Morgunblaðið - 07.11.1973, Side 23

Morgunblaðið - 07.11.1973, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBKR 197.1 23 Erlingur Pálsson, málari — Minning Fæddur: 26. júlt, 1926. Dáinn: 18. september, 1973. ÉG VIL með fáum orðum minnast þessa ágæta vinar þótt rúmur mánuður sé nú liðinn frá andláti hans, sem svo skyndilega kvaddi þennan heim. Það sannast oft áþreifanlega að „fótmál dauðans fljótt erstigið“. Páll Erlingur Pálsson, svo hét hann fullu nafni, var fæddur á Eyrarbakka, sonur hjónanna Páls Guðmundssonar vélstjóra og Elínar Þórðardóttur. Faðir hans drukknaði á útlíðandi vetri árið 1927, er skip það, er hann var vélstjóri á, fórst með allri áhöfn. Erlingur var þá yngstur sex barna, en það elzta var átta ára. Sjöunda barnið bar hin unga ekkja undir brjósti sér og fæddi það nokkrum vikum síðar. Erling- ur fór ársgamall í fóstur til góðra vina foreldra sinna, hjónanna Karítasar Jónasdóttur og Isleifs Hannessonar Sólvaliagötu 58 í Reykjavík. Þau hjónin voru þá barnlaus, en tveim árum síðar fæddist þeim dóttir, Valgerður, og varð hún Erlingi kær fóstur- systir. Erlingur var þeim hjónum hjartfólginn sonur og naut mikils ástríkis og umhyggju á heimili þeirra. Ekki rofnaði samband hans við móður sina og systkini, þrátt fyrir þennan skilnað, enda rikti gagnkvæm vinátta milli heimilanna alla tíð. Erlingur mat fósturforeldra sína mikils og varð það honum mikil sorg, er fóstra hans andaðist. Hann var þá ungl- ingur, og æ siðar minntist hann hennar með virðingu og þakklæti. 1 vesturbænum undi hann vel hag sinum og eignaðist marga vini, sem hann hélt kunningsskap við gegnum árin. Að barna- og unglingaprófi loknu, innritaðist Erlingur i Iðnskólann og lauk þaðan prófi í málaraiðn. Að iðn- námi loknu sigldi hann til náms i Kaupmannahöfn og lærði list- málningu og veggskreytingar. 17. júni árið 1950 kvæntist Erlingur eftirlifandi konu sinni, Önnu Halldórsdóttur frá Isafirði. Hún hefur reynzt honum góð kona og traustur lífsförunautur. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, einn dreng misstu þau ný- fæddan, en hin eru: Karítas 23 ára, Ingi Brynjar 18 ára, Guð- mundur Gunnar 16 ára, Isleifur 14 ára, Ásgeir Helgi 11 ára og Páll, sem varð átta ára stuttu eftir andlát föður síns. Öll eru börnin I foreldrahúsum nema Guð- mundur, sem alinn er upp hjá föðurbróður sinum og konu hans i Vestmannaeyjum, en þau eru nú búsett hér í borg. Stjúpson átti Erlingur, sem Halldór heitir, og var hann honum eins kær og hans eigin börn, þótt hann ælist ekki upp á heimili hans. Málaraiðn var að mestu ævi- starf Erlings, en eins og margir vita var oft erfitt að hafa næga vinnu við það starf hér fyrr á árum og vetrartíminn þá oft dauður. Brá Erlingur þá á það ráð að fara til sjós og var hann ýmist á fiskibátum, varðskipum eðafragt- skipum, eftir því hvernig á stóð hverju sinni. Sjómennskan féll honum vel f geð og réð það ef til vill mestu um, að hann fór í Sjó- mannaskólann og lauk þaðan fiski- og farmannaprófi 1968 með góðum árangri. Allt nám sóttist Erlingi mjög vel, enda var hann vel greindur maður. Hann fór á sjóinn að námi loknu, en ekki varð það til langs tíma, þvf heilsa hans var ekki orðin svo sterk sem skyldi. Erlingur hafði ekki oft bústaða- skipti um