Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1973 4. kafli Froskur Þannig hélt hann áfram göngunni fullur sjálfs- þótta og reigði hausinn, þangað til hann kom að litlu þorpi. Á aðalgötunni rakst hann á skilti, sem á stóð „Rauða ljónið“ og þá mundi hann, að hann hafði engan morgunverð borðað og hann var orðinn mjög svangur eftir þessa löngu göngu. Hann gekk inn í veitingastofuna og pantaði þann bezta morgunverð, sem völ var á með stuttum fyrirvara, og settist til borðs. Hann var um það bil hálfnaður með máltíðina, þegar kunnuglegt hljóð barst honum til eyrna utan af götunni. Hann hrökk við og fór óðar allur að titra. Púff — fúffið kom nær og nær, síðan heyrðist, að bílnum var ekið inn í húsagarðinn, þar sem hann nam staðar. Froskur varð að grípa um borðfótinn til að dylja geðshræringu sína. Hópur fólks kom inn í veitingastofuna með glaðværum hlátrasköllum og Hver vill teikna í Jóla-Lesbókina? Þetta er orðsending til allra harna, 12 ára og vngri. Við viljum gjarnan fá teikningar frá .vkkur til að hirta f jólahlaði Lesbókar Morgunblaðsins. Þiðmegið teikna þær meðblýanti, penna eða krít. Og þær mega vera f litum ef þið viljið. Við viljum Ifka gjarnan fá frá ykkur stutt Ijóð. Og kannski eiga einhverjir sögur. En þær verða að vera stuttar. Við viljum birta þetta allt f jólablaðinu og kannski hiildum við áfrain að birta teikningar, sögur og Ijóð eftir börn, ef ykkur tekst vel upp. En til þess að koma þessu f jólahlaðið. verðum við að fá teikningarnar, Ijóðin og sögurnar ekki síðar en 1. desember. Það er ekki langur tími til stefnu. En því ekki að reyna? var að rifja upp ævintýri ökuferðarinnar um morguninn og kosti farartækisins og settist að snæðingi. Froskur hlustaði lengi vel með opinn munninn af eftirvæntingu. Svo stóðst hann ekki freistinguna lengur. Hann hvarf hljóðlega út úr stofunni, borgaði reikninginn sinn á barnum og þokaði sér síðan svo lítið bar á inn í húsagarðinn. „Ekki sakar aðskoða hann,“ sagði froskur viðsjálfan sig. Bílinn stóð í miðjum húsagarðinum og enginn nálægur. Hestasveinar og vinnumenn höfðu brugðið sér i mat. Froskur gekk hægt í kring um bílinn, skoðaði gaumgæfilega og tautaði fyrir munni sér: „Skyldi hann fara tafarlaust í gang?“ Hann vissi varla, hvernig það gerðist en fyrr en varði var hann setztur við stýrið og búinn að setja í gang. Um leið og vélin fór af stað, varð froskur gagntekinn gömlu ástríðunni á sál og líkama. Hann greip í stöngina eins og í draumi, sneri stýrinu á bílnum út um hliðið eins og í draumi. Og allar hugmyndir hans um hvað væri rétt og hvað rangt hurfu eins og dögg fyrir sólu. Sömuleiðis ótti um afleiðingar gerða hans. Hann jók hraðann og þar sem bifreiðin geystist eftir götunni og út á þjóðveg- inn, var hann sér ekki meðvitandi um neitt annaðen að nú væri froskur kominn í sinn rétta ham, stærstur og færastur allra, froskur hinn ógnverkjandi, um- ferðarskelfirinn mikli, lávarður einstiganna, sem allt og allir urðu að lúta eða eyðast ella. Hann söng við raust og vélarhljóð hljómaði eins og djúpt undir- spil. Hver mílan af annarri var að baki honum. Ákvörðunarstaðurinn var enginn, en bældar hvatir hans fengu útrás. Hann lifði augnablikin til fulls og skeytti engu, hvað biði hans. Hrafn kvaðst farið hafa áður um sumarið af íslandi til Noregs og öndverðan vetur austur til Svíþjóðar. Þar gerðist brátt vel með þeim. Og einn dag, er liðið var þingið, voru þeir báðir fyrir konungi, Gunn- laugur og Hrafn. Þá mælti Gunnlaugur: „Nú vildi ég, herra," segir hann, „að þér heyrðuð kvæðið.