Morgunblaðið - 17.06.1973, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNl 1973
23
Mirming:
Þorsteinn
Fæddiir 18. júní 1908
Dáinn 11. júní 1973
ÉG kveð góðan mann, sem lolkið
hiefur göngu sinni, síðasta áfang-
anum á lífsskeiði sinu.
Ég átti þvi láni að fagna að
kynnast Þorsteini. Oft kom hann
í vinnustoifu miina og áttum við
þá margar góðar viðræður um líf
ið og dauðann. Það var oft djúpt
á honum og tel ég að fáir hafi
komizt að kjarnanum í lífsskoð-
unum hans.
Eitt af því sem ég mat mest i
fari og skapgerð þessa stórl'ynda
manns var viðkvæmni hans og
góðhuigur til allra þeirra sem
máttu sín minnst og voru hjálp-
arvana.
Þorsteinn lét aldrei hátt yfir
því sem hann lét gott af sér leiða
öðrum til handa. Þar fetaði
hann í spor meistarans mikla,
enda alltaf reiðubúinn ti'l þess að
llíkna og græða sár þeirra, sem
áttu við erfiðleika eð stríða.
Ég þakka kynni min við Þor-
stein og óska honum góðrar ferð-
ar á leiðinni til hins dulda og
ónumda lands. Ég er þess full-
viss að með athöfnum Mfsins hef-
ur Þorsteinn unnið sér „þegn-
skap í ljóssins riki“.
Farðu heil'l yfir útsæinn mikla.
Ég þakka Þorsteini fyrir hönd
konu minnar alla þá hjálp og til-
litssemi sem hann veitti
henni og börnum hennar þegar
þörfin var mest og biðjum við
algóðan Guð að veita eftirlifandi
konu hans sálarstyrk og þrek við
fráfall maka síns.
Kveðja fjölskjddunnar Hátúni
11.
Eggert Guðmundsson.
(Mánudaginn 18. júní verður
Þorsteinn til moldar borinn).
ANNAN hvítasunnudaig andaðist
hér í borg Þorsteinn Jónsson
byggingamaður, eftir tiltölulega
stutta sjúkdómslegu. Þorsteinn
var vel þekktur hér vegna bygg-
ingaframkvæmda um áratuga
skeið og byggði hundruð ibúða
víðsvegar um borgina.
Hann var fæddur 18. júní 1998
að Reykjanesi í Ámeshreppi á
Ströndum og hefði því orðið
sextíu og fimm ára á morgun,
eða daginn sem hann verður
jarðsettur.
Foreldrar Þorsteins voru þau
hjónin að Reykjanesi Jón Jör-
undsson og kona hans Helga
Tómasdóttir. Jón var sonur Jör-
undar bónda á Hafnarhólmi á
Selströnd, Gíslasoanr hrepp-
stjóra í Bæ á Selströnd. Móðir
Jóns var Guðbjörg dóttir Jóns
prests að Söndum í Dýrafjarðar-
þingum, Sigurðssonar sýslu-
manns, Guðl'augssonar prests
Sveinssonar i Vatnsfirði. Helga
móðir Þorsteins var dóttir Tóm-
asar bónda á Brúará, Jónssonar
Vermundssonar, en þeir feðgar
bjuggu að Bassastöðum, en kona
Tómasar var Þóra Guðmunds-
dóttir bónda á Klúku í Bjamar-
firði, Guðmundssonar bónda í
Aratungu. Eins og sést á þessari
upptalningu var Þorsteinn
Strandamaður og Vestfirðingur
í ættir fram.
Þorsteinn naut ekki mikillar
menntunar í æsku, fremur en aðr
ir jafnaldrar, farkennarar komu
og fóru, svo að heimanámið var
látið duga, en það reyndist mörg
um æði drjúgt þegar á reyndi.
Strax í æsku fór Þorsteinn að
starfa að búi foreldra sinna, sem
var stórbú á þeirra tíma mæli-
kvarða, en fór snemma að hugsa
til sjálfstæðrar atvinnu, keypti
sér mótorbát og gerði út frá
Gjögri í nokkur sumur eða þar
til kreppan hrakti hann frá þess-
um sjáifstæða atvinnurekstri.
