Morgunblaðið - 08.12.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 08.12.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 3 Urskrifstofu happdrættisins. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið DREGIÐ verður í Happdrætti Sjálfstæðisflokksins í kvöld og verður drætti ekki frestað. Mikill straumur fólks hefur verið á skrifstofu happdrættisins að Laufásvegi 47, undanfarna daga eins og myndin ber með sér, en hún var tekin þar i gær. Vinning- arnir í happdrættinu eru: Volks- wagen Passat LS, árgerð 1974 og í kvöld 10 útvarpstæki með kassettu. Nú er hver siðastur að gera skil og verða sér úti um miða. Á morgun verður það of seint. Andvirði miða er sótt heim ef óskaðer.siminn er 17100. Takið þátt i happdrættinu og styðjið þar með Sjálfstæðisflokk- inn í starfi. Ráðstefna um fóstureyðingar FÉLAG læknanema gengst f.vrir ráðstefnu um fóstureyðingar laugardaginn 8. desember kl. 14. Verður ráðstefnan haldin f Stúdentaheimilinu við Hring- braut. Ráðstefnan hefst með því, að sjö manns flytja stutt framsögu- erindi og þau eru: Björn Björns- son guðfræðingur, Gerður Öskars- dóttir kennari, Guðmundur Jóhannesson læknir, Ilelgi Krist- bjarnarson læknanemi, Iljördis Hákonardóttir lögfræðingur og Hulda Jensdóttir forstöðukona. A eftir framsöguerindunum verða paneumræður milliofan- greindra manna. Urpræðustjóri verður Þorbjörn Broddason lekt- or. Minni skattaálögur, auknar rauntekjur EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á almennum félags- fundi Heimdallar sl. þriðjudag: „Almennur félagsfundur í Heimdalli S.U.S., haldinn þriðju- daginn 4. des. að Hötel Esju, lýsir yfir fullum stuðningi við þegar framkomið frumvarp Sjálfstæðis- flokksins um breytingar á núgild- andi skattalögum. Með þessu frumvarpi Sjálfstæðisflokksins er stigið spor I þá réttu átt að Guðmundur og Weinstein eru efstir Chicago 7, des. Einkaskeyti tilMbl. FráAP. GUÐMUNDUR Sigurjónsson og Norman Weinstein frá Boston eru efstir og jafnir á alþjóðlega skákmótinu f Chi- cago eftir níu umferðir með 6!4 vinning. t nfundu um- ferðinni sem tefld var í gær, vann Guðmundur Andrew Karklings frá Chicago og Weinstein sigraði Greg De- fotis fráChicago. I þriðja sæti er Nikolai Kara- klajic frá Júgóslavíu, en hann beið i níundu umferð ósigur fyrir Larry Kaufman frá Mary- land og er með 6 vinninga, James Tarjan frá Kalíforníu er í fjórða sæti, eftir sigur yfir Zvonko Varanesic frá Kanada, með 5'4 vinning. Stórmeistar- inn Duncan Suttles heldur áfram hrakförum sfnum og tapaði fyrir Kim Commons frá Los Angels, sem er í fimmta sæti. Suttles er aðeins með 2 vinninga, en Cammos með 5. Tvær umferðir eru ótefldar á skákmótinu, en því lýkur á sunnudag. Það er Bandaríska skáksambandið og Skákklúbur- inn Chicago, sem standa að mótinu i sameiningu. einingu. minnka beina skattinnheimtu ríkisins. Núgildandi skattalög, sem ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar stóð að, eru á margan hátt stórgölluð, eins og almenningur hefur orðið áþreifanlega var við. Ástandið í dag verður að teljast óþolandi. Skattsvik eru almenn nú, 72% tekjuskattsgreiðenda eru í hæsta skattstiga. Margt fólk telur það ekki borga sig að vinna nema hluta úr ári, því annars lendir það í hæsta skattþrepi. Slíkt ástand verður að teljast óeðlilegt, skatta- lög eiga að vera þannig, að þau virki hvetjandi á fólk, en ekki letjandi. Frumvarp Sjálfstæðisflokksins miðar m.a. að því að minnka veru- lega skattaálögur á fólki, draga úr skattsvikum, auka sparnað í ríkis- rekstri og auka rauntekjur fólks.'1 SJÁVARUTVEGSRÁÐUNEYT- IÐ gaf nýlega út reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 189 14. júlí 