Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
17
Jón H. Bergs formaður Vinnu-
veitendasambands Islands:
ÞRÖNGT SVIGRÚM
TIL ALMENNRA
LAUNAHÆKKANA
MORGUNBLAÐIÐ hefur beðið
mig að gera í stuttu máli grein
fyrir viðhorfum til almennra
kjaramála nú um áramótin.
Hinn 1. nóvember s.l. féllu úr
gildi kjarasamningar vinnuveit-
endafélaga við flest almennu
launþegafélögin í landinu. Hafa
þó laun síðan verið greidd í sam-
ræmi við samningana. sem úr
gildi féllu, meðan viðræður aðila
um nýja kjarasamninga hafa stað-
ið yfir, samkvæmt sérstöku sam-
komulagi samninganefndanna.
Heildarkjarasamningurinn frá 4.
desember 1971 hafði I för með sér
miklar grunnlaunahækkanir á
unna vinnustund m.a. vegna þess
að til viðbótar samningsákvæðum
kom lögbinding á styttingu vinnu-
vikunnar i um 37virkardagvinnu-
stundar á viku. Ofan á þetta hefur
svo komið geysileg hækkun á
launakostnaði fyrirtækja vegna
verðbólgunnar f landinu. I mörg-
um þýðingármestu framleiðslu-
greinum atvinnulífsins hefur
þannig orðið 80-90% hækkun
launakostnaður á unnar vinnu-
stundir. Tekjum atvinnuveganna
hefur í góðærinu undanfarið ver-
ið skip.t meðal þjóðarinnar jafhóð-
um eða fyrirfram og því miður í
mörgum tilvikum verið skipt upp
meiru en raunverulega var til
skiptanna og rekstrargrundvelli
þannig kippt undan hinum
þýðingarmestu atvinnugreinum.
Vitað er, að fjöldi framleiðslu- og
þjónustufvrirtækja býr nú við
verulegan rekstarhalla.
Auk launahækkana hafa orðið
miklar kostnaðarhækkanir aðrar
að undanförnu af völdum verð-
bólgunnar. Þessar hækkanir,
hækkun vaxta og gengishækkan-
ir, Sem leitt hafa til mikillar
tekjuskerðingar útflutningsat-
vinnuveganna, þrengja nú mjög
það svigrúm, sem kynni annars að
hafa verið til að veita frekari al-
mennar launahækkanir, Þrátt
fyrir þetta standa fyrirtækin nú
frammi fyrir hærri kröfum um
launahækkanir og aðrar kjara
bætur en nokkru sinni.
Það má þakka góðu árferði,
verðhækkunum á helztu út-
flutningsafurðum Isléndinga og
góðum viðskiptalönddm, að ekki
hefur komið til alvarlegra
rekstrarstöðvana í efnahags-
málum þjóðarinnar. Nú er hins
vegar því miður ljóst, að við-
skiptakjör Islendinga við aðrar
þjóðir munu versna mjög á næsta
ári. Verð á hráefnum og rekstrar-
vörum, sem flytja þarf til
landsins til framleiðslu- og
þjónustugreinanna, mun hækka
mjög mikið, svo nemur þúsundum
milljóna, og jafnvel er útlit fyrir,
að verðlag sumra framleiðsluvara
okkar á erlendum mörkum kunni
að lækka. Við slikar aðstæður ber
að stilla i hóf kröfugerð til at-
vinnuveganna og reyna fremur að
varðveita þau góðu lífsskilyrði,
sem Islendingar almennt bú-við.
Vonandi virða menn staðreyndir
efnahagslifsins og láta skyn-
semina ráða með gerð hóflegra
kjarasamninga sem fyrst.
Vinnuveitendasamband ís
lands óskar landsmönnum öllum
árs og friðar.
Hiörtur Hiartarson formaður
Verzlunarráðs Islands:
MIKILVÆGASTA HAGSTJORNARTÆKIÐ
ER STÆRSTI VERÐBÓLGUVALDURINN
VELTUAUKNING í verzlun á
árinu sem er að liða, hefur orðið
all nokkur, eða áætluð hækkun
um 35% að meðaltali frá 1972.
Enda þótt ekki liggi ennþá fyrir
uppgjör verzlana, virðist hin um-
talaða veltuaukning ekki skila
þeim hagnaði sem búast hefði
mátt við, þar sem allur tilkostnað-
ur hefur hækkað gífurlega á
árinu. Launakostnaður hefur
hækkað um rúm 30%. Vextir,
póstur. sími' og allur annar
reksturskostnaður hefur hækkað
gífurlega á árinu.
