Morgunblaðið - 07.11.1973, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1973
Lffeyrissjóðir lána helzt til framkvæmda, sem þjóðin hefur ekki efni á, segja fulltrúar á Fiskiþingi
Fiskiþing:
Fræðslukerfið þjónar
ekki sjávarútveginum
FISKIÞINGI var haldið áfram í
gær, og voru mörg mál á dagskrá.
Hófust fundir kl. 10 fyrir hádegi
með þvf, að Ingóifur Stefánsson
framkvæmdastjóri F.F.S.Í. flutti
framsöguerindi um tæknimál
sjávarútvegsins. Miklar umræður
urðu um þetta mál og voru flestir
á einu máli um, að fræðslukerfið
þjónaði ekki sjávarútveginum
sem skyidi, þyrfti þar að verða
breyting á og harða hríð þyrfti að
gera að fræðsluyfirvöldum.
Gunnar Flóventz fram-
kvæmdastjóri Sfldarút-
vegsnefndar hélt framsöguerindi
um verndun fiskstofna, fiskleit og
rannsóknir. Um þetta mál
spunnust miklar umræður, eink-
um var rætt um áhrif togveiða á
síldarhrygningarslóðir, og töldu
menn almennt, að togveiði, þar
sem mikið væri um síldarhrogn,
hefði eyðileggjandi áhrif á síldar-
stofninn.
„Verðbólguöngþveitið“ hét
erindi, sem Sveinn Benediktsson
forstjóri hélt. Ræddi Sveinn þar
almennt um verðbólguna og þá
sérstaklega hinn stórhækkaða til-
kostnað við útgerð og fiskvinnslu.
Hann drap einnig á samkeppni
opinberra aðila við sjávarút-
veginn og fiskvinnsluna um
vinnuafla og stæðu þessir at-
vinnuvegir höllum fæti í þeirri
samkeppni.
Sveinn átaldi einnig, að ýmsir
sjóðir, svo sem lífeyrissjóðir, sem
hefðu yfir 4 milljörðum að ráða,
lánuðu helzt til framkvæmda, sem
þjóðin í raun og veru hefði ekki
efni á að standa í um þessar
mundir.
Þá hélt Hilmar Rósmundsson
skipstjóri erindi um veiðarfæri,
notkun þeirra og gerð. Mest
ræddi hann um notkun á vörpum,
sem engu sleppa, svo sem rækju-
vörpum og spærlingsvörpum.
Taldi hann þau veiðarfæri geta
verið varhugaverð að þvf, er lýtur
að verndun fiskstofnanna. Taldi
hann mistök okkar hafa verið
mörg og stór í fiskverndarmálum.
Millilandaskipin
þurfa að panta olíu
Fellur
lögbannið
úr gildi?
SAMKVÆMT lögum verður sá,
sem fær sett lögbann á einhverja
athöfn, að höfða innan viku mál
fyrir héraðsdómi til staðfestingar
lögbanninu. Því verða dætur
Ama heitins Pálssonar prófessors
að höfða mál í þessari viku fyrir
Bæjarþingi Reykjavíkur til stað-
festingar lögbanninu, sem þær
fengu sett á sýningu sjónvarps-
viðtalsins við Sverri Kristjánsson
sagnfræðing sl. föstudag. Bæjar-
þing er haldið tvisvar í viku til að
taka inn ný mál, á þriðjudögum
og fimmtudögum. I gær var
ekkert mál höfðað vegna lög-
bannsins og verða systurnar því
að höfða málið á morgun, eigi
lögbannið ekki að falla úr gildi.
r
— Arekstrar
Framhald af bfs. 2.
félagshyggjufólkinu, að benda á
þessa þróun og hvetja til skýrari
varðstöðu um meginstefnu flokks-
ins. I stefnuávarpinu er þessi
stefna sett málefnalega fram og
ég get ekki séð, að þar sé á neinn
hátt vikið frá stefnukjama
flokksins eins og hann var í önd-
verðu mótaður. Ég get því ekki
séð, að í ávarpinu felist nokkurs
staðar svik við stefnu Framsókn-
arflokksins né „rógur“ um for-
ystumenn hans, heldur er hér um
að ræða gagnrýni og málefnarök,
sem hverjum félagshyggjumanni
er skylt að láta i ljós telji hann
þess þörf.“
„£G get ekkert sagt um það, hvort
eða hvenær olían hækkar,“ sagði
Vilhjálmur Jónsson forstjóri
Olfufélagsins h.f. I viðtali við
Morgunblaðið I gær, „við eigum
alla vega birgðir til tveggja mán-
— Júní
Framhald af bls. 2.
