Morgunblaðið - 30.12.1973, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
5Í/!*- ÍEajíSí.
LEIKFÉIAG
’REYKJAVlKUR
áh
■■ II
■■ ■■
■■ ■■
„Og gullið þeytist eins og ör um allar
jarðir, þvílíkt fjör”
Gleðileikurinn Volpone í Iðnó
Að ffflum alla gerir gull.
af grimmd og heimsku er jörðin full!
Þeir okra og safna í erg og gríð
og evða og sóa — þvflfkt stríð!
Og heppni einser annars tjón,
en allir re.vnast sömu flón!
Það sigrar enginn auðsins vald
þó iðki föstu og bænahald!
Hevr mammonsþrælsins org og óp.
sjá aurasál og derrinn glóp —
og þú ert kannske f þeirra hóp!
Og gullið þeytist eins og ör
um allar jarðir — þvflfkt fjör!
Það flýr úr hverjum felustað
þó ffflin reyni að hindra það!
Og sá skal hljóta háð og spé,
sem hrúgar saman mestu fé.
en auðsins gata er greið og hreið,
og græðgin vex á þeirri leið!
Þvf gullið elta aular þeir
unz enginngetur hlaupið meir —
þá kemureinn er annar deyr!
Og mammon kóngum æðri er
og alla lætur þjóna sér,
þó einn sé gamall, ungur hinn,
þeir elska báðir gullkálfinn!
Svo logaskær ergullsins glóð
að getur blindað heila þjóð —
og dansinn trylltur dunar enn
um daga og nætur, góðir menn!
Sjá eilfft hringsól heimskingjans.
þið háu drottnar auðs og lands —
Vort Iff, vort líf erdáradans!
FYRSTI ÞÁTTUR
Fyrsta atriði
Stofa Volpones í feneyskri höll,
stór og skrautlega búin. Til
vinstri breið og íburðarmikil
hvíla — sjúkrabeður Volpones.
Það er árla morguns. Glugga-
tjöldin dregin fyrir til hálfs eins
og gerist í sjúkrastofum.
MOSKA
(ungur Feneyingur, grannur,
svartklæddur, fjörmikill og kátur
náungi, kemur þjótandi inn um
hliðardyr, klappar saman hönd-
unum): Halló, halló, fljótir nú.
Inn með árbítinn, húsbóndinn er
kominn á fætur.
(Nokkrir þjónar koma inn I
flýti, rekast hver á annan).
Setjið morgunverðinn hjá rúm-
inu. Húsbóndinn er þreyttur, hon-
um leið alveg hræðilega illa í nótt,
það var ein þrautanóttin hans
enn, aumingja mannsins. Æ, ég
óttast, að hann eigi ekki eftir að
heyra klukkurnar í Feneyjum
hringja oft úr þessu. En látið
hann ekki sjá, að þið vitið neitt,
verið glaðir á svipinn og heyrnar-
lausir, þegar hann fer að barma
sér — þið vitið, hvað honum er
meinilla við alla meðaumkun, ver-
ið fjörugir og kátir. Svona, verið
nú dálítið sprækir og umfram allt
ekki stúrnir á svipinn, þegar ég
leiði hann hingað inn.
(Fer inn í hliðarherbergið).
FYRSTI ÞJÓNN
Heldurðu, að herra Volpone sé
svona veikur í raun og veru? Ekki
trúi ég því — það get ég svarið við
Feneyjaljónin sjö, nei, ég trúi því
alls ekki! 1 fyrrinótt var hún Can-
ina hjá honum, það er ekki lengra
síðan, og hamagangurinn var svo
mikill, að loftið yfir mér lék á
reiðiskjálfi alla guðslanga nótt-
ina, og ég varð að breiða sængina
yfir höfuð.
Við höfum lesið upphafið að
jólaleikriti Leikfélags Reykja-
víkur, hinum sígilda, ástalausa
gleðileik, Volpone, sem frum-
sýndur var í Iðnó í gærkvöldi.
Við Iitum inn á æfingu í Iðnó
eitt kvöldið í vikunni og fylgd-
umst með, þegar lögð voru síðustu
drög að sýningunni, fullbúinni.
Að vanda var hin heimilislega
stemmning i Iðnó, úti fyrir léku
norðangjólurnar sér í hrinum,
húsið söng stakan tón við og við
og Iðnófólkið var enn einu sinni
að smíða hugmyndagull fyrir
áhangendur sína, væntanlega
leikhúsgesti. Það var að vfsu
gamall kunningi í þetta sinn, því
að Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi Volpone í Iðnó 26. janúar
1949, þá lék Brynjólfur Jóhannes-
son eift af aðalhlutverkunum,
sem hann leikur einmitt aftur nú,
en það er hlutverk Corbaccio,
hins gamla okrara.
Volpone er samið af Ben Jonson
og endursamið af Stefan Zweig,
en islenzka þýðingu gerði Ásgeir
Hjartarson og hefur hún Iöngu
fengið orð fyrir að vera listagóð.
Volpone auðmanninn frá
Smyrna leikur Helgi Skúlason,
Mosca snfkjugest hans leikur Pét-
ur Einarsson, Voltore Iögbókara
leikur Guðmundur Pálsson,
Corbaccio kaupmann leikur Jón
Sigurbjörnsson, Colombu konu
hans leikur Valgerður Dan,
Leone sjóliðsforingja, son Cor-
baccios, leikur Sigurður Karlsson,
Caninu daðurdrós leikur Sigríður
Hagalín, dómarann leikur Karl
Guðmundsson, lögregluforingj-
ann leikur Kjartan Ragnarsson,
þjóna og lögreglumenn leika
Magnús Rafnsson og Jóhann
Steinsson og réttarskrifara leikur
Daniel Williamsson. Leikstjóri er
Steindór Hjörleifsson og Steinþór
Sigurðsson gerði leikmyndirnar,
sem eru, eins og annað frá hans
hendi, mjög skemmtilega gerðar.
Leikurinn gerist i Feneyjum á
endurreisnartímanum og fjallar
um það, þegar Volpone dettur í
hug, ásamt þjóni sínum, að gera
usla í jarðlífsþrasinu með því að
auðkýfingurinn Volpone látist
liggja banaleguna til þess að
kanna viðbrögð vina og vanda-
manna. Ekki liður á löngu þar til
menn fara að sýna ýmis tilþrif til
þess að tryggja sér vænar sneiðar
af erfðakökunni og verður út úr
þessu öllu hinn mesti og skemmti-
legasti darraðardans, sem að sjálf-
sögðu er ekki ástæða til þess að
rekja nánar, þvi það verða menn
að kynna sér sjálfir í leikhúsinu.
Leikritið er fullt af prakkara-
skap og spaugilegri baráttu um
jarðlífsgullið, en þannig var það
þó ekki, þegar það var ritað af
Ben Jonson árið 1604, þvi þá var
mikill beizkjutónn i þvi. Stefan
Zweig upphóf hins vegar gaman-
tóninn og léttleikann yfir beizkj-
una, þegar hann endurritaði
verkið 1926 og þannig er það
borið á borð 370 árum síðar á
íslandi. Og þrátt fyrir aldurinn
gæti það verið að gerast í dag og á
morgun, því að enn eru pening-
arnir ekki úr leik.
-á.j.
(kemur með morgunverðinn):
Það er ekki mikið pláss í herbergjum leikaranna undir sviðinu I Iðnó, en það ræður ekki úrslitum um
það, hve kaffisopinn er góður og að sjálfsögðu fylgir honum tilheyrandi skraf. Ljósmynd Mbl. Sv.
Þorm.