Morgunblaðið - 02.10.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 02.10.1973, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 1973. 31 jÞltlÍTTAFREITIR MOItCUlLAOSIi Leeds heldur sínu stríki Orslitin í ensku 1. deildinni urðu nokkuð á aðra lund en við hafði verið búizt og hætt er við, að jafnvel hinir getspökustu f get- raununum verði með fáa rétta að þessu sinni. Leeds heldur enn öruggri forystu sinni á toppi deildarinnar og á laugardaginn voru það leikmenn Norwich sem máttu þola tap gegn Leeds. Leeds er nú eina liðið í 1. deildinni sem ekki hefur tapað leik í deilda- keppninni, þvf Leicester, sem einnig var án taps tapaði sinum fyrsta leik á móti Coventry. tlrslit f leikjum helgarinnar urðu sem hér segir: Birmingham — Ipswich 0—3 Burnley — Manch. City 3—0 Chelsea Wolves 2—2 Everton —Arsenal 1—0 Leicester — Coventry 0—2 Manch. United — Liverpool 0—0 Newcastle—QPR 2—3 Nowich—Leeds 0—1 SoTithamton — Sheffield Utd. 3—0 Tottenham — Derby 1—0 Stoke — West Ham 2—0 Það var Johny Giles sem kom Leeds af stað í leiknum á móti Norwich strax á 12. mínútu, og áttu áhorfendur von á fleiri mörk- um í kjölfarið. Svo fór þó ekki, mark Giles varð eina mark leiks- ins og mátti Leeds þakka fyrir bæði stigin. Á laugardaginn kom að því, að Leicester tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu, það var á heimavelli á móti Coventry. Leik- urinn endaði 2—0 og skoruðu þeir Brian Alderson og nýliðinn Les Cartwright mörkin. Coventry er nú i öðru sæti deildarinnar með 14 stig, þremur stigum minna en Leeds. Sá leikur, sem dró að sér flesta áhorfendur á laugardaginn var leikur Manchester United og Liverpool, en alls fylgdust 54 þús- und áhorfendur með leiknum. Viðureign liðanna varð þó ekkí eins skemmtileg og við hefði mátt búast, ekkert mark var skorað, hins vegar gerði hellirigningu meðan leikurinn stóð yfir svo áhorfendur voru gegnkaldir, blautir og leiðir er þeir yfirgáfu leikvanginn. Burnley er nú í þriðja sæti 1. deildar og á laugardaginn vann liðið sannfærandi sigur gegn Manchester City, 3—0. Paul Fletcher átti góðan dag með Burnley, skoraði tvö mörk og átti þáttíþvíþriðja, sem Dobson skor- aði. Fyrstu mínútur leiks QPR og Newcastle voru afdrifaríkar fyrir Newcastle, en þá tókst QPR að skora tvivegis, fyrst Dave Thomas og síðan Gerry Francis. Leið svo og beið og mörkin virtust ekki ætla að verðafleir, meira að segja landsliðskandidatinn Malcolm MacDonald misnotaði vítaspyrnu fyrir Newcastle. En er 10 mínútur Enska knatt- spyrnan voru til loka skoraði Mick Leach þriðja mark QPR og sigur liðsins var gulltryggður. Það kom ekki í veg fyrir sigur QPR þó að John Tudor skoraði tvivegis fyrir New- castle sfðustu mínútur leiksins. I leik Úlfanna og Chelsea var fyrri hálfleikurinn án marka, en á 50. og 58. minútu skoraði skozki landsliðsmaðurinn Jim MacCalliog góð mörk fyrir Úlf- anna og breytti stöðunni skyndi- lega í 2—0. Þar með var leikurinn þó ekki á enda því Bill Garner og Peter Osgood áttu eftir að skora fyrir Chelseaog jafna leikinn. Tottenham sigraði i