Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 30.12.1973, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973 31 um frekari framkvæmdir á þessu sviði. Eina undan- tekningin er um hundrað milljóna króna eyðsla við byggingu rafmagnslínu milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar, þar sem ekkert rafmagn er til að flytja. Fumið og fátið er slíkt, að þau einföldu sannindi hafa gleymzt, að fyrst þarf að virkja og framleiða raf- magn, áður en unnt er að flytja það til notandans. Þegar ákveðið grunnafl er fyrir hendi í öllum f jórð- ungum landsins, er fyrst tímabært að tengja þá saman, svo að hver geti miðlað öðrum. Ótrúlegt er, en kunnugt þó, hvernig núverandi ríkisstjórn hefur tafið fyr- ir hitaveituframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og valdið þar með íbúunum þar og þjóðarbúinu í heild miklu tjóni. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á, að við erum illa undir- búin að mæta afleiðingum olíukreppunnar og því hljómar það vandræðalega, þegar stjórnvöld láta nú töluvert á því bera, að verðhækkun olíu sé slíkt áfall íslenzku efnahagslífi, að þess vegna sé neyðar- ráðstafana þörf. Er nú með sama hætti rætt og ritað og fyrir tæpu ári, þegar Vest- mannaeyjagosið hófst. Undir það skal tekið, að Vestmannaeyjagosið var áfall fyrir þjóðarbúið, en einkum fyrir Vestmanna- eyinga sjálfa. Ber aðfagna, að vel hefur úr því rætzt. Sjálfstæðismenn stóðu og heilshugar með rfkisstjórn- inni að þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegt var talið að gera þá. Gjafafé barst og með rausnarleguin hætti frá vina- og frænd- þjóðum okkar, svo að vonir standa til, að ekki þurfi að framlengja þá skattstofna, sem bæta áttu tjónið af gosinu. Hækkun olíuverðs breyt- ir auðvitað afkomuhorfum atvinnuveganna, einkum sjávarútvegs, til hins verra. Er talið, að hækkun olíuverðs geti jafngilt allt að 6—8% lækkun útflutn- ingsverðmætis. En þegar rætt er um tjón af Vestmannaeyjagosinu og olíuverðhækkunina, gleymist mönnum, einkum stjórnarsinnum, að tfunda höppin, sem hent hafa. Meiri loðnuafli barst á land en nokkru sinni áður og verðmæti hans varðsexfalt meira en árið 1971. Út- flutningsverð hækkaði um 50% á síðasta ári, þannig að viðskiptakjörin við út- lönd breyttust okkur mjög í hag, þrátt fyrir hækkun erlendra vara, sem við þurfum að flytja inn. Við áttum því að vera mjög vel undir það búnir að mæta áföllum og þ.á m. hækkun olíunnar nú, en vegna al- gers stjórnleysis efnahags- mála væri öllu siglt í strand, þótt engin hækkun hefði orðið á olíuverði. ☆ í upphafi þjóðhátíðarárs er útlit fyrir, að hluti flota lándsmanna sé bundinn við bryggjur og leysi ekki landfestar, fyrr en afkomu- grundvöllur er fyrir hendi, sem útgerðarmenn telja ekki vera að óbreyttu ástandi. Allir launþegar at- vinnuveganna eru án samnings um kaup sitt og kjör og hafa sett fram kröf- ur um 40% kauphækkun. Ber sú kröfugerð gleggst vitni um mat launþega sjálfra á afkomu sinni undir vinstri stjórn. Fjárlög þjóðhátíðarárs eru byggð á viðskiptahalla við útlönd þriðja árið í röð og aldrei meiri en nú, eða 4400 millj. kr. Samkvæmt því halda erlendar skuldir áfram að vaxa, en þær hafa tvöfaldazt á þremur árum. Erlendar lántökur, aukn- ing útlána innanlands og þreföldun fjárlaga hafa aukið peningamagnið í um- ferð og þar með eftirspurn- ina eftir vinnu, vöru og þjónustu, sem ekki er til í landinu og veldur því meiri verðbólgu á styttri tíma en nokkru sinni áður. Vísitala vöru og þjónustu hefur hækkað frá 1. nóv. 1972 til 1. nóv. 1973 um 30,2% og byggingarvísitala enn meir. Þrátt fyrir hæstu fjárlög allra tfma, eru niður- greiðslur og f jölskyldubæt- ur lækkaðar, en það mun valda enn meiri hækkun vöruverðs. Talið er af fróð- ustu mönnum, að verðlag muni hækka um allt að 15% frá 1. nóv s.l. til 1. feb. n.k., ef ekkert er að gert. Skattheimta í heild og beinir skattar sérstaklega eru í algeru hámarki. Þannig hækka tekju- og eignaskattar í krónutölu í fjárlögum 1974 um 45% frá fjárlögum 1973, þegar tekjur manna eru taldar hafa hækkað um 25—26%, enda er skattvísitalan af ásettu ráði