Morgunblaðið - 07.11.1973, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER 1973
15
Poul P. M. Pedersen
skáld 75 ára í dag
Brúin sem tengir saman Straumey og Austurey.
Stærstu eyjar Færeyja
tengdar saman með brú
1 DAG, miðvikudaginn 7. nóvem-
ber, er danska skáldið Poul P. M.
Pedersen, 75 ára. Pedersen er
Islendingum að góðu kunnur
fyrir áhuga hans á íslenzkum
málefnum, menningu landsins og
þá ekki sízt ljóðlist. Hann hefur
skrifað fjölda greina um Island,
átt mörg samtöl við íslenzka
forystumenn á mörgum undan-
förnum árum og þýtt fjölda Ijóða
eftir íslenzk Ijóðskáld. Má óhikað
fullyrða, að enginn hefur kynnt
íslenzka ljóðlist síðustu ára jafn-
ötullega í Danmörku og af jafn-
miklu listfengi og Pedersen.
Hefur honum verið boðið hingað
til lands, auk þess sem hann
hefur verið sæmdur íslenzku
fálkaorðunni fyrir kynningu slna
á íslenzkum bókmenntum. Félag
Poul P. M. Pedersen skátd
íslenzkra rithöfunda hefur gert
hann að heiðursfélaga sínum.
Poul P. M. Pedersen er sjálfur
þekkt ljóðskáld i heimalandi sínu.
Ljóð hans hafa víða birzt í
heildarsöfnum, auk þess sem
hann hef ur gefið út margar f rum-
samdar ljóðabækur, auk safna
þýddra ljóða frá ýmsum löndum,
m.a. Islandi og Færeyjum. Hann
hefur gefið út sýnisbók íslenzks
nútímaskáldskapar, Fra Hav til
Jökel, þar sem eru ljóð eftir
Davið Stefánsson, Tómas
Guðmundsson, Halldór Laxness,
Guðmund Böðvarsson, Jón Helga-
son, Snorra Hjartarson, Matthías
Johannessen og Hannes Péturs-
son. Pedersen hefur auk þess
þýtt ljóð eftir önnur íslenzk skáld,
þ. á m. Nínu Björk og Jóhann
Hjálmarsson, og hafa þýðingar
þeirra, ásamt annarra íslenzkra
ljóðskálda, verið lesin í danska
útvarpið, auk þess sem þýðandinn
hefur fjallað um einstök ljóð-
skáld. Hafa þá þekktir danskir
leikarar lesið ljóðin. Þýðingar
Pedersens hafa hlotið mjög góðar
viðtökur í Danmörku og lof gagn-
rýnenda á Norðurlöndum.
Þess má geta að Pedersen vinn-
ur enn að þýðingum islenzkra
ljóða og hefur í hyggju að gefa út
allstórt heildarsafn þýðinga sinna
úr íslenzku. Sérstakar bækur
hefur hann þýtt og gefið út á
dönsku með skýringum eftir
Stein Steinarr, Hannes Pétursson
og Matthías Johannessen og hafa
þær komið út í sérstökum bóka-
flokki á vegum Gyldendals og
hlotið hinar beztu viðtökur.
Poul P. M. Pedersen á ljóð í
safninu ,,Mitbedstedigt“, þar sem
saman er kominn hópur helztu
Ijóðskálda Danmerkur og velur
hver sitt „bezta“ ljóð. Pedersen
velur ljóðið „Julebrev til en ung
Pige“, sem snarað hefur verið á
íslenzku og birtist í Lesbók
Morgunblaðsins. Að því er
Morgunblaðið hefur komizt næst
hefur Pedersen þýtt ljóð eftir
Jóhannes úr Kötlum, sem send
voru i keppni Norðurlandaráðs
um bækur, aúk þess sem hann
hefur þýtt mörg ljóð eftir Einar
Öl. Sveinsson, en þau hafa ekki
enn birzt í bók. Þá hefur hann
gefið út merka antólógíu danskra
ljóða.
Heimilisfang Poul P. M. Peder-
sens er: Pensjon Thune, Hov-
edvagtsgade 2, 1103, Köbenhavn,
K.