Hann seldi bát sinn og stundaði
síðan ’sjóm'ennsku frá Isafirði og
Reykjavík, bæði á mótorbátum
og togurum fram í striðsbyrjun
1939—’40. Á sumrum vann hann
við byggingaframkvæmdir víðs
vegar t.d. á Djúpavík og Hjalt-
J. Jónsson
eyri og fékk þá þegar áhuga fyr-
ir slíkum framkvæmdum.
Nokkru eftir stríðslok hóf hann
svo byggingaferil sinn hér í
Reykjavík, eins og áður segir, og
hélt þeirri starfsemi áfram til
hinztu stundar, í mismunandi
stórum stil þó. Þorsteinn kvænt-
iist eftirlifandi konu sinni, Eiínu
Jónatansdóttur 1946, og var
hjónaband þeirra mjög ham-
inguríkt.
Þorsteinn fékk fljótt það orð á
sig, við þessar framkvæmdir, að
vera áreiðanlegur og vandvirkur
húsbyggjandi, og vildi hann ekki
vamm sitt vita í þeim efnum.
Við sem blönduðum geði við
Þorstein, bæði á vinnustað og
einkalífi, fundum með honum
rikt skap sem hann þó tamdi
vel, áreiðanleik og heilindi. Ég
held að hann hafi ekki viljað gera
á hlut nokkurs manns, enda við-
mótsgóður, hlýr og sérstaklega
bóngóður, leituðu því margir að-
stoðar eða ráða hjá honum, og
fengu fl'estir einhverja úrlausn.
Það er ávallt eftirsjá að mönn-
um eins. og Þorsteini, athafna-
mönnum og vimnumönnum, sem
hugsa meir um hag annarra en
sjálfra sin, byggja upp íslenzkt
þjóðléf frá grunni, breyta moldar
kofum í stein- eða timburhús,
hreysum í híbý'li, það er m.ikið
sem eftir þessa menn liggur.
Þegar þessi ágæti drengur er
horfinn af sjónarsviðinu, er það
mikil eftirsjá, en góðar minning-
ar bæta þar nokkuð um, og við
sem eftir erum kveðjum hann og
þökkum fyrir ánægjulega sam-
fyligd og óskum honum allrar
blessunar. Far vel vinur.
S. J.
EFTIR fremur stutta en langa
legu lézt hann á Landspíbalan-
um að morgni 11. þ.m. Með Þor-
steinii J. Jónssyni er genginn
góður drengur og mikill starfs-
maður, mun hans sárt saifcnað
af eftirlifandi eiginfconu, ætt-
ingjum og vinum. Veik von
bærðist í brjóstum okkar uim að
Þorsteimin fengi bata og öðlaðist
fleiri tífdaga, en sláttumiaður-
inn mikli er óvæginn og ein-
ráður þegar stund hans er kom-
in að bregða ljánum.
— Eitt sinn slkai hver maður
deyja. Þetta er óyggjandi sann-
leikur sem engum er hulinn og
liklega það eina sem við vitum
með vissu um endalok liífs vors
hér á jörð. En hvað er dauð-
imm? Er hann endalok eða upp-
haf nýs lífs? Við þessari brenn-
andi spurnámgu fæst ekkert
óyggjandi svar, þar virðast vís-
indin standa á gati. Þeir einir
telja sig hafa svarið sem trúa
og treysta orðum Jesú Krists
er hann mælti. — Ég lifi og þér
miunuð lifa. í öruggri trú á
sannleiksgildi þessara orða
Krists fylgir kona hins látna
horuum í bæn yfir hafið mikla.
Þorsteinn Jafet Jónsson var
fæddur á Reykjamesi í Árnes-
hreppi, Strandasýslu, sonur
Jóms Jörundssonar og Helgu
Tómasdóttur konu hans. Jörumd-
ur afi Þorsteins var sonur Gísla
ríka frá Bæ og síðar á Hafnar-
hólimi, kona Jörundar, ammia
Þorstens var hin glæsilega
gáfufcona Guðrún Jónodóttir
prests Guðlaugssonar sýslu-
manns. Helga móðir Þorsteins
var af gáfu og dugnaðarfólki,
enda var hún skörungur mikill
og talin góð búíkona. Þau Helga
og Jón á Reykjanesi voru talin
merfc hjón og á margan hátt til
fyrirmyndar í sveit sinni,
greiðug og hjálpsöm við fátæka.
