Morgunblaðið - 07.11.1973, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.11.1973, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1973 13 Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri: Þjónustu safna við blinda og ör- yrkja þarf að bæta Á FUNDI borgarstjónar f fyrri viku lagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri fram tiilögu um merkar nýjungar í starfi Borgarbókasafnsins. Ekki reyndist unnt að afgreiða þessa tillögu borgarstjórans, vegna þess hversu mörg önnur mál lágu fyrir fundinum, en honum var frestað nokkru eftir miðnætti. En rétt þykir þó að kynna borgarbúum þessa tillögu borgarstjórans, sem væntanlega verður afgreidd á næsta borgarstjórnarfundi og þá nánar greint frá henni f blaðinu. Tillaga borgarstjórans er svo- hljóðandi: Borgarstjórn Reykjavfkur sam- þykkir, að Borgarbókasafn Reykjavikur skuli taka upp í ríkari mæli en nú er skipulagða bókasafnsþjónustu fyrir aidrað fólk, öryrkja og blinda svo og aðra þá, sem af heilsufarsástæðum eiga þess ekki kost að heimsækja safnið. Skal þjónusta þessi m.a. fólgin f eftirfarandi: Bókasafnsþjónustu verði komið upp í þeim húsum og stofnunum, þar sem öryrkjar og gamalt fólk búa, t.d. húsum Öiyrkjabanda- lagsins við Hátún og elliheimilum borgarinnar. Skipulagðri þjónustu verði komið á fót við aldraða, öryrkja og blinda, sem búaí heimahúsum, og verði það fólk sótt heim með bækur eftir nánari reglum, sem Borgarbókasafnið setur. Komið verði upp auknu segul- bandssafni til afnota fyrir sjón- dapra og blinda og blindraheimil- in sótt heim regluiega. I greinargerð með tillögu sinni drepur borgarstjóri á, hversu mikið réttlætismál það hlýtur að vera að gefa fólki, sem sökum elli eða örorku getur ekki notfært sér bókasöfnin sjálf, kost á því að fá bækur að láni. Og sama máli gegni um þá sem blindir eru;nauð synlegt sé að koma upp vönd- uðum segulbandssöfnum fyrir þá Ekki þarf mikill kostnaður að fylgja þessu, segir borgarstjóri, eða aðeins u.þ.b. ein og hálf milljón króna samkvæmt áætlun borgarbókavarðar. Frá fundi f borgarstjórn Reykjavfkur: A myndinni sjást Baldvin Tryggvason, Sigurlaug Bjarnadóttir, Birgir Isl. Gunnarsson, Albert Guðmundsson, Gfsli Halldórsson, forseti borgarstjórnar, og Guðmundur G. Þórarinsson. Ólafur B. Thors borgarfulltrúi: Borgarbúum verði kynnt heimslistin Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur sfðastliðinn fimmtudag var samþykkt tillaga frá Olafi B. Thors (S) um listaverk f eigu borgarinnar. Þar segir m.a., að miðstöð listaverka borgarinnar skuli vera f Kjarvalsstöðum, og þar skuli myndir í eigu borgar- innar jafnan vera til sýnis. Ein- stakar borgarstofnanir skulu og Baldvin Tryggvason borgarfulltrúi: Valdboð í skólastarfi ekki heillavænlegt A FUNDI borgarstjórnar í fyrri viku var vfsað til fræðsluráðs til- lögu öddu Báru Sigfúsdóttur (K) um, að borgarstjórn skyldi ákveða, að við skóla borgarinnar skyldu starfa samstarfsnefndir kennara, foreldraog nemenda. Baldvin Tryggvason (S) kvaðst vera sammála þvf, að samstarfs- nefndir væru nauðsynlegar, en þær ætti ekki að stofna með vald- boði, heldur ætti frumkvæðið að stofnun þeirra að koma frá þeim, sem hagsmunaættu aðgæta. Adda Bára Sigfúsdóttir (K): t tillögu þeirri, sem ég flyt hér um að stofna samstarfsnefndir f skól- um borgarinnar, er stungið upp á tveim verkefnum, sem þær gætu sinnt, auk almennra starfa í því skyni að auka samstarf skóla og heimila. 