1972 um fiskveiðilandhelgi íslands, þar sem ákveðið er, að framvegis verði bannaðar allar veiðar frá 20. marz til 1. maí ár hvert á svæði þvf fyrir Suður- landi, sem friðað hefur verið til þessa frá 20. marz til 20. apríl. Svæðið er ein mikilvægasta hrygningarstöð þorksins fyrir AÐVENTUKVÖLD Kársnessafn- aðar verður í Kópavogskirkju á sunnudagskvöld og hefst kl. 8.30. Viðlagasjóð- ur borgar JARÐHITADEILD Orkustofnun- ar er að kanna. hvort hugsanlega megi nýta hitann f nýja hrauninu í Vestmannaeyjum til húshitun- ar, svo sem frá hefur verið skýrt f blaðinu. Nú hefur Viðlagasjóður sanL þykkt að kosta þessa tilraun og leggja til þess fjárframlag að upphæð kr. 865.000. Suðurlandi og afmarkast af lín- um, sem dregnar eru milli eftir- greindra staða: a) 63°32'0 n.br., 21°25'0 v.lg. b) 63°00'0 n.br.,21°25’ v.lg. c) 63°00'0 n.br., 22°00'0 v.lg. d) 63°32'0 n.br., 22°00'0 v.lg. Akvæði þessi eru sett að fengn- um tillögum Hafrannsóknarstofn- unarinnar og Fiskifélags íslands. Friðunartímabil lengt „Leðurblak- an” frumsýnd annan jóladag Á ANNAN dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið hina heimskunnu óperettu Leðurblökuna eftir Jo- hann Strauss yngri. Verkið þarf tæpast að kynna hér á landi, þvf að margir munu minnast þess að Þjóðleikhúsið sýndi þessa óper- ettu á fyrstu starfsárum sínum eða nánar tiltekið á árunum 1952 og 1953 við miklar vinsældir. Leð- urblakan var frumsýnd í Vfnar- borg þann 5. apríl 1874 fyrir tæp- um 100 árum, en sfðan er Leður- blakan sýnd stöðugt um allan heim við jafn miklar vinsældir. í því sambandi má geta þess, að Leðurblakan verður einnig sýnd á Konunglega leikhúsinu i Kaup- mannahöfn um þessi jól. Leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu er Erik Bidsted, ballettmeistari og leikstjóri. Síðast stjórnaði hann hér söngleiknum „Ég vil — égvil“ fyrirÞjóðleikhúsið. Ragnar Björnsson stjórnar hljómsveitinni, en leikstjóri til aðstoðar við leikstjórnina er Her- dfs Þorvaldsdóttir. Lárus Ingólfs- son er leikmynda- og búninga teiknari. Helztu hlutverkin eru leikin og sungin af: Sigurði Björnssyni, Guðmundi Jónssyni, Svölu Nfel- sen, Kristni Hallsyni, Magnúsi Jónssyni og Elinu Sigurvinsdótt- ur og Sólveigu Björlihg. Enn- fremur eru leikararnir Ami Tryggvason og Lárus Pálsson f veigamiklum hlutverkum. Alan Carter balletmeistari æfir og semur dansana í Leðurblök- unni, en dansarnir eru all-margir i sýningunni. Félagar úr Þjóðleik* húsinu syngja auk þess með. Jóhann Straussyngri, höfundur tónlistarinnar, er fæddur í Vínar- borg 25. október 1825. Faðir hans, Jóhann Strauss, eldri var frægur hljómsveitarstjóri og tónskáld, en hann vildi láta son sinn taka eitt- hvað nytsamara fyrir en tónlist- Garðar Cortes (varmaður Sigurðar Bjömssonar f hlutverki hans), Erik Bidsted.Svala Nielsen og Sigurður Björnsson. ina. J. Strauss gekk þvf mennta- veginn og tók verkfræðipróf við' háskólann, en stundaði nám í fiðluleik á laun, og 19 ára að aldri stjórnaði hann f fyrsta skipti hljómsveit, sem hann komsérupp sjálfur. Þegar faðir hans dó, tók hann við stjórn hans og hélt tón-1 leika í Vínarborg, Þýzkalandi og í Póllandi viðgóðar undirtektir. Eftir Johann Strauss yngri, liggur mikið af tónverkum. Alls samdi hann 16 óperettur og þekktastar af þeim eru Leður- blakan, Sígaunabaróninn, sýnd i Þjóðleikhúsinu vorið 1961. Nótt í Feneyjum, Vínar blóð og fl. Johann Strauss hefur oft verið nefndur „konungur Vínar- valsins" og eftir hann liggur mik- ið af undurfögrum völsum og tón- verkum: Dóná svo blá, Sögur úr Vínarskógi, Listamannalíf og fl. Johann Strauss lést 3. júní 1899.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.