Morgunblaðið - 22.11.1973, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1973
31
Göppingen í öðrusæti
GEIR HALLSTEINSSON og fé-
lagar hans f Göppingen léku um
sfðustu helgi við sterkt lið f Suð-
urdeildinni og sigruðu Geir og co
með 20 mörkum gegn 14. Eins og
fyrri daginn stóð Geir sig frábær-
lega vel og skoraði 5 mörk. Leik
Göppingen og Leuterhausen var
sjónvarpað beint og eitt sinn er
Geir hafði sent knöttinn f net
andstæðinga sinna hrópaði sjón-
varpsþulurinn upp yfir sig, að
Geir Hallsteinsson væri bæði
bezta og fjölhæfasta skyttan í
þýzkum handknattleik.
í leiknum viðLeuterhausen var
þó mikill barningur framan af, en
er síðari hálfleikurinn var nýhaf-
inn og staðan 11:11 fór Göpping-
en-liðið af stað, breytti stöðunni í
17:11 og gerði þar með út um
leikinn. Göppingen er nú í öðru
— og Geir stendur sig vel
nú eins og fyrri daginn
sæti í Suðurdeildinni með 10 stig
eftir 7 leiki, en Iiðið sem er efst,
Huttenberg, er með 11 stig eftir
jafn marga leiki. I Norðurriðlin-
um er Gummersbach í efsta sæti,
með 13 stig eftir 8 leiki. Liðið
tapaði nýlega fyrir Wellinghofen
9:14, það lið er í öðru sæti Norður-
riðilsins með einu stigi minna en
Gummersbach.
Ef vikið er að blaðaúrklippum
frá síðasta leik Geirs þá éru það
einkum tveir menn, sem fá hrós f
þýzku blöðunum, það eru Brod-
beck markvörður liðsins og Geir
Hallsteinsson. Um Geirsegir blað-
ið Göppinger Kreisnachrichten:
„Mikil heppni var það, og það
segjum við ekki f fyrsta skipti, að
Geir Hallsteinsson gerðist liðs-
maður Göppingen. í þessum leik
var hann eins og svo oft áður
lykilmaður Göppingen, hélt ró
sinni allan tímann og skoraði
mörk á mikilvægum augnablik-
um. Leikmaðurinn meðnúmer3 á
bakinu hefur fyrir löngu fundið
leiðina að hjörtum fylgismanna
Göppingen."
Joe Hooley,
George Smith.
Hooley kemur aftur
T?YPCTT T .FJKTTR KR og ganga frá þjálfaramálum
M Æ M Æ M 1 1. V/ lw KR-INGAR og Keflvíkingar hafa næsta ári. Sagðist Hooley vera illa ii
JÚGÓSLAVANNA
JUGÓSLAVNESKA Iiðið Dynamo
Pancevo, sem nú dvelur hér á
landi f boði Armenninga leikur
sinn fyrsta leik f Islandsferðinni
á móti Reykjavfkurmeisturum
Fram f Laugardalshöllinni í
kvöld. Þetta lið er mjög sterkt á
júgóslavneskan mælikvarða og
júgóslavneskur handknattleikur
stendur með miklum blóma um
þessar mundir.
1 liðinu leika sjö menn, sem
leikið hafa í landsliði Júgóslavíu,
og einn þeirra, Branislav
Pokrajak, er einn bezti leikmaður
Júgóslavfu nú. Dynamo Pancevo
er um þessar mundir í einu af
efstu sætunum i 1. deildar-
keppninni í Júgóslavíu. Liðið
kemur hingað frá Svfþjóð, þar
sem það lék einn leik. Hér leikur
það fjóra leiki, við Fram, Val, FH
og landsliðið.
Mótherjar Dynamo Pancevo í
kvöld, Reykjavikurmeistarar
Fram, hafa oftast staðið sig vel f
leikjum við erlend lið og í fyrra-
vor gerðu þeir jafntefli við
Zagreb frá Júgóslavíu, erliðið var
hér á keppnisferðalagi. Axel
Axelsson lét svo ummælt, er hann
frétti af stvrkleika júgóslavneska
liðsins, að þó hann vissi að júgó
slavnesk lið væru frábær, þá
væru Framarar þekktir fyrir allt
annað en að gefa sinn hlut eftir,
ef heiður Framara væri í veði.
Leikur Dynamo Pancevo og
Fram hefst í Laugardalshöllinni
klukkan 20.30 í kvöld.
KR-INGAR og Keflvfkingar hafa
nú svo gott sem gengið frá ráðn-
inu þjálfara fyrir 1. deildarlið
félaganna í knattspyrnu. Til ÍBK
kemur að öllum Ifkindum
Englendingurinn George Smith
og til KR gamall kunningi frá
sfðastliðnu sumri, maðurinn sem
gerði IBK að þreföldum meistur-
um, Joe Hooley.
