Morgunblaðið - 30.12.1973, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
Útgefandi
Framkvaemdastjóri
Ritsfjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur KonráS Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands.
í lausasölu 22. 00 kr. eintakið
Iupphafi þjóðhátiðar-
árs verða íslendingar
að horfast í augu við marg-
háttuð vandamál. Yfirvof-
andi er stöðvun atvinnu-
vega, óðaverðbólga geisar
og uggvænlega horfir um
öryggis- og sjálfstæðismál
landsins. Við völd er ríkis-
stjórn, sem ekki hefur
þingstyrk til að koma fram
málum og enga tilraun hef-
ur gert til að takast á við
þau vandamál, sem upp
hrannast.
verði. Auðlegð sú, sem afl-
að hefur verið, hefur þess
vegna vissulega verið mik-
il. En hins vegar verður
ekki sagt, að landslýð hafi
haldizt á þeirri auðlegð
sem skyldi. Stefnuleysið í
Mikil gæfa hefur fylgt
þjóðinni. Þegar þau
hörmungartíðindi spurð-
ust, að eldges væri í Heima-
ey, gerði víst enginn ráð
fyrir því, að svo farsællega
færi, sem raun hefur á orð-
ið, að hörmungunum lyki
án stórfelldra mannskaða
og blómleg byggð risi í Ey j-
um á ný, áður en ár væri
liðið frá upptökum eld-
anna. Fyrir þá gæfu hlýtur
þjóðin öll að lofa sinn Guð.
íslendingar áttu í styrj-
öld á liSau ári. Svo er for-
sjóniimi fjTér þakka, að
henni er lokið, að vísu ekki
með sigíá okkar. Því miður
hefur árangurinn af út-
færslu fiskveiðitakmark-
anna í 50 sjómílur orðið
sáralítill. En hins er að
gæta, að nú hillir undir
það, að við getum helgað
okkur 200 sjómílna fisk-
veiðilandhelgi, og stefnan
sem að hefur verið stefnt í
aldarfjórðung.
Að sjálfsögðu höldum við
þjóðhátfð á 1100 ára af-
mæli íslandsbyggðar,
hvernig sem umhorfs verð-
ur í þjóðmálunum. Lýð-
veldishátíðin var haldin
1944, enda þótt Alþingi
hefði ekki borið gæfu til að
mynda þingræðisstjórn.
Upplausn kann að verða í
íslenzkum stjórnmálum á
hinu nýja ári, en vandinn
verður leystur nú sem fyrr
og engin ástæða er til að
-.örvæBta, þótt-éivnóti kunni
:..'?að blávSa í innanlandsmál-
um. Það er 'á valdi þjóðar-
innar að ráða fram úr siík-
um vanda — og það mun
lfka verða gert.
Hitt er aftur á móti ugg-
vænlegra, að svo kann að
fara, að landið verði gert
varnarlaust — freisting
þeim austræna ógnvaldi,
sem nú gerir sig hér heima-
GLEÐILEGT
ÞJÓÐHÁTÍÐARÁR
Árið, sem nú er að ljúka,
hefur þó í margvíslegu til
liti verið gott ár. Aflabrögð
hafa verið góð, heyfengur
mikill, full atvinna og síð-
ast en ekki sízt hefur þjóð-
in búið við hagstæðustu
viðskiptakjör í sögunni,
þar sem útflutningsafurðir
hafa hækkað gífurlega í
efnahags- og atvinnumál-
um hefur gert það að verk-
um, að miklir fjármunir
hafa glatazt, sem ella hefðu
getað runnið ýmist til upp-
byggingar eða sjóðamynd-
unar til að mæta síðari
áföllum.
á að verða sú, að þjóð-
hátíðarárið líði ekki, án
þess að það skref verði tek-
ið. Um það næst vonandi
samkomulag allra stjórn-
málaflokka og áhrifaafla,
svo að þjóðin geti orðið ein-
huga um það lokamarkmið,
kominn. Á því leikur eng-
inn efi, að Ráðstjórnarrfk-
in mundu færa áhrifasvæði
sitt vestur fyrir ísland, ef
hér væru engar hervarnir.
Það er frumskylda allra
þeirra þjóðhollu Islend-
inga, sem gera sér grein
fyrir þessari mestu hættu,
sem að landi voru og þjóð
hefur steðjað, að minnast
1100 ára afmælis íslands-
byggðar einmitt með því að
berjast með oddi og egg
gegn því, að sú ógæfa eigi
eftir að henda þjóðina að
lenda á áhrifasvæði Rússa
— og að lokum í bjarnar-
klónum.
Þótt hart sé stundum
deilt — og deilurnar
gjarna lágreistar, þegar
þjarkað er um efnahags- og
peningamál. eins og tíðast
■ér', toefur væíði gróska í ís-
lenzku metttiingárlífi. Og
vonandi verður þjóð-
hátíðarárið með menn-
ingarblæ. Eða hví skyldum
við halda hátíð, ef ekki til
þess að efla íslenzka menn-
ingu og þjóðrækni, minn-
ast afreka í menningarefn-
um fyrr og siðar og
strengja þess heit að
byggja á fornri menningar-
hefð aukna mennt, listir
og visindi? Auðsæld þá,
sem sjósókn færir okkur og
aðrir atvinnuvegir, hljót-
um við að hagnýta til að
efla þroska og þekkingu,
auðga íslenzkt þjóðlíf.
Árið 1974 verður við-
burðaríkt. Þá verður tekizt
á í sveitarstjórnakosning-
um og kannski líka þing-
kosningum. Þá mun verða
sundurlyndi með mönnum
eðli lýðræðis samkvæmt.
En vonandi engin vargöld.
Undir merki þjóðhátíðar
mun þjóðin sameinast.