Vinir hans hérlendis senda
skáldinu og Islandsvininum inni-
legar hamingjuóskir á merkum
tímamótum.
AÐUR en Nixon Bandarfkja-
forseti tilnefndi öldungadeildar-
þingmanninn, William B. Saxbe
frá Ohio, f embætti dómsmálaráð-
herra, höfðu þeir rætt ftarlega
saman um hin ýmsu mál, sem
áður kölluðu á gagnrýni Saxbes í
garð forsetans. Saxbe segist hafa
tjáð forsetanum, að hann yrði að
sætta sig við hann eins og hann
væri, ella gæti hann ekki tekið
við embættinu — og sýnilega
hefur Nixon fallizt á það, jafn-
framt sem honum tókst, að þvf er
Saxbe sagði, að sannfæra hann
um, að meðferð forsetans á
Watergatemálinu hefði verið
rétt.
Saxbe kvaðst einnig sammála
Nixon um, að það væri forsetans
að skipa eftirmann Arehibalds
Cox rannsóknardómara í Water-
gatemálinu, en ekki þingsins —
og fullviss kvaðst Saxbe um, að sú
skipan yrði löngu afgreidd áður
en öldungardeildin samþykkti
BRÚ, sem tengir tvær stærstu
eyjarnar á Færeyjum, Straum-
ey og Austurey, var tekin í
notkun skömmu fyrir mánað-
armótin.
Brúin, sem heitir Sundalags
brúin, er fyrsta brú sinnar teg-
undar á Færeyjum. Straumey
og Austurey eru tvær stærstu
eyjarnar á Færeyjum, og þar
búa60% Færeyinga.
skipan hans sjálfs i embætti
dómsmálaráðherra.
Saxbe kvaðst ekki sjá neina
ástæðu til að ætla, að fyrri gagn-
rýni sín á forsetann kæmi í veg
fyrir, að hann starfaði fyrir hann
af fullri hollustu.
Saxbe hefur oft látið í ljós
óánægju með gerðir Nixons,
síðast gagnrýndi hann forsetann
harðlega fyrir loftárásirnar á
Norður-Vietnam í desember sl. og
sagði þá, að ekki væri annað
sýnna en hann væri genginn af
vitinu. Um nánustu aðstoðar-
menn forsetans, þá Robert Halde-
mann og John Ehrlichmann, sagði
hann þegar fyrir tveimur árum,
löngu fyrir tilkomu Watergate
málsins, að þeir væru eins og
nasistar í starfsháttum sínum i
Hvíta húsinu.
William B. Saxbe er fæddur 25.
júní árið 1916 í Mechanicsburg í
Ohio. Hann hóf þingmennsku árið
1947 i fulltrúadeild Bandarikja-
Færeyjar eru um 1400 fer-
kílómetrar, en Straumey og
Austurey eru 660 ferkiló-
metrar.
Dýpkunarframkvæmdir hóf
ust í apríl 1970 og kostnað-
urinn nam um tveimur milljón-
um danskra króna. Brúarfram-
kvæmdin sjálf hófst á marz
1971.
þings og sat þar til 1954. Leiðtogi
þingmeirihlutans var hann
1951—52 og forseti fulltrúa-
deildarinnar 1953—54. Dóms-
málaráðherra var hann í Ohio á
árunum 1957—58, 1963—66 og
1967—70, en í öldungadeild
Bandarfkjaþings tók hann sæti
árið 1969. Hann hafði nýlega látið
að þvl liggja, að hann hygðist
hætta þingmennsku, að þessu
kjörtfmabili loknu.
Kvæntur er Saxbe Ardath
Kleinhans og eiga þau þrjú börn,
tvo sonu og eina dóttur.
Síldarverð
SILDARVERÐIÐ f Danmörku
virðist nú fara daghækkandi og á
mánudag komst meðalverð hæst í
kr. 39.60. Var það Faxaborg frá
Hafnarfirði, sem fékk það verð.