1 fyrsta lagi gætu nefnd- ir þessar unnið að því, að koma á skólamáltfðum og samfelldni í skóladvöl bama og unglinga. Nú- verandi ástand í matarvenjum skólabarna er óviðunandi. Eli í ljós hefur komið við könnun, að aðeins hluti barnanna fær nokkuð að borða á morgnana, og mörg þeirra hafa ekkert nesti með sér f skólann, og stundum er nestið að- eins gosdrykkjaflaska og súkkulaðikex. Því hefur verið borið við, að kostnaður við skóla- máltíðir yrði óhæfilega mikill. Þetta tel ég, að sé rangt að miklu leyti. Víða er aðstaðafyrir hendi f skólum, og þyrfti þá ekki að greiða annað en vinnulaun, ef máltíðir yrðu t.d. seldar á kostn- aðarverði. Og hefur skólastjóri Vogaskólans nú farið fram á að fá að koma upp slíkri þjónustu í sínum skóla. Annað verkefni þessara nefnda gæti verið að sporna gegn reyk- ingum skólanema, neyzlu áfengis og annarra fíkniefna. En þessi mál eru nú komin á geigvænlegt stig í borginni, og snúast þarf til varnar af miklum krafti. Baldvin Tryggvason (S): Skýrsla Benedikts Gunnarssonar um samfelldni í skóladvöl hefur leitt i ljós, við hvern vanda er þarna að eiga. A grundvelli þess- arar skýrslu er síðan hægt að kanna færar leiðir og hvað þær munu kosta. En okkur ber vitan- lega skylda til þess að gæta allrar hagsýni við meðferð á fé borgar- anna. Ég get vel tekið undir orð öddu Báru um óheilbrigðar matarvenj- ur fjölmargra skólabama. Um til- raun þá, er Vogaskóli hefur óskað að gera, get ég greint frá því, að hún mun hefjast innan skamms. Hins vegar er ég ósammála borgarfulltrúanum um það, að borgin eigi að hafa forgöngu um stofnun samstarfsnefnda í skól- um. Slfkt frumkvæði á að koma frá foreldrum og kennurum, en fyrir þvf var einmitt gert ráð i hinu upphaflega grunnskóla- frumvarpi, enda þótt nú sé búið að fella úr þvf ákvæðin um sam- starfsnefndir, og er það raunartil lítils sóma. En samstarfsnefndir foreldra, nemenda og kennara eru vissulega nauðsynlegar, ágreiningur er aðeins um, hvernig að stofnun þeirra skuli staðið. Ég leyfi mér því að leggja til, að tillögu öddu Báru verði vísað til f ræðsluráðs. Sigurlaug Bjamadóttir (S): Mér þykir sem samstarfsnefndir þær, sem Adda Bára gerir hér tillögur um, muni verða nokkuð þungar í vöfum. Frumkvæðið i þessum máium á að komaf rá fólk- inu í skólunum og foreldrum. Það sýna vel þau foreldrafélög, sem þegar eru starfandi. Hvað snertir matarsölu eða -gjafir i skólum og hvernig börn eru búin að heiman frá sér með nesti, þá er ég þeirrar skoðunar, að því hlutverki eigi heimilin fyrst og fremst að sinna. En auðvitað er sjáfsagt að kanna þessi mál til hlitar. Hvað varðar aðgerðir gegn reykingum og vín- neyzlu geta vísast allir verið sam- mála, en mig langartil að benda á athyglisverða starfsemi á vegum læknanema fyrir 1—2 árum, en þá fóru læknanemar út í skólana og ræddu við nemendur um skaðsemi tóbaksins. En bæoi í þessu ef ni og enn frekar varðandi áfengið þá verður almenningsálit- ið jafnan sterkast, og í dag er það bæði slappt og spillt f þessum sökum. Gerður Steinþórsdóttir (F) kvaðst vilja stefna að einsetningu i skóla borgarinnar og stórauknu fyrirbyggjandi starfi í áfengis- og fíkniefnamálum. Tillögu öddu Báru Sigfúsdóttur var stðan vfsað til fræðsluráðs með 15 samhljóða atkvæðum. geta keypt listaverk til að hafa f húsakynnum, sem almenningur á aðgang að. Nýttar verði til fulls heimildir til listskreytinga f skólum. Og kann.tð verði sérstak- lega, hvort ástæða sé til þess, að borgin komi sér upp safni eftir- mynda af frægum listaverkum. Sigurjón