Morgunblaðið - 07.11.1973, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1973
íslendingar á al-
friðaða svæðinu
SlÐASTLIÐINN fimmtudag stöð
Landhelgisgæzlan 9 togara að
veiðum á alfriðaða svæðinu
norður af Kögri. Togarar þessir
skiptust þannig eftir þjöðernum,
að þar var einn Breti, þrfr Þjöð-
verjar, einn Færeyingur með
sjómenn, einkum vestfirzkir,
mjög gagnrýnt Landhelgis-
gæzluna fyrir að stugga ekki við
eriendum togurum, sem verið
hafa að veiðum innan þessa
svæðis.
Landhelgisgæzlan hefur fylgzt
með þessu svæði upp á siðkastið,
einkum og sér i lagi, vegna þess,
að kvartanir hafa mjög borizt um
veiðar erlendra togara á svæðinu.
Áður hafði orðið vart við einn
fslenzkan togara, en svo þessa 9 á
fimmtudag. Landhelgisgæzlan
rak alla togarana út af svæðinu og
hafði varðskipið m.a. samband við
vestur-þýzka eftirlitsskipið
Meerkatze og spurði það, hvers
vegna þýzkir togarar væru á veið-
um á svæðinu, sem væri friðað
allt árið, og stunduðu veiðar án
afskipta eftirlitsskipsins.
Meerkatze svaraði því þá til, að
það hefði talið óhætt fyrir
togarana að veiða innan svæðis-
ins, þar sem Islendingar hefðu
verið þar að veiðum. Bað eftirlits-
skipið síðan afsökunar á þessu og
Framhald á bls. 18
Ökumaður
festist er
bifreið valt
STÓR vörubifreið, nánast alveg
ný, valt út af Vesturlandsvegi við
Alafossgatnamótin í Mosfellssveit
um kl. 10 á þriðjudagsmorguninn,
vegna hálku. Lenti bifreiðin á
endanum á öryggisgrindverki og
valt síðan á hliðina. Ökumaðurinn
sat fastur f bifreiðinni og gat ekki
losað sig og var þá sent eftir log-
suðutækjum, en til þess kom þó
ekki að nota þyrfti þau, þar eð
með nokkru átaki tókst að losa
ökumanninn. Talsverðar
skemmdir urðu á bifreiðinni.
ökumaðurinn hafði verið á leið til
borgarinnar með malarfarm.
Mikil rigning var á Suður-
landi i gærdag. Stórir pollar
mynduðust og sums staðar
stöðvuðust farartæki vegna
bleytu. Þá var heldur ekki
sérlega skemmtilegt að
missa eitthvað niður, en hér
sjáum við móður og son
hirða eitthvað upp af göt-
unni.
Ljósm: Mbl.: Sv. Þ.
óbúlkuð veiðarfæri og fjórir
tslendingar. Allir voru togaramir
að veiðum nema Færeyingurinn.
Islenzku togaramir voru Sólbak-
ur, Júlíus Geirmundsson,
Drangey og Skafti. Samkvæmt
heimildum, sem Mbl. hefur,
segjast skipstjóramir hafa verið
sofandi, en stýrimenn við stjórn-
völinn. Eins og kunnugt er, hafa
KOMMUNISTAR HAFA
FREST TIL MORGUNS
ÓLAFUR JÓHANNESSON for-
sætisráðherra lýsti þvf yfir á
fundi rfkisstjórnarinnar í gær-
morgun, að hann mundi biðjast
lausnar fyrir hönd stjórnarinnar,
Steypan vildi
ekki harðna
Breiðholt stöðvaðist í 3 vikur
GALLAR komu fram við steyp-
ingu húsa í sl. mánuði, sem lýstu
sér f þvf, að steypa úr hraðsem-
enti í byggingu Framkvæmda-
áætlunar hjá Breiðholti vildi ekki
harðna með eðlilegum hætti, og
sprungur vildu myndast f steypu
frá steypistöðvunum, þar sem
notað var PortlandssemenL Varð
að stöðva steypuvinnu hjá Breið-
Viðlagasjóður
vill kaupa
húsin við
hraunjaðarinn
Viðlagasjóður hefur ákveðið að
bjóða eigendum fjörutíu og
þriggja húsa í Vestmannaeyjum
að kaupa húsin af þeim fyrir
brunabótamatsverð. Hér er um að
ræða hús, sem standa við hraun-
jarðarinn og hafa hingað til ekki
verið dæmd úr leik, en eru flest
mikið skemmd. Að sögn Hall-
gríms Jónssonar hjá Viðlagasjóði
er brunabótamat þessara húsa um
150 millj. kr. Kvað hann heillegu
húsin Iátin standa, ef af kaupum
yrði, en ónýt hús yrðu rifin.
holti f 3 vikur og telur fram-
kvæmdastjórinn, að fyrirtækið
hafi orðið fyrir 3—4 millj. kr.
tjóni, en verið er að undirbúa
skaðabótakröfur á hendur Sem-
entsverksmiðju rfkisins fyrir það
tjón. Sfðan þetta var, hefur steyp-
an verið f lagi, að þvf er virðist.
