Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1973 17 stofunum þremur og nota þá okkar elskulega gólfflöt sem svið. Félagsstarfið er mjög mikið Þarna úti í sveitinni gerist ekki alltof mikið um vetrartímann og þróttmiklir krakkar þurfa að geta gert eitthvað annað en sitja yfir skólabókum daginn út og daginn inn. Félagslíf er því mikið og fjöl- breytt og hugmyndaauðgi nemenda óspart notuð. Eina helgi i mánuði fá þeir raunar frf og geta þá rússað hvert á land, sem þeir vilja en það er samt nóg eftir af dögum, sem þarf að fylla uppí. því stundum aðeins að ýta við fólki til að það stundi námið af kappi og við þurfum auðvitað að fylgjast vel með þvi. En ég get ekki sagt að það sé neitt vanda- mál. — Hvernig semur ykkur við nágrannana? — Undantekningalaust mjög vel. Við erum t.d. í beinu og mjög góðu sambandi við ungmenna- félagið og tökum höndum saman við það um kvöldvökur, árs- hátíðar og annað félagsstarf. Það kemur sér vel fyrir báða aðila og við erum mjög ánægðir með þau tengsl. Fjármálin eru vandamálið Fræðsla og skemmtun Þegar 27 ungmenni koma saman eru sameiginlegu áhuga- málin auðvitað mörg en svo hafa auðvitað flestir eitthvert einka- áhugamál og þá er um að gera fyrir þá að vekja áhuga hinna á þvf og fá þá með sér. Það er því af — Og hvernig er svo með fjár- málahliðina? — Þar kemur þú eiginlega að okkar stóra vandamáli. Skólinn er rekinn af kirkjuráði og með fé úr kristnisjóði. Við fáum ekkert rekstrarfé ennþ'á frá hinu opin- bera, en það er unnið að þeim málum. Þessi skóli er almennur lýð- Dóra, Heimir og Arnþrúður, dðttir þeirra. mörgu að taka. Það eru haldnir málfundir, kvöldvökur, taflkvöld, bókmenntakynningar, söngkvöld og það eru haldnir fyrirlestrar. Eins og sjá má á þessum lista er leitast við að haga því þannig að tómstundirnar hafi einnig eitt- hvað fræðslugildi og til að auka það enn er boðið gestafyrirlesur um og þá er ekki bara miðað við nemendur heldur eru allir nágrannar boðnir velkomnir. Fyrirlesarinn getur verið læknir, jarðfræðingur, rit- höfundur eða raunar hvað sem er ef hann býr yfir einhverjum skemmtilegum fróðleik. Þá er ráðgert í vetur að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna í heimsókn og eiga þeir að kynna flokka sína og stefnuskrár þeirra og svara spurningum. Má búast við að hart verði að þeim sótt því þetta er líflegur hópur, en þá virðast stjórnmálamenn reyndar kunna bezt við sig „undirskothríð". Engin aga- vandamál En talandi um líflegan hóp, hvernig gengur að halda aga? — Ég get ekki sagt að við eig- um við neitt vandamál að strfða þar. Hvorki í fyrra né nú. Við höfum eina mjög ákveðna reglu; meðferð áfengis er algerlega bönnuð og það er gengið eftir að því sé hlýtt. Ekki þar fyrir að það hafi þurft aðganga hart eftirþví, vandamálið hefur alls ekki komið upp. En þetta er semsagt grund- vallarregla, sem ekki verður vikið frá. Þar fyrir utan skipti ég mér ekki af einkalífi þeirra og ég skipti mér auðvitað ekkert af því hvað þau gera þegar þau fara héðan í helgarfrí. Þá eru þau sjálfs sins herrar. — Eina vandamálið, sem við þurfum kannski að hafa afskipti af, snertir fremur sjálfsaga. Þetta er próflaus skóli. Það er ekki tekið héðan neitt burtfararpróf en nemendum veittar vitnis- burður ef þeir óska þess. Það þarf háskóli og hann leggur áherzlu á almenna menntun. Það er ekki verið að stíla á sérstaka hópa eða „indoktrineringu", skólinn á að vera opinn öllum, sem vilja sækja hann án tillits til þess hvernig fjárhag þeirra er háttað. Ef hann er það ekki nær hann ekki til- gangi sínum og þá má segja að grundvöllurinn fyrir hann sé brostinn. — Mér finnst, að þessi skóli eigi að njóta sömu réttinda og lýðháskólar á hinum Norður- löndunum. Það er ekki rétt, að hann sé rekinn af einu félagi eða hópi enda vafasamt að nokkur slíkur aðili hafi bolmagn til þess til lengdar. Mikið ógert — Það á eftir að gera mjög mikið. Á næsta ári