Morgunblaðið - 30.12.1973, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
15
GLEÐILEGT NVÁR Jóliunn G. — megi framlag þitt til listanna verða
jafn ánægjulegt á næsta ári og þessu.'GLEÐILEGT NÝÁR Elizabeth
og Richard Burton — megi sambúðin endast a.m.k. út næsta ár.
GLEÐILEGT NVAR Magnús og Jóhann, Change, Pal Brothers og þeir
allir — megi frægðin falla ykkur í skaut á næsta ári í Bretlandi og
víSar. GLEÐILEGT NVAR John Lennon — megi baráttan fyrir
dvalarleyfi í Bandaríkjunum verða friðsamleg. GLEÐILEGT NVÁR
Osmonds — megi frægðin og vinsældirnar endast út næsta ár, þrátt
fyrir fallvaltleika heimsins. GLEÐILEGT NVÁR Magnús Kjartansson
(poppari) — megi tónlistarsköpunin og plötuútgáfan blómgast.
GLEÐILEGT NVÁR Mogens Glistrup — megi skattarnir verða létt-
bærir. GLEÐILEGT NVÁR Jónas R. Jónsson — megi Uglan hressast
með hækkandi sól. GLEÐILEGT NVÁR Alice Cooper — megir þú
verða prestinum föður þínum til sóma. GLEÐILEGT NVAR fslenzka
æska — megi eldra fólkið verða þér til sóma. GLEÐILEGT NVÁR
Sverrir Runólfsson — megi allir þínir vegir verða holulausir. GLEÐI-
LEGT NVAR Heljarenglar — megi mótorhjólin ykkar sleppa við
bensínleysi. GLEÐILEGT NVÁR Morgunblaðið — til hamingju með
SLAGSÍÐUNA!
|
I
Fílabrandarar og fárán-
leikabrandarar!!!
Hvers vegna er fíllinn með
gular lappir?
Til þess að það sjáist ekki, að
hann labbar í smjörinu.
Hvers vegna er fíllinn í rauð-
um skóm?
, Af því að þeir grænu eru hjá
skósmið.
Hvers vegna notar fíllinn
græna skó?
Svo að hann sjáist ekki, þegar
hann er að læðast í grasinu.
Hvernig komast fjórir fílar í
Fólksvagn?
Tveir frammi og tveir aftur í.
Hvernig komast fjórir gíraff-
ar í Fólksvagn?
Þeir komast ekki, því að það
eru fílar í honum.
Þolirðu þessa fílabrandara og
aðra í svipuðum dúr?
Hættu þá að lesa/Haltu
áfram að lesa (Strikið yfir það,
sem á ekki við.)
Fílabrandarar og aðrir svip-
aðir brandarar sem settir eru
fram í formi gátna með svörum
fáránleikans, eru sérlegir
brandarar ungu kynslóðarinn-
ar: Unga kynslóðin fann þá
upp, er sú eina sem notar þá og
sú eina sem skilur þá. Fleiri en
ein og fleiri en tvær vísindaleg-
ar kannanir hafa verið gerðar á
þessu fyrirbæri, uppruna þess
og umtaki, og visindagreinar
hafa verið skrifaðar um það.
Við drepum hér lítillega á
nokkur atriði niðurstaðna vís-
indamannanna, en að öðru leyti
látum við fíla- og fáránleika-
brandarana tala sínu máli
sjálfa — enda áramótin i nánd
með Öllum sínum fáránleika.
Rannsóknir sýna, að skeið
fáránleikabrandaranna hófst
meðal framhaldsskólanema í
Bandaríkjunum 1962 og þaðan
hafa brandararnir síðan breiðst
út sem eldur í sinu um allar
jarðir, þar sem bandarískra
menningar- og siðvenjuáhrifa
gætir. Innan tíðar tók fullorðna
fólkið þessa brandara I sína
þjónustu; skemmtikraftar
sögðu þá i sjónvarpi, útvarpi og
á skemmtistöðum, og útgáfufyr-
irtæki gáfu út myndskreyttar
bækur með fílabröndurum.
Fullorðna fólkið fékk þó fljót-
lega leið á þessu skemmtana-
formi og eftirlét það börnum og
unglingum, sem hafa haldið
bröndurunum á lífi og raunar
aukið kyn þeirra stórlega með
nýjum útgáfum.
