Morgunblaðið - 07.11.1973, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBER 1973
Þórður
Jónsson,
Látrum:
Oryggiseftirlit
með öllum
fljótandi förum
siglingamalastofnun
ríkisins hefir með höndum allt
öryggiseftirlit með skipum
landsmanna, sem er mikið og
víðtækt starf, og, að mínu viti
og af mínum kynnum af því, vel
unnið. Er mikils um vert, að vel
sé gætt allra hinna fjölmörgu
þátta öryggismála, sem stöðugt
verða fleiri og viðameiri með
vaxandi tækni.
En það er einn flokkur fljót-
andi fara, sem ætlað er að
standa utan við allt öryggis-
eftirlit og heyra því ekki undir
Siglingamálastofnun ríkisins
eða eftirlit hennar, samkvæmt
landslögum. Eru það bátar
undir 6 metrar, sem geta verið
að mælingu — eftir gerð upp
undir ein og hálf lest.
NU er í vaxandi mæli gert út
á hrognkelsaveiðar með báta af
þessari stærð, sem gefa ævin-
týralegar upphæðir f aðra
hönd, og hafa gefið á undan-
förnum árum. Mér er ekki grun
laust um, að í sumum tilvikum
séu þessir bátar hafðir rétt við
6 m mörkin til þess að hægt sé
að standa með þá utan við allt
öryggiseftirlit og öll gjöld, sam-
kvæmt núgildandi lögum.
Við hljótum að viðurkenna,
að það eru íslenzkir sjómenn,
sem stunda veiðar á þessum
bátum, sjómenn, sem eiga fjöl-
skyldur, konur, börn og aðra
aðstandendur, sem þjóðinni og
okkur öllum eru ekki óviðkom-
andi. Þjóðinni og aðstand-
endum er líf sjómanna á bát
undir 6 m jafn dýrmætt og
þeirra, sem eru á nýjustu skut-
togurum okkar eða hverju öðru
skipi. Eða maður skyldi ætla
það. En hvers vegna eiga þá
smábátar þessara sjómanna að
standa utan við allt öryggis-
eftirlit? Mér finnst þetta sjó-
mannastéttinni og þjóðinni í
heild til vanvirðu.
Síðastliðin 25 ár hef égsetið á
svo til öllum þingum Slysa-
varnafélags Islands. Ég man
ekki eftir neinu þingi, þar sem
öryggismál smábáta hafa ekki
verið á dagskrá að tilhlutan
manna og kvenna frá öllum
landshlutum. Þessi stóri hópur
hefir verið sammála um að
reyna að fá fram umbætur í
þessu máli, en árangurinn orðið
of lítill, þegar til stjórnvalda
hefur komið, svo baráttan
heldur áfram.
Siglingamálastofnunin gefur
sömu svör ár eftir ár og sjálf-
sagt réttilega, að þessi bátar
undir 6 m heyri ekki undir
hennar eftirlit skv. lögum, og
hún hafi engum mannafla á að
skipa til að bæta við sig því
eftirliti, og þar við stendur. Það
skal þó tekið fram, að mér er
ekki kunnugt um, að Siglinga-
málastofnunin hafi neitað um
að taka báta undir 6 m á skrá og
hafa með þeim eftirlit, ef um er
beðið. En þar er henni vandi á
höndum, því enn er ekki til
reglugerð varðandi umrædda
stærð báta, þeir eru, sem áður
segir, algjörlega fyrir utan allt
öryggiseftirlit. Lög um skrán-
ingu skipa, og lög um eftirlit
með skipum frá 1970 ná hvor
tveggja niður að 6 m, en ekki
lengra. Þess vegna þarf fyrst
og fremst breytingu á tvenn-
um sögum og nýja reglugerð, til
þess að umræddir bátar komist
fullkomlega undir eftirlit.
Til þess að átta okkur betur á,
hvað hér er um að ræða, skul-
um við aðeins líta á hugsanleg-
ar afleiðingar af þessu ófremd-
arástandi:
Hugsum okkur, að óskráður
bátur undir 6 m færist með allri
áhöfn við hrognkelsaveiðar eða
eitthvað annað, en venjuleg
áhöfn eru tveir menn. Þá
greiddi Tryggingastofnunin
engar slysabætur til eftirlif-
andi ekkna, barna að annarra
aðstandenda. Mennirnir féllu
óbættir, aðstandendurnir fen-
gju aðeins bætur frá lífeyris-
deild, eins og tnennirnir hefðu
dáið á sóttarsæng.