Ingimar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að Bretar hefðu undanfarið verið
að státa sig af því, að brezkir
togarar settu heimsmet í sölum.
Segðu þeir metið núna vera
44.500 pund. Hins vegar væri það
svo, að ef sala Maí frá 1967 væri
umreiknuð yfir í sterlingspund,
kæmi í ljós, að Maí hefði selt fyrir
um 70 þúsund pund. Sala Júní að
þessu sinni væri einnig langtyfir
44.500 pund, og ættu því íslenzkir
togarar enn heimsmetið, hvað svo
sem Bretar segðu.
- Kommúnistar
Framhald af bls. 32
nægja því skilyrði forsætisráð-
herra, að ríkisstjórnin öll stæði að
samkomulaginu. Talsmenn
Alþýðubandalagsins neituðu þvf
harðlega í gær, að slík áform
væru uppi.
A stjórnarfundinum í gær-
morgun munu ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins hafa lagt til, að
samningaviðræður yrðu teknar
upp við Breta á ný til þess að fá
fram lagfæringar á samningsupp-
kastinu, en sú tillaga hlaut daufar
undirtektir samstarfsflokkanna.
aða, svo varla kemur hækkun til
greina fyrir áramót. Þó eru þessi
mál I athugun, en við höfum feng-
ið það magn, sem við höfum pant-
að.“
Aðspurður svaraði Vilhjálmur
því, að nú þyrftu íslenzku milli-
landaskipin að panta olíu í höfn-
um víða erlendis með 5 daga fyr-
irvara. „Þau skip, sem skipta við
okkur, fá það magn, sem þau
panta, en þessi fyrirvari hefur
ekki verið í gildi áður.“
——
— íslendingar
Framhald af bls. 32
sagði, að þetta skyldi ekki koma
fyrir aftur.
Islenzkir togaraskipstjórar
hafa, eins og áður er sagt, mjög
gagnrýnt Landhelgisgæzluna
fyrir að hafa ekki varið þetta
svæði af meiri einurð. Togara-
skipstjóramir hafa það til síns
máls, að þar sem erlendir togarar
hafi getað veitt að vild innan
svæðisins, hafi þeir ekki séð
ástæðu til þess að gera það ekki
líka — fiskurinn hafi hvort eð er
verið hrakinn af svæðinu. Hug-
myndin með því að friða svæðið
var upphaflega sú, að með friðun
var vonazt til þess, að ungfiskur
stöðvaðist á svæðinu og fengi
tíma til þess að vaxa. Eru íslenzk-
ir togaraskipstjórar miklir tals-
menn þessararfriðunar.
Engir af þessum 9 togurum
hafa verið kærðir fyrir brotið.
Landhelgisgæzlan rak þá aðeins
af svæðinu, og hlýddu þeir allir
umsvifalaust.
— STEYPAN VILDI
EKKI HARÐNA
Framhald af bls. 32
hús fyrir Framkvæmdaáætlun við
Rjúpufell. Breiðholt notar aðeins
hraðsement, þvf mótin eru tekin
frá daginn eftir. Þegar mótin
voru tekin frá í þetta sinn, var
steypan lin og vildi ekki harðna.
Voru gerðar tilraunir með öðrum
blöndum, en það gekk ekki
heldur og var þá hætt að steypa.
Steypan harðnaði þó smám
saman, en Sigurður sagði, að það
hefði hún eiginlega ekki gert fyrr
en að þessum þremur vikum
liðnum. Er steypan nú orðin
þannig, að hún nær tilskildum
styrkleika, en Sigurður sagði, að
venjuleg steypa næði hjá þeim
meira en lágmarksstyrk. Sagði
Sigurður, að Framkvæmdanefnd-
in hefði gert kröfur um, að verkið
yrði stöðvað og ekki steypt á
meðan svona væri. Eftir þetta fór
aftur að koma gott hraðsement
frá Sementsverksmiðjunni og
hefur reynzt vel síðan.
Sigurður sagði, að það skipti
Breiðholt höfuðmáli, að steypan
harðnaði fljótt, því þeir notuðu
hraðmót og þyrftu að taka þau
frá. Stöðvaðist fyrirtækið með all-
an sinn mannskap af þessum sök-
um í 3 vikur, en við uppsteyping-
una eina vinna um 30 menn, auk
þess sem viðgerðir koma til. Taldi
hann tjónið nema 3—4 milljónum
kr., en verið er að undirbúa
skaðabótakröfu.
Þá hafði blaðið samband við
Ríkharð Steinbergsson, fram-
kvæmdastjóra Framkvæmda-
nefndar byggingaráætlunar, sem
staðfesti, að þessir erfiðleikar
hefðu orðið. Sagði hann, að bygg-
ingarfulltrúi Reykjavíkur hefði
ekki talið rétt að halda áfram að
steypa meðan svona væri. 18. októ
ber hefði Framkvæmdanefndin
gert að skilyrði við Breiðholt, að
ekki yrði steypt meira fyrr en-
með leyfi byggingarfulltrúa, sem
hefði verið gefið vikú seinna.
Sfðan hefði allt verið I lagi.
Sprungur í steypunni
Þá hafði Mbl. samband við 3
steypustöðvarnar. Halldór Jóns-
son í Steypustöðinni sagði, að þeir
hefðu átt í erfiðleikum dagana
17., 18. og 19. október vegna þess,
að sprungur vildu myndast i
steypu. Þar var um Portlandssem-
ent að ræða, en þegar skipt var
yfir í hraðsementið reyndist það i
lagi. Varð bæði vart við sprungu-
myndun og að sementið harðnaði
ekki sem fyrr. Hefði Steypustöðin
fengið einhverjar fjárkröfur
vegna slíks, en í flestum tilvikum
væri tjónið það lítið, að ekki
reyndist alvarlegt.
Kjartan Blöndal hjá Verk h.f.
sagði, að þar hefðu þeir sloppið í
október, kannski af því þeir hefðu
stóra tanka og e.t.v. ekki lent á
sama sementi. En fyrr í sumar
hefði stundum borið á þvf, að
steypan úr Portlandssementinu
harðaði illa.
Víglundur Þorsteinsson hjá
Steypustöðinni BM Vallá sagði, að
í október hefði borið á sprungum
f steypu hjá þeim á nokkrum
stöðum, og teldu þeir, að eitthvað
væri að sementinu. Kæmu
grunnar yfirborðssprungur, sem
ekki yllu beinlfnis fjárhagslegu
tjóni, en væru til lýta. I sumar,
upp úr miðjum júlí, varð einnig
fall í styrk á steypunni, í
stuttan tíma sem ekki
eru skýringar á aðrar en þær, að
sementinu hafi verið um að
kenna. Þá urðu ekki sprungur, og
styrkurinn var yfir lágmarks-
kröfum, þótt hann minnkaði frá
því, sem áður var. Nú sagði Víg-
Iundur, að honum væra kunnugt
um, að Portlandssementið væri úr
íslenzku gjalli, en hraðsementið
úr dönsku og virtist allt í stakasta
lagi.
í rannsókn erlendis.
Guðmundur Guðmundsson,
tæknilegur framkvæmdastjóri
Sementsverksmiðjunnar, sagði
Mbl, að þetta umrædda sement
væri f rannsókn á tveimur stöðum
hjá frægum stofnunum erlendis,
steypurannsóknastofan f Calstrup
í Danmörku væri byrjuð og búið
væri að semja við Portland
Sement Association I Skopie í
Bandaríkjunum um rannsókn.
Ekki væri hægt að átta sig á, hvað
þarna væri á ferðinni. Sýni væru
reglulega tekin af sementinu f
verksmiðjunni og stæðust þau
gæðaprófanir, en það virtist
steypan úr því ekki gera, báð-
ar sementstegundimar, sem
þarna væri um að
ræða, hefðu harðnað og reynzt
vel fram I september. Nokkru áð-
ur en kvartanir komu í október,
var búið að auka blöndu af
danska gjallinu, án þess að það
virtist hafa áhrif. Eftir það hefði
verið dregið aftur úr því, þ.e. úr
25% í 15%, en ekki vitað hvað
þarna væri um að vera. Veður
hefði t.d. verið erfitt, breytzt
skyndilega úr vatnsverði í þurrt
og kalt og gæti þao haia natt
áhrif. En ekki væri sem sagt búið
að finna, hvað þama væri á ferð-
inni.
Leiðrétting
FRÉTT Morgunblaðsins i gær
um, að dregið hafi verið úr inn-
anlandsflugi vegna eldsneytis-
skorts hérlendis var á misskiln-
ingi byggð. Hérlendis eru nú til
birgðir flugvélaeldsneytis, sem
duga eiga fram f ágúst á næsta
ári. Leiðréttist þetta hér með.
— EBE styður
Framhald á bls. 1
Aröbum I hag
Bandarískir, brezkir og
ísraelskir stjórnmálafræðingar
segja, að yfirlýsing Efnahags-
bandalagsins sé Aröbum í hag í
eftirfarandi atriðum:
1) I henni er eindregið hvatt til,
að horfið verði til vopnahlés-
lfnanna eins og þær voru 22.
október. Þetta hefði f för með sér,
að þriðji her Egypta væri laus úr
herkvínni, því Israelar þyrftu að
flytja herlið sitt, en Arabar ekki.
2) Ekkert var minnzt á, að
egypzk herskip hafa lokað Akaba-
flóa og hindra þannig, að nokkur
skip komist til ísraelsku hafnar-
borgarinnar Eilat, sem er sú eina,
sem Israelar eiga að Rauða hafi.
3) Lögð var áherzla á nauðsyn
þess, að ísrael hætti að hafa yfir-
ráð yfir herteknum svæðum. Ekki
var minnzt einu orði á landa-
mærabreytingar.
Banna Gyðingum að
senda peninga?
Um Ieið og þetta gerist, er
Mohammad A1 Zayyat, aðstoðar-
utanríkisráðherra Egyptalands, á
ferð í Evrópu. Hann hefur þegar
verið í Frakklandi, þar sem hann
fullvissaði Pompidou forseta um,
að Arabar myndu ekki takmarka
olíusölu til Frakklands, þar sem
Frakkar skildu málstað Araba-
ríkjanna.
Heimildir í Kairó herma, að
Bretum verði að öllum líkindum
gefið sams konar loforð, þar sem
þeir hafi einnig sýnt skilning á
málstað Araba. Það eina, sem þeir
hafi út á Bretland að setja er, að
brezkum Gyðingum hafi verið
leyft að senda sem svarar 100
milljónum dollara úr landi til að
styðja Israel efnahagslega. Það sé
hins vegar atriði, sem hægt sé að
ræða nánar.
— Starfskjör
Framhaid af bls. .14.
og hafði í þjónustu sinn i ófélags-
bundið starfsfólk, væri óskylt að
greiða iðgjöld til sjúkrasjóðs og
orlofssjóðs viðkomandi stéttarfé-
lags, og verði að ætla, að sama eigi
við um mótframlag hans til líf-
eyrissjóðs. Er síðarnefndu ákvæð-
unum ætlað að koma annarri skip-
an á þetta.
Þá e í frumvarpinu ákvæði um
hvar iðgjaldskröfur skv. lögunum
skuli standa I skuldaröð í þrota-
búi vinnuveitanda.