Fílabrandararnir eru upp-
runnir á meðal bandarískra há-
skólastúdenta, rétt eins og
hippahreyfingin síðar meir,
sem var í andstöðu við þjóð-
félagskerfið og giidismat þess.
Þjóðfélagsgagnrýnin er ríkur
þáttur í fílabröndurunum:
Fílarnir lifa í þjóðfélaginu án
þess að fara eftir reglum þess
og lögum. Fílarnir eru friðsöm,
en óróleg dýr í nýtízku íbúðum,
þramma um í smjörinu og gera
aðra forboðna hluti.
Fáránleikagáturnar eru tald-
ar andsvör við sérstæðum gát-
um sjötta áratugarins um börn,
sem voru saumuð föst við gólf-
ið, urðu undir völturum eða
pressuð undir lyftum. Þær
sjúklegu gátur eru taldar and-
svör ungra Bandaríkjamanna
við ömurlegum veruleika, m.a.
kjarnorkusprengingum Banda-
ríkjamanna í Japan, kalda
stríðinu, Kóreustrlðinu og ára-
langri ofbeldisdýrkun. Skortur
„sjúklegu" gátnanna á rök-
réttri hugsun er talinn merki
um uppreisn gegn vísinda-
hyggjusamfélagi, þar sém hægt
er að mæla allt mannlegt og
setja upp í tölfræðilegar töflur
og línurit.
En þá skulum við að lokum
líta á nokkra fíla- og fáránleika-
brandara til viðbótar:
il
* , -n •
FÍLABRANDARAR
Hvers vegna synda fílarnir á
bakinu niður ána?
Til að strigaskórnir þeirra
blotni ekki.
Hvað sagði Tarsan, þegar
hann sá filana koma yfir hæð-
ina?
Þarna koma fílarnir yfir hæð-
ina.
Hvað sagði Tarsan, þegar
hann sá fílana koma yfir hæð-
ina með dökk sólgleraugu?
Ekkert. Hann þekkti þá ekki.
Ilvernig þekkirðu fil frá
vínberi?
Vínberið er grænt.
Hvað sagði Jane, þegar hún
sá filana?
■ Ó, sjáið þið öll vínberin!
(HUn var litblind.)
Hvernig þekkirðu fil frá vín-
beri, ef þú ert litblindur?
Hoppaðu á þessu í smátíma
og ef það kemur enginn safi úr
því, þá er það fíll.
Hvers vegna eru ekki fleiri
fílar i menntó?
Það ljUka svo fáir fílar lands-
prófi.
Hvernig veiztu að fill hefur
verið á ferð í isskápnum?
Það sést á fótsporunum í
smjörinu.
Hvers vegna eru fílar með
hár á rófunni?
Hvers vegna ekki?
Hvernig veiðir maður fíl?
Maður notar stóra hljóm-
plötu, plötuspilara, sjónauka,
flisatöng og - eldspýtustokk.
Maður setur stóru plötuna á
plötuspilarann, en á vitlausum
hraða. Þá verður fíllinn forvit-
inn og kemur nær. Þá tekur
maður sjónaukann og horfir í
gegnum hann öfugan, þannig
að fíllinn verður pínulítill. Síð-
an tekur maður fílinn upp með
flisatönginni og lætur hann í
eldspýtustokkinn.
HVAÐ ER ÞAÐ ...
Hvað er það, sem er rautt og
fer upp og niður?
Jarðarber í lyftu.
Hvað-er það, sem er gult,
situr uppi í tré og er lífshættu-
legt?
Brjálaður kanarífugl með
vélbyssu.
Hvað er það, sem segir
gogogggoggogg og er grænt?
Málhaltur froskur.
Hvað er það, sem er grænt,
liggur Uti á túni og jórtrar?
Belja i grænum svefnpoka.
Hvað er það, sem er svart,
flýgur og hefur 236 fætur?
118 hrafnar.
Hvað er það, sem er gult,
flýgur og vegur 400 kíló?
Tveir 200 kílóa kanarífuglar.
Hvað er það, sem kemur á 70
km hraða upp úr jörðinni?
Moldvarpa á mótorhjóli.
Hvenær veit maður, að mold-
varpan hefur eignazt unga?