Annað dæmi: Hugsum okkur,
að eigandi óskráðs báts væri að
bjástra við bát sinn í landi, vél
hans eða eitthvað þess háttar,
og slasaðist við það, brotnaði,
missti fingur, hönd eða eitthvað
slíkt, þá bæri Tryggingastofn-
uninni ekki skylda til að greiða
slysabætur. En væri allt i lagi
með skráningu bátsins, fengi sá
slasaði og aðstandendur hans
fullar bætur, og það er enginn
smápengingur ef fjölskyldan er
stór.
Þriðja hugsanlegt dæmi:
Hugsum okkur enn óskráðan
bát, sem ekkert gjald er greitt
af:
Eigandi bátsins ræður mann
með sér til að stunda hrogn-
kelsaveiðar, eina eða fleiri
ferðir, og segjum, að báðir séu
f jölskyldumenn. Ef báturinn
svo færist með báðum mönnun-
um, fengju ekkjurnar engar
slysabætur. Þá eru allar lfkur á,
að ekkja mannsins, seti ráðinn
var í róðurinn, fengi fullan
skaðabótarétt á hendur ekkju
bátseigandans eða í bú henn-
ar, og má þá hver sjá hennar
vandræði.
Þannig geta þessir vankantar
á öryggismálalöggjöf islenzkra
sjómanna haft hinar víðtæk-
ustu afleiðingar og miklu meiri
og víðtækari en hér hefir verið
vikið að.
Það hefir verið sett í reglu-
gerð, að fastagjald sé nú greitt
af öllum smábátum, sem á skrá
eru. Gjaldið var á þessu ári kr.
2.100.-. Skattstofurnar sjá um
að innheimta þetta gjald til
slysatryggingadeildar sem
önnur gjöld til hennar. Komi
báturinn fram á skattskýrslu
viðkomanda, er gjaldið tekið,
hvort sem báturinn er notaður
eða ekki, mikið eða lítið. Þetta
fastagjald, ef greitt er, tryggir
það, að áhöfn viðkomandi báts
er tryggð fyrir slysum, þótt
ekkert sé annað gert. Sé
úthaldstíminn það langur, að
þetta lágmarksgjald hrökkvi
ekki til, miðað við vikugjald
á hverjum tíma, þá er við-
komanda gert að greiða það,
sem á vantar. Þar með má
segja, að tryggingahliðinni sé
borgið.
En þar sem enginn aðili
hugsar eingöngu um peninga-
hlið þessa máls, heldur fyrst og
fremst um mannslífin og að
koma í veg fyrir slys, þá finnst
mér ótækt, að Tryggingastofn-
unin eða ríkið, skuli ekki setja
einhverjar lágmarkskröfur um
öryggisútbúnað báta undir 6 m
sem um önnur skip og báta,
sem menn eru slysatryggðir á.
Þó gæti þessum smábátum
verið það ábótavant að styrk-
leika og búnaði, að jafnaðist á
við sjálfsmorðstilraun að fara á
sjó á þeim.
Það er því mjög aðkallandi
mál, og annað ekki sæmandi að
mínu mati, að reglugerð verði
samin um eftirlit og búnað
okkar minnstu skipa, svo að ha-
nn komist undir eftirlit Sigl-
ingamálastofnunarinnar. He-
nni verði gert fært f járhagslega
að annast það eftirlit, og þannig
reynt að koma í veg fyrir slys á
minnstu skipunum jafnt og hin-
um stóru, eins og gert er í öð-
rum þáttum atvinnulifsins.
Ég tel, að umræddir bátar
geti ekki fallið undir reglugerð
um báta 6 m og stærri vegna
þess, að svo lítið rúm er í þess-
um bátum að stilla verður mjög
f hóf öllum öryggisbúnaði til að
spilla sem minnst notagildi
bátanna.
Það, sem ég tel að ætti að
leggja áherzlu á í slíkri reglu-
gerð, er eftirfarandi: 1. Bátur-
inn sé skráður og merktur. 2.
Báturinn sé vel traustur, þéttur
og vél í góðu lagi. 3. Bjargbelti
séu fyrir alla. 4. Fullnægjandi
austurfæri. 5. Neyðarblys. 6.