Báðir þessir þjálfarar dvöldu
hér um helgina og ræddu við for-
ráðamenn ÍBK og KR, svo og leik-
mann. Joe Hooley var mjög hrif-
inn af aðstöðu KR-inga og er hann
hélt heimliðis í gærmorgun með
drög að samningum, sagði hann
að ölíklegt væri annað, en að
hann kæmi aftur hingað í marz á
Landsliðsæfingar
næsta ári. Sagðist Hooley vera illa
svikinn ef honum tækist ekki að
koma KR-ingum að minnsta kosti
upp íþriðja sætiðí 1. deild.
George Smith hélt sömuleiðis
utan í gær með drög að samning-
um, sem hann ætlaði að leggja
fyrir sfna nánustu. Taldi hann
mjög líklegt að hann kæmi aftur
1. febrúar. Smith er 36 ára, lék á
sinum tíma sem atvinnumaður
hjá Birmingham en fæst nú við
kennslu og þjálfun. Smith er
greinilega ekki eins stórorður og
kollega hans Joe Hooley, en þó
ákveðinn ef því ér að skipta. Sagð-
ist hann myndu byrja á því næsta
vor að skipuleggja leik Keflvík-
inganna eftir sínu höfði. — Ég
verð með meistaralið i höndunum
og það er ekki svo slæm byrjun,
sagði hann. Keflvíkingar gerðu
vel síðastliðið keppnistímabil og
það er spurningin hvort hægt er
að ná betri árangri. Eg kem hing-
að með því eina markmiði að gera
mitt bezta og vonandi verður það
nógu gott.
Bæði Smith og Hooley eru upp-
haflega komnir í samband við
íslenzku félögin í gegnum Enska
knattspyrnusambandið og 'um
þessar mundir eru bæði Vfkingur
og ÍA að Ieita að þjálfara í gegn-
um sömu aðila.
r • r J| r
i judo
NÝLEGA hefur verið skipuð
landsliðsnefnd í júdó, og er
ákveðið að senda landslið f júdó
til keppni á Norðurlandamóti. Þá
standa yfir samningar við Norð-
menn um landskeppni, og verið er
að kanna möguleika á þátttöku í
Evrópumeistaramöti, sem fram
fer í London skömmu eftir ára-
mót. Landsliðsnefnd hefur valið
15 menn til landsliðsæfinga, og
verður kennari hópsins Maichael
Vachun,4. dan.
Stórleikur í
1. deildinni
FH og Valur leika í 1. deildinni f
handknattleik í kvöld, og fer leik-
urinn fram í Iþróttahúsinu í
Hafnarfirði. Leikir þessara liða
hafa undanfarin ár verið sérlega
skemmtilegir, og má fastlega
gera ráð fvrir, að svo verði einnig
í kvöld. Ólafur H. Jónsson leikur
að líkindum ekki með Valsmönn-
um í kvöld, en hann er enn ekki
Of margar brotalamir
jarvera Ólafs og Geirs afsakar ekki allt
Fj
ÞAÐ er f febrúar á næsta ári,
sem úrslitakeppni HIVI f hand-
knattleik hefst f A-Þýzkalandi
og á þessu stigi málsins bendir
allt til þess að íslenzka lands-
liðið verði á meðal þátttakenda
f þeirri orrahrfð. Með Islend-
ingum í úrslitariðli verða Dan-
ir, A-Þjóðverjar og Tékkar,
þrjár þjóðir, sem telja verður
sterkar á handknattleikssvið-
inu. Ilverjar eru svo möguleik-
ar okkar manna í keppni við
þessar þjóðir?
Eftir leik Svía og íslendinga í
Laugardalshöllinni f fyrrakvöld
er svarið einfalt, möguleikarnir
eru engir. Hafa ber þó í huga,
að hvorki Geir Hallsteinsson né
Olafur H. Jónsson gátu tekið
þátt í Svíaleiknum, og munar
vissulega um minna. Framhjá
hinu verður þó ekki litið, að
kjarninn í íslenzka landsliðinu,
sem fara mun til Austur-Þýzka
lands, lék gegn Svíum, og
greinilegt er, að brotalamirnar
eru of margar til að hægt sé
télja möguleika landsliðsins
mikla.
1 leiknum við Svfa var
sóknarleikurinn ósköp bágbor-
inn. Axel Axelsson var sá leik-
maður, sem vera átti f aðalhlut-
verki, hann átti greinilega að
gera mörkin. Gott og vel Axel
gerði sjö mörk í leiknum, en þó
ekki úr færri skottilraunum en
14, fjögur marka sinna skoraði
Axel úr vítaköstum. Því miður
var ekkkert gert til að hjálpa
Axel í leiknum, hjálpa honum
við að komast í skótfæri.
