Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1973 Hlédís Guðmundsdóttir, læknir: Líf í lœknis hendi Stjórnskipuð nefnd skipuð Pétri H.J. Jakobssyni próf. í fæðinga- og kvensjúkdómafræði, sem var formaður nefndarinnar, Guðrúnu Erlendsdóttur lög- fræðingi, Tómasi Helgasyni próf. i geðlækningum og Vilborgu Harðardóttur blaðamanni, hefur í sumar skilað áliti og greinargerð, ásamt frumvarpi til nýrra laga um fóstureyðingar og ófrjósemis- aðgerðir. Er endurskoðun nUverandi laga frá 1935 og 1938 að flestra mati nauðsynleg. Hin umdeilda 9. gr. I. f frumvarpinu. Nokkur styr hefur staðið um frumvarpið, en þó nær eingöngu þá grundvallarbreytingu, sem orðuð er svo í 9. gr. 1.: „Fóstur- eyðing er heimil: að ósk konu, sem bUsett er hér á landi eða hefur íslenskan ríkisborgararétt, ef aðgerðin er framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknisfræðilegar ástæður mæla móti aðgerð. Skilyrði er, að konan hafi verið frædd um áhættu sam- fara aðgerð og hafi hlotið fræðslu um hvaða félagsleg aðstoð stendur til boða í þjóðfélaginu fyrir þungaða konu og við barns- burð“. Fyrst fræðsla.síðan sjálfsákvörðun. Nefndin leggur mikla áherslu á það í álitsgerðinni og lagafrum- varpinu, að kona verði af lækni frædd um þá áhættu er hún tekur við aðgerð og af sérfróðum ráð- gjafa um möguleika á félagslegri hjálp við bamsburð, áður en fóstureyðingarumsókn er skrifuð. Er þar ítarlega bent á ráðstafanir, sem gera þarf til að tryggja fræðsluna og skal læknir er skrifar umsókn með konunni votta, að fræðslan hafi verið veitt. Er það einróma álit nefndar- innar, að sé þessum skilyrðum fullnægt, sé kona sjálf hæfust um að ákveða hvort fóstureyðing skuli framkvæmd, þar sem hUn tekur heilsufarslegum afleiðing- um aðgerðar, líkamlegum sem andlegum, og einnig þá áhættu að verða ekki aftur þunguð. Skýrir nefndin rækilega frá ástæðum fyrir þessari miklu breytingu í álitsgerð og athuga- semdum með frumvarpinu. Þeir, sem raunverulegan áhuga hafa á þessu þurfa því að lesa alla álits- gerðina, sem Utgefin er af heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Annars er frumvarpinu, nUv. lögum og framkvæmd þeirra ásamt ýmsum hliðum þessa mikil- væga máls gerðgóð skil f jUlíhefti Læknanemans 1973. Er það fróð- legt lestrar, lærðum sem leikum. Afstaða geðlækna. Sumir segja, að geðlæknar hljóti að vera á móti frjálslegri fóstureyðingarlögum, því þeir sjái eftirköstin hjá konunum. Þessu er öfugt farið. Fá dæmi eru um varanlegt andlegt ójafnvægi eftir löglega aðgerð og þá ekki hlutfallslega fleiri en eftir með- göngu og fæðingu. Geðverndar- stéttir (læknar, félagsfræðingar, sálfræðingar o.fl.) sjá hins vegar fjölda dæma um vandræði og kvöl kvenna vegna nauðugrar með- göngu. Verstu afleiðingarnar sjá þeir, sem meðhöndla börn. Reynsla þeirra í starfi er sU, að óvelkomin börn lendi miklu fleiri í Utistöðum við þjöðfélagið og komi f leiri í geðlæknismeðferð en velkomin börn. Þau verði sem sé „undir í lífinu". Þessi reynsla hefur verið staðfest með vísinda- legum könnunum, sem ekki er hægt að rekja hér. Af þessum ástæðum, og mörg- um öðrum, er mikill meirihluti í geðverndarstéttum um allan heim hlynntur löggjöf um fóstur- eyðingu að ósk (on request) og telja hana raunar meginfor- sendur allra fyrirbyggjandi geð- lækninga. Hæstiréttur Bandankjanna hefur nýlega Urskurðað, að ákvörðun um fóstureyðingu skuli tekin af konu í samráði við lækni sinn og er mikill meirihluti lækna þar (86% geðlækna) sammála Ur- skurðinum skv. könnun sem nýlega var gerð meðal 33.000 lækna í öllum sérgreinum í