Tæknilegur framkvæmdastjóri
Sementsverksmiðjunnar segir, að
ekki sé upplýst, hvað hafi komið
fyrir og ekki sannað, að það sé
sementið, sem um sé að kenna, en
verksmiðjan hefur fengið þekkt-
ustu sérfræðinga f Danmörku og
Bandarfkjunum til að rannsaka
málið. Þarna var um að ræða
blöndu af innlendu gjalli og
dönsku, sem áður hefur verið
notað með ágætum árangri. En
um þetta leyti, eða raun heldur
fyrr, hafði magn danska gjallsins
verið aukið, en nú hefur aftur
verið hætt við það. Sýni, sem tek-
in voru af sementinu f verksmiðj-
unni, sýna ekki galla, þó að gallar
hafi komið fram við steypinguna
og er verið að reyna að íinna,
hvað þarna var að.
Mbl. fékk þær upplýsingar hjá
Sigurði Jónssyni, framkvæmda-
stjóra Breiðholts h.f., að farið
hefði að bera á þessu 5. október.
Þá var verið að steypa sambýlis-
Framhald á bls. 18
ef allir ráðherrarnir samþykktu
ekki samningsuppkastið við
Breta. Ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins óskuðu þá eftir sólar-
hrings fresti og var þeim veittur
hann. Hins vegar kom f Ijós sfð-
degis í gær, að þessi frestur
mundi ekki nægja þeim, þar sem
ekki reyndist unnt að ná mið-
stjórn Alþýðubandalagsins sam-
an til fundar fyrr en f kvöld.
Hefur því rfkisstjórnarfundur
verið boðaður á morgun, fimmtu-
dag, og kemur þá væntanlega
endanlega í ljós, hvort samstaða
næst innan stjórnarinnar um
samningsuppkastið.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað
sér, á Magnús Kjartansson mun
erfiðara með að kyngja fyrri full-
yrðingum og standa að samnings-
uppkastinu en Lúðvík Jósepsson.
1 gærvarfullyrt iþingsölum, aðtil
athugunar væri hjá Alþýðubanda-
laginu, að Magnús Kjartansson
segði af ser, ef hann fengist ekki
til að greiða atkvæði með
samningsuppkastinu í ríkis-
stjórninni og Ragnar Arnalds
tæki við ráðherraembætti hans.
Væri þá að sögn hægt að full-
Framhald á bls. 18
Aron vann sigur 1
Kauphallarnafnsmáli
FYRIR skömmu var kveðinn
upp í Hæstarétti dómur í máli
því, sem Aron Guðbrandsson
höfðaði vegna fyrirtækis síns
Kauphallarinnar gegn Hannesi
hf. vegna Kauphallar Hannes-
ar. Krafðist Aron þess, að
Hannesi hf. væri óheimilt að
nota nafnið eða heitið „Kaup-
höll“ í firmanafni sínu, sem
hafði fengizt skráð í firmaskrá
Reykjavíkur. I undirrétti hafði
Hannes hf. verið sýknað af
kröfu Arons, en Aron áfrýjaði
málinu til Hæstaréttar og var
þar kveðinn upp sá dómur, að
Hannesi hf. skyldi óheimilt að
nota nafnið „Kauphöll Hannes-
ar“ í firma sínu og væri fyrir-
tækinu skylt að láta innan 16
daga afmá það úr verzlanaskrá
Reykjavíkur að viðlögðum 1
þús. kr. dagsektum, sem rynnu
til Arons. Þá var Hannes hf.
dæmdur til að greiða Aroni 40
þús. kr. málskostnað I héraði og
fyrir Hæstarétti. —„Kauphöll
Hannesar" er rekin af Hannesi
Þorsteinssyni.
Dæmdur í níu ára
fangelsi fyrir morð
1 GÆR var kveðinn upp f Saka-
dómi Skaftafellssýslu dómur I
máli Guðna Oskarssonar bffreiða-
stjórn, Miðtúni 23, Höfn, Horna-
firði, en hann hafði verið ákærð-
ur fyrir að hafa myrt Stefán
Egilsson frá Volaseli f Lóni á
heimili sfnu á Hornafirði að
morgni sunnudagsins 28. jan sl.
Var Guðni dæmdur f nfu ára
fangelsi og til greiðslu alls saka-
kostnaðar, þ.á.m. 90 þús. kr. máls-
varnarlauna til Jónasar A. Aðal-
steinssonar hrl., og 90 þús.
kr. málssóknarkostnaðar til
rfkissjóðs. Gæzluvarðhaldsvist
Guðna frá 28. jan sl. kemur til
frádráttar fangelsuninni. Guðni
var dæmdur skv. 211. grein
hegningarlaga. sem svo hljóðar:
Hver, sem sviptir annan mann
lífi, skal sæta fangelsi, ekki skem-
ur en 5 ár, eða ævilangt. Dóminn
kvað upp Einar Oddsson, sýslu-
maður.
Við rannsókn málsins á síiýum
tíma játaði Guðni á
sig verknaðinn. Þeir
Stefán höfðu þekkzt vel og
sátu heima hjá Guðna að drykkju
aðfararnótt sunnudagsins. Er á
leið urðu þeir ósáttir. svo að til
átaka kom á milli þeirra, og
kvaðst Guðni hafa hent gesti sín-
um út. Að því búnu tók hann
haglabyssu, sem hann átti, hlóð
hana og skaut tveimur skotum á
eftir Stefáni. Beið Stefán sam-
stundis bana af, er annað skotið
hæfði hann. — Var Guðni hand-
tekinn á heimili sínu skömmu
síðar, án mótþróa og hefur hann
setið í gæzluvarðhaldi síðan.
Hann er rúmlega fertugur, fjöl-
skyldumaður. Stefán Egilsson var
33 ára að aldri, einhleypur. Hann
hafði starfað við bifreiðaviðgerð-
ir.