Morgunblaðið - 02.10.1973, Side 4

Morgunblaðið - 02.10.1973, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973. & 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 STAKSTEINAR Lúðvík og Magnús Þótt þeir Lúðvfk Jósepsson og Magnús Kjartansson séu einlægir bandamenn, þegar þeir eru að þjarma að samráð- herrum sinum, einkum fram- sóknarráðherrunum, fer víðs fjarri, að eining andans riki, þegar þeir eiga I viðskiptum hvor við annan. Sannleikurinn er sá, að báðir vilja þeir vera höfuð kommúnistaflokksins og öfundast mjög hvor út I annan. Svo langt gekk þetta raunar, að þeir urðu að finna mein- leysingja til að vera formaður Alþýðubandalagsins, þvf að hvorugur gat unnt hinum þess. I deilum þeirra Magnúsar og Lúðvíks er sá sfðarnefndi frakkari, en hinn fyrrnefndi lúmskari. Magnús Kjartansson hafði um það mörg fögur orð, er hann varð iðnaðarráðherra, að hann hygðist stuðla að þvf, að fslenzk skipasmíði yrði stórefld, og áherzla yrði á það lögð, að fiski- skipafloti landsmanna yrði endurnýjaður fyrst og fremst með innlendri skipasmíði. En Lúðvík var ekkert á þeim buxunum að láta kollega sinn slá sér upp á þvf máli, og þess vegna beitti hann sér fyrir því, að nýju skuttogararnir væru allir, að einum undanskildum smíðaðir erlendis. Bar vel i veiði Magnús Kjartansson hefur lengi sætt færis til að hefna sfn á Lúðvfk, og nú bar vel í veiði. Lúðvfk var þúsund kílómetra f burtu, Iengst suður í Afrfku, að bjarga fjármálum heimsins, og þá greip Magnús tækifærið til að halda mikla ræðu á fundi Landssambands iðnaðarmanna. Og þar bar hann fram þá hug- mynd, að verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins yrði ekki ein- göngu notaður til að draga úr sveiflum f þeirri atvinnugrein, heldur skyldi iðnaðurinn og njóta góðs af fjármagni þessa sjóðs. Auðvitað vissi hann fyrirfram, að allir aðilar sjávarútvegsins, sjómenn, útgerðarmenn og fiskframleið- endur, mundu snúast öndverðir gegn þvf, að þessi sjóður, sem þeir telja sfna eign, yrði skertur f þágu annarra atvinnu- greina. Honum var fullljóst, að þetta mundi skapa Lúðvfk Jósepssyni erfiðleika og vera f algjörri andstöðu við vilja hans. En samt sem áður — eða öllu heldur einmitt þess vegna — greip hann tækifærið, þegar Lúðvfk var vfðs fjarri til að koma þessari hugmynd á fram- færi. Auðvitað snerust allir aðilar sjávarútvegsins öndverðir gegn þessari hugmynd. En hins veg- ar hefur Lúðvfk Jósepsson ekkert tækifæri haft til að láta frá sér heyra. Það getur hann ekki fyrr en eftir nokkra daga. En gaman verður að vita, hvað hann segir þá tel. 14444 • 255551 „„ 'ii, BlLALEIGA car rentalI AVtS SIMI 24460 & BILALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL CAK.IHNTU.. Hverfisgöto 181 86060 ^SENDU^ HÓPFERDIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 far- þega bílar. KJARTAN INGIMARSSON, sími 86155 og 32716. SKODA EYÐIR MINNA. Shodo LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. spurt og svarað Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS unblaðsins. ÞARFASTI ÞJÓNNINN A ÞJOÐHATlÐ 1974 Þórdfs Jónsdóttir, Brekkugerði 12, spyr: Verða ekki neinar hesta- sýningar f sambandi við þjóð- hátíð 1974? Hesturinn hefur löngum verið þarfasti þjónn- inn. Markús Örn Antonsson, vara- formaður þjóðhátíðarnefndar 1974 í Reykjavfk, svarar: Meðal