öllum fylkjum Bandaríkjanna. (Sjá Psychiatric News, 20. jUní ’73). Umræður og ritdeilur. I lok sept. sl. voru f sjónvarpi umræður um frumvarp þetta. Var þá ýmsu slegið fram, en fáu gerð skil. Um það leyti og síðar hafa birst nokkrar blaðagreinar um málið. Bar fyrst mest á skrifum félagsráðgjafa (konu) og kven- sjUkdómalæknis (karls) um valdafíkn lækna á þessu sviði og fleira. Beitti læknirinn fag- þekkingu sinni með þungum sannfæringarkrafti gegn kven- legri fávfsi almennt og félagsráð- gjafans sér í lagi. Sami læknir skrifaði einnig langa grein gegn lesendabréfi litlu, er birtist í Vfsi undir fyrirsögninni „LjUga læknarnir?“ Er þar þó erfitt um vörn, þvf flestir, jafnvel trygg ustu dýrkendur lækna, vita að þeir ljUga sem aðrir. Unnusta djáknans á Myrká (löngu látin) og Ijósmóðir ein, hafa ritað um nefndarálitið. Virðast báðar and- vígar sjálfsákvörðunarrétti kvenna um barneignir sínar og jafnvel óttast skort á börnum á Islandi, t.d. til gjafa. Ályktanir lækna og presta. Eina helgi í sumar, 1H—2 daga, var haldinn aðalfundur Lækna- félags íslands, en á þeim fundum hefur atkvæðisrétt 1 læknir Ur hverju landshlutafélagi og nokkrir fulltrUar Reykjavíkur- lækna. Fundurinn sendi frá sér ályktun samþykkta af 8 full- trUanna, að sögn. Sögðust þeir ekki vilja láta „taka ákvörðun" um aðgerð „Ur hendi læknisins" (orðrétt). Luku þeir ályktuninni með að gefa ófrjósemisaðgerðir frjálsar, þó með því skilyrði, „að sett verði ákvæði til að fyrir- byggja og vernda fólk gagnvart lítt hugsuðum og ótímabærum ófrjósemisaðgerðum“. Um þetta eru þegar skýr ákvæði í nýja frumvarpinu. Lásu þá mennirnir ekki einu sinni frumvarpið sjáift? Taka verður fram, að lög skylda engan til að taka þátt í skurðað- gerð, nema til bjargar mannslífi. A.m.k. einn prestafundur og nefnd af hálfu þjóðkirkjunnar hafa sent frá sér harðorð mót- mæli gegn ósómanum. Prestur, sem Reykvíkingar vita, að leggur nótt við dag til að reyna að hjálpa bágstöddum, hefur skrifað grein þar sem hanq sýnir með dæmi þörfina fyrir frjálsari fóstur- eyðingalöggjöf. Hann bendir reyndar fólki á, að stunda heldur meinlæti til vamar barneignum. Mótmælendur nefna hvergi þá lausn, vita líklega að hún er erfið í raun. Fordæmingin. Kirkjunefndarmenn lýsa í grein sinni fjálgum orðum sann- kristnum viðhorfum sínum og göfugum óskum um fagurt, full- komið mannlíf. Hins vegar for- dæma þeir vinnubrögð nefndar, sem falið var að finna ráð til bóta f núverandi ófullkomnu mannlífi. Sambland kirkjunefndarinnar af fordæmingu og óskadraumum hefur kannski áróðursgildi gagn- vart sumu fólki. Ábendingtil læknanna og prestanna. Ég bendi viðkomandi embættis- mönnum á, að þeir eru flestir, ef ekki allir, vel stæðir karlmenn. Þeir hafa hvorki reynslu af að ganga með og fæða börn, né af því, að neyðast til að ala börn upp við fjárhagslegt og félagslegt öryggisleysi, einir eða án stuðnings maka. Um örlög barna Hver skyldi vera ástæðan fyrir fjölgun fóstureyðinga í London Varsjá, New York ...? skellur á fóstureyðingatíska —. Þetta hvort tveggja hef ég heyrt lækni segja i samræðum um frumvarpið. Þessu, og álíka glós- um, trúa ýmsir um aðra og sýna með því mannfyrirlitningu og hroka. Afbrigðilegar konur, sem fara fram á „ástæðulausa" fóstur- eyðingu, eru varla æskilegir uppalendur og munu landslög ekki miðuð við þær. Vegna hárra talna, sem nefndar eru um fjölda fóstureyðinga í sumum löndum, sem leyfa þær að ósk konu, vil ég benda á, að þangað leitar aragrúi kvenna frá öðrum löndum nær og fjær, þar sem konur eru enn neyddar til bameigna. Efnaðar