Pétursson (K): Eg flyt hér tillögu um, að þeim mikla fjölda listaverka, sem borgin á, verði komið þannig fyrir, að al- menningur geti fengið notið þeirra. Vitað er, að til er mikið af verkum frægra höfunda hjá borg- inni, en ekki virðast vera fyrir hendi upplýsingar um fjölda þeirra eða verustaði. Þessi verk á ekki að loka inni á skrifstofum embættismanna eða í fundarherbergjum, heldur á að dreifa þeim t.d. til skóla, sjúkra- húsa og bókasafna eða á aðra þá staði, sem aðgengilegir eru al- menningi. Óiafur B. Thors (S): 1 reglu- gerð fyrir Kjarvalsstaði er gert ráð fyrir því, að þeir verði m.a. notaðir til þess að kynna almenn- ingi sérstaklega þau listaverk, sem eru í eigu borgarinnar. Og er þetta starf þegar hafið. Hinn 22. október veitti borgarráð svo heim- ild til þess að halda þar á næsta ári yfirlitssýningu á listaverkum i eigu borgarinnar. Þá er og fyrir- hugað að hafa jafnan hangandi á göngum hússins myndir úr safni borgarinnar. Með þessu er ætlun- in að gera listaverk borgarinnar aðgengilegri fyrir almenning auk þeirra verka, sem fólk á nú þegar kost á að kynna sér í stofnunum borgarinnar. Þetta, sem að framan hefur verið sagt, á einkum við um myndlist. Höggmyndir borgarinnar eru flestar utan dyra, en nokkrum er þó komið fyrir t.d. í anddyri Heilsuverndarstöðvarinnar, Borg- arspítalans, Slökkvistöðvarinnar, Höfða og á Kjarvalsstöðum. Að Ólafur B. Thors sjálfsögðu er rétt að stefna að þvf, að stofnanir borgarinnar eins og skólar, sjúkrahús, bókasöfn, skrif- stofur og vinnustofur hafi mynd- verk til að prýða húsakynni sín. Ég er hins vegar ekki sannfærður um, að rétt sé að dreifa borgar- safninu á slíkar stofnanir. I fyrsta lagi á almenningur þess ekki kost, nema að mjög takmörk- uðu leyti, að sjá myndir t.d. í skólum og spítölum, skrifstofum og vinnustofum. Og í bókasöfnum er varla nokkur aðstaða til að setja upp myndir, a.m.k. eins og nú er ástatt. I öðru lagi er erfitt að hafa stjórn á og eftirlit með safni, sem dreift er víðs vegar, og þar að auki er myndaeign borgar- innar ekki svo mikil, að hún henti til mikillar dreifingar. Af þessum sökum vil ég leggja fram breytingartillögu við tillögu Sigurjóns Péturssonar. Tillaga mfn gerir ráð fyrir því, að eftirfarandi verði gert til þess að auðvelda almenningi að njóta Framhald á bls. 21. Fær BÚR fisk í vetur? A SlÐASTA borgarstjórnarfundi beindi Björgvin Guðmundsson (A) þeirri spurningu til Birgis Isleifs Gunnarssonar borgar- stjóra, hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að tryggja fisk-iðjuveri BÚR hráefni f haust og vetur. Jafnframt var spurt að þvf, hvort Atvinnumála- nefnd Reykjavíkur hefði verið lögð niður. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Til þess að tryggja BUR hráefni í vetur munu nokkrir bátar verða í föstum viðskiptum við fyrir- tækið, einsogjafnan hefurverið. Þá munu eigin togarar BÚR og landa þar, þegar stjórnendur út- gerðarinnar telja heppilegt. En þeir munu auðvitað stundum sigla með afla sinn á erlenda markaði. I þessu sambandi má og geta þess, að Hafnarstjórn hefur .gefið vilyrði fyrir þvi, að Ifð fáist fyrir nýtt hraðfrystihús BUR á hinni fyrirhuguðu vestan við Grandann. uppfyllingu Spurningunni um, hvort At- vinnumálanefnd hefi verið lögð niður, svara ég neitandi. Hún hef- ur fáa fundi haldið upp á sfðkast- ið, en fundur mun verða haldinn næsta miðvikudag. Björgvin Guðmundsson (A) þakkaði borgarstjóra svör hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.