ævina. Hann stofnaði heimili sitt í húsi fósturforeldra sinna og bjó þar um 12 ár. En fjölskyldan stækkaði ár frá ári og þar kom, að fbúðin varð svo þröng, að nauðsynlegt var að stækka húsplássið. Festi hann þá kaup á íbúð að Alftamýri 22, árið 1963, og bjó þar síðan. Erlingur var maður fríður sínum, hár og grannur, hressi- legur f fasi, ávallt glaður og góður heim að sækja. Gestrisin voru þau hjónin og samtaka um að gera öllum þeim mörgu ættingjum og vinum hverja heimsókn sem ánægjulegasta. Hann gat verið hrókur alls fagnaðar í vinahópi, en hann kunni líka að stilla sfna strengi, ef hann heimsótti þá, sem voru f sorgarranni. Hann hafði viðkvæma lund og vildi hvers manns vanda leysa, ef hann gat því við komið. Erlingur var ákaf- lega barngóður maður og vinir barna hans voru líka vinir hans. Hann var fáskiptinn um annarra hagi, en ef honum þótti miður var hann hreinskilinn og sagði þá hispurslaust það, sem f brjósti bjó, en laus við allt baktal. Hann hafði yndi af að lesa góðar bækur og átti sjálfur ágætt bókasafn. Einkum voru ljóðabækur honum kært lestrarefni. Ég veit það eru margir, sem sakn vinar í stað við fráfall Erlings, en sárastur er þó söknuðurinn f ástvinahópnum, sem svo mikið hefur misst, er hann kveður nú langt fyrir aldur fram, aðeins 47 ára gamall. A síðastliðnu ári lagðist Erlingur á sjúkrahús og gekk þar undir mikla skurðaðgerð. Upp frá því gekk hann aldrei heill til skógar og munu fáir hafa vitað, hvað oft hann var þjáður, nema hans allra nánustu. Nú er komið haust og sumar- skrúðið er fallið fyrir hönd dauð- ans. Sláttumaðurinn hefir líka sótt þig heim, hann. sem engu lífi þyrmir. Að lokum kveð ég þig Erlingur og við þér fararheilla fyrir mína hönd og fjöldkyldu minnar og þakka alla vinsemd og góð kynni. Eiginkonu þinni, börnum, móður, fósturföður og ástvinum öllum votta ég innilega samúð mína. Blessuð sé minning Erlings Pálssonar. VINUR. Minning: Þórólfur Þorláksson, Eyjarhólum ENDA þótt dauðinn bíði vor allra, og það sé i rauninni það eina, sem við eigum ör- uggt á lífsleiðinni, þámun hann mjög oft vera óvæntur og stundum harla óvelkominn gestur. Einkum á þetta þó við, þegar í valinn falia ungir efnismenn í blóma lífsins, vaskir og vel gerðir, sem glæstar vonir voru við bundnar. Þá er söknuðurinn ef til vill sárastur og vonbrigðin dýpst. Guðmundur á Sandi kvað svo við fráfall ungs vinar, sem mikill skaði var að: „I væringjasveit, þar sem varð- manns er þörf / og vaskleiks og drengskapar neista, / Þú barst með þér jafnan og áttir þann yl, / sem óhætt er hverjum að treysta. / Og því vekur fallið þitt innan- brjósts, / þó yfrum þú gengir á dfsa fund.“ Svo mun okkur líka hafa farið flestum vinum og ættingjum Þórólfs Þorlákssonar, þegar okkur barst andlátsfregn hans nú fyrir skömmu. Okkur ber öllum saman um, að þar hafi góður drengur fallið fyrir aldur fram. Samt varð dauðinn honum mildur gestur, þvf að hann vitjaði hans i svefni þann tuttugasta og áttunda október s.l. Þórólfur heitinn fæddist 11, júlí 1943 (var því rétt rúmlega þrítugur þegar hann lézt) að Eyjarhólum í Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru hjónin þar, Þorlákur böndi Björnsson og kona hans, Ingibjörg Indriða- dóttir, sem bæði eru á Iffi og eiga nú á