Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973. GRfcKT / TME.TOWER WILL BE DELIGHTED 70 LEARN THAT A ITUDcNT PlLOT 15...I WONDER HOW THIS RADIO WORKS? I'M AFRAID MR.BGLD CAN'T HELP yOU/HEIDl HE'S STILL IN dreamland/ . ...I THINK I'M SUPPOSEDTÖ 5AY50METHINS SILLV tiKE MAyDAy..MAyDAy'...3UT 4 MA^BE THEy'LL SETTLE . 1 FOR A FRANTIC SCREAM / 'V Al/IIWlliats Gloria Steinem Ms Ms heitir kvennablað eitt, sem nýlega hóf göngu sína í Banda- ríkjunum. Nafnið er þannig til komið, að blandað er saman tveimur titlum miss og mrs, eða fröken og frú. Nafnið eitt segir talsvert um stefnu blaðsins i kvenréttindamálum. Aðalritstjórar blaðsins eru Gloria Steinem og Patricia Carbine. Gloria hefur haft sig mjög í frammi undanfarin ár I kvenréttindabaráttunni í Banda- rikjunum, og reyndar víða um heim. Patricia var áður ritstjóri McCall, sem er eitt víðlesnasta kvennablað í Bandaríkjunum, en efni þess hefur átt að vera við hæfi hinnar venjulegu amerísku konu. r : Fi’Av Patricia Carbine Efni Ms er frábrugðið efni hinna hefðbundnu kvennablaða. Það er ekki tízkublað, i því eru engar mataruppskriftir, engir megrunarkúrar eða fegrunarráð- leggingar. Þegar minnzt er á snyrtivörur og fegrunarlyf í Ms er það helzt til að vara konur víð skaðsemi þeirra. Ms f jallar aðallega um hlutverk konunnar, launajafnrétti kynj- anna, frjálsar fóstureyðingar og annað, sem ætla má, að kvenrétt- indakonur nútímans hafi helzt áhuga á. Lesendum fer stöðugt f jölgandi, að sögn blaðsins, og eru nú um hálf milljón. Þessi mynd var tekin í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna s.l. mánudag af Triciu Cox, dóttur Nixons forseta, og hinum nýja utanríkisráðherra Bandarikj- anna, Henry Kissinger. Sama dag flutti Kissinger jóm- frúræðu sína á Allsherjarþingi S.Þ. Meðal annarra mála, er Kissinger drap á við þetta tæki- færi var, að Bandaríkin vildu ekki hafa áhrif á innanríkismál annarra þjóða. * HÆTTA Á NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams Við erum að nálgast flugvöllinn mamma. Hvernig er Arch? Ég er hrædd um að hann geti ekki hjálpað þér, hann er enn I drauma- landi. (2 mynd) Það er ffnt, turninn verður alveg himinlifandi yfir að vita að flugnemi .. . skyldi þessi talstöð virka? (3 mynd) Ég held að ég eigi að segja eitthvað kjánalegt eins og Mayday, Mayday, en ég er að velta því fyrir mér hvort þeir myndu láta sér nægja æðisgengið neyðaróp. HA?. WE'RE GETTINS CLOSETO THE AIRPORT, MOTHER...HCWS ARCH ? fclk 1 ,>*!V \(*% fréttum MJ L J Mick og Bianca Jagger. Stundum er sagt, að fólk sé ann- að tveggja, morgunhanar eða nátthrafnar. Morgunhanarnir fara snemma að sofa og fara á fætur fyrir allar aldir, en nátt- hrafnarnir drolla fram eftir allri nóttu og gengur illa að komast til meðvitundar á morgnana. Morgunhanarnir tala oft um nátthrafna með fyrirlitningu, og finnst háttalag þeirra bera vott um slóðaskap og leti. En innst inni eru þeir bara öfundsjúkir, vegna þess að þá grunar, að nátt- hrafnarnir lifi meira spennandi lífi en þeir sjálfir. Ekkert bendir til þess, að það sé hollara að vera morgunhani sé þess gætt að hafa reglu á svefn- tímanum, hvort sem betra þykir að fara snemma á fætur og snemma að sofa, eða öfugt Annars þarf fólk auðvitað að sofa misjafnlega mikið. Rudolf Nurejev, balletdansarinn frægi, ku yfirleitt ekki fara að sofa fyrr en um fjögurleytið á morgnana, en fer samt á fætur kl 10 fyrir hádegi. Frank Sinatra fer seint að sofa og seint á fætur, Duke Ellington liður beinlínis illa i dagsbirtu og Mick Jagger og Bianca kona hans eru úti að flækjast allar nætur og sofa svo á daginn. Af þessu má sjá, að vel er hægt að lifa góðu lífi þótt það gangi ekki vel að komast I rúmið á kvöldin og úr þvi á morgnana. Katherine Hepburn, kvik- myndaleikkona, nú langt komin yfir sextugt, hefur góða kímni- gáfu og heldur því fram að gott skap sé nauðsynlegt þegar fólk hittist. Það var hennar hugmynd að láta taka mynd af sér meðal hilluskrauts sem er í tenglsum við kvikmyndina, sem hún leikur í um þessar mundir — Delicate Balance — eða Ótrygg er ögur- stundin eftir Edward Albee. A myndinni eru, talið frá vinstri: Zsa Zsa, Magde, Eva og Frank Jameson, en hann er að sjálfsögðu auðugur kaupsýslumaður. Þær gömlu góðu Gaborsystur eru ekki aldeilis af baki dottnar. Þessi mynd er frá brúðkaupi Evu Gabor og Franks nokkurs Jamesonar, sem haldið var í Claremont í september s.l. Kaliforníu 21. Systurnar eru af ungversku bergi brotnar og gerðu mikla lukku um allar trissur hér i eina tíð. Þær eru allar marggiftar, þannig að ekki er brullaup þetta neinn einstæður atburður í fjöl- skyldunni. Jack Hawkins, leikarinn frægi, sem lézt í júlímánuði s.I. af krabbameini í hálsi, sextíu og tveggja ára að aldri, lét ekki eftir sig annað af jarðneskum verð- mætum en hús sitt í South Kensington-hverfinu í Lundúnum. Nýlega sagði ekkja hans, Doreen Hawkins, að sjálf- sagt hefðu flestir búizt við því, að Jack léti eftir sig ógrynni fjár, þar sem hann hefði átt slíum vin- sældum að fagna um ævina og haft góðar tekjur af leik sínum. Sú hefði þó ekki orðið raunin, þar sem skattar brezkra leikara væru gífurlega háir, eða allt að 2/3 af tekjum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.