verður unnið að því að fullgera skólahúsið, sem við notum nú. Þá verður þar heimavist fyrir tuttugu nemendur. En skólinn er miðaður við að þar verði sextíu nemendur og það á eftir að reisa fjörutíu manna heimavist. Ég horfi nú alveg rólegur á næstu fimm árin með það, sumarbúðaskálar þjóð- kirkjunnar hafa reynst okkur vel en þeir eru auðvitað ekkert fram- tíðarhúsnæði. Það hefur sýnt sig að skólinn á fullan rétt á sér. Aðsókn að hon- um er mjög mikil og það eru margir á biðlista eftir að komast í hann. Það er fólk, sem vill bæta almenna menntun sina en hefur kannski takmarkaða möguleika á að fara annað, af ýmsum ástæð- um. Þetta fólk á auðvitað rétt að að fá þá menntun, sem það sækist eftir. Eg held ekki að nokkur maður muni neita þvi. Lýðháskólalög eru nauðsynleg — Það eru lýðháskólalög í deiglunni en þau eru ekki komin ennþá. Meðan ekki hafa verið sett lög sem tryggja skólanum fjár- veitingu fæ ég ekki séð að auðvelt verði að halda honum opnum. Kristnisjóður getur ekki til lengdar rekið skóla enda tekur fyrir það fé á næsta ári og þá starfsemi skólans nema annað komi til. — Við erum auðvitað þakklátir fyrir allt.sem fyrir okkur er gert, t.d. það byggingafé, sem við höf- um fengið á fjárlögum tvö ár í röð, en það voru fjórar og fjórar og hálf milljón. En það tryggir því miður ekki reksturinn. Skóla- gjöldin eru nú 10 þúsund krónur á mánuði fyrir pilta og 9 þúsund fyrir stúlkur. Þessi skóli gæti staðið frammi fyrir þvi að þurfa að hækka skólagjöld til muna. Það þýddi að hann yrði nokkurs konar einkaskóli fyrir þá, sem hefðu efni á því og til þess má ég ekki hugsa. Skölinn á að vera opinn ölium jafnt annars bregst hann hugsjóninní og þeim, sem vilja sækja hann. Eg vona inni- lega að til þess komi ekki, í kirkju Við erum nú búnir að rölta endanna milli t skólahúsinu og þykir tilhlýðilegt að líta inn i Skálholtskirkju áður en við höld- um heim. Það er rökkur i kirkjunni, aðeins kveikt á daufu ljósi yfir orgelinu og frá þvi berast hikandi tónar. Þar situr annar útlendi nemandinn, Dorian Gaber frá Cicago, og er mér til efs að 17 ára hnátur frá Cicago geti fundið öllu magnaðri stað til að æfa sig á orgel en Skálholtskirkju hálf myrkvaða. Dorian hefur aðeins verið á islandi i þrjá mánuði, hún kom sem skiptinemi, en er þegar byrjuð að tala nokkra fslenzku; — „Elggi mjög góða ennðá." — Það var tilviljun að ég kom til íslands. Mér var alvég sama hvert ég yrði send sem skipti- nemi, en ég er lika mjög ánægð með hvað var valið fyrir mig. Nei, ég vissi ekkert um ísland áður en ég kom hingað. Ég fór i bókasöfn til að reyna aðgrafa eitthvað upp en það var lítið að finna. Ég vissi að það bjuggu ekki nema 200 þúsund manns hérna og það fannst mér skrýtið og svo vissi ég að þið áttuð i þorskastriði við Englendinga. — En ég hef ekki átt í neinum vandræðum að aðlagast og mér kemur vel saman við íslenzku krakkana. Þeir eru samt töluvert öðruvfsi en félagar mínir heima. Þegar islenzkir krakkar skemmta sér verða þeir „hlaðnir" (Loaded: drukknir) en heima verða þeir „grýttir'* (stoned: reykja hass). Ekki svo að skilja að ég hefi orðið þess vör hérna, en égsá það þegar ég var að skemmta mér í Reykja- vik. Sjálf læt ég hvort tveggja eigasig. — O — Og þá er kominn heimferðar- timi. Við kveðjum Heimi og Dóru og börnin þeirra tuttugu og sjö og þeysum úr hlaði. Sveinn keyrir auðvitað eins og hann haldi að hann sé að taka flugpróf. Vegurinn hefur ekkert skánað. Kannski skánar hann ekkert á næstu árum, en vonandi heldur hann samt áfram að liggja heim að Lýðháskólanum i Skálholti. — Óli Tynes. Dorian viðorgeliðf Skálholtskirkju. Ur einu stúlknaherberginu, við skrifhorðið er Ingveldur Björns- dóttir, Reykjavfk, en á veggjumClint Eastwood og El Cordobes. Við skákborðið; Sigurður Sigurðsson, frá tsafirði og /Egir Þórðarson, Reykjavfk. Kennslustund. (Ljósm. Sv.Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.