fyrsta skipti á heimavelli á þessu keppnistímabili á laugardaginn og sá sigur vannst á kostnað Derby. Ralph Coates skoraði mark „Sporanna“ á 26. mínútu leiksins. Everton sigraði Arsenal á laug- ardaginn með einu marki gegn engu og var markið skorað af bak- verðinum John McLaughlin, sem ekki hafði áður skorað mark í deildakeppninni — kærkomið mark það. Eftir að Bobby Stokes hafði skorað fyrir Southampton á 27. mínútu leiksins á móti Sheffield United var ekki spurning um hvort liðið sigraði, heldur hve stór sigur Southampton yrði. Gil- christ og Mike Channon skoruðu tvö mörk í viðbót og endaði leik- urinn því 3—0. Mark Channons var 100. markið hans fyrir „Dýr- lingana." Botnliðin West Ham og Birmingham töpuðu bæði á laugardaginn, West Ham 0—2 fyrir Stoke og Birmingham 0—3 fyrir Ipswich. Mörk Stoke skor- uðu Goodwin og Hurst, en mörk Ipswich þeir Lambert, HaThilton og Harper, öll í siðari hálfleikn- um. I annarri deild urðu úrslit með- al annars þau að Notts County vann Aston Villa 2—0 og Sheffield Wednesday burstaði Crystal Palace 4—0. I Skotlandi gerðust þau undur, að Rangers tapaði á heimavelli fyrir Hearts, 0—3 urðu úrslitin þar. Celtic mátti einnig þola tap, 1—2 á móti St. Johnstone. Hibernian vann hins vegar góðan sigur, 4—2 gegn Ayr United, en annað kvöld fáum við að sjá Hibs á Laugardalsvellinum. Arsþing KKI — Hólmsteinn hættir Akveðið hefur verið að Ársþing Körfuknattleikssambandsins verði haldið í lok október. Núver- andi formaður KKl, Hómsteinn Sigurðsson, hefur lýst þvi yfir, að hann gefi ekki kost á sér til end- urkjörs. Ármann vann KR Keppni meistaraflokks kvenna í Reykjavíkurmótinu í hand- knattleik hófst á laugardaginn og fór þá fram einn leikur. Armann vann með 11 mörkum gegn 8, i hálfleik var staðan 7:3. ÍBK — Hibernian: 50. Evrópuleikur Skotanna Islandsmeistarar IBK og skozka liðið Hibernian leika á laugar- dalsvellinum annað kvöld og er leikurinn seinni viðureign lið- anna f UEFA-keppninni. Fyrri leikurinn fór fram í Edinborg 19. september og unnu Skotarnir þá með tveimur mörkum gegn engu. Ætla verður að Keflavfkurliðið eígi talsverða möguleika f leikn- um annað kvöld og geti jafnvel komizt áfram í keppninni. For- ráðamenn skozka liðsins voru greinilega á þessari skoðun er þeir buðu Keflvfkingum háa fjár- upphæð ef þeir vildu leika báða leikina ytra. Því boði höfnuðu þeir iBK-menn þó og treystu f staðinn á íslenzka áhorfendur, sem f seinni tíð virðast þó tæpast traustsins verðir, samanber, að aðeins sáu 2700 manns leik IBV og Borussia Mönchengladbach, en þó er Borussia eitt sterkasta félagslið í Evrópu. Hibernian er eitt af elztu knatt- spynufélögum í Skotlandi og eftir tvö ár á félagið aldarafmæli. Hibs hefur átt velgengni að fagna und- anfarin ár, og síðastliðin niu ár hefur liðið verið meðal bátttak- enda í hinum ýmsu Evrópukeppn- um. Þar hefur liðinu yfirleitt gengið vel og í fyrra sigraði það t. d. hið þekkta lið Sporting Lisbon með sjö mörkum gegn einu í Evrópukeppni bikarmeistara. Hibernian hafa orðið skozkir meistarar fjórum sinnum og