Morgunblaðið - 30.12.1973, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
Kristján Ragnarsson formaður
Landssambands íslenzkra útvegsmanna:
Vandamál útgerðarinnar
meiri en undanfarin ár
EF við lítum til baka yfir árið.
hefur gengið á ýmsu í iðnaðinum.
Gert er ráð fyrir að auking á
framleiðslumagní í iðnaðí, á liðnu
ári, muni nema 8—10 prósentum,
sem er meiri aukning en árið þar
á undan, en það ár var aukningin
6—8 prósent. Ekki nær það þó
hinni miklu aukningu, sem varð
árið 1971 og nam 12—15 prósent-
um. Hér er þó um myndarlega
framleiðsluaukningu að ræða og
má fyrst og fremst þakka hana
mikilli kaupgetu almennings og
þar af leiðandi mikilli eftirspurn
eftir vörum. Þá er gert ráð fyrir
vcrulegri aukningu á útflutningi
iðnaðarvara. en þó minni en
vonazt hafði verið eftir. Aukning-
nt er áætluö tæp -10 prósent að
magni og munar þar mest um
aukningu á útflutningi á áli.
Verðlagsþróunin varð iðnaðin-
um á ýmsan hátt erfið á árinu.
Þegar í byrjun árs fór að gæta
hækkana, bæði á innlendum og
erlendum hráefnum. Eftir því
sem leið á árið urðu þessar
hækkanir meiri og gæta fór skorts
á ýmsum tegundum hráefna, svo
sem plasti og efnum úr því, ýms-
um kemiskum efnum, stáli,
timbri, pappír og vefnaðarvörum.
Nú síðustu mánuði bætist víð
skortur á flestum þeim mörgu
hráefnum, sem unnin eru úr olíu.
Ýmis efni eru orðin eða að verða
ófáanleg og þegar þau fást eru
þau á tvöföldu til fjórföldu verði.
Þá höfðu hinar tiðu gengisbreyt-
ingar á árinu mjög afdrifarík
áhrif á útflutning iðnaðarvara, og
má meðal annars rekja ntinni
aukningu útfiutnings til þeirra.
Mjög óveruleg aukning mann-
afla varð í iðnaðínum á árinu og
hvergi nærri sem svarar auknu
framleiðslumagni. Hefur því orð-
ið um verulega framleiðniaukn-
ingu að ræða.
Áætlað er, að laun og launa-
tengd gjöld í iðnaði á árinu hafi
numið um 10 þúsund milljónum,
og eru þá byggingarstarfsemi og
fiskiðnaður ekki talin með. Þessi
gjöld hafa hækkað um nálægt 50
prósent frá frá árinu áður, fyrst
og fremst vegna hækkunar kaup-
gjaldsvisitölu. Til samanburðar
má geta þess, að sams konar gjöld
í fiskiðnaði, á liðnu ári, eru
áætluð um 2.800 milljónir pg í
heildverzlun 1.130 milljónir
króna.
Ég held, að óhætt sé að fullyrða,
að nýja árið muni færa okkur
miirg vandamál, bæði af innlend-
um og erlendum toga spunnin, og
muni reyna á alla þá, sem að
iðnaði starfa, að forða iðnaðinum
frá skakkaföllum.
Þar sem fleiri Iandsmenn hafa
framfæri sitt af iðnaði en
nokkurri annarri framleiðslu
veltur mikið á, að vel takist til.
Útgerðin stendur frammi fyrii
meiri vandamálum í upphafi
næsta árs en hún hefur gert lengi,
eða frá erfiðleikaárunum 1967 og
'68.
Þrátt fyrir gífurlega hækkun
afurðaverðs á erlendum markaði
á þessu ári, sem gert hefur mögu-
lega 42% hækkun almenns fisk-
verðs, er útgerðin, sem þorsk-
veiðar stundar, rekin með tapi.
Ástæðan er minnkandi afli og
stórhækkaður tilkostnaður, sem
m. a. stafar af hækkun kaupgjalds-
visitölu um 38 stig á árinu og spáð
er allt að 15 stiga hækkun 1. marz
n. k. Með slíkri verðþenslu er ýtt
undir spákaupmennsku og al-
menningur glatar öllu verðmæta-
mati.
