Morgunblaðið - 21.10.1973, Page 17

Morgunblaðið - 21.10.1973, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1973 17 Jóhann Hjálmarsson: Fulltrúi epískrar sagnalistar Þeir sem halda að epíska skáld- sagan sé dauð, fara villur vegar. Að minnsta kosti voru það tveir skáldsagnahöfundar hins breiða epíska stíls, sem kepptu um Nóbelsverðlaun að þessu sinni. Ástralíumaðurinn Patrick White varð hlut- skarpari og kom það mörgum á dvart því að talið var að Tyrkinn Yasar Kemal yrði fyrir valinu. Patrick White hefur oft verið nefndur þegar Nóbels- verðlaun hafa verið á dagskrá. En um hann eins og svo marga aðra Nóbelsverðlaunahafa má segja að verðlaunin eru síð- búin. Athyglisverðustu skáld- sögur hans komu út á sjötta áratugnum. White hefur verið umdeildur á síðari árum, en það breytir ekki þeirri stað- reynd að í bestu skáldsögum sínum ber hann höfuð og herðar yfir aðra ástralska rit- höfunda. Forfeður Patricks White voru enskir innflytjendur í Ástralfu. Faðir hans var auðug- ur fjarbóndi. White fæddist 1 London 1912. Þrettán ára fór hann til skólanáms á Englandi, lauk háskólaprófi í Cambridge, var í breska flughernum á stríðsárunum og samdi tvær fyrstu skáldsögur sínar áður en hann hélt aftur heim til Astra- líu. Þessar bækur eru Happy Vally (1939), sem gerist í áströlsku sveitaþorpi, og The Living and the Dead (1941), sem fjallar'um millistríðsárin í London. Þekktustu skáldsögur sínar The Tree of Man (1955) og Voss (1958) samdi Patrick White í Ástralíu. The Tree of Man er hans mesta og merkasta verk. Þetta er fjölskyldusaga. Ung hjón hefja búskap og upp- skera laun erfiðis sfns eftir langan dag. En þótt þau hafi komið undir sig fótunum eru vonbrigðin mörg. Börn þeirra tvö snúa við þeim baki. Sonur- inn fer snemma að heiman og lendir á villugötum. Dóttirin verður fín frú, sem fyrirlítur uppruna sinn. Hjónin fjar- lægjast hvort annað. Tómleiki og bölsýni taka við. Bóndinn Stan Parker er frá upphafi leitandi maður. Hann er haldinn ákafri löngun til að skilja sjálfan sig, finna tilgang í lífinu. En hann er í rauninni óöruggur og hikandi t sonar- syni sinum sér hann að lokum sjálfan sig. Drengurinn er stað- ráðinn í að yrkja mikið ljóð, sem á að rúma allt, opinbera alla leyndardóma og vegsama lífið. Voss er skáldsaga um rann- sóknarleiðangur inn í óbyggðir Astralíu. Þessi leiðangur á sér stað á miðri nítjándu öld undir stjórn Þjóðverjans Voss. Það eina sem skiptir Voss máli er tilgangur ferðarinnar. Upp- reisn er gerð gegn honum, en ekkert getur stöðvað hann. Hann leitar á náðir innfæddra og bókin endar á því að þeir gera hann höfðinu styttri. Um leið verður hann þjóðsaga. Þeir kaflar skáldsögunnar, sem lýsa lífinu hinna inn- fæddu, eru hápunktur bókar- innar. Af miklum skilningi sýnir White til dæmis hvernig helgisiðir þeirra fela f sér leik og grimmd í senn. Annað, sem gefur sögunni dýpt er minning um skammvinnt ástarævintýri í Sidney. Riders in the Chariot er í hópi bestu skáldsagna Patricks White. Þetta er langfregin skáldsaga, 500 bls. að lengd, og getur að vonum þreytt óþolin- móðan lesanda. En Riders in the Chariot er ekki erfið bók. Patrick White er ekki torráðinn höfundur. Aftur á móti er greinileg sú metnaðarfulla við- leitni hans að lfkt og svara öllum spurningum innan ramma skáldsögunnar og um leið veita lesandanum hlutdeild í mystískri reynslu Skáldsagan greinir frá fjórum persónum, sem allar eru útskrúfaðar úr mannlegu samfélagi. Gyðingur- inn, prófessor Himmelfarb er sameiginlegt tákn sögunnar. Hann hefur sloppið við að lenda í gasofninum eins og fé- lagar hans. En örlögin verða ekki umflúin. Æstur lýður gerir sér það að leik að festa hann upp í tré. Það er hans krossfesting. A það hefur verið bent að með skáldsögu sinni vilji White vara við ofstækis- fullri ástralskri þjóðernis- stefnu, sem fær út.