hækkuð minna eða um 20%, svo að byrði beinna skatta hlýtur enn að þyngjast og þótti þó nóg komið. Ein meginkrafa laun- þegasamtakanna er lækk- un beinna skatta. Allir stjórnmálaflokkar hafa fallizt á það sjónarmið Sjálfstæðisflokksins, að beinir skattar séu alltof há- ir, en Sjálfstæðisflokkur- inn einn hefur lagt fram fullbúið frumvarp um lækkun beinna skatta. Samkvæmt frumvarpinu eru persónufrádrættir hækkaðir, skattþrep víkk- uð og skattstigar lækkaðir. Tvísköttun hjóna er komið á til þess að tryggja jafn- rétti hjóna sem tveggja einstaklinga og auðvelda hvoru þeirra um sig að ráða sjálft, hve miklu af starfskröftunum er varið innan heimilis eða utan. Eins og nú standa sakir verður ekki séð, að kjara- deilur verði leystar, nema komið sé til móts við laun- þegasamtökin um lækkun beinna skatta. Auðvitað mun það hafa í för með sér tekjumissi fyrir rfkissjóð. Sjálfstæðismenn eru þeirr- ar skoðunar, aðskattheimt- an sé í heild of mikil og benda á, að hlutur hins op- inbera, ríkis og sveitarfé- laga, af þjóðarframleiðsl- unni hefur vaxið úr 30% 1970 í 35,5% 1973. Öívax- andi skattheimta er til þess fallin að draga úr verð- mætasköpuninni, þjóðar- tekjum og framleiðslu. Hér ber því að gera hvort tveggja f senn, að lækka skattheimtuna í heild og auka hlutdeild sveitarfé- laga í tekjustofnum um leið og þeim eru falin aukin verkefni, sem ríkið hefur nú með höndum. Eitt helzta ágreinings- efni stjórnmálaflokka er, hve hið opinbera á að taka mikinn hlut þjóðarfram- leiðslunnar til sín til að verja til svokallaðrar sam- neyzlu. í löndum kommúnista er leitast við, að sem mestur hluti verðmætanna fari um hendur ríkisins, ekki ein- göngu sem eiganda fram- leiðslutækjanna, heldur er starfsmönnum þar gjarnan borgað í fríðu. Þeim er skammtað húsnæði og út- hlutað ýmissi þeirri vöru og þjónustu, sem við á Vesturlöndum kaupum og greiðum fyrir samkvæmt eigin vali. Samfara aukinni sam- neyzlu er því hætt við, að við íslendingar tækjum upp viðskiptahætti, sem áð- ur tíðkuðust, þegar kaupa- menn fengu greitt með fæði og klæði en ekki pen- ingum, þegar bændur sáu aldrei pening fyrir afurðir sínar, en voru bundnir við útskrift hjá kaupmanni eða kaupfélagi. Slíkir við- skiptahættir þóttu þá ekki til fyrirmyndar, enda gerðu þeir menn háða vinnuveitanda sínum og viðskiptaaðila. Á sama veg verður auk- inn þáttur hins opinbera í ráðstöfun þjóðarfram- leiðslu til þess fallinn að gera einstaklinginn háðan hinu opinbera, valdhöfun- um á hverjum tíma. Með þeim hætti er lýðræðinu hætt og einræðinu rudd braut, eins og reynslan sýnir í socialískum ríkjum. Vissulega er það stöðugt verðugt og ekki vandalaust viðfangsefni í lýðfrjálsum ríkjum, hvernig skapa megi skilyrði til að efla ábyrgð einstaklingsins, framtak hans og valfrelsi á andlegu sem efnalegu sviði, um leið og félagslegt öryggi allra þegna þjóð- félagsins er tryggt. Sam- ræma verður frjálshyggju og félagslegt öryggi, ef vel á aðfara. En vandinn, sem nú blasir við í efnahagsmálum er þess eðlis, að hann verður ekki leystur, nema með heildaryfirsýn og sam- ræmdri stjórn á sviði utan- ríkisviðskipta, ríkisfjár- mála og peningamála. Slíka samræmda stjórn efna- hagsmála hefur algerlega skort í tíð vinstri stjórnar. Ríkisstjórnin er ekki heldur fær um að bæta ráð sitt. Meðferð tollskrár- frumvarps rétt fyrir þing- frestun nú fyrir jólin sýndi það bezt. Ríkisstjórnin hefur ekki nægilegan þingstyrk til að koma málum fram og getur því ekki leyst þau mörgu vandamál, sem við er að glíma. Slík ríkisstjórn á að segja af sér. ☆ Allt bendir til þess, að þjóðhátíðarárið 1974 verði viðburðaríkt á stjórnmála- sviðinu. Sveitarstjórna- kosningar verða haldnar síðasta sunnudag í maf. Þar verður meðal annars barizt um það, hvort landsmenn eru sammála þeirri þróun, sem orðið hefur í tíð vinstri stjórnar, að draga valdið í vaxandi mæli frá einstakl- ingum og sveitarfélögum til ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Ef menn eru sam- mála auknu miðstjórnar- valdi, þá kjósa þeir auðvit- að einhvern vinstri flokk- inn, en séu menn þeirrar skoðunar að dreifa beri