Morgunblaðið - 07.11.1973, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBER 1973
Lárus Jónsson og Halldór Blöndal:
Stóriðjufyrirtæki valirm
staður á Norðurlandi
Tveir þingmenn SjálfstæSis-
flokksins úr Norðurlandskjör-
dæmi, þeir Lárus Jónsson og
Halldór Blöndal, hafa lagt fram á
Alþingi tillögu til þingisályktun-
ar um staðarval stóriðju og stór-
virkjana á Norðurlandi. Tillagan
er svohjóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að kanna hagkvæmni
þess, vegna jákvæðrar þróunar
byggðar og aukins öryggis f orku-
öflun allra landsmanna, að velja
stóriðjufyrirtæki stað á Norður-
landi, jafnframt þvf, sem lögð
verði öflug miðlunarlfna norður,
virkjuð 55 MW jarðgufuvirkjun
við Kröflu og stefnt að virkjun
Jökulsár á Fjöllum við Dettifoss.
Athuganir þessar fari fram í sam-
ráði við Fjórðungssamband Norð-
lendinga og forráðamenn orku-
mála á Norðurlandi og tengist
öðrum athugunum á lausn orku-
mála Norðlendinga."
I greinargerð með frumvarpinu
segir svo í upphafi:
„Nú stendur fyrir dyrum að
velja umtalsverðu stórfyrirtæki
stað í landinu, skv. fréttum frá
stjórnarvöldum. Við þau tímamót
þykir flm. þessarar tillögu rétt að
vekja athygli þingheims og ríkis-
valds á því, að staðarval slíks
fyrirtækis mundi geta leyst fjöl-
þætti vandamál og haft stórkost-
lega þýðingu fyrir þjóðarbúskap
Islendinga á næstu árum, ef rétt
væri á málum haldið. Staðarval
slíks stóriðjufyrirtækis á Norður-
landi hefði m.a. í för með sér, að
sjálfsagt væri að reisa nú þegar
55 MW jarðgufuvirkjun við
Kröflu, sem er talin meðal allra
hagkvæmustu virkjunarkosta á
landinu, skv. nýjustu skýrslum
Orkustofnunar. Jafnframt virkj-
un við Kröflu væri unnt að tengja
Landsvirkjunarsvæðið orkuveitu-
svæði Laxár með öflugri mið-
lunarlínu. Þetta hefði í för með
sér, að um leið og slík lína yrði
lögð, yrði unnt að miðla raforku
milli Suðurvesturlands og
Norðurlands, en það merkir m.a.
að hægt yrði að nýta umframafl
nýrrar tegundar stórvirkjunar
nyðra, þ.e.a.s. jarðgufuvirkjunar,
þegar í stað til öryggis á Suð-
vesturlandi. jafnframt því sem
grunnorka yrði tryggð til stóriðju,
iðnþróunar og heimilisnota á
Norðurlandi.
Nokkru síðar segir:
„Það er umhugsunarvert, svo
að ekki sé meira sagt, að allar
stórvirkjanir landsins eru á Þjórs
ársvæðinu, bæði Búrfellsvirkjun
og fyrirhuguð Sigölduvirkjun.
Hér er um að ræða eitt virkasta
eldfjallasvæði landsins. Gosið á
Heimaey ætti að færa mönnunum
heim sanninn um, að í rauninni er
óverjandi að standa þannig að
meginorkuöflun landsmanna, að
henni sé hætta búin af eldgosum
umhverfis Heklu. Af þeim sökum
hefði tenging jarðgufuvirkunar á
Kröflusvæðinu og síðar Dettifoss-
virkjun við orkuveitunarsvæði
Landsvirkjunar í för með sér
ómetanlegt öryggi fyrir orku-
vinnslu allra landsmanna, ef
öflug miðlunarlína yrði lögðnorð-
ur fyrir heiðar á þeim slóðum,
sem hagkvæmast þykir.
All þetta helgast þó af staðar-
vali orkufreks eða orkufrekra
notenda á Norðurlandi. Ef um
slíka notendur yrði að ræða, væri
unnt að ákveða þegar i stað að
gera jarðgufuvirkjun á Kröflu-
svæðinu, og þá yrði þegar í stað að
leggja öfluga háspennulínu milli
Norður- og Suðurlands til hag-
kvæmrar miðlunar milli svæð-
anna og jafnframt að stefna að
virkjun í Jökulsá á Fjöllum, sem
margt bendir til, að sé hagkvæm-
ara en hliðstæðar virkjanir á Suð-
vesturlandi, ekki sízt ef tekið er
nægilegt tillit til öryggissjónar-
miða, þ.e.a.s. að óráðlegt sé að
efna til allra stórvirkjana á einu
helzta eldfjallasvæði iandsins.“
Jóhann Hafstein:
Eflum landhelgissióð
JOHANN Hafstein (S) mælti s.l
mánudag í neðri deild fyrir frum
varpi, sem hann og 8 aðrir þing
menn Sjálfstæðisflokksins flytja
um breytingu á lögum um land
helgisgæzlu Islands. Er f frum-
varpi þessu lagt til, ao rlkissjóður
leggi landhelgissjóði til árlegt
framlag, eitt hundrað milljónir
króna, en hingað til hefur sjóður-
inn ekki haft fastan tekjustofn.
