Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1973 Eliszabet Ferrars: Samferria i daudan — Já, viltu gera það? Hann veit áreiðanlega hvað við eigum að gera . . . já, kannski ættum við að kalla á lögregluna . . . ef þetta er eins og mér finnst allt benda til. — Kannski er þetta bara mar- tröð hjá okkur sjálfum, sagði Rakel. — Það gæti hæglega ver ið einhver eðlileg skýring á þessu. En sjálfri gat henni ekki dott ið nein slík i hug. Þarna höfðu orðið einhver átök niðri i stof- unni. Og blóði hafði verið út- hellt. Og Margot Dalziel var horfin. Svefnherbergið hennar var lít ið og undir súð, með tveimur litl um gluggum í blýumgerðum. Annar þeirra var ofurlítið op- inn. Þarna lá loðkápa á rúm- teppinu. Á gólfinu rétt hjá rúm- inu var svartur hanzki. Það var rétt eins og hún hefði fleygt frá sér kápunni og hanzkanum í of- boði, og hanzkinn hefði runnið niður á gólfið, án þess hún tæki eftir því. Svo var ferðataska á stól. Lokið á henni var opið, og hreyft hafði verið við því, sem var vandlega látið niður i hana, þó aðeins í einu horninu, líkast því sem eitthvað hefði verið dregið fram undan vandlega sam anbrotnum fötunum. Á snyrtiborðinu, sem var lág rauðviðar-dragkista með göml- um sporöskjulaga spegli á, var púðurdós úr postulíni, sem lok- ið hafði verið tekið af, og það var púðurklessa á gljáfægðri plötunni. Rakel athugaði þetta allt, og henni var litið á innbyggðan fataskáp úti í horni í herberg- inu. Hún sagði: — Finnst þér, að við ættum að . . .? Roderick gekk að skápn- um og opnaði hann. Þar var ekkert annað en röð af kjólum á herðatrjám. Hann lokaði skápnum aftur og sagði: — Ég er alveg viss um að hún er hvergi í húsinu. En, /—......................... V komdu og við skulum athuga það, sem eftir er. Og svo er garðurinn. Við ættum að leita alls staðar. Hann fór með Rakel inn í hitt svefnherbergið, þar sem ekki hafði verið búið um hjónarúmið, en rúmföt lágu í hrúgu á ber- um dýnunum, og þarna virtist enginn hafa komið inn, siðan síð ast var tekið til þarna. Þá fóru þau inn í baðherbergið þar sem þau sáu, að handklæði, sem þar hékk, var krumpað, og einhverj ar leifar af froðu voru á ný- legu sápustykkinu í skál- inni. Einhver hafði lagt opinn snyrtipoka á stólinn með kork- sætinu. — Mér finnst þetta vera lík- ast því, sagði Rakel, — að ung- frú Dalziel hafi komið hingað inn og verið mikið að flýta sér, hafi fleygt kápunni sinni og hönzkunum á rúmið, tekið snyrtitækin sín upp úr pokan- um, þvegið sér í snatri, klesst á sig einhverju púðri og síðan farið niður og tekið fram sérri- flöskuna. — Hún hlýtur að hafa flýtt sér svona mikið, af því að hún í þýáingu Páls Skúlasonar. hafi átt von á einhverjum, sagði Roderick. — Og svo þessar rós- ir . . . — Hún hefur þó alltaf gefið sér tíma til að koma þeim fyr- ir, sagði Rakel. — Og hún hef- ur tekið inn mjólkina sína. — Mjólkina? spurði hann. Rakel útskýrði málið. — Hann pabbi kom hingað i gærmorgun til að gá, hvort hún væri kom- in heim, og sá þá mjólkurflösk- una á tröppunum. Fuglarn- ir höfðu kroppað gat á lokið, og þess vegna kom ég skömmu síðar með aðra flösku Smurt brauð H‘2 Smur- bmuðsndðar Snittur SKIPHOLL Strandgötul Hafnarfirði Simar 51810 - 52502 rilERKIO SEM BLHHIR HHtumst í kmtpfétagirw velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Kyndilmessuvísan •lökiill Pétursson skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég er alveg sammála kunn- ingja mínum, Þórði Jónssyni á Látrum, að það er gaman að sjá gamlar og góðar vísur prent- aðar í vasabókum, almanökum o.fl. Hins vegar hefi ég aldrei heyrt, eða séð, vísuna þá arna, á þann veg sem Þórður segist hafa lært hana. Ég lærði þessa vísu á Vest- fjörðum, fyrir rúmlega hálfri öld, og þá tók gamla konan, sem kenndi mér hana fram, að ég mætti ekki segja „sezt“, því það væri rangt og óraunhæft. Vísan var þá svona, eins og ég lærði hana: „Ef í heiði sólin sést, á sjálfa kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu.“ Fyrir utan orðið „sezt, hafa báðar útgáfurnar, sem þarna eru tilfærðar, sameiginleg- an galla, þar sem sögnin máttu er höfð i fleirtölu, en nafnorð- ið „maður“, er haft í eintölu. Það þætti ekki rétt mál að segja, t.d. maður máttu vænta, o.s.frv. Um síðari hluta vísunn- ar, eins og Þ.J. segist hafa lært hana, finnst mér vísan vera miklu stirðari á þann veg. Annars hafa oft verið deilur um það, hver hafi ort þessa vís una, eða hina, og man ég ekki betur en að þessi visa hafi eitt sinn verið á dagskrá. Margar útgáfur koma stundum fram, og sjaldan er um neina áreiðan- lega niðurstöðu að ræða. Hins vegar er gaman að fjalla um slík mál, og það er ekki lak- ari „dagskrárliður“ en manni er boðið uppá af vissum stofn- unum. VORUM AÐ FA crimplene-efni, einlit og mynstruð. Köflótt efni í mussur. Svart, rautt og dökkrautt einlit kjólefni á sérlega góðu verði. Skinnlíki í jakka og kápur — mjög glæsileg efni. Opið til kl. 10 alla föstudaga. SÓLHEIMABUÐIN Glæsibæ. — Sími 34479. Loks er það svo vísan „eftir hana Rósu“. Mikið hefir og ver ið deilt um hana, hér áður fyrr, og sýnt fram á það með heim- ildum, sem naumast er hægt að efa, að vísan er ekki eftir hana. Rósa hefir svo margar góðar vísur gert, sem halda munu á loft nafni hennar, að naumast er þörf á að eigna henni visur, sem aðrir hafa gjört. Með kærri kveðju, •lökull Pétursson, málaram." Þetta var nú innlegg í málið, en einnig hefur Þorsteinn Sæ- mundsson hjá Raunvísindastofn un Háskólans haft samband við Velvakanda. Þorsteinn sagði, að elzta heim ild um þessa vísu, sem hann vissi um væri Almanak Þjóð- vinafélagsins árið 1900. Þar væri vísan á þessa leið: „Ef í heiði sólin sést á sjálfa kyndilmessu vænta snjóa máttu mest maður upp frá þessu.“ Visan er á sömu leið í „Is- lenzkum þjóðháttum“ Jónasar frá Hrafnagili en þeir komu út árið 1934. • Þjóðin og nýju mennirnir með nýju stefnuna Á.H. skrifar: „Mikið mega verðbólgubrask ararnir vera þakklátir fyrir það, að núverandi ríkisstjórn komst á laggirnar og splundr- aði öllu þróunarkerfi fyrri ára í einum rykk. Aldrei hefir bet ur hlaupið á snæri þeirra og aldrei hefir logað betur undir verðbólguofninum. Ég minnist þess, að eínu sinni töldu þess- ir verðbólgustjórnendur, að mikið mætti marka þróun öfug- streymisins með því að telja þær auglýsingar í Lögbirtinga- blaðinu, þar sem fjallað er um nauðungarsölur og komust þá stundum upp í 100 sölutilkynn- ingar í nokkrum blöðum. Nú þykir það ekki í frásögur fær- andi þótt 300 slíkar tilkynning ar birtist í „Lögbirtingi' og þurfi að gefa út mörg auka- blöð til að fullnægja eftirspurn inni. Metið aftur á bak er sleg- ið svo ótt af valdhöfum vorra tima, að annað eins hefir ekki gerzt, þó um alla jörð sé leit- að. Þá má ekki gleyma hækk- ununum, sem alltaf dynja yfir og stoppa átti í upphafi með veizluhöldum og meiri siðsemi í embættaveitingum. Sérstak lega er það blessuð mjólkin, sem hækkaði um 44% og má þakka kommunum þessa þróun því þeir vita það manna bezt hvar hækkunin kemur helzt niður, — eða hvað um heimilin, sem þeir eru alltaf að bera fyrir brjósti! Nú heyrist ekki eitt orð um hækkanir. Engar stórar fyrir- sagnir í Þjóðviljanum. Það blað er trútt sínum málstað, þ.e. að flytja ekkert það, sem valdhöf unum kemur illa. Enda er mað- ur ekki hissa á því, að þeim líki ekki fréttaflutningur Morg unblaðsins, sem segir fréttir frá báðum aðilum. Slík frétta- mennska er nefnilega ekki til í sovézku þjóðfélagi. Þá yrðu menn bara dæmdir fyrir að skaða „föðurlandið“ þ.e. flytja andkommúniskan áróður og mættu þakka fyrir að lenda ekki í snörunni fyrir rest. Þessi blessaða þróun vorrar ágætu stjórnar heldur áfram. Ibúð sem kostaði 1 millj. við valdatökuna, kostar í dag 2 og svona er þetta glæsilegt. Ég var að lesa i kosninga- blaði fjármálaráðherrans fyrir kosningar 1971. Þar standa þessi orð: Þjóðinni er fyrir beztu að skipta um, fá nýja menn með nýja stefnu. Hún er orðin dauðleið á þess- ari ríkisstjórn, óðaverðbólgu hennar og sifelldum gengislækk unum. Svo mörg eru þau orð. Og segi menn svo að þessir verðbólgustjórnendur viti ekki hvað þeir segja. Á.H.“ 0 „Fjölskyldan á rökstólum“ Heimilisfaðir nokkur hafði samband við Velvakanda og var bæði argur og kargur, vegna þess að hann hafði farið í Norræna húsið eitt kvöldið til þess að skoða sýningu Kvenfé- lagasambands Islands, en sýn- ingin nefnist „Fjölskyldan á rökstólum". Hann sagðist ekki skilja hvers vegna sýning in væri ekki opin á kvöldin líka, svo að fleiri hefðu tæki- færi til þess að skoða hana. Þessu er hér með komið á framfæri, en annars mun sýn ingin vera opin frá 14—19, alla virka daga, en frá 14—22 um helgar. KODAK Litmpdir á(3,dögum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 ■■■■■■ ■hhb Kodak i Kodak 1 Kodak 1 Kodak I Kodak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.