-j í útlendingahatri. Þótt skáldsögur Patricks White lýsi yfirleitt hin- um myrku hliðum mann- lífsins, dragi fram þau öfl, sem að okkar mati eru runnin frá hinu illa, er honum augljóslega f mun að benda á viss verðmæti. Hann leggur til dæmis áherslu á að fólk varð- veiti barnið í sér. Vfða í bókum hans er að finna sérkennilegt skopskyn og háð, sem gæðir frá- sagnarmátann lífi og lit. Menn eru ekki á einu máli um boð- skap hans. Sumir kalla hann ádeiluhöfund, og það með nokkrum rétti. Allir eru sammála um að hann er mikill sagnameistari, sem á glögg- skyggnan hátt tjáir ævi og örlög Ástralíumannsins, sigur hans og ósigur. (Jtsýni af Systrastapa. Lómagnúpur f fjarska. hvor aðilinn muni sigra í þeirri hat- römmu baráttu, sem nú er háð. Ummæli Ingvars I viðtali við Ingvar Gíslason, alþingismann Framsóknarflokksins, um umræður um landhelgismálið á Evrópuþinginu í Strassborg segir m.a.: „Eii ég fullyrði, að það kom fram meiri skilningur á þörfum Islendinga fyrir stækkun fiskveiði- landhelgi en ég hef þorað að vona. Það, sem sett er út á okkar aðgerðir, er hin einhliða útfærsla, það er þrástagazt á því, að við hefðum átt að bíða niðurstöðu hafréttarráð- stefnunnar. Eins og við er að búast verður að ráðast, hver sannfærist og hver ekki. Það var ánægjulegt að heyra hvern Bretann á fætur öðrum lýsa yfir þvf, að gömlu stórveldin, og þá fyrst og fremst Bretland, yrðu að líta með frjálslyndi á lausn haf- réttarmála og bæri að forðast úrelt- ar kreddur og nýlendusjónarmið. Það kom einnig fram hjá flestum brezku þingmönnunum, að þróun hafréttarmála gengi öll í þá átt, að 200 mílna auðlindalögsaga hlyti að eiga mestu fylgi að fagna á haf- réttarráðstefnunni. Það var eftir- minnilegt að heyra Patrick Wall frá Hull, sem Islendingar þekkja sem harðan andstæðing, lýsa yfir þvf, að Bretland og önnur Evrópulönd ættu að búa sig undir hafréttarráð- stefnuna með það í huga, að 200 mílna auðlindalögsagan yrði alþjóðalög áður en varir.“ Þessi viðurkenning forsætisráð- herrans og lagaprófessonsins er eft irtektarverð, en Sjálfstæðisflokk- urinn hefur einmitt lagt á það áherzlu, að slik yfirlýsing væri nægilegur lagagrundvöllur fyrir okkur íslendinga til að færa fisk- veiðitakmörkin út, þó að hafréttar- ráðstefnunni ekki væri lokið. Þess vegna er einmitt miðað við það að bíða ekki lengur en til ársloka 1974, því að telja má öruggt, að yfirlýsing í þessa átt verði gefin í upphafi hafréttarráðstefnunnar, ekki síðar en á miðju næsta ári. Raunar er ljóst, að þróunin varð- andi víðáttu fiskveiðitakmarka hefur gert það að verkum, að laga- grundvöllur okkar og pólitískur grundvöllur til útfærslu i 200 sjó- mílur er traustari en grund- völlurinn til útfærslunnar í 50 mílur var á sínum tíma og efaðist þó eng- inn Islendingur um, að við hefðum fullkominn lagalegan rétt til þeirra aðgerða. Sfðan Sjálfstæðisflokkurinn tók upp öfluga baráttu fyrir því, að Islendingar sameinuðust um löggjöf um 200 sjómflna fiskveiðilandhelgi, hafa stjórnarsinnar mjög agnúazt við þessari stefnu, einkum komm- únistar, sem allt hafa á hornum sér. En nú gengur einn af þingmönnum ríkisstjórnarinnar fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir 200 mílna fiskveiðitakmörkum og lýsir því fjálglega, hve mikils stuðnings sú stefna njóti, jafnvel svo, að hver Bretinn af öðrum lýsi því yfir, að sú þjóð verði að gera sér grein fyrir þróuninni og búa sig undir, að 200 mflna reglan verði ríkjandi í heiminum „áður en varir", eins og þingmaðurinn kemst að orði. I