konur geta notað þessa leið, en þær, sem verst standa, ekki. Raunar fer fjöldi löglegra fóstur- eyðinga hvergi fram úr áætluðum fjölda ólöglegra á Italíu, sem er 37 aðgerðir á móti 25 eða 1480 aðg./lOOO fæðingum. Slíkum að- gerðum fylgir mikil hætta, enda dauðsföll ungra kvenna margfalt tíðari á Ítalíu en í löndum, sem leyfa getnaðarvamir og fóstur- eyðingar. Forsjáin brást í 38 ár. Læknar og aðrir, sem ráða fyrir fólki skv. núverandi lögum um fóstureyðingar, vananir og afkynjun, verða að horfast í augu við, að forsjá þeirra í 38 ár hefur verið hrapallega gloppótt. Fjöldi dæma um útslitnar, veikar, fátækar fjölbyrjur, sem synjað var um vönun (ófrjósemis- aðgerð) hvað þá fóstureyðingu, vegna smásmugulegra og jafnvel rangra lagatúlkana, sýna þetta. Ég veit um eina konu, sem dó í sængurlegu frá fjölda barna. Hún hafði beðið lækna um hjálp við fóstureyðingarumsókn, en ekki verið liðsinnt, því aðstæður hennar fullnægðu ekki laga- ákvæðum. Slík dæmi finnast ekki einu sinni á synjanaskránni alræmdu, því þau komust aldrei til dómnefndar. Dauði konu þessarar orsakaðist einmitt af þeim veikindum, endurteknum æðabólgum í fótum, sem ollu því, að hún treysti sér ekki til með- göngu og fæðingar. Hjálpar ábyrgð læknanna börnunum hennar? Skv. núgildandi lögum þarf ástæða til löglegra fóstureyðinga að vera bæði félags- og heilsufars- leg (socio-medical). 1968 var konu sem átti 9 börn, flest i ómegð og 3 fósturlát að baki, með eggjahvítu í þvagi, of háan blóð- þrýsting og lélegar æðar í fótum (allt þrennt hættulegt þunguðum konum) synjað um leyfi til vönunar (ath. hún æskti ekki fóstureyðingar). Synjunni fylgdi sú skýring, að konan væri ekki haldin langvarandi sjúkdómi. Fulltrúarnir á aðalfundi L.í. vildu halda ákvörðun „í hendi læknis", en studdu það, að félags- legar ástæður einar gætu nægt til ieyfisveitinga. Hvaða félagslegar (social) ástæður tækju þeir gildar, fyrst ofangreind kona hafði ekki nægilega slæmar félags- og heilsufarslegar að- stæður? Eigum við bara að vona að mönnum hafi farið svo fram í að dæma um annarra aðstæður og einkamál á 5 árum, að þetta blessist allt? Börn eiga aðfæðast velkomin. Markmiðið á að vera, að öll börn fæðist velkomin. Við erum mörg, karlar og konur, læknar og aðrir, sem trúum því enn, að börn séu svo dýrmæt, að langflestir muni áfram eignast þau af frjálsum vilja, og til þess þurfi enga utanaðkomandi nauðung. Reykjavík, 1. nóvember Hlédfs Guðmundsdóttir, læknir. er alast þannig upp vita þeir kannski sumir. Speki Sahlon Gahlin í Þjóð- viljanum 27.10. sl. áhér við: „Sið- ferðispredikarar taka yfirleitt hörðustu afstöðuna til hluta, sem þeir hafa aldrei komist í kynni við.“ Biblíutilvitnanir, svo sem „dæmið ekki ... “ og „sá yðar sem syndlaus er ...“ þekkja prestarnir a.m.k. Böm til gjafa. Fólk, sem mælir með nauðugri meðgöngu og fæðingu til þess að gjafabarnaframleiðsla minnki ekki, tel ég grimmt. Það veit e.t.v. ekki, að um allan heim eru milljónir barna sem kærleiksríkt fólk getur fengið í fóstur. Kona, sem sjálf á ungt kjörbarn segir mér, að henni fyndist auðveldara að taka við bami fæddu af annarri konu, ef vist væri, að það hefði ekki fæðst vegna utanað- komandi nauðungar. Hvernig konum, sem þannig hefur verið farið með, líður, er erfitt að hugsa sér. Mannfyrirlitning, Mallorcaferðir o.fl. Konur geta heimtað fóstur- eyðingu til að missa ekki af pantaðri Mallorcaferð — það — Þú skalt ekki láta þér detta f hug, að þessi ómerkilegi fangavörður sé með annað en sinápeninga f vösunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.