Þorsteinn var þvi grein af
góðum stofni, enda líkur um
margt forfeðrum sLn.um og
mæðrum. Hann var maður mik-
illar gerðar, skapstór, duglegur,
kjarkmikili og stefnufastur, í
fáum orðum sagt, heilsteypt
persóna, sem unn,i því einu er
hann áleit réttlátt og satt. En
enda þótt að sumum þætti Þor-
seimn harður í hom að taka
þegar svo bar undir, var hann
maður sátbfús og með afbrigð-
uim hjartgóður, vildi hvers
manns vanda leysa sem til hans
leituðu, enda munu þeir hafa
orðið margir um það er lauk
sem han-n hafði stutt við bakið
á, ým.ist með penimgahjálp eða
góðum ráðum. Er mér sagt af
kunnugum að þar hafi hann
fetað í fótspor foreldra sinna.
Þorsteinn óist upp í foreldra-
húsuim ásamt þrem systkinum
Jómi, Tómasi og Maríu, var Þor-
steinn þeinra yngstur. Snemma
bar á þvi að Þorstein dreymdi
stóra drauma og að bann vil'di
sýna í verki að honum var lítt
gefið um meðalmennskuma. Um
tvítugsaldur réðst hann í að
ka-upa mótorbát, sem hanm gerði
út í noklkur ár við erfiðar að-
stæður. Útgerðin gaf honum
reynslu en reyndist smátæk á
gróðann.
Það mun svo hafa verið árið
1931 að Þorsteinn kvaddi heima-
byggð s-ína og fluttist til
Reykjavíkur og réðst á togara
hjá Geir Thorsteinssyni frænda
sínum og var hann við það starf
í nofcfcur ár. Síðar keypti hann
verzlun hér í borgimni og rak
hana af dugnaði, en þetta voru
erfið ár á seimni hluta fjórða
áratugarims, kreppuárin sem við
eldri mennirnir nefnum. Það
leit því efcki út fyrir að draum-
ar Þorsteins ætluðu að rætast,
en hann var miaður með ódrep-
andi kjark og var óragur við
að tefla á tæpasta vaðið. Þegar
mér sýndust öll sund lokuð sá
Þorsteintn all'taf einhverja út-
gönguleið. — Þá er bara að
byrja á einhverju nýju, svaraði
hann svartsýni minni og brosti.
Og hann byrjaði á nýju verk-
efni og sigraði.
1 dag hygg ég að vart verði
svo gengið af kumnugum um
götur í vesturborgiinmi að hann
komi akki auga á hús, stór og
smá, sem Þorsteinm hefur byggt
eða látið byggja. Margar þess-
ara stóru glæsilegu byggimga
standa á lóðum, þar sem fyrir
voru kofaræksni ellimóð og úr
sér gengin.
Þótt Þorsteinn byggði lang-
samlega mest í vesturborgimni
fór þvi víðs fjarri að hann ein-
skorðaði sig við hama eina. Líta
má fallegar byggingar í aust-
borgimni er hanm byggði, svo og
nokikur hús í Kópavogi. í þessu
starfi var Þorsteinm kominm á
rétta hillu og við þetta starf
vann hanm af Mfi og sál. Um
þessa sbarfsemi Þorsteins mætti
skrifa heilia bók og hana ekki
óroerkilega, enda mun Þorsteins
lengi mLnnst í sambandi við
þessa uppbyggimgu í vestur-
borgimni. Verk Þorsteins bera
honum órækan vott um fagran
simekk og vandvirkni, enda vanm
hann sér álits og trausts hjá
ölluim þeim mörgu er við hann
síkiptu.
Árið 1946 kvomigaðist Þor-
steinn Eiínú dóttur Jónatans og
Sæunnar sem bjuggu að
Skeggjastöðum i Miðfirði. Elín
er hi.i mesta ágætiskona og
mikil og smekkvís húsmóðir,
enda bjó hún manni sínum fall-
egt heimili strax á fyrstu bú-
skaparárum þeirra hjónanna.
Hún hefur alltaf reynzt manni
síhtum traustur förunautur og
verið honum stoð og stytta og
gleðigjafi í blíðú og stríðú, enda
var hjónabamd þeirra eins og
bezt verður á kosið. Gott var
að sækja þau hjón heim, enda
orðlögð flyrir gestrisni og höfð-
ingsskap. Ekki var Þorsbeinm
iiangskólagenginn, en mikilll bóka
roaður og lætur nú eftir sig
mikið og verðmætt bóksafn.