þess, sem er í undir- búningi hjá þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur 1974, er að ef na til dýrasýningar, en ekki er endan- lega ákveðið, með hverjum hætti það yrði. Til dæmis hefur verið talað um að halda íslenzka húsdýrasýningu. Jafnframt gerir nefndin ráð fyrir, að hin ýmsu félagasamtök standi fyrir einhvers konar hátíðarhaldi þjóðhátíðarárið, t.d. með sýningum. Því væri ekki ósennilegt, að hesta- mannafélögin efndu til ein- hvers konar hátíðarhalds með hestinn. DÁNARBÆTUR sjömanna Henry Kristjánsson, Sléttu- hrauni 21. Hafnarfirði, spyr: Um áramótin var sett reglu- gerð eða lög um að sjómaður sem færist væri tryggður fyrir eina milljón króna. Er það rétt, að þessir peningar eigi að fara til barnanna og þá inn á bók, sem þau mega ekki hreyfa fyrr en 16 ára gömul? Fær eigin- konan ekki nema smáupphæð til að lifa af og sjá fyrir börnun- um? K. Guðmundur Guðmunds- son, forstjóri Islenzkrar endurtryggingar, svarar: Ekkert ákvæði er um slíkt í lögunum. Hins vegar eru þau ónákvæmnislega orðuð og deila má um, hvernig megi túlka þau varðandi skiptingu bótanna. Við vátryggjendur reynum að koma fénu til skiptaráðenda hverju sinni og látum þeim það eftir að úrskurða um skiptingu fjárins. Hvað veiztu Gilbert O’SulIivan? Spurningu þessari getur þú, lesandi góður, reynt að svara, því að fréttaritari Poppkorns datt niður á skemmtilegan spurningaþátt um hetjuna sjálfa í brezku poppblaði. Þetta er krossapróf; þ. e. gefin eru þrjú möguleg svör við hverri spurningu. Svörin eru birt í aftasta dálki og einnig stutt einkunnagjöf. 1. Þegar Gilbert var að reyna að vekja á sér athygli, sendi hann út um allt myndir af sér í gervi þekkts leikara frá gamalli tíð: a. Groucho Marx b. Charlie Chaplin c. Stan Laurel (sá mjói í Gög og Gol(lke). 2. Gordon Mills, umboðsmað- ur Gilberts, er umboðsmað- ur annarrar stórstjörnu: a. Cliff Richard b. Gary Glitter c. Tom Jones 3. Gilbert á annað tómstunda- áhugamál en að semj a Iög: a. Garðrækt b. Að horfa á sjónvarp c. Lestur 4. Gilbert samdi lagið „Clair“ til dóttur: a. Nágrannans b. Plötusnúðs c. Umboðsmanns sfns 5. Hver hefur haft mest tón- listarleg áhrif á Gilbert? a. Lennon og McCartney b. Cole Porter c. Cook & Greenway 6. Matarræði Gilberts snýst einkum um: a. Hunang b. Steikur c. Egg 7. Hvað telur Gilbert versta skapgerðareinkenni sitt? a. Umburðarleysi b. Leti c. Eigingirni 8. Hvers konar stúlku kýs hann helzt að umgangast? a. Stúlku með kfmnigáfu b. Stúlku, sem er hlédræg og feimin c. Stúlku, sem er mjögvelgef- in 9. Þótt Gilbert græði á tá og fingri, takmarkar hann vikueyðsluna við: a. Tíu pund b. 25 pund c. 43 pund 10. Hvenær sólarhringsins semur Gilbert lög sín? a. Um tíuleytið á morgnana b. I nokkra tíma frá fjögur á daginn c. A nóttunni (frá klukkan eitt) Svör: 1. Chaplin. 2. Tom Jones. 3. Sjónvarpsskoðun. 4. Dóttir umboðsmannsins. 5. Cole Porter. 6. Egg, egg og meiri egg. 7. Eigingirni — stundum. 8. Hlédrægogfeimin. 9. Tíu pund. 10. A nóttunni. Einkunnir: 5 eða lægra: Ekkert sérstakt, en kannski vart hægt að krefj- ast meira af Islendingum. 6—8. Prýðileg frammistaða. Þú veizt greinilega margt um Gilbert. 9—10: Annaðhvort ert þú i hópi hörðustu aðdáenda Gil- berts — eða þú hefur svindlað og kíkt á svörin!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.