Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 23
MORGU’NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1973 23 leíð og Landspítalinn tók til starfa. Hún var alltaf viðbúin og stundaði verk sín með ró- semi og einbeitni, en hún var Ííka ákveðin ef því var að skipta, enda er það mikill vandi að gera öllum til geðs, ekki sízt þegar erfiða sjúkdóma er við að stríða. Margur sjúklingur á erf itt með að sætta sig við sitt hlut skipti í lífinu og reynir þá oft á kjarkinn til þess að taka upp baráttuna við það sem for- sjónin býðtar upp á. Þá var gott að eiga að frk. Þórunni því hjúkrun var köllun hennar og reynslan var mikil og mann- þekking og hennar s*erka trú gétf þeim líka styrk til þess að taka því sem að höndum bar og oft var það hinzta hvíldin. Fram an af var langur vinnudagurinn við hjúkrunina og næturvaktir miklar, en hún hlúði að og líkn- aði hvað sem klukkan sló, ef þess var þörf sjúklingsins vegna. Eins og hún sjálf var ósérhKfin, var þá líka oft ætl- azt til mikils af öðrum. Það var líka hennar starf að kenna nem- um, bæði hjúkrunarnemum og ljósmæðranemum, hvort tveggja hugnæmt en oft erfitt, einkum getur verið erfitt að koma þeim sem er að læra til þess að skilja hvers vegna reynsla og vani hef ir skapað ákveðnar aðferðir og líka að þó hægt sé að gera hjúkrun eins og aðra hluti með ýmsu móti til þess að ná sem fulikomnustum árangri er mikið unnið við það að þar sé líka mörkuð kerfisbundin fræðsla. Þetta veit ég að margar hjúkr- unarkonur og ljósmæður fundu seinna sinn styrk í þegar þær fóru að vinna sjálfstætt. Það er ómetanlegt fyrir lækn inn að hafa sömu hjúkrunar- konuna árum saman og einkum var það oft áður fyrr þegar að- stoðarfólk var af skornum skammti og oft með lítinn undir búning, að reynda og þrekmikla hjúkrunarkonan gerði sér ljóst hvar hætta var á ferðum og gerði lækninum aðvart í tíma. Á seinni árum hefir oft verið erfitt að fá hjúkrunarfólk en frk. Þórunn fann alltaf hjálp, hún vissi af svo mörgum og líka hvernig ástæður voru hjá fólki, en þær gerðu þá fyrir hana að koma til hjálpar. Ekki verður hjá þvi komizt að minnast þess sérstaklega hve mikinn hlut frk. Þórunn átti að þeirri baráttu sem það kostaði að fá í gang nýbyggingu Fæð- ingardeildarinnar. Hennar heit- asta ósk var frá upphafi að hafa aðallega kvensjúkdóma á sinni deild, enda mikil þörf fyrir þá sjúklinga, og með nýju deild- inni verður mikill munur á því sviði og öll aðstaða til hjúkrunar allt önnur. Að lokum vil ég þakka henn- ar óeigingjarna starf fyrir deild ina og áratuga tryggð í sam- vinnu og ræktarsemi við mig og ekki sizt við konu mína i henn- ar mikla heilsuleysi, eins ótal glaðar og góðar samverustundir í vinnunni. Innileg samúðar- kveðja er hér með send systk- inum hennar og frændfólki og veit ég að þar mæli ég lika fyr- ir allt starfsfólk Fæðingardeild arinnar. Pétur H. J. Jakobsson. Enn göngum við móti okkar íslenzka vori, þar sem sólin hef- ur völdin annan daglnn, vetrar kuldinn hinn. Innra með okkur vitum við hvort sigrar að sinni. Sá siguir hefur þó oft að baki sér sorgir og vonbrigði eins og lifið sjálft. Við sjáum þess merki er fyrstu blómin gægjast upp úr moldinni, lifna eða deyja eftir því hverju þau mæta. Sumum auðnast að ganga ætíð fagnandi móti vorinu, á hverju sem gengur, vitandi það, að þótt eigi takist að bjarga öllu lifi frá okkar sjónarhóli séð, þá skilur baráttan fyrir lif- inu eftir verðmæti, sem enginn fær grandað. Þannig mun Þór- unn Þorsteinsdóttir ætíð vera í huga mínum og margra annarra nemenda sinna og samstarfs- manna. Hennar persönuleikí og óbifandi trú á sigur lífsins hreif okkur og hennar skarpa rétt- lætiskennd krafðist þess, að sannleikanum væri fylgt að mál