jafn oft hefur liðið lent í öðru sæti. Skozka bikarinn hafa Hibs unnið tvívegis og einu sinni skozka deildabikarinn. Byrjun keppnis- tímabilsins að þessu sinni er ekki eins góð og oft áður og liðið hefur jafnvel tapað fyrir lakari liðunum í deildinni. Hins vegar gekk Hibernian mjög vel áður en deildakeppnin byrjaði og sigraði þá bæði Celtic og Rangers — þá tvo stóru í Skotlandi. Hibs er talið eitt skemmtileg- asta lið Skotlands og skorar mikið af mörkum. Leikurinn við IBK annað kvöld verður fimmtugasti leikur Hibs í Evrópukeppni og það er eftirtektarvert, að fá lið hafa náð betri árangri á heima- velli í Evrópukeppni en einmitt Hibernian. Af 24 heimaleikjum félagsins hefur það unnið 17 og gert 4 jafntefli. Frægastur leikmanna Hibern- ian er sennilega Alan Gordon, en hann var kosinn leikmaður ársins í Skotlandi siðasta keppnistíma- bil. Gordon skorar mikið af mörk- um og hefur verið valinn í heims- lið. Erich Schadler og John Black: ley voru báðir í skozka landsliðs- hópnum, sem tryggði Skotlandi rétt til úrslitakeppni HM í knatt- spyrnu í fyrsta sinn í 16 ár. Fleiri fræga kappa mætti nefna úr röðum leikmanna Hiberian, en það verður ekki gert hér, fólki hins vegar bent á að Hiberian mætir með sitt sterkasta lið á Laugardalsvellinum á morgun og hefst leikur IBK og Hibs klukkan 17.15. Forsala er þegar hafin í Keflavík í verzluninni Sportvík og í Reykjavík hefst hún í dag. LOGFRÆDIWÓMSTA - FASTEIGMSALA Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa til 1 5. okt. n.k. STEFAN HIRST, hdl. Borgartúni 29. Sími 22320. Hafskip Skip vor munu lesta er- lendis á næstunni sem hér segir: HAMBORG ,,Selá" 5. október *** „Rangá" 17. — „Selá" 26. — *** AIMTWERPEN „Selá" 8. október *** „Rangá" 1 5. — „Selá" 29. — ... FREDRIKSTAD „Langá" 10. október „Langá" 24 — GAUTABORG „Langá" 9. október „Langá" 23. — KAUPMANNAHÖFN „Langá" 8. október „Laxá" 8. — * „Langá" 22. — GDYNIA/GDANSK „Laxá" 10. október ** Viðkoma á 3—4 vikna fresti. GOOLE v/Humber „Laxá" 25. október. Viðkoma á 3 — 4 vikna fresti. Skipin losa öll í Reykjavík. Aðrar losunarhafnir: *' Akureyri og Húsavík. *** ísafj., Akureyri og Húsa- vík. Háð breytingum án fyrirvara. Geymið auglýsinguna. HAFSKIP H.F. mafnarhúsinu reykjavik SIMNEFNI: HAFSKIP SIMI 21160 VANDERVELL Vélalegur BENSÍNVÉLAR Austin Bedford Vauxhall Volvo Volga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus12M,17M, 20M Renault, flestar gerðir. Rover Singer Hillman Simca Skoda, flestar gerðir Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 600, 680 Land Rover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader 4, 6 cyl. Ford D 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis Þ.Jónsson&Co Skeifan 17 — Simi84515. ^Falleqt útlit í eitt /kipti fyrir öll ESSEM þakál ESSEM Lakkpanel veggklæðning úr áli. Veðrast ekki, ryðgar ekki, traust, hagkvæmt og auðvelt i uppsetningu. Fáanlegt í tízkulitum. Aðalumboð EVRÖPUVIÐSKIPTI H.F. SOLUSTAÐUR: VERZLANASAMBANDIÐ h.f. SKIPHOLT 37 - SÍMI 3856D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.