valdinu og færa það til fólksins, þar sem það býr, þá kjósa þeir Sjálfstæðis- flokkinn. Auðvitað verður sérstak- lega fylgzt með úrslitum borgarstjórnarkosning- anna í Reykjavík af mikilli athygli, ekki eingöngu af Reykvíkingum einum held- ur landsmönnum öllum. Reykvíkingar gera sér grein fyrir að flytja verður f jármagn að vissu marki úr þéttbýlinu við Faxaflóa til strjálbýlisins til að fram- kvæma byggðastefnu og nýta til lengdar öll landsins gæði. Einnig er íbúum strjálbýlisins ljóst, hvers virði það er landinu öllu að eiga höfuðborg, sem veldur hlutverkisínu. Því hlutverki hefur Reykjavík valdið undir stjórn sjálfstæðismanna á hverju sem hefur gengið um stjórn landsins. Ólíklegt er, að Reykvík- ingar telji hag sínum betur borgið með sundurleita stjórn 4—5 flokka, sem nú hafa sýnt þann árangur af landsstjórn sinni í mesta góðæri, sem við höfum not- ið, að sigla þjóðarfleyinu í strand. Reykvíkingar eiga von- andi þann metnað á 1100 ára afmæli Ingólfsbyggðar að tryggja borg sinni sam- henta og örugga stjórn og framsækinn og frjáls- lyndan borgarstjóra, þar sem Birgir ísleifur Gunn- arsson er. Enn á erindi til Reykvík- inga hvatning Steingríms Thorsteinssonar þjóðhátíð- arárið 1874: Ingólfs menn, í Ingólfsstað. Allir festum heitið það: Reisum upp í anda hans, öndvegissúlur föðurlands. ☆ Til alþingiskosninga kann og að draga áður en langt um líður og fyrr en reglulegu kjörtímabili lýk- ur, ekki vegna þess að öðr- um ráðherra Alþýðubanda- lagsins þyki það „athug- andi“. Á slíka yfirlýsingu ber fremur að líta sem láta- læti eins og öll fyrri stóru orð kommúnista til að reyna að hræða samstarfs- menn í stjórn. „Hótanir" kommúnista missa marks, þegar þá sjálfa 'skortir hvað eftir annað kjark til aðstanda viðþær. Sjálfstæðismenn munu hvorki skorast undan að marka ákveðna stefnu til úrlausnar vandamálum fyrir kosningar né ganga til kosninga, hvenær sem er. Sjálfstæðismenn heita þá á alla íslendinga að taka til umhugsunar, hvort ekki er tími til kominn að fela einum flokki meirihluta- vald á Alþingi íslendinga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það í borgar- stjórn Reykjavíkur, að saman hefur farið framtak einstaklinga, framkvæmd- ir borgarinnar og frjáls- lynd félagsmálastefna, sem stuðlað hafa sameiginlega að því að gera Reykjavík að betri borg að búa í ár frá ári. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka tillit til minni- hlutasjónarmiða, þegar hann nær meirihluta á Al- þingi eins og hann hefur gert í borgarstjórn Reykja- víkur. Er ekki tími til kom- inn að fá hreinni línur í íslenzk stjórnmál og fela einum flokki meirihluta- vald, láta hann reyna sig, fella síðan dóm að kjör- tímabili loknu í samræmi við árangur? Verði einn flokkur eins og Sjálfstæðis- flokkurinn aðnjótandi slíks trausts, mun hann að sjálf- sögðu standa og falla með gjörðum sínum. Sjálfstæð- isflokkurinn mun ekki heldur skorast undan að axla þá ábyrgð af stjórnar- athöfnum, sem þingstyrk- ur leggur honum á herðar, þótt meirihluti náist ekki og þá í samstarfi við aðra flokka. Fjarri er þá Sjálf- stæðisflokknum að varpa ábyrgð stjórnarathafna á samstarfsflokka sína eins og Alþýðubandalagsmenn tíðka nú hvað eftir annað. ☆ Um leið og ég hvet sjálf- stæðismenn hvarvetna á landinu til að vera ávallt reiðubúnir að vinna fyrir hugsjónir sjálfstæðisstefn- unnar, heiti ég einnig á aðra landsmenn að styðja Sjálfstæðisflokkinn og tryggja bæði sveitarfélög- um sínum og landinu í heild stefnufasta og frjáls- lynda stjórn. Stjórnmálabarátta okkar Islendinga er oft á tíðum harkaleg og til þess fallin að ala á ósamlyndi, flokka- dráttum og samtakaleysi. Við skulum því hafa það hugfast, hvar sem við í flokki stöndum, að „hvert það ríki, sem í sjálfu sér er sundurþykkt, fær ekki staðizt". Við skulum því ávallt haga stjórnmálabar- áttu okkar svo, og ekki sízt á þjóðhátíðarári 1974, að um ísland og Islendinga megi um alla framtið ávallt segja: „I sömu tungu, sama landi, hinn sami lifir frelsis andi“ Ég óska landsmönnum öllum farsæls og gæfuriks nýárs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.