Sex skip seldu í Hirtshals og
Skagen i gær fyrir alls 10.1 millj-
ón kr. Bátarnir er sem fyrr á
veiðum austan við Hjaltland og ef
síldin hagar sér eins nú og hin
síðari ár, verður aðalveiðisvæðið
þar fram að jólum, en þá koma
sildarbátarnir heim.
Skipin, sem seldu í gær, eru:
Óskar Magnússon AK 2302 kassa
fyrir 2.9 millj., Víðir NK 1455
kassa fyrir 1.9 millj., Dagfari ÞH
1596 kassa fyrir 2.1 millj., Harpa
RE 740 kassa fyrir 640 þús„ Faxa-
borg GK2614 kassa fyrir 3.5 millj.
og Börkur NK 966 kassa fyrir 1.2
millj.
Færeyingar
fá eigin
frímerki
FÆREYSKA landstjórnin og
danska póst- og símamálastjórnin
hafa náð samkomulagi um útgáfu
færeyskra frimerkja í stað I
danskra.
Akveðið hefur verið, að byrja á
útgáfu 15 verðgilda, enmyndirnar,
sem frímerkin sýna, verða fimm.
Þær eiga að sýna landslag í Fær-
eyjum.
Gert er ráð fyrir því, að færeysk
f rimerki verði tekin i notkun eftir
eitt ár.
Brúin er 220 metra löng og
9,5 metra breið. Siglingarhæð
undir brúnni er 17 metrar og
dýpið fjórir metrar. Kostnaður
við brúarsmíðina var um 13
milljónir danskra króna.
Atli Dam lögmaður sagði við
opnun brúarinnar, að hún væri
stærsta átakið, sem hefði verið
gert i samgöngumálum Fær-
eyinga.
SVIAR
BJARGA
ÚLFUM
STOKKHÓLMI — Sænska nátt-
úruverndarfélagið hefur hafizt
handa um áætlun um að bjarga
norræna úlfinum frá útrýmingu,
að sögn Miljöaktuellt, málgagns
Sænska umhverfisverndunarráðs-
ins.
Um 20 úlfar verða notaðir til
þess að koma á fót svokölluðum
erfðabanka. Nefnd kunnra nátt-
úrufræðinga og dýrafræðinga
mun semja leiðbeiningar um úlfa-
rækt.
Svipaðar nefndir verða settar á
fót i Finnlandi og Noregi og sam-
starf verður milli 10 dýragarða á
Norðurlöndum um áætlunina.
Ulfurinn nýtur sérstakrar vernd-
ar í Svfþjóð og Noregi, og Finnar
hafa f athugun að friða hann.
Miljöaktuellt hermir, að aðeins
hafi verið skotnir 15 birnir og 37
gaupur 1972 — 73. Undanfarin
fimm ár hafa að meðaltali verið
skotnir 20 birnir og 50 gaupur á
ári.
Flóttamenn-
irnir þrír
óhultir?
Belfast, 6. nóv. AP.
TALSMAÐUR írska lýðveldis-
hersins sagði í dag, að leiðtog-
arnir þrír, sem flúðu með þyrlu
úr fangelsi á Norður-Irlandi í síð-
ustu viku, væru óhultir fyrir her-
mönnum og lögreglumönnum,
sem leita þeirra nú um allt land.
Er talið, að þeir hafi verið fluttir
til annars lands, en muni, áður en
langt um líður, snúa aftur.
Hinn ævintýralegi flótti úr fang
elsinu hefur valdið stjórn Liams
Cosgraves miklum pólitískum
erfiðleikum, því stjórnarandstæð-
ingar halda því fram, að hann
sýni, að stjórnin valdi ekki
öryggismálum landsins. Yfirvöld
óttast, að flóttinn sé undanfari
nýrrar bylgju hryðjuverka á
Norður-Irlandi.
Frá blaðamannafundinum sfðastliðinn fimmtudag: Nixon forseti tilkynntir, að hann hafi tilnefnt Saxbe,
sem dómsmálaráðherra. Til hægri er Robert Bork, sem tók við embættinu til bráðabirgða, þegar
Richardson sagði af sér.
Nýr dómsmálaráðherra
i Bandaríkjunum
Hefur oft gagnrýnt gerðir Nixons