Hér á landi mótast verzlun fólks
mjög af efnahagslegum aðgerðum
stjórnvalda, og trú þess eða van-
trú á verðgildi launa sinna frekar
en afkomumöguleika Þjóðarbús-
ins. Vera má að það sé að bera í
bakkafullan lækinn og minnast á
verðbólgu og þenslu í efnahags-
málum okkar, svo oft hafa þau
mál verið á dagskrá og við þróun
þeirra varað, þó sláum við nú öll
okkar fyrri met og erum í farar-
broddi, sem fyrr.
Verðbólguvandinn hefur nú, í
vaxahdt mæli, skotið upp kollin-
um meðal flestra okkar viðskipta-
þjóða og komið efnahagsmálum
þeirra í vanda, enda þótt verð-
bólgan sé óvíða af þeirri stærðar-
gráðu sem hjá okkur. Þvi hefur
verið haldið fram að við höfum
orðið að flytja inn verðbólgu ann-
arra þjóða í hækkuðu vöruverði
og er það rétt svo langt sem það
nær, en okkur hefur tekist að
flytja okkar verðbólgu, að stórum
hluta i ótrúlega hækkuðu fisk-
verði, til þjóða, sem einhverra
hluta vegna hafa ekki tekið sér til
fyrirmyndar verðlagsreglur okk-
ar, sem betur fer fyrir út-
flutninginn.
Verðlag á ýmsum mikilvægum
vörutegundum sem við þurfum að
flytja inn hefur farið ört
vaxandi á þessu ári, má
þar t.d. nefna flestar bygg-
ingarvörur og fleira. A s.l.
ári voru skertar verulega eða
felldar niður heimildir inn-
flytjenda til stuttra vörukaupa-
lána erlendis, jafnframt því sem
bankar drógu úr fyrirgreiðslu til
innflytjenda, hvort tveggja
hafði í för með sér minnkandi
vörubirgðir í landinu vegna
smærri innkaupa og erlendra
hækkana gætti hér fyrr en
annars. Má segja að þar hafi
ótaldir tugir miljóna farið í súg-
inn að óþörfu.
Mjög er erfitt að spá um hvað
framundan er. Olíumálin svoköll-
uðu, sem upp hafa komið að
undanförnu, eiga vafalaust eftir
að valda ófyrirsjáanlegum vand-
ræðum víða, á beinan og öbeinan
hátt. Enn eru þau sennilega ekki
af þeirri stærðargráðu, sem af er
Iátið, þó alvarleg séu. Þar virðast
ýijtis önnur vandamál blandast
inn i. Kauprnáttarrýriium vfð-
skiptaþjöða okkar gæti haft alvar-
leg áhrif á fiskverð okkar.
Þrátt fyri.r minnkandi afla
helstu fisktegunda okkéjr, hefur
sjávarútvegurinn skilað þjóðar-
búinu stórauknum tekjum, vegna
stórhækkaðs útflutningsverðs
fiskafurða, en berst samt í bökk-
um nú og telur lítinn eða engan
grundyöll til útgerðar nú.
Samningur um kaup og kjör
hafa staðið yfir að undanförnu.
en eru litt á veg komin. Standa
menn frammi fyrir þeim mikla
vanda nú að brúa bil hins gífur-
lega rekstrarkostnaðar annárs
vegar og tekjuþarfir almennings í
þeirri miklu verðbólgu sem hér
geisar nú. Verður ekki séð fyrir
endann i þeim málum.
Um siðastliðin áramót lét ég i
ljós bjartsýni um afkomu þjóðar-
innar á þessu ári og taldi að með
gætilegri fjármálastjórn, væru
bjartir tímar framundan, umsvif
ríkisvaldsins í tekjuöflum og út-
gjöldum hafa hins vegar aldrei
verið meiri en á þessu ári. Mikil-
virkasta hagstjórnartækið, með-
ferð fjármuna ríkisins, hefur því
miður verið stærsta verðbólgu-
valdurinn.