í kjölfar þessa ástands eru gerð-
ar kaupkröfur, sem ekki eru 1
neinu samræmi við greiðslugetu
atvinnuveganna, og hótað er að
þvinga þær fram með verkföllum,
þótt öllum eigi að vera ljóst, að
meiru verður ekki skipt en til
skiptanna er, og stefnt er að enn
einni gengisfellingu krónunnar.
Allir keppast við að fordæma
verðbólguna, en enginn vill raun-
verulega takast á við vandann.
Áhrifamiklir fjölmiðlar eins og
Morgunblaðið láta ekki sitt eftir
liggja við að æsa fólk upp 1 óraun-
hæfum kaupkröfum. Stórfelld
hækkun á oliu, veiðarfærum og
viðhaldi fiskiskipaflotans er fyrir-
sjáanleg, en viðhaldskostnaður-
„ÁRIÐ 1973 hefur verið með
beztu árum fyrir bændur á
þessari öld, sagði Halldór Pálsson
búnaðarmálastjóri, þegar við
hringdum í hann í gær. Veðráttan
hafi verið svo góð sl. vetur að
frost hafi ekki gengið í jörðu.
Hún hafi þvi komið klakalaus
undan vetrinum. Fyrsti gróður
hafi komið allsnemma og hafi ver-
ið farið að gróa verulega í maí.
Júní hafi síðan verið óvenjukald-
ur og því hafi gróið hægt þá.
Sláttur hafi byrjað í síðasta lagi
og víða ekki fyrr en komið var
fram í júlí.
Búnaðarmálastjóri sagði, að eft-
ir að hlýnað hafi í júlimánuði hafi
sprottið vel, þannig að grasspretta
hafi orðið ágæt um allt land,
nema í einstaka hálendissveit.
Heyskapartíð hafi verið ágæt og
heyfengur mik'U og óvenjugóður.
Þá hafi veðráttan verið óvenju
hagstæð í haust og fénaður með
allvænsta móti, þegar hann kom
af fjalli. A hinn bóginn hefðu
nóvember og descmber verið
óvenjukaldir og víða innistaða á
fénaði samfellt þessa tvo síð-
ustu mánuði ársins. Bændurværu
inn hefur hækkað á þessu ári um
nær 50%. Þrátt fyrir stórfellda
verðhækkun á veiðarfærum er
þess þegar farið að gæta, að
veiðarfæri séu ekki fáanleg. Þetta
vandamál er áður með öllu óþekkt
og engin leið að sjá fyrir, hvaða
áhrif þetta getur haft.
Vegna hlutaskiptafyrirkomu-
lagsins á fiskiskipunum þarf að
hækka fiskverð mjög mikið til að
jafna þessar kostnaðarhækkanir,
en svigrúm til þess er ekki fyrir
hendi. Hins vegar getur það ekki
talizt eðlilegt, að sjómenn hagnist
Halldór Páls-
son búnaðar-
málastjóri:
þó vel undir veturinn búnir og
tækju þeir þessum harðindakafla
með jafnaðargeði. Þó væri ekki
enn séð fyrir um afleiðingarnar,
þar sem frost hefði gengið djúpt í
jörðu.
Halldór kvað kartöfluuppskeru
ársins hafa verið óvenju iitla.
Ástæðurnar fyrir þessu væru, að
litið hafi sprottið framan af sumri
og síðan hafi frostnótt í ágúst
stórspillt uppskerunni að sunnan
og vestan. Væri áætluð uppskera
á öllu landinu ekki nema 40.000
tunnur, sem væri rúmlega 1/3 af
því kartöflumagni, sem þjóðin
þyrfti.
A hinn bóginn hefði kjötfram-
leiðsla aukizt mikið frá árinu
1972. 1 haust hefði verið slátrað
um 856.000 kindum eða 87.000
fleiri en 1972. Næmi þetta 11,35%
aukningu að tölu. Að magni til
væri kindakjötsframleiðslan um
1475 smálestir og væri það
12,47% aukning frá fyrra ári.