I ræðu sinni vék Jóhann Haf-
stein að því, hverjar tekjur land-
helgissjóður hefði haft undanfar-
in ár. Sagði hann, að tekjustofnar
sjóðsins hefðu verið sektir og
upptaka fyrir landhelgisbrot,
björgunarlaun, árlegt framlag
Oddur Ólafsson o. fl. :
Mannvir kj aleifar
frá styrjaldarárunum
verði fjarlægðar
rfkissjóðs, sem ákveðið hefði ver-
ið á fjárlögum í hvert skipti, og
vextir. Þessar tekjur hefðu verið
afar misjafnar og þyrfti að búa
betur að sjóðnum, hvað þetta
varðaði. Sagði hann, að forsætis-
ráðherra hefði tekið samhljóða
frumvarpi vel á síðasta þingi, en
það hefði þó ekki hlotið af-
gréiðslu þá. Kvaðst Jóhann Haf-
stein vona, að ekki þyrftu að
verða deilur eða vffilengjur um
þetta mál á þinginu nú, heldur
yrði það afgreitt, eða a.m.k. sú
meginhugsun, sem í því fælist að
efla landhelgisgæsluna.
Fleiri tóku ekki til máls við
umræðuna, og var frumvarpinu
vísað til 2. umræðu og allsherjar-
nefndar.
ÞRlR þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins flytja eftirfarandi
þingsályktunartillögu á Alþingi:
„ Alþingi álykta að skora á rfkis-
stjórnina að láta grafa eða fjar-
lægja herskálabotna og gafla, svo
og aðrar ónothæfar mannvirkja-
leifar frá styrjaldarárunum, sem
enn má sjá vfða um land á byggð-
um og óbyggðum svæðum. Verk
þetta verði unnið, að svo miklu
leyti sem unnt er, á árinu 1974.
Kostnaður við framkvæmdina
greiðist úr ríkissjóði."
Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar er Oddur Olafsson en auk
hans eru Matthías Á. Mathiesen
og Olafur G. Eínarsson flutnings-
menn.
Greinargerðin með tillögunni
er svohljóðandi:
„Þótt liðin séu 28 ár frá lokum
heimsstyrjaldarinnar siðari, má
víða um landið sjá óhrjálegar
rústir mannvirkja þeirra, er herir
bandamanna reistu hér á styrjald-
arárunum. Hnkum er um að ræða
steypu herskálabotna, herskála-
gafla, sundursprungin steypu-
stykki og ýmiss konar annað rusl
úr fyrrgreindum byggingum.
Leifar þessar eru í hróplegu
ósamræmi við náttúru og landslag
og oft þeim til ama, er í nágrenni
búa.
A árunum eftir styrjöldina mun
hið opinbera hafaselteinstakling-
um eða félögum það, er nýtilegt
var úr byggingum þessum, og oft
með þeirri kvöð, að leifar væru
fjarlægðar eða grafnar. Sýnilega
hefur orðið mikill misbrestur á
framkvæmdum í þessu efni af
ýmsum ástæðum.
Þar eð hér er um umhverfismál
og fegrun lands að ræða, er eðli-
legt, að stefnt sé að því, að land-
hreinsun þessi fari fram á af-
mælisárinu 1974. Erfitt er að gera
sér grein fyrir heildarkostnaði við
þessar framkvæmdir, en eðlilegt
verður að teljast, að sá aðili, þ.e.
ríkissjóður, er hlaut hagnaðinn af
hinum nýtanlegu verðmætum,
greiði kostnaðinn við hreinsun
landsins.
Verk þetta þyrfti að vinna í
samráði við landeigendur og
sveitarstjórnir, en án efa hefði
Vegagerð rikisins besta aðstöðu
til framkvæmdanna, þar eð hún
er með stórvirkar vinnuvélar
starfandi víða um landið mestan
hluta ársins."
AIMflGI
F arþegaskip
í stað Gullfoss
JÓN Ármann Héðinsson (A)
hefur flutt á Alþingi tillögu til
þingsályktunar, sem hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela rfkis-
stjórninni að undirbúa nú þegar
kaup á sérsmíðuðu farþegaskipi,
er hafi reglubundnar ferðir milli
Reyðarfjarðar (Búðareyrar),
Þórshafnar á Færeyjum, Noregs,
Svfþjóðar og Danmerkur. Stefnt
skal að þvf, að skipið geti hafið
ferðir milli landanna að vorlagi
1976.“
1 upphafi greinargerðar segir:
„Fyrir um tveimur vikum var
M/S GULLFOSS seldur úr landi,
og með þessari sölu hvarf síðasta
sérsmfðaða farþegaskipið úr eigu
Islendinga. Almennt má segja, að
eftirsjá sé að slíku skipi sem Gull-
foss var. Hins vegar er það vart
sæmandi eyþjóð, er vill telja sig
sjálfstæða og þess umkomna að
hafa eðlileg samskipti við ná-
grannaþjóðir sínar, að eiga ekki
gott farþegaskip, er tryggi reglu-
bundnar samgöngur á milli þess-
ara landa. Einnig má benda á það
mikla öryggi, sem fólgið er f því
að hafa slíkan farkost, ef safna
þarf saman fólki í skyndingu eða
tryggja flutning þess milli svæða
með skjótum og öruggum hætti.