bak að sjá mannvænlegum syni úr hópi elskulegra barna. sá, sem þessar linur ritar, átti þvi láni að fagna að dveljast í æsku nokkur sumur á æsku- heimili Þórólfs og minnist þeirra tima með þökk og ánægju. öllum má ljóst vera, að ekki er hægt að semja langa ævisögu um svo ungan mann, þó að efnis- maður væri. Enda er það ekki ætlunin hér. Tilgangur minn með þessum fátæklegu minningar- orðum er fyrst og fremst sá að votta hinum látna þakklæti mitt og virðingu fyrir góðar og bjartar samverustundir, og foreldrum hans og öðrum ástvinum sam- hryggð mína og söknuð. Hann var mér og mínum alla tið og fram til hins síðasta hlýr og tryggur vinur. Hann kom að jafnaði í heimsókn, begar hann var hér á ferð, sat þá hjá okkur um stund og rabbaði við okkur um gamalt og nýtt, léttur og hýr i skapi. Hann kom mér ævinlega fyrir sjónir sem bjartsýnn og dugandi æskumaður, sem mikils mátti af vænta. Er mikill skaði að slíkum mönnum, eigi aðeins þeirra nán- ustu, heldur og þjóðfélaginu öllu. Þórólfur sál. hafði nýlega tekið við búi á föðurleifð sinni, Eyjar- hólum, og það hlutskipti kaus hann sér fús og reiðubúinn; hann vildi verða bóndi í ættarsveit sinni, sem hann unni mjög, meðal þess fólks, sem hann kaus sér helzt að vinum og félögum i lífa- baráttunni. Lffið virtist brosa framundan. En þá kippti sá í tauminn, sem máttugri var. Með þakklæti og trega minn- umst við þessa skamma Iffs, sem liðið er: „Iifið er fljótt; likt er það elding, sem glampar um nótt, Ijösi, scm tindrará tárum, titrar á bárum.“ M. Joek. Rvik 2. nóv. I 973 Magnús Danfelsson. Minning: Hjálmar Gíslason yfirfiskmatsmaður HJÁLMAR Gfslason yfirfiskmats- maður andaðist hinn 22.10. 73 eft- ir hetjulega baráttu við ölækn- andi sjúkdóm. 1 þessum fáu kveðjuorðum min- um rpun ég aðeins ræða um þennan látna samstarfsmann og vin frá þvi tímabili, er samstarf okkar hófst. Hjálmar lauk námskeiði sjávar- útvegsráðuneytisins um gæðamat á fiski og i fiskverkun árið 1950, í öllum greinum mats er þar voru kenndar, en starfaði síðan sér- staklega sem fiskmatsmaður i skreið og saltfiski. Arið 1967 var hann settur og síðar skipaður yfirfiskmatsmaður við Fiskmat rfkisins og gegndi því starfi síðan. Það verður að teljast eðlilegt, að þegar stjórnandi stofnunar minnist látins samstarfsmanns, þá verði fyrst fyrir minningin um störf hans og framkomu. Hjálmar var búinn flestum þeim eiginleikum, sem gera menn mjög starfshæfa og gott af leiðir í lífi og starfi. Sérstaklega minnist ég hans þannig, að f starfi var hann áreið- anlegur og mun jafnan hafáleitað til samvisku sinnar í smáu sem stóru við öll sín störf. Framkoma hans við alla aðila var prúðmannleg og umgengnis- hæfileikar mjög góðir, þótt hann væri ætíð ákveðinn aðframfylgja réttu máli og þá jafnan fastur fyrir. Sem starfsfélagi var hann einkar þægilegur í allri um- gengni. Það er jafnan skaði, þegar slíkir menn hverfa f\Tir aldur fram. en við því yerður aldrei gert. Stundum er sagt. að maðurinn sé „allur", þegar hann er dáinn. en mér hefir aldrei fundist það alveg rétt, því fordæmi það. er góðir og nýtir menn gefa. stendur. þótt þeir sjálfir hverfi. Einnig standa minningarnar um góðan samstarfsmann og vin. því þar sem góðir menn ferðast. eru Guðs- vegir, og á það sér ekki