Morgunblaðið - 17.06.1973, Síða 12

Morgunblaðið - 17.06.1973, Síða 12
12 iviwrtvjoi JUiNi lif(ó I sumri og sól Það er jfaman að leika sér í marknetinu þegar veðrið er gott — sérstaklega af því að það má ekki. Honum ljzt ekki nógn vel á Reykjavik. Reykvíkingar voru kátir og glaðir í bragði s.l. fimmtu- dag, er Morgunblaðsmenn brugðu sér út í bæ i þeim til- gangi að ræða við vegfarend- ur. Sólin skein glatt, fuglarn- ir simgu sín fegurstu ljóð og ungarnir kvökuðu. Fyrstur á vegi okkar varð ungur herraimaður, sem sat á Arnarhölnum og sleikti sól- Skinið. Hann heitir Ragnar og er 16 ára gamall. Hefur hann í hyggju að stárfa sem messadremgur á Gullfossi í sumar. Við spurðum hainin hvernig honum litist á laind- helgismálið og piltur var ekki seinn að svara: „Auðvit- að vinnum við. Bretarnir gef- ast örugglega upp í vetur.“ Á Amarhólnum spókaði sig einnig í góða veðrinu maður að nafni Víglundur Kristjáns son, en hann rekur Húsmuna skálann á Klapparstig. Hann sagði okkur, að útlendingam ir væru mjög hrifnir af göml- um íslenzkum munum, þó sér staklega rokknum, en þvi mið ur væru þeir næstum ófáan- legir núna. Víglundur er ekk ert hrifinm af Bretanum um þessar mundir og segir hann að íslemdingar hafi hagað sér alveg rétt í landhelgismáiinu. Hann er því mótfallinn að ís lendtmgar semji við Breta meðan þeir eru fyrir innan Pétur er þungt hugsi. 50 milumar. Það sé hvort sem er ekki hægt að semja við Bretann og hafi aldrei ver- ið hægt, sérstaklega þegar smárífki eigi í hlut. Víglund- ur telur það algera hugsun- arvillu hjá Bretum að senda herskip á íslandsmið, og finnst honum furðulegt, að þeir skuli ekki enn vera bún ir að læra af gömium mistök- um. En Víglundur er bjart- sýnn og telur, að Islendingar fari með sigur af hólmi áður en lan-gt um líður. Næstur á vegi okkar vaxð Pétur Hoffmanm, en hann er Beykvikingum vel kimn- ur. Hann sat á kolli sínum, sem málaður er í íslenztou fánaiitunum, í miðju Austur- stræti og var að selja merki, umslög og minnispeniniga. Hann var kátur og glaður, eins og hans er von og vtísa og brosti blítt framan i veg- farendur. Harnn sagði okkur að salan hefði gengið heldur treglega í dag, og kvað hann ástæðuna vera þá, að fólk kærði sig lítið um að verzla á slíkum góðviðrisdegi og að það væri ekki enn búið að jafna sig eftir hvítasunnuna. Aninars sagði Pétur að salan genigi nokkuð vel, þegar hann væri hraustur, en gigt- in er fairin að segja til sin, „vöðvamir eru dýrkeyptir". Pétur hefur í hyggju að sitja í Austurstrætinu í sumar og seíja vöru sina. Sagði hann oktour að núna hefði hann t.d. til sölu frímerki, sem prentuð voru i tilef-ni síð ustu tungtferðar Bandarikj- anna og peninga, sem Prent- arafélagið hefði gefið út, og væri sá pemimgur einn sá fal legasti og frumlegasti, sem hann hefði augum litið. Hann Hann var ekki leiður að þurfa að sitja inni í góða veðrinu. Er bömin sáu ljósmyndarann settu þan upp sparibrosið eins og sjá má af þessari mynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.