Flutningsmaður telur ekki sæm-
andi einmitt nú, er minnst verður
á komandi ári 1100 ára byggðar á
Islandi, að þá skuli ekkert far-
þegaskip vera til í eigu okkar.
Þótt það sé staðreynd, að yfir-
gnæfandi fjöldi velur að ferðast
með flugvélum, má ekki gefast
upp við að reka hér gott farþega-
skip, sem tryggi samgöngur á sjó
milli frændþjóðanna og bindi með
þvf eyríkin tvö öruggum böndum.
Þess vegna er þessi tillaga f lutt.“
Þingfréttir í
stuttu máli
EFRI DEILD
S.l. mánudag mælti Einar
Agústsson utanríkisráðherra
fyrir frumvarpi til laga um
heimild fyrir ríkisstjórnina til
þess að fullgilda fyrir Islands
hönd samning milli Islands,
Danmerkur, Finnlands,
Noregs og Svíþjóðar um skrif-
stofur Ráðherranefndar
Norðurlanda og réttarstöðu
þeirra, ásamt viðbótarbókun
um skrifstofu stjórnarnefndar
Norðurlandaráðs og réttar-
stöðu hennar Samningurinn
var undirritaður í Ósló hinn
12. apríl s.l. og viðbótar-
bókunin 15. maí.
NEÐRI DEILD
S.l. mánudag voru eftirtalin
mál til umræðu í neðri deild.
Niðurfærsla
verðlags
Lúðvík Jósepsson sjávarút-
vegsráðherra mælti fyrir
stjórnarfrumvarpi til stað-
festingar á bráðabirgðalögum
frá 30. apríl s.l. um niður
færslu verðlags o.fl.
Tannlækningar
Magnús Kjartansson heil
brigðisráðherra mælti fyrir
stjórnarfrumvarpi um tann
lækningar.
Jarðhitaleit
sveitarfélaga
Lárus Jónsson (S) mælti
fyrir frumvarpi, sem hann
f lytur um breytingu á orkulög-
um. Er í frumvarpinu gert ráð
fyrir auknum stuðningi ríkis-
ins við jarðhitaleit sveitar-
félaga, bæði með auknum
styrkveitingum úr Orkusjóði,
ef aðstæður eru erfiðar til
leitar svo og með hagstæðari
lánveitingum en verið hefur.
Við umræðuna tók Benedikt
Gröndal (A) einnig til máls og
mælti eindregið með frum
varpinu.
Laxárvirkjun
Bragi Sigurjónsson (A)
mælti fyrir frumvarpi, sem
hann flytur um Laxárvirkjun
Er meginefni f rumvarpsins, að
heimilað verði að full ljúka
Laxárvirkjun 3, þannig að þar
verði um að ræða 19 megavatta
virkjun í stað 6,5, sem nú er
áætlað.
Frumvarp
um starfskjör
launþega
FRAM hefur verið lagt á Alþingi
frumvarp til laga um starfskjör
launþega. Er I frumvarpinu gert
ráð fyrir, að samningar aðildar-
samtaka vinnumarkaðarins um
kaup og kjör verði bindandi fyrir
alla vinnuveitendur og launþega,
án tillits til þess hvort þeir eru
aðilar að samtökum þeim, sem
undirrita kjarasamninga.
Þá er einnig lagt til í frumvarp-
inu, að atvinnurekendum, sem
standa utan samtaka vinnuveit-
enda, verði skylt að inna af hendi
framlög til lífeyrissjóðs viðkom-
andi starfsstéttar svo og að greiða
framlögtil sjúkra- og orlofssjóða.
I greinargerð með frumvarpinu
segir, að nýlegir hæstaréttar-
dómar bendi til þess, að tvímælis
orki, hvort þeir atvinnurekendur,
sem ekki eru aðilar að samtökum
atvinnurekenda, séu bundnir af
samningum aðila vinnumarkaðar-
ins um kaup og kjör. Sé með hinu
fyrrnefnda ákvæði ætlunin að úti-
loka allan vafa um þetta efni.
Þá segir, að í nýgengnum
hæstaréttardómi, hafi niðurstaða
orðið sú, að atvinnurekanda, sem
stóð utan samtaka vinnuveitenda
Framhald á bls. 18