Morgunblaðið - 07.11.1973, Page 24

Morgunblaðið - 07.11.1973, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1973 'TELL ME/ROCkTt BABY...HOW DOE5 THIS ACTING FOOL- ISHNESS FIT IN WITH YOLIR J v SCHOOLING ? AL “j'HN NDI Ai III+Jiluaih$ izt-n NOÍ CAPITAL'N' CAPITAL 'O'... CAPITAL NO// HÆTTA A NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams Segðu mér kæri „Rock“, hvernig feilur þessi leikdella saman við námið? Það er erfitt Dan, ég verð að vera f kvikmynda- verinu alla eftirmiðdaga til að æfa mig. (2. mynd) Og ég þvæ diska á hverju kvöldi til að fá peninga. Ég er dauð- þreyttur. <3. mynd) Svo ef þú vildir lána mér fimm hundruð dollara þá býst ég við, að ég gæti... NEI. Stórt N, stórt E, stórt I. NEI. Colin Standing frá London fylgdist vel með leigubílstjóran- um, sem fyrstur ók honum eftir komuna til New York, og Colin var að ferðinni prýðilega ánægð- ur með aksturinn, bílstjórann og ökugjaldið. Colin vissi vel sjálfur, hvað leigubílaakstur var. Hann hafði unnið New York-ferðina í keppni meira en 2.000 leigubílstjóra i London um sæmdarheitið Leigu- bílstjóri ársins. Keppnin náði bæði til þekkingar bílstjóranna á götum London, lögum og reglum og til hæfni þeirra í akstri um erfiðar slóðir. Colin sagði eftir leigubflsferð- ina í New York, að bflstjórinn hefði tekið skakka beygju á ein- um stað, af því að þeir hefðu verið að tala svo mikið saman, en í stað þess að krefjast fulls gjalds fyrir aksturinn, með aukakrónum inni- földum. slökkti bílstjórinn bara á ökugjaldsmæIinum.,,Það hefði ég líka gert,“ sagði Colin, „en ekki hefðu allirgert það.“ Colin taldi, eftir þvf sem hann hafði séð, að leigubflstjórar f New York væru ósköp svipaðir þeim í London. Konan hans var hins vegar ekki alveg á sama máli. Henni þótti klæðnaður þeirra í New York harla einkennilegur. „Þeir eru eins og hippar," sagði hún. ★ ★ ★ BENSlNSPARNAÐUR FREGNIR FRÁ Líbanon herma, að stjórnvöld hafi sett reglur um bensínsparnað. Er hann f þvf fóginn, að aðeins má aka einkabílum annan hvern dag. Bflar með númer, sem enda á oddatölu, mega vera f umferðinni á mánaðardögum með oddatölu. Bflar með númer, sem enda á jafnri tölu, mega vera í akstri þá mánaðardaga, sem hafa jafna tölu. Þær fjölskyldur, sem eiga tvo bíla, annan með oddatölu, hinn með jafnri tölu, geta nú unað glaðar við sitt. Hins vegar er enn óleyst vandamál, hvað gera skuli, þegar oddatöludagar eru tveir f röð, t.d. 31. okt. og 1. nóv.I Hænurnar hand- langaðar í húsaskjól TM <J.5. Pu*. OP.—A!I riyht* roserved '• 1971 bv lci An*)ele» Trme» Heilsaði 1946 — kvaddi 1973 ÞEGAR Sjálfstæðishúsið var opnað sem skemmtistaður árið 1946, var það hljómsveit undir stjórn Aage Lorange, sem lék fyrir dansi. 27 árum siðar, þegar Sigtún, eins og Sjálfstæðishúsið hefur verið kallað hin síðari ár, var með eina af sfnum síðustu skemmtunum, áður en annar eigandi tók við þvf, sá Aage Lorange líka um hljómlistina. Hann lék létta tónlist undir borðhaldi Rússagildis háskólastúdenta 31. október sl. Ljósmyndari Mbl., Öl. K. Mag., tók þá þessa mynd af þeim Sigmari Péturssyni, veit- ingamanni, sem nú er hættur rekstri Sigtúns og biður eftir að tilbúinn verði nýi skemmtistaður- inn við Suðurlandsbraut, og Aage Lorange, píanóleikara. ást er . . . Ljósmyndasýningin LJÓS ’73 verður opin á Kjarvalsstöðum fram til 13. nóv.Þar sýna sex ungir menn um 120 ljósmyndir. Gestur sýningarinnar er Gunnar Hannesson og sýnir hann 6 litmyndaflokka allt að 16 fermetra sýningartjaldi og ganga sýningarvélamar stanslaust. Björn Björnsson, leikmyndateiknari, sá um „sviðssetningu" sýningarinnar. Á myndinni eru; frá vinstri: Skúli Magnússon, Karl Jeppesen, Gunnar S. Guðmundsson, Pjetur Þ. Maack, Jón Ólafsson og sitjandi eru Kjartan B. Kristjánsson og Gunnar Hannesson. Aldrei fyrr hefur á Islandi veriðboðið upp á litmyndasýningu eins og sýningu Gunnars á Kjarvalsstöðum. unni logaði eldur í heyi og hænsnunum varð að bjarga frá köfnun f reyknum. Það tókst, og síðan voru börnin á bænum að flytja hænurnar í önnur húsa- kynni til að veita þeim skjól fyrir vetrakuldanum. Ljósmyndari Mbl., ÓL K. Mag., tók þessar myndir af börnunum, þar sem þau voru að bera hænsnin á milli húsa. ★ ★ ★ ÞAÐ var heilmikið fjaðrafok, á meðan verið var að handlanga hænsnin út úr einu útihúsanna á Blikastöðum á dögunum en mikið lá við, því að í hlöð- BRETAR REYKJA TRÉ Brezkt fyrirtæki mun á næsta ári setja á markað í tilraunaskyni vindlinga, sem gerðir verða úr tóbaks- og trjámauksblöndu, helmingur af hvoru. Vindlingarn- ir fá heitið Planet og verða ein- ungis seldir í borginni Coventry. Viðtökurnar þar munu ráða mestu um framtíð þessarar vindl- ingagerðar. 1 byrjun verða þeir jafndýrir og aðrir vindlingar, en framleiðendurnir vonast til þess, ef vindlingamir ná vinsældum, að rfkið liggi minni skatt á þessa teg und en hinar, þarsem húnsé ekki eins heilsuspillandi og þær. . . . að kyssa hann, þegar hann á ekki von á því AND...I'M WASHIN'DISHES EVERY NIGHT TO GET THE v MONEy/ MAN,X’M POOPED/ SO...IF you COULD LOAN ME FIVE HUNDRED DOLLARS,I FIGURE I COULDPAyy.... A ( IT'STOUGH, ----1 DAN/I HAFTA BE AT MISS MARKEE'S STUDIO FOR LESSONS EVERy AFTERNOON/ fclk í fréttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.