„Blokkeringar" sáust varla í
leiknum og var þvf ekki nema
eðlilegt, að maður spyrði mann:
Hvers vegna var Stefán
Gunnarsson, valinn f liðið, en
ekki notaður? Hefði ekki verið
snjallt að láta hann „blokkera"
fyrir Axel?
Aðrar skyttur liðsins, Viðar,
Guðjón, Hörður, brugðust að
verulegu Jeyti og virðist liggja
beint við í næsta leik, sem einn-
ig er við Svía, að gefa mönnum
eins og Agústi Svavarssyni og
Gísli Blöndal tækifæri til að
spreyta sig, og er virkilega ekki
rúm fyrir risann Einar Magnús-
son í Landsliðinu?
Varnarleikur fslenzka Iiðsins,
var skömminni skárri, en sókn-
arleikurinn, en þar voru einnig
greinilegir vankantar á. Til
dæmis virtist Gunnsteinn
Skúlason ekki vera f takt við
leikinn, þessi leikmaður, sem
verið hefur varnarmaður okkar
númer eitt undanfarin ár, er
ekki samur og fyrr. Annar Vals-
maður, Agúst Ögmundsson,
stóð sig ekki heldur eins vel og
hann á vanda til, Ágúst var
yfirleitt álengdar við átökin, og
er það ekki hans vani.
Markverðir íslenzka liðsins
stóðu sig ekki illa og Ölafur
Benediktsson sérstaklega vel.
Eftir leikinn sagði Ölafur, að
honum hefði þótt erfitt að
koma svona inn í liðið án þess
að hafa æft með því.
Stemmningu hefði skort í varn-
arleiknum og baráttukraftur-
inn hefði verið í algjöru lág-
marki. Axel Axelssontók ísama
streng og var alls ekki
ánægður, með leik íslenzka liðs-
ins; sagði, aðmeiri hreyfanleiki
hefði þurft að vera í vörninni
og meiri harka í sókninni. Báðir
voru þeir Axel og Ólafur þó
sammála um, að íslenzka liðið
ætti að geta unnið það sænska,
það væri ekki svo sterkt.
Eftir leikinn við Frakka á
dögunum, þegar íslenzka liðið
vann hinn sæta sigur, var þegar
farið að deila á leikskipulag
liðsins. Rætt var um að ein-
staklingsframtakörfárraimanna
hefði unnið leikinn, en ekki
vel smurð vél eins og landslið-
ið ætti að vera orðið, þegar svo
stutt er í úrslit HM og þegar
höfð er í huga sú vinna, sem
lögð hefur verið í undirbúning
landsliðsins. Næst á dagskrá ís-
lenzka handknattleikslands-
liðsins, er leikur við Svía hér
heima, leikurann við Itali f IIM
og svo möt í A-Þýzkalandi með
þátttöku fjögurra sterkra liða
og íslendinga. Þessa leiki verð-
ur að nota til að velja það lið,
sem farið verður með í úrslita-
keppni HM, og nota Norður-
landamótið, sem fram fer í Dan-
mörku á milli jóla og nýárs til
að „fínpússa" liðið.
—áij
orðinn góður af meiðslum beim.
sem hann hlaut í leiknum við ÍR
á dögunum. Leikur Vals og FH
hefst í íþróttahúsinu í Hafnar-
firði klukkan 20.15 í kvöld, en að
honum loknum leika Haukar og
Þór. Verður leikurinn gegn Hauk-
um fyrsti leikur Þórs syðra í 1.
deildinni. Telja verður mögu-
leika Haukanna talsvert meiri í
leiknum, en Haukarnir verða þá
líka að leika betur en gegn Vík-
ing síðastliðinn sunnudag.
Ársþing KKI
ÁRSÞING Körfuknattleikssam-
bandsins verður haldið á Hótel
Loftleiðum næstkomandi laugar-
dag og hefst klukkan 10.00 fyrir
hádegi.
Flokkaglíman
FLOKKAGLIMA Reykjavíkur fer
fram í fimleikasal Melaskólans
16. desember n.k. Þátttökutilkynn
ingar skulu hafa borizt til Sig-
tryggs Sigurðssonar, Melhaga 9,
eigi síðar en 9. desember n.k.,
ásamt þátttökugjaldi sem er kr.
200,00 í flokki fullorðinna og í.
unglingaflokki, en kr. 100,00 i
drengja- og sveinaflokki.
Svíar æfa af
krafti
SÆNSKA landsliðið í knatt-
spyrnu æfirþessa dagana af mikl-
um krafti fyrir aukaleik Svíþjóð-
ar og Austurríkis f undankeppni
HM. í fyrrakvöldléku Sviarnirvið
hollenzka liðið FC Haag og unnu
Svíarnir 3 — 0. Mörkin skoruðu
Roland Sandberg (2) og Conny
Torstesson.