um, jafnvel þótt það kostaði fórnir stundargæða. Það var rétt eins og maður sæi fyrir sér ljóðlíntM' skáldsins: „Ég trúi þvi sannleiki, að sigurinn þinn að siðustu vegina jafni,“ þegar hún barðist fyrir einhverjum af sínum hjartans málum, hugsjón- um sínum og þörfum sjúklinga sinna trú. Fyrst kemur mér í hug for- dæmi hennar í störfum, sem var í sjálfu sér kennsla, hljóðlát en örugg og ákveðin. Okkar fyrstu kynni urðu á mínum námsárum í Hjúkrunarskóla Islands. Þór- unn lét sér aldrei nægja að benda á vegina, sem ganga skyldi, heldur fylgdist hún með okkur nemunum eftir veginum og sýndi í verki rétt viðbrögð gagnvart vandamálunum, sem virtust okkur oft óyfirstíganleg. Öllu ofar var sett trúmennska, við sjúklingana, við starfið, við stofnunina, við lífið sjálft. Heið arleiki hennar gerði sömu kröf- ur til okkar, en oft skildum við ekki markmiðið fyrr en síðar. Viðtöl hennar og ábendingar voru nokkuð, sem enginn nemi vildi missa af og marga hef ég heyrt minnast þeirra stunda með þakklæti síðar. Þótt ekki væri sársaukalaust að taka móti aðfinnslum, sem snertu eig in galla, þá urðu þær leiðarljós, þegar taka þurfti mikilvægar ákvarðanir. Mörgum árum síð- ar, þá sem kennari við skólann, varð ég þess áskynja, að enn voru viðtöl Þórunnar og leið- beiningar metin jafn mikils. Þar virtist ekki vera um neitt kyn- slóðabil að ræða. Þörfin á leið- beiningum jafn rík og fyrr. Það voru ekki aðeins hjúkr- unarnemar, sem nutu góðs af reynslu hennar og mannkostum. Það gilti um alla samstarfs- menn hennar og oft heyrðust reyndir læknar minnast hennar fyrir hollar leiðbeiningar, er þeir voru í vanda staddir, ann- aðhvort vegna reynsluleysis 1 starfi eða minni þjálfunar í mannlegri umgengni undir erfið um kringumstæðum. Frá hjúkrunarstörfum verða mér sérlega minnisstæðar þær stundir, er ég naut þess að vinna með henni við aðhlynn- ingu þeirra er þjáðust mest. Það öryggi, sem hún veitti sjúkl ingunum með framkomu sinni og viðmóti, hélzt i hendur við færni hennar i störfum. Þess vegna verður persónuleiki henn- ar áfram leiðarljós ungra starfs krafta og styrkur hennar tryggu samstarfsmanna frá handlæknisdeild og kvensjúk- dómadeild Landspitalans, en sú síðarnefnda var starfsvett- vangur hennar síðustu æviár- in. Stækkun þeirrar deildar og þá fyrst og fremst bætt aðstaða til aðhlynningar, var hennar heitasta og hjartfólgnasta bar- áttumál, þótt ekki auðnaðist henni að sjá þann draum sinn rætast, aðeins hilla undir úrbæt ur. Það voru ótalin þau spor, sem hún fór heim til þeirra sjúkl- inga sinna, sem sendir voru heim án möguleika á nauðsyn- legri aðhlynningu. Því má segja að engri konu væri betur kunn ugt um þá erfiðleika, sem þarna voru og eru fyrir hendi. Sár- þjáð og þreytt hélt hún áfram að liðsinna þeim í orði og verki, þar til kraftana þraut. Þeir, sem gerzt þekktu þennan þátt lífsstarfs hennar skilja betur, hve barátta hennar fyrir bættri aðstöðu slíkra sjúklinga var einfeeg og sprottin af djúpum skilningi og samúð á þeirra að- stæðum og vanda aðstandenda. Því var ekki að undra, þótt nokkurs sársauka gætti stund- um í garð þeirra, sem hlustuðu á þessí mál daufum eyrum. Landspítalinn naut starfs- krafta Þórunnar í áratugi og má með sanni segja, að hann eigi nú á bak að sjá einum sinna sterkustu stofna, sem báru hita og þunga dagsins á erfiðustu vaxtarárum stofnunarinnar. Hún þekkti því vel hvers þurfti með og í þágu spítalans og sjúklinganna var ekkert talið eftir, enda ótaldir þeir dagar og stundir, sem hún hljóp undir bagga, þegar fólk vantaði til starfa. Það hljóta ekki allir skilning eða viðurkenningu verka sinna meðan þeir eru mitt á meðal okkar. Mannlegt mat er heldur ekki ætið í samræmi við afköst og framlag. Margt