Eklki varð þeim lijónum
barna auðið, en ungur piltur ber
nafn Þorsteins og umg og falleg
stúlika ber nafn Efinar og hafa
þau hjónin haft mikið dá-
læti á þeim og reynzt þeim
sem beztu foreldrar enda
bæði með aíbrigðum bamgóð,
Með fátæklegum orðum þakka
ég Þorsteind hvemig hann
reyndist börnum oklkar Mariu
sysitur sinnar og kveðja þau
hann nú með þökik og sárum
sölknuði, minmiingin um hamn
góða frænda mun verða greypt
í hugi þeirra um ókomin ár.
Þrátt fyrir llöng og náin kymni
var mér aldrei ljóst hvort Þor-
steinn mágur minn var mikill
trúmaður, enda laus við að flíka
með tilfimmingar sínar eða siím
einkamál. Það þykist ég þó
mega fullyrða, að hann hafi vilj-
að sína trú sína í verki og
breyta eftir boði Krista um að
— það sem þér vilijið að aðrir
geri yður það Skuluð þér og
þeim gjöra. Ég held að þeir sem
til þekkja geti orðið sammála
um að í þessari trú hiafi hanm
verið heill og óskiptur.
Veikindum símum og dauða-
stríði txóik Þorsteinn eins og
hetju sæmir, ekki eitt æðruorð,
enda þót't honum væri fuUljóst
að hverju stefndi.
Meðan ég er að skrifa þessar
fátæklegu línur setur að mér
einsemd er mér verður það
ljóst, að ég er að kveðja þenn-
an trausta vin minn hinztu
kveðju og mér verður á að
spyrja út í tómið: Hvers vegna
bann, sem enm var á góðum
aldri, sterkbyggður og fram til
síðustu mánaða fuliur af starfs-
iöngun. Við þessari spurningu
íæ ég vitanltega ekkert svar, en
mér verður ljós hinn sári sökm-
uður El'ínar er hún fýlgir ást-
ríkum eigmmanni sínum til
hinztu hvílu. Sjálfur er ég mátt-
vana, en ég bið almáttugan Guð
að styðja hama og styirkja, bið
hann að leiða hana til æviloka
í ljósi minminganna um góðan
og traustan ástvin, sem vildi fá
að balda í hönd hennar alla
daga unz öfllu væri lokið. í
erfiðu dauðastríði Þorsteins
sýndi Eiín enn einu sinmi hver
hún er og hvað húm var manni
sínuim.
Kæra Elín miín við hjónin
sendum þér kærar og hugheilar
samúðarfcveðjur. Ég veit að þú
trúir því, að
Þótt Mkaminn sé liðinn nár
Mfir sálin eftir.
í þeirri trúarvissu kveðjum
við hinn kæra vin ofcíkar.
Jakob Jónasson.
ÞORSTEINN Jafet Jónssom,
framkv.stj. andaðist í Landspít-
alanum að morgni 11. þ.m. eftir
stutta en þunga legu. Hann var
fæddur á Reykjanesi á Strönd-
um 18. júnií 1908, og hefði því
orðið 65 ára á morgun er við
kveðjumhann hinztu kveðju. Svo
stutt var ævi þessa góða drengs,
en að sama skapi athafnasöm. Á
öll'um tímum í sögu, Mfi og starfi
hefur hin íslenzka þjóð átt þvi
láni að fagna að eiga starfsama,
dugandi framfaramenn, er með
duignaði sinum, hæf'Oeikum og
óþrjótandi vimnu, hafa hafið sig
úr fátækt og erfiðleikum, til þess
að verða velmegandi forystu-
menn í þjóðlifinu.
Slíkir menn eru hornsteinar
hvers þjóðfélags. Hvort heldur
atorka þeirra kemur fram í bók-
menntum, listum, vísindum eða
viðskiptum eru þeir jafn nauð-
synl'egir og kærkomnir til áfram
haldandi þróunar vaxandi þjóð.