stefnuræðu sinni s.l. fimmtudag gerði Ólafur Jóhannesson lftið úr ályktun Sjálfstæðisflokksins um 200 sjómílna landhelgi, en sagði þó orð- rétt: „Hitt er ljóst, að stefnuyfirlýsing af hálfu hafréttarráðstefnunnar getur verið mikilvæg, þó að ekki standi að henni 2/3 þátttöku- ríkjanna." Veiðar innan 200 mílna Þegar við Islendingar færðum fiskveiðitakmörkin út í 50 mílur, samþykktu allir flokkar, að við skyldum leita eftir samkomulagi við þær þjóðir, sem hagsmuna eiga að gæta á íslandsmiðum um bráða- birgðasamkomulag. Með því sýnd- um við vilja okkar til að leitast við að koma í veg fyrir árekstra við aðra. Að sjálfsögðu má hugsa sér það, að einhverjir slíkir samningar verði gerðir varðandi 200 sjómílurn- ar á næsta ári. Menn spyrja raunar, hvað yrði um hugsanlega samninga við Vestur- Þjóðverja og Breta, sem kynnu að verða gerðir, ef við síðan gripum til útfærslu í 200 mílur. Augljóst er, að slikir samningar gætu verið í gildi, og mundi það þá beinlínis tekið fram, þegar200 sjómílna landhelgin yrði tilkynnt, að ekki væri hug- myndin að rifta þeim. Að sumu leyti má kannski segja, að það gæti verið ávinningur, að slíkt samkomulag væri í gildi, þegar 200 sjómílna landhelgin verð- ur virk, þvf að þá verð- ur ekki um jafn beina árekstra að ræða og áður, þegar við höfum fært út fiskveiðitakmörk- in. Erlend veiðiskip hefðu þá samningsbundnar veiðiheimildir, sem þau gætu hagnýtt og þvi erfiðara að efna til óánægju i erlendum fiskveiðihöfnum og knýja stjórnvöld annarra þjóða til þess að leitast við að beita okkur hörðu. Raunar er ekki ástæða til að óttast, að til slíks komi, vegna hins almenna stuðnings við 200 sjómilurnar, en engu að siður er þetta sjónarmið, sem má hafa í huga. Og enn má bæta þvi við, að sigur okkar Islendinga er í sjónmáli, svo að við þurfum aðeins að standa saman um hyggilegar aðgerðir til þess að tryggja okkur lokasigurinn þegar á næsta ári. Ofstæki Andrésar Einn þeirra Tfmamanna, Andrés Kristjánsson, ritar nýlega grein í sunnudagsblað Tfmans, þar sem segir m.a.: „Jónas Jónss. frá Hriflu sagði á efri árum í blaðaviðtali: „Hluta- félagið er hinn lögverndaði ræningjaháttur i þjóðfélaginu." Þessi orð eru dagsönn, hlutafélagið er form það, sem óargadýrinu í frumskógi samfélagsins — peningunum — er sleppt lausu á fólkið (svo) og því fengin stjórnin í stað mannsins. Þetta form er einn af svörtu blettunum á nútímafélagi. Hlutur þess í tryggingastarfi, sem er í eðli sínu aðeins sáluhjálp og samábyrgð fólks, er svartasti blett- urinn.“ Þessi framsóknarmaður talar eins og álfur út úr hól. Hann fylgist ekkert með því, sem er að gerast í íslenzku þjóðfélagi. Hann hefur enga hugmynd um, að i öllum byggðum landsins hafa að undan- förnu risið upp almenningshluta- félög, þar sem fólkið binzt samtök- um um að hrinda verkefnum á sviði atvinnulífsins í framkvæmd og tryggja lífsafkomu sina. Hann talar um þessi félög sem óargadýr í frum- skógi samfélagsins og annað i þeim dúrnum. Það er að vísu rétt, að Fram- sóknarflokkurinn hefur um langt skeið staðið gegn þvi, að eðlileg þró- un yrði á sviði hlutafélagareksturs, en hins vegar hefðu me'nn haldið, að augu manna væru nú að opnast fyr- ir því, að einmitt almenningshluta- félögin eru það form rekstrar, sem nú ryður sér mest til rúms og áreiðanlega á eftir að lyfta einu grettistakinu af öðru i íslenzkum atvinnumálum í bráð og lengd. En fornaldar hugsunarhátturinn á sýnilega ennþá upp á pallborðið hjá Tímanum. Ekki væri úr vegi, að fólkið, sem varið hefur fjármunum sínum til að treysta atvinnulífið, gerði sér grein fyrir þvi þrönglyndi, sem birtist i hinum tilvitnuðu orðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.