Gleðilegt þjóðhátíðarár.
Baldur Hermannsson
FÓLK OG VÍSINDI vk
Bandaríska
draumavélin
í hættu
Vesturlöndin hafa nú
loksins fengið óþyrmilega
áminningu um að orku-
lindir jarðarinnar eru engin
sameign mannkynsins.
Duttlungafullir Araba-
furstar geta með einu
pennastriki stofnað til stór-
vandræða í löndum, sem
eru háð olíu þeirra.
Þegar Arabar sýndu
klærnar vöknuðu banda-
rískir bifreiðaframleiðendur
upp við vondan draum.
Almenningur hefur nefni-
lega misst áhugann á
hinum stóru, benzínfreku
krómdrekum þeirra. Því er
jafnvel spáð, að þessar
stóru bifreiðar muni hrein-
lega deyja út á svipaðan
hátt og risaeðlurnar á
sínum tíma. Risaeðlurnar
áttu sitt blómaskeið og
réðu þá lögum og lofum á
jörðunni. Loftslags-
breytingar og síðan breytt
gróðurfar kipptu að lokum
stoðunum undan rekstrar-
grundvelli þeirra, ef svo
mætti að orði komast. Þær
borguðu sig ekki lengur og
dóu þvi út.
Hinsvegar hefur
eftirspurnin eftir litlum,
sparneytnum bifreiðum
magnast um allan helming.
í Detroit, þessari paradís
bifreiðaframleiðenda, eru
nú gerðar víðtækar,
gagngerar ráðstafanir til að
hanna léttar, sparneytnar
tegundir. Þar eru gerðar
tilraunir með alumíníum-
dyr, nýjar tegundir hjól-
barða og léttari efnivið yfir-
leitt.
Óhjákvæmilega hlýtur að
myndast millibilsástand,
sem gæti reynzt hagstöðu
Bandaríkjanna skeinuhætt.
Þegar fjöldaframleiðsla á
bifreiðum hófst upp úr
1920 varð hún kjarni hins
bandaríska hagvaxtar. Hún
er ásamt hliðargreinum
sínum enn þann dag í dag
afar mikilsverður liður í
bandaríska hagkerfinu.
Evrópskir bifreiðafram-
leiðendur sækja æ fastar
á bandariska markaðinn.
Þetta er engin ný bóla.
Velgengni þeirra eykst
sífellt eftir að Araba-
furstarnir hófu oliustyrjöld
sína á hendur þjóðum, sem
vinveittar eru Israel.
Ólíklegt ertalið að banda-
ríkjamenn komist hjá
benzínskömmtun í byrjun
1974, ef oliufurstarnir
halda uppteknum hætti.
Enn sem komið er kostar
benzin helmingi minna í
Bandaríkjunum en i
Evrópu, en því er spáð að
verið muni allt að tvö-
faldast innan fárra mánaða.
Hinn bandaríski neytandi
vill hafa sitt á þurru. Hann
selur nú fyrir slikk stolt fjöl-
skyldunnar, hinn gljá-
fægða, 6 metra krómdreka
og kaupir sér nettan Volks-
wagen í staðinn.
Vetnisknúin
bifreið
Hópur bandarískra
vísindamanna við
Kaliforníuháskóla leggur
nú nótt við dag. Þeir vinna
að því að hanna starfhæfa,
vetnisknúna biffeið.
Ef þetta heppnast er
fundin lausn á aðkallandi
orku- og mengunarvanda-
máli.
Bandaríska samgöngu-
málaráðuneytið hefur
gefið hugmyndinni bless-
un sína og rannsókna-
styrk að auki, sem nemur 5
milljónum íslenzkra króna.
Risafyrirtækið Uníon
Carbide Co lætur ekki sitt
eftir liggja, heldur felur vís-
indamönnunum 30.000
rúmmetra af vetni til að
ráðkast með.
Grunaði
ekki Gvend
Menn hafa lengi vitað að
dýr merkurinnar talast við á
einskonar lyktarmáli.
Sérstakír kirtlar framleiða
ilmefni, sem gefa til kynna
sálarástand þeirra, ef svo
mætti að orði komast.
Meðal annars nota þau
óspart ilmefni til að freista
gagnstæða kynsins. Þessi
ilmefni kallast ferómón.
Kerfisbundin leit að
ferómónum hjá mann-
skepnunni hefur ekki
verið gerð, enda afar óhægt
um vik. Lyktarskyn hennar
er veikt og viðbrögð hennar
háð uppeldi, siðvenjum og
þessháttar. Erfitt væri að
greina sérstaklega viðbrögð
gagnvart ferómónum.
Leikið hefur grunur á að
mannskepnan lumi á
þessari tækni. Grunurinn
hefur magnast eftir að
uppvíst varð um notkun
fermóna meðal náinna
ættingja hennar, Rhe-
susapans. Það er
kvendýr Rhesusapans, sem
framleiðir sérstakan ilm,
þegar hún er hagstæð til
ásta og kemst í tæri við
iturvaxinn Rhesusherra.
Baldur Hermannsson
Nú myndu sennilega
flestir hafna því, að ilmur
hinnar heittelskuðu hafi
ráðið úrslitum Þó kemur
fyllilega til greina, að
dulvitundin nái merkja-
sendingum ferómónanna,
og sendi viðeigandi hug-
renningar upp í vitund hins
útvalda. Allavega er vitað
fyrir víst að kvendýr nakta
apans, manneskjunnar,
framleiða samskonar efna-
sambönd og ferómón
Rhesusapans.
Hver og einn getur nú
rifjað upp fyrir sér hið seið-
magnaða andartak
vaknandi ástar og kannski
dæmt um það sjálfur, hvort
hann hafi eftir allt saman
verið hankaður með þessari
frumskógabrellu.