“ „Það má nú,“ segir konungur. „Nú vil ég flytja kvæðið mitt, herra," seg- ir Hrafn. „Það má vel ,“ segir hann. „Þá vil ég flytja fyrr kvæði mitt, herra,“ segir Gunn- laugur, „ef þér viljið svo.“ „Eg á fyrr að flytja, herra,“ segir Hrafn, „er ég kom fyrr til yðar.“ Gunnlaugur mælti: „Hvar komu feður okkar þess,“ segir hann, „að faðir minn væri eftirbátur föður þíns, hvar nema alls hvergi? Skal og svo með okkur vera.“ Hrafn svarar: „Gerum þá Fu'-teisi,“ segir hann, „að vér færum þetta eigi f kappmæli, og látum konung ráða.“ Kohungur mælti: „Gunnlaugur skal fyrri flytja, þvf að honum eirir illa, ef hann hefir eigi sitt mál.“ Þá kvað Gunnlaugur drápuna, er hann hafði ort um Ólaf konung; og er lokið var drápunni, þá mælti konungur: „Hrafn,“ sagði hann, „það er stórort kvæði og ófagurt og nokkuð stirðkveðið, sem Gunnlaugur er sjálfur f skaplyndi.“ „Nú skaltu flytja þitt kvæði, Hrafn,“ segir konungur. Hann ger- ir svo. Og er lokið var, þá mælti konungur: „Gunnlaug- ur,“ segir hann, „hversu er kvæði þetta ort?“ Gunnlaugur svarar: „Vel, herra," segir hann, „þetta er fagurt kvæði, sem Hrafn er sjálfur að sjá, og yfirbragðslítið; eða hví ortir þú flokk um konunginn,“ segir hann, „eða þótti þér hann eigi drápunnar verður?" Hrafn svarar; „Tölum þetta eigi leng- ur, til mun verða tekið, þótt sfðar sé,“ segir hann, og skildu nú við svo búið. Litlu sfðar gerðist Hrafn hirðmaður Ólafs konungs og bað hann orlofs til brottferðar. Konungur veitti honum það. Og er Hrafn var til brottferðar búinn, þá mælti hann til Gunnlaugs: „Lokið skal nú okkar vináttu, fyrir þvf að þú vildir hræpa mig hér fyrir höfðingjum. Nú skal ég einhverju sinni eigi þig minna vanvirða en þú vildir mig hér.“ Gunnlaugur svarar: „Ekki hryggja mig hót þín,“ segir hann, „og hvegi munum við þess koma, að ég sé minna virt- ur en þú.“ Ólaf ur konungur gaf Hrafni góðar gjafir að skiinaði, og fór hann brott sfðan. Hrafn fór austan um vorið og kom til Þrándheims og bjó skip sitt og sigldi til Islands um sumarið og kom skipi sfnu f Leiruvog fyrir neðan Heiði, og urðu honum fegnir frændur og vinir, og var hann heima þann vetur mcð fcður sfnum. Og um sumarið á alþingi fundust þeir frændur, Skapti Iögsögumaður og Skáld-Hrafn. Þá mælti Hrafn: „Þitt fullting vildi ég hafa til kvonbænar við Þorstein Egilsson, að biðja Helgu, döttur hans.“ Skapti svarar: „Er hún eigi áður heitkona Gunnlaugs ormstungu?“ Hrafn svarar: „Er eigi liðin sú stefna nú,“ segir hann, „sem mælt var með þeim? Enda er miklu meiri hans ofsi en hann muni nú þess gá eða geyma.“ Skapti svarar: „Gerum sem þér líkar.“ Sfðan gengu þeir fjölinennir til búðar Þorsteins Egilssonar. Hann fagnaði þeim vel, Skapti mælti: — Að þú skulir geta orðið svona fúll, þó ég hafi notað átekið tékkhefti. Það ætti nú vfst að vera auðvelt að fá annað. — Ég er að velta því fyrir mér, hvort við ættum ekki núna að skipta um hárgreiðslu? er panni. — Elskarðu mig ekki lengur, Sæmundur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.