Þegar mótorhjólið er komið
með hliðarvagn.
Hvað er það, sem er guit og
grænt og liggur í göturæsinu?
Dauður strætó.
Hvað er ilangt, gult á daginn,
en grænt á nóttunni?
Banani, sem vinnur sem
gúrka á nóttunni.
Hvað er hámark ógestrisn-
innar?
Að bjóða upp á þynnt vatn i
gegnum stíflað rör.
Hvað er það, sem er lítið, gult
og skröltir?
Kjúklingur á keðjum.
y
OG í LOKIN ...
Hvers vegna flýgur
storkurinn til Egyptalands?
Af því að það er of langt að
ganga.
Hvenær " segja Indiánarnir
góðan daginn?
Þegar þeir hafa lært islenzku.
Hvers vegna hefur fíllinn
fjóra fætur?
Til að geta hjólað á tveggja
manna reiðhjóli.
Hvað er líkt með fíl
gúrku?
Þau vaxa bæði í trjám.
En fílar vaxa ekki í trjám!
Ekki gúrkurnar heldur!
Hvað er likt með fíl?
Hann kann hvorki að spila á
gítar.
og
!
I
I
*
„SLAGSÍÐAN”
MORGUNBLAÐIÐ
PÓSTHÓLF 200
REYKJAVÍK
Tvær hafnfirzkar skrifa:
„Við erum hérna tvær úr Hafn-
arfirði, sem ætlum að skemmta
okkur á gamlárskvöld. Og við
spyrjum: Hvar geta unglingar,
sem eru ekki „alveg“ orðnir 16
ára, skemmt sér á höfuðborgar-
svæðinu, eða hvaða skemmtistað-
ir verða opnir, ef einhverjir verða
opnir?"
Svar: Tónabær heldur áramóta-
dansleik á gamlárskvöld frá kl. 10
til 04. Hljómsveitin Pelikan leik-
ur fyrir dansi. Aldurstakmarkið
miðast við 15 ára aldur, þ.e. allir,
sem fæddir eru á árinu 1958 eða
fyrr.
*
Tvær píur úr Reykjavík Spyrja:
Geturðu gefið okkur heimilis-
fang David Cassidy?
Svar:
Þið getið skrifað á ensku í þetta
heimilisfang:
P.O. BOX 69800
Los Angeles 90069
U.S.A.
Þar getið þið fengið áritaða
mynd af kappanum og e.t.v. eitt-
hvað fleira fallegt.
*
Tveir Kræklingar spyrja: Viltu
gefa okkur dálitlar upplýsingar
um Marie Osmond (alit, sem þú
veizt?)
Svar: Sú vitneskja er harla litil
— ennþá. Olive Marie Osmond er
fædd 13. október 1959. Hún hefur
sungið inn á eina stóra plötu,
„Paper Roses“, en er kunnust fyr-
ir útgáfu sína á laginu „Paper
Roses“, sem farið hefur í topp 10 í
Bretlandi, Bandaríkjunum, Is-
landi og e.t.v. víðar. Lagið var
fyrst sungið inn á plötu árið 1960
af ungfrú Ameríku, sem einnig
hafði góða rödd, Anitu Bryant.—
Marie kemur nú jafnan fram á
hljómleikum með bræðrum sín-
um og mætti þvi fremur kalla
hópin Osmond-systkinin hér eftir.
— Þar sem Marie er Mormóna-
trúar, eins og bræður hennar, má
hún ekki þiggja boð um að fara út
með strákum fyrr en hún er orðin
16 ára gömul — en hún segir að
sér sé alveg sama. HUn ver mest-
öllum frítíma sínum í nám: í skól-
anum hefur hún mest gaman af
ensku og stærðfræði og hefur
einnig áhuga á að læra frönsku
með tilliti til ferðalaga. Þá er hún
einnig að læra hraðritun og vélrit-
un, þvi að lengi vel hafði hún
mestan áhuga á að gerast einka-
ritari bræðra sinna, sjá um að
taka niður og vélrita svör þeirra
við aðdáendabréfum o.fl. þ.h. En
svo fór hún að syngja og hefur
hlotið svo góðar viðtökur á þvi
sviði, að einkaritarastarfið verður
líklega að falla annarri stúlku í
skaut.
Marie Osmond.