2000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 13. apríl nk. klukkan 14.00. TEIKNISTOFAN, Skólavörðustíg 46, Reykjavík. Simi 21930. hlyti þegar að verða tekin af- staða til málsins. Þegar daginn eftir, hinn 21. íebrúar skilaði nefndin álitsgerð, þar sem öl höfuðatriði um rekstur togar- anna komu fram. Verkfaliið hafði þá staðið í 4 vikur, og átti eftir að standa í 5 vikur enn. Nú eru samningar lögfestir á grundveli tilboðs, sem annar að- ili deilunnar setur fram, og er slíkt algjörlega fordæmalaust. Fyrst eru hinir lægra lautnuðu látnir standa í verkfali í 6 vik- ur til að ná fram kjarabótum, án þess að ríkisstjómin komi til móts við þá, og eftir það réttir ríkisstjórnin hinum hærra laun- uðu meiri kjarabót með lögfest- ingu. Þetta gera söimu mennirnir og þykjast vera baráttumennirn- ir fyrir launajöfnuði. Auðvitað var nauðsynlegt að gera samn- inga við bæði undirmenn og yfir menn uim le:ð. Það er ljóst að þetta býður því heim, að undir- menn munu gera þær kröfur, sem jafnast á við þær kröfur sem lögfestar verða nú. Með þessu öllu er ríkisstjómin að stefna framtíð togaraútgerðar- arinnar í voða. í tvo mánuði hafa togararnir verið bundnir við bryggju vegna úrræðaleysis og athafnaleys:s ráðherranna. Áður sögðu Lúð- vík Jósepsson og talsmenn hans, að ríkisstjórnin ynni sér beinlínis til refsingar, þar sem hún leysti ekki verkfall togaramanna, sem staðið hafði í tvær vlkur. Þetta var þeirra dómur i stjórnarand- stöðu, og slíkur dómur skapar þeim skyldur, þegar þeir eru komnir í ríkisstjóm. Mig langar til að spyrja ráð- herrana þriggja spurninga. í fyrsta lagi: þegar gengið var frá fiskverði og rekstrargrundvelli bátaflotans lofaði ríkisstjórnin að taka á sig 160 milljónir kr. svo að samningar mættu tak- ast. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að standa að fjáröflun til að efna þær skuldbindingar? 1 öðru lagi: 1 sambandi við samning- ana við undirmenn á togaraflot- anum lofaði rikisstjórnin fjár- framlagi úr ríkissjóði, sem nem ur um 17-18 milljónum, og í sam bandi við þetta frumvarp lofar hún 7-8 milljóna framlagi úr rík issjóði — samtals 25 milljónir — hvernig verður þeirra aflað? Og í þriðja lagi, með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin ganga til móts við óskir togaraútgerðarinn ar um að ríkissjóður taki þátt í 100 milljóna kr. taprekstri síð- asta árs og til að tryggja togara- útgerð með einhverri fyrir- greiðslu vegna þess 100 milljóna króna taps, sem spáð er á þessu ári. Björn Jónsson sagði að verið væri að hafa afskipti af deilu, sem haft hefði í för með sér margs konar háskalegar afleið- ingar. Verkfallið hefði orðið okk ur til vansæmdar út á við. Ann- ars vegar þar sem við ættum í deilum við stórveldi um land- helgina og gæfum því með verk fallinu eins konar einkarétt á miðunum. Og í annan stað væru það náttúruhamfarirnar. Segja mætti að við stæðum með út- rétta hönd eftir fjárhagsaðstoð um leið og við létum aflasælustu veiðiskip okkar vera bundin við hafnargarða í tvo mánuði. Bkki væri uimdeilt að deilurn- ar þyrfti að setja niður, en menn væru efciki sáttir á leiðir til þesis. Afskipti löggjafarvaldsins yrðu að koma til, því eniginn kostur væri ainnar. Etnda mætti segja að rikisstjórnin kæmi helzt til seint til sikjalanna með lagasetningar- valdið. Þá sagði Björn Jónsson að sáttasemjari hiefði ekki talið sér fært að leggja fram sáftta- tillögu, og hvað gerðardómsleið- inni viðkæmi, þá vildi hann held- ur sjá hvað verið væri að gera heldur en að vísa málinu frá sér til gerðardóms. Aulk þesis tóku til máls Magnús Jónisison, Eggert G. Þonsteinsson, Þorvaldur Garðar Kriitjánssoin, Jón Ámasom, Jón Ármann Héð- insson og Hannibal Valdimars- son, en vegna plássleysis er ekki hægt að segja nánar frá uimiræð- uruum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.