Hefði meðalfallþungi dilka
reynzt vera 14,94 kg.
Ekki lægju enn fyrir tölur um
nautakjötsframleiðsluna, en sýnt
væri þó, að hún væri mun meiri
þannig á erfiðleikum útgerðar-
innar. Verður því að fara aðrar
leiðir til að tryggja, að útgerðin
geti gengið hindrunarlaust á
næsta ári.
Okkur hafa bætzt mörg ný fiski-
skip á árinu og mörg eru væntan-
Ieg á næsta ári. Hafa þau sýnt
yfirburði í aflabrögðum, stórbætt
vinnuaðstöðu sjómanna og tryggt
atvinnuöryggi i hinum ýmsu
sjávarþorpum. Þrátt fyrir afla-
sæld er grundvöllur fyrir rekstri
þeirra ekki fyrir hendi eins og
bent var á, áður en þau komu til
landsins. Stjórnarvöld, sem stuðl-
að hafa að kaupum þeirra, komast
því ekki hjá að gera ráðstafanir,
er tryggi rekstur þeirra.
Þótt ég hafi hér nefnt nokkur
vandamál eru sem betur fer bjart-
ar hliðar einnig. Verðlagsþróun
sjávarafurða hefur verið einstak-
lega góð, þótt ekki sé talið, að hún
geti haldið áfram á næsta ári eins
og á því, sem er að kveðja. Mjög
vel horfir um loðnuveiðar á
næsta ári og verðlag á þeim afurð-
um einstaklega gott. Likur eru á,
að við getum haldið áfram síld-
veiðum í Norðursjó á næsta ári,
líkt og á þessu ári. Síldveiðar
verða að líkindum áfram bann-
aðar við Suður- og Vesturland og
síldarstofninn heldur áfram að
vaxa og getur væntanlega tekið
við veiðiálaginu, þegar þjóðirnar
við Norðursjó fara að stækka
landhelgi sína.
en í fyrra. Mjólkurframleiðslan
hefði aukizt um 2,6% fyrstu 11
mánuði ársins og hefði numið til
nóvemberloka 105.507 smálest-
um.
„Það er góður hugur í bænd-
um,“ sagði Halldór Pálsson,
„verðlag og árferði hefur verið
hagstætt og afkoman hefur verið
betri en árið 1972. Framkvæmdar-
hugur bænda hefur verið mikill,
bæði hvað varðar ræktun
og byggingarframkvæmdir.
Skemmdu túnin frá harðinda-
timabilinu 1970 hafa nú náð sér
og hafa ræktunarframkvæmdir
bænda frekar miðað að þvf að
betrumbæta áður ræktuð svæði
en að ráðast í nýræktir. Stórhug-
ur hefur verið til byggingarfram-
kvæmda. Búin hafa farið stækk-
andi. PTamleiðslan á meðalbúinu
hefur vaxið og vinnustundum
fækkað vegna aukinnar tækni-
væðingar.
Það sem helzt veldur bændum
áhyggjum nú eru jarðamálin.
Menn sækja í jarðir til annarra
hluta en búskapar og hækkar
því jarðaverðið. Væntí ég þess, að
jarðalagafrumvarpið, sem nú ligg-
urfyrir Alþingi hljóti þarjákvæð-
ar undirtektir og hljóti afgreiðslu
hið fyrsta."
Hvað segja
þeir um
áramótin?
Morgunblaðið sneri sér til nokkurra forustu-
manna í athafnalífinu og spurði þá, hvernig ástand-
ið væri f þeirra greinum og framundan. Auk þeirra,
sem hér svara spurningum Morgunblaðsins, Ieitaði
blaðið til Snorra Jönssonar forseta Alþýðusam-
bands íslands og Eðvarðs Sigurðssonar formanns
Dagsbrúnar. Þeir kváðu sig ekki geta gefið svör
vegna anna og of skamms fyrirvara.
Gunnar J. Friðriksson formaður
Félags íslenzkra iðnrekenda:
Forða verður
iðnaðinum frá
skakkaföllum
Með beztu
árumá
þessariöld