Göð legufæri, sem lítið fer
fyrir. 7. Attaviti. 8. Þrjár árar
og ræði. 9. Vatnskútur. 10.
Þokulúður. 11. Vatnsþétt vasa-
ljós.
Þá er ekki óeðlilegt, að sú
lágmarkskrafa sé gerð til
stjórnenda þessara báta, að
þeir þekki á áttavita og höfuð-
atriði siglingareglna.
Að lokum vil ég segja þetta:
Ég ber það traust til háttvirtra
alþingismanna, að einhver
þeirra, einn eða fleiri, taki nú
þetta réttlætismál, sem hér
hefir verið hreyft, upp á þessu
þingi og leysi það farsællega.
Það mundi margur maður og
kona vera þeim þakklát fyrir.
Látrum 14.10.1973,
Þórður Jónsson.
Fréttabréf
úr Borgarfirði eystra:
Hafnargerðin við Hafnarhólma sem felur í sér stórbætta aðstöðu
til útgerðar frá Borgarfirði eystra.
Unnið að hafnar-
bótum fyrir um 9
milljónir króna
Desjamýri, Borgarfirði eystra
— 1. nóvember.
Framkvæmdir við höfnina við
Hafnarhólma hér ( Borgarfirði
standa enn yfir, en gert er ráð
fyrir, að þeim Ijúki um miðjan
þennan mánuð. Tafir hafa orðið á
framkvæmdum vegna bilana á
tækjum, t.d. hafa jarðýturnar
bilað hver af annarri, og það
hefur seinkað verkinu mjög
mikið samfara auknum kostnaði.
Ráðgert hafði verið að vinna
fyrir rúmar 9 milljónir króna
núna, og hefði sú áætlun vel stað-
izt, ef þessi óhöpp hefðu ekki
orðið, svo og hefur það haft sitt að
segja, að mikil vandkvæði hafa
orðið á því að fá nógu stórt grjót í
yzta lagið — hver sem útkoman
verður í lokin.
Þó nú sé orðið þetta áliðið og
allra veðra von, eru menn sæmi-
lega vongóðir um, að hægt verði
að búa garðinn svo vel undir
veturinn, að hann standist vetrar-
brimin, því að allt virðist vel
byggt, þó að æskilegt væri, að
grjótið í yzta laginu væri stærra.
Miklar vonir eru bundnar við
þessa hafnargerð, sem gerbreytir
útgerðaraðstöðu hér, þegar næsta
áfanga við hann er lokið. Það er
um að ræða garð eða grjótfyllta
timburkistu fram úr hólmanum,
en án tilkomu þess mannvirkis
verður ekki verulegt gagn af
þeirri framkvæmd, sem þegar er
komin. Það er því mikið áhuga-
mál manna hér að fá þessa fram-
kvæmd á næsta sumri, svo að bát-
ar þeir, sem ekki er hægt að draga
á land, þegar hafátt gerir, geti
haldizt við í höfn hér í stað þess
að þurfa að flýja til Seyðisfjarðar.
Héðan hafa nú róið tveir 11—12
tonna bátar í sumar, en slíkum
bátum og jafnvel stærri mundi
fjölga, ef fyrirhugaðar hafnar-
bætur kæmust í gagnið, tilkoma
þeirra mundi lengja úthaldstíma
héðan og stytta þann dauða tíma
yfir veturinn, er ekki hefur verið
hægt að sækja sjó vegna hafn-
leysis. Tfu trillur hafa róið héðan
i sumar. Algert aflaleysi var hjá
þeim fram um 20. júlí, en eftir
það fór afli að glæðast og öðru
hverju fengust all góðir róðrar,
en tregt var á milli.
Frystihúsið hefur oftast haft
nóg að gera og stundum orðið að
salta, þó að unnið væri fram á
nótt. Fiskur hefur líka verið flutt-
ur hingað frá Eskifirði, síðan
frystihúsið þar lokaði. Atvinna
hefur því verið mikil í sumar og
verður það, þar til útgerð leggst
niður í lok október eða byrjun
nóvember — vegna hafnleysisins,
er veðrátta versnar og fiskur fjar-
lægist grunnmið.
Ingvar Ingvarsson.
Gamli hafnargarðurinn er ófullkominn eins og sjá má.