Einn af þessum dugmiklu at-
hafnamörmuim okkar samtiðar
var Þorsteinn Jafet Jónsson,
framkv.stj., er nú er horfinn af
sjónarsviði okkar daglega lifs,
tiltölulega ungur að árum. Um
hann hefur ekki alltaf lei'kið þýð-
ur vorblær áhyggjuleysisins, er
hann fór ungur að heiman í
atvinnuleit. Taka vafð hverja þá
vinnu er að höndum bar, enda
voru hér krepputlmar eins og
flestir eldri menn muna. Þor-
steinn Jónsson var sarnt ótrauð-
ur í leit sinni og vann bæði á sjó
og landi eftir því sem verkast
vildi. Hann var heill í starfi,
traustur og áreiðanletgur. Þessir
eiginleikar skópu honum þanm
rótfasta grundvöll, er átti síðan
þátt í frama hans og velgengni,
er hann sjálfur hóf sinn fram-
kvæmdaferil í byggingamálum
borgarinnar, en þau störf vanm
hann um tuttugu ára ske'.ð með
miklum myndarbrag.
Þorsteinn Jónsson gat með
ánægju litið yfir farinn veg -og
séð hinn glæsilega áranigur
verka sinna. Þau blasa við í ný-
byggingum borgarinnar, talandi
tákn um stórhug og dugnað
þessa mæta manns. Hann hóf sig
fram í fremstu raðir athafnaiífs-
ins.
Á slíkum athafna- og um-
brotatímum eins og hér hafa
verið, er gott að eiga trausta,
hagsýna huigsjónamenn, er rasa
ekki um ráð fram, en byggja
með festu og öryggi grundvallar-
stoðir heil'briigðs þjóðfélags.
Þeim á þjóðin að þakka mikil og
vel uinnin störf. Þeim á þjóðin að
þakka þá árvekni, er nytsöm er
sérhverju þjóðfélagi, er með
drengskap og djörfung vill
byggja upp slnn eigin hag. Nú
seinni árin, er Þorsteinn fór með
sin fjölbreyttu framkv. störf, er
með ári hverju urðu æ erfiðari
sökum verðbóigunnar í landinu
og síhækkandi byggingarvísitölu
ásamt versnandi fyrirgreiðslu á
alian hátt, fannst honum sem
von var, lítils metin öll sú barátta,
er hann og aðrir höfðu staðið í,
fyrir stórbættum húsakosti borg
arinnar, borgurunum sjálfum til
handa.
Þorsteinn Jónsson var mjög
hjálplegur öllum þeim, er til hans
leituðu t.d. í húsnæðismál'um.
Greidd: hann götu þeirra sem
bezt hann mátti og var ekki
ánægður fyrr en allt var komið í
góða höfn.
Þorsteinn kvæntist Elínu
Jónatansdóttur frá Skeggjastöð-
um í Miðf'rði. Var hjónaband
þeirra með ágætum alla tið.
Heimiii þeirra á Vesturgötu 42
ber því giöggt vitni, að þar hafa
samhentar hendur unnið saman.
Um leið og ég kveð Þorstein
Jónsson h'nztu kveðju, vil ég
þakka honum alia vináttu hans
um mörg ár. Ég bið góðan Guð
að styrkja konu hans og gefa
henni þrek í þessari miklu song.
Þorst. Halldórsson.
366
atvinnu-
lausir
NÝLEGA hafa borizt tölur frá
Félagsmálaráðuneytinu um
fjöida atvinnulausra, þann 31.
maí, 1973. 1 kaupstöðum voru
alls 280 atvinnuilausir og hafði
fjöligað úr 171 frá 30. apríl. Flest
ir voru atvinnulausir í Reykjavík
eða 133 og hafðl fjöigað um 104
frá apríllokum. 1 kauptúnum með
1000 íbúa var aðeins 1 maður at
vinnulaus og hafði atvinnuleys-
ingjum fækkað um 9. Þessi einl
atvinnuleysingi var í Stykkis-
hólmi. 1 kauptúnum með færrl
en 1000 íbúa voru atvinnulausiir
85 og hafði fækkað nokkuð. —
Flestir voru atvinnulausir á Hofs
ósi. Á öllu landinu voru þvi 366
atvinnulausir og hafði atvinnu-
leysingjum fjölgað úr 290, eða
um 76 manms.
SKILTI A GRAFREITI
OG KROSSA.
Flosprent s.f. Nýlendugötu 14
sími 16480.