Sigurður Kristinsson
forseti Landssambands iðnaðarmanna:
Brýnasta verkefnið að
draga úr verðbólgunni
UM þessi áramöt eru ýmsar blik-
ur á lofti og ástand ótryggara í
iðnaðinum en verið hefur um ára-
bil. Stöðugur vöxtur hefur verið I
iðnaðinum sl. 4-5 ár og er áætlað,
að vöxturinn á þessu ári sé um
8-10%. Vaxandi hráefna- og orku-
skortur úti í heimi getur þó haft
áhrif hér á landi og leitt til
almenns samdráttar, bæði I iðnaði
og atvinnulífinu i heild. Enn um
sinn búum við að visu vel, hvað
eldsneyti snertir, og enn er ekki
ástæða til að óttast samdrátt í
atvinnulífinu vegna eldsneytis-
skorts, Ýmsar greinar iðnaðar eru
hins vegar farnar að verða varar
við skort á hráefnum og afleiðing-
arnar af því geta orðið alvarlegar,
þegar fram í sækir.
Þrátt fyrir stöðugan vöxt í flest-
um greinum iðnaðarins að undan-
förnu hefur afkoma iðnfyrirtækja
ekki batnað, heldur farið siversn-
andi. Koma þar til áhrif gífur-
legra kostnaðarhækkana, sem
m.a. stafa af stórfelldum launa-
hækkunum innanlands, en hækk-
anir þessar hafa ekki fengizt
bættar í söluverði vöru og
þjónustu nema að takmörkuðu
leyti. Bendir margt til þess, að
heildarafkoma iðnaðarins á þessu
ári verði lakari en um langt skeið.
Þróun næsta árs verður senni-
lega svipuð og í ár. Ef kaupgeta
heldur áfram að aukast eins og á
þessu ári, mun eftirspurn eftir
framleiðslu og þjönustu
iðnaðarins halda áfram að aukast.
Vegna tollalækkana á fullunnum
vörum, sem verða nú um áramót-
in, versnar sanikeppnisaðstaða
ýmissa iðngreina nokkuð og gæti
það leitt til nokkurar aukningar á
innflutningi iðnaðarvarnings.
Hækkandi verð á eldsneyti og
almenn verðbólga í samkeppnis-
löndum okkar gæti þó orðið til að
draga nokkuð úr þeim verðmun,
sem er á innlendum og innflutt-
um iðnaðarvörum, og bætt þannig
aðstöðu innlends iðnaðar að ein-
hverju leyti. Einnig eiga tollar af
hráefnum að lækka og falla niður
á næstu árum og bætir það að
sjálfsögðu aðstöðu iðnaðarins.
Mikil gróska er í byggingar-
iðnaðinum og hefur verið undan-
farin ár. Þrátt fyrir mikinn fjár-
skort húsnæðislánakerfisins er
ekkert lát á byggingarfram-
kvæmdum og gera má ráð fyrir
áframhaldandi vexti á næsta ári.
Gifurlegar verðhækkanir á
byggingaefnum gætu þó orðið til
að draga úr byggingaframkvæmd-
um og einnig getur áframhald-
andi fjárskortur húsnæðislána-
kerfisins haft sömu áhrif. Þá
hefjast einnig- framkvæmdir við
nýja stórvirkjun og hafnargerðir
á Suðurlandi og hitaveitufram-
kvæmdir á Stór-Reykjavikur-
svæðinu af fuilum þunga á næsta
ári og má ætla, að það hafi tals-
verð óhrif á vinnumarkaðinn, sem
er þó afar spenntur nú þegar.
Alvarlegasta vandamálið, sem
innlendur iðnaður hefur átt við
að stríða um mörg undanfarin ár
er sú magnaða verðbólga, sem-hér
hefur verið. Brýnasta verkefni
næsta órs verður að draga svo úr
verðbólguþróuninni, að iðnaðin-
unt verði tryggð viðunandi starfs-
skilyrði í framtíðinni.
Frá Happdrætti NLFÍ
Drætti er frestað til 24 janúar 1 974 Vinsamlegast gerið
skil sem fyrst.
Nátturulækningafélag íslands.
ÞENSLUSTYKKI
með bylgjur úr ryðfríu 18/8 stáli fyrir
hitaveitur. Við útblástursrör véla.
FLANSAB
4" — 6” — 8"-—10"
SUDUBEYGJUR
4" _ 6” — 8” — 10"
FYRIRLIGGJANDI
Sérstærðir útvegaðar með stuttum fyrirvara
Höfum reynslu í smiði og uppsetningu
á búnaði fyrir hitaveitur
Vélsmiðjan
MÁLMTÆKNI sf.
Súðavogi 28 — 30, sími 36910, Reykjavík.