tímatak- mörk. Ég vil óska þess af heilum huga. að minningin um Hjálmar heitinn megi verða yfirsterkari sorginni hjá eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu. Bergsteinn A. Bergsteinsson fiskimatsstjóri. Lúðrasveit Akureyrar Aðalfundur Lúðrasveitar Akureyrar var haldinn 19. október sl. Að því er segir í fréttatilkynningu frá lúðra- sveitinni voru haldnir tvennir tónleikar á Akureyri á starfs- árinu, en æfingar voru 82. Auk þess voru haldnir tónleikar á Húsavík, i Laugarborg, Hrísey og Grímsey. Um 20 félagar eru nú i lúðra- sveitinni, en Lúðrasveit Akur- eyrar er sjálfstætt félag, sem hefur fjárhagslegan stuðning frá Akureyrarbæ og lítilsháttar frá ríkinu. Stjórn Lúðrasveitar Akur- eyrar var öll endurkjörin, en hana skipa: Ævar Karl Ölafsson, formaður, Guðlaugur Baldursson, gjaldkeri, og Hannes Arason, gjaldkeri. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Roar Kvam. Samsvarandi stjórnunarkostnaður hreppa og kaupstaða VEGNA nýafstaðinna kosninga í Selfosshreppi um vilja íbúanna til þess að sækja um kaupstaðarréttindi hafa margir spurt um mismun á stjórnunar- kostnaði hreppa og kaupstaöa. Morgunblaðið spurði Magnús Guðjónsson hjá Sambandi fsl.sveitarfélaga um þelta mál. Sagði hann, að við samanburð, sem gerður hefði verið á stjörnunarkostnaði hreppa og sveitarfélaga, hefði kotnið i Ijós, að fonnið á hvoru fyrir- komulaginu fyrir sig þyrfti ekki að valda neinum mismun Gjiild einstaklinga í báðum til- vikum væru háð framkvæmd- um á hverjum stað, en þess bæri þó að gcrta, að samkvæmt sveitarstjórnaliigum væru yfir- leitt kjiirnir fleiri fulltrúar í kaupstiiðum en hreppunt. Taldi M agnús stjórnarkostnaðinn fyrst og fremst markast af framkvæmdum á hverjum stað. Skúli Halldórsson formaður Félags háskólamennt- aðra kennara AÐALFUNDUR Félags háskólamenntaðra kennara var haldinn 30. september sl. I fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram. að Skúli Halldórs- son var kjörinn formaður. en aðrir í stjórn eru: Þorsteinn Magnússon. Bragi Þorbergsson. Óttar Eggertsson og Flosi Sigurbjörnsson. en í varastjórn eru Aðalsteinn Eiríksson og Ingólfur Guðmundsson. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru umra'ður um va'ntanlega kjarasamninga. og flutti formaður lautiamála- nefndar skýrslu uni gang þeirra. Nýkjiirin stjórn ítrekar þessi sjónarmið félagsins: 1. Að opinberir starfsmonn fái verkfallsrétt. sem nái til sem flestra starfshópa ríkisins. 2. Að laun kennara miðist við menntun þeirra. en ekki skóla- slig. 3. Að greinannunur á skóla- stigum skuli koma fram í minnkandi kennsluskyldii á ha'kkandi skólastigum. Þröstur í nýtt húsnæði SKNDIBILASTÖDIN Þrostur fluttist i uýtt luisna'ði að Slðu- niiila 10 sl. laugardag. I'iidan- farin ár licftir seiidibflastoðin verið til luisa I gömlii luisi á sama stað. eu með tilkoniu nýja luissins breytist öll aðslaða til bins betra. Nýja lnisiiR'ðið er ISO fer- motrar að stR'i ð og þar l'á bíl stjórar Þrastar mjiig góða að stiiðii fyrir sig og bílana sina. 60 bílar eru mi lijá Þivsti og liefur þeim fjölgað iim 10 á þessu ári. Mikið liefur verið að gera lijá bílst jóruimm í sumar. en I liatisl liefur aðems dregið úr verkefnuniini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.