Morgunblaðið - 30.12.1973, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
35
Ólafur Briem
formaður Islend-
ingafélagsins
í London
AÐALFUNDUR félags íslend-
inga í London var haldinn laugar-
daginn 1. desember, 1973 í húsa-
kynnum The Horse Shoe Hotel,
Tottenham Court Road í London,
að viðstöddum sendiherra Is-
lands, Niels P. Sigurðssyni.
Formaður, Ölafur Guðmunds-
son, setti fundinn og stakk upp á
Birni Björnssyni sem fundar-
stjóra og ennfremur stakk hann
upp á Olafi Briem sem fundar-
ritara, sem var samþykkt.
Fundarstjóri hóf fundinn með
þvi að biðja fundarritara að lesa
upp fundargerð síðasta aðalfund-
ar sem síðan var borin undir at-
kvæði og samþykkt.
Fundarstjóri gaf orðið for-
manni, sem skýrði frá starfsemi
félagsins á liðnu ári. Sagði for-
maður að á árinu hefðu verið
haldnar þrjár velsóttar samkom-
ur, jólastréskemmtun fyrir börn
og fullorðna, þorrablót og lýð-
• veldisfagnaður.
Félagið gekkst fyrir Vest-
mannaeyjasöfnun og söfnuðust
samtals £ 2.682.76 sem voru
afhent Rauða krossi íslands til
ráðstöfunar.
Félagið gekkst fyrir hópferð til
íslands þann 21. nóvember og var
komið til baka þann 25. nóvem-
ber. Þátttakendur voru yfir 40
félagsmenn og var ferð þessi í alla
staði vel heppnuð.
Samkvæmt spjaldskrá félagsins
eru yfir 200 skráðir meðlimir.
Engar athugasemdir voru gerð-
ar við skýrslu formanns.
Síðan bað fundarstjóri gjald-
kera að lesa upp reikninga félags-
ins og voru þeir samþykktir.
Olafur Briem
Næst á dagskrá fundarins var
stjórnarkosning, og hlutu þessir
kosningu:
Ólafur Briem, formaður
Ólafur Guðmundsson, varafor-
maður
Sólrún Jensdóttir, gjaldkeri
Sturla Már Jónsson, ritari
Valgarður Egilsson, meðstjórn-
andi.
Eftir stjórnarkosningu var
fundi slitið og setzt að matarborð-
um og dans stiginn til miðnættis,
en áður en fundi var slitið þakk-
aði Ólafur Guðmundsson Birni
Björnssyni fundarStjórn.
Áður en samkomunni var slitið,