mætti eflaust færá til betri vegar á sársauka- minni hátt, væri hlustað grannt eftir áliti reyndra starfsmanna og fátt hefði verið Þórunni til meiri gleði en sjá stefnubreyt- ingu á því sviði innan hjúkrun- armála. En ég hygg, að Þórunn hafi þó oft fundið, að leiðsögn hennar bar ávöxt, að henni tókst að beina ýmsum málum inn á heilbrigðari brautir, en þau annars hefðu farið og sum ir einstaklingar orðið betri menn fyrir tilstilli hennar. Laun þessa alls hlýtur hún þó fyrst og fremst hjá þeim, sem skilur betur hið bezta og verðmætasta í mannlegu eðli en við sem hérna dveljumst. Þótt söknuður sé sár á kveðjustundum, þá mun vor- hugur og von um betra líf vera efst í huga okkar vina Þórunn- ar, er leiðir skiljast um sinn — þannig minnumst við hennar í lífi og starfi. Solveig Jóhunnsdóttir. Viélagasjdður auglýsir Viðlagasjóður leysir til sín, ef menn óska, afborg- anir og vaxtagreiðslur af skuldum, sem fallið hafa í gjalddaga eftir 22. janúar 1973 og tryggðar eru með veði í fasteignum í Vestmannaeyjum. Greiðsl- ur þessar fara fram hjá Sparisjóði Vestmannaeyja í afgreiðslu Seðlabankans í Hafnarstræti og hjá Vestmannaeyjaútibúi Utvegsbanka Islands í Ut- vegsbankahúsinu í Reykjavík. Greiðslur þær, sem fallið hafa í gjalddaga á tímabilinu 22. janúar til 23. marz 1973, verða greiddar frá og með 23. marz 1973, en greiðslur, setn falla í gjalddaga eftir 23. marz 1973, verða greiddar út á gjalddaga. Skuldarar, sem óska eftir því að Viðlagasjóður ann- ist fyrir þá slíkar greiðslur eða umboðsmenn þeirra, skulu útfylla sérstök eyðublöð á ofangreindum greiðslustöðum áður en greiðsla fer fram. Reykjavík, 21. marz 1973. Stjórn Viðlagasjóðs. Verzlunarhúsnæði tíl leigu Tilboð óskast í leigu á 300 ferm. verzlunarplássi í austurborginni. TSlboð, merkt: „44 — 170“ leggist inn á afgr. Morg- unblaðsins fyrir 27. þ.m. Kauptilboð Tiiboð um kaupverð og skilmála óskast í húseignina nr. 61 við Grettisgöty hér í borg, sem er einnar hæðar timburhús með kjallara og risi, asamt tilheyrandi eignarlóð, eign db. Ólafs Þor- leifssonar og látinnar konu hans. Kauptilboðum sé skilað til undirritaðs skiptaráðanda eigi síðar en föstudaginn 6. apríl nk. og verða tilboð, sem berast og auð- kennd eru sem tilboð, opnuð á skiptafundi í dómsal þessa embaettis, þriðjudagirm 10. apríl nk. kl. 16:00. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 21. marz 1973. Sigurður M. Helgason. SlsIatalalaBlalalalsIslatalslalalsIsiIala Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðir, sem skemmdar eru eftir tjón: Fiat 125 P árgerð 1972, Ford Cortina árgerð 1971. Bifreiðarnar verða til sýnis að Dugguvogi 9—11, Kænuvogsmegin, í dag, Söstudag. Tilboðum sé skil- að í skrifstofu vora eigi síðar en mánudag 26. marz. SJÚVATRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS ? BIFREIÐADEILD — LAUGAVEGI 176, SÍMI 11700 E]E]E]E]E]B]E]E]E]B]E]a]E]E]^E]G]E]E]Q]Q] DRAUMUR í 7L STEREO Fjöldi manns á ekki aðra ósk heitari en að eignast vönduð hljómflutningstæki, t.d. útvarp með öllum hugsanlegum bylgjum, eða plötu- spilara, eða stereo magnara með fallegum há- tölurum, eða segulband (kasettu) sem hægt er að hafa í bíl, bát, tjaldi, eða fallegri hand- tösku, eða segulband í fallegum harðviðar- kassa sem sómir sér vél í stássstofunni og hefur ekta stereo hljóm og stereo upptöku. En vandinn var alltaf sá, hvað ætti að kaupa af öllum þessum tækjum, og hvar ætti að kaupa þau. VANDINN ER LEYSTUR. Hjá okkur getur þú séð ALLAR ÖSKIR þínar rætast. Við bendum á: STEREO-magnari 4-útvarp 2x35 watts á kr. 33.800. STEREO-magnara 2x25 watts á kr. 13.900 STEREO-heyrnartól frá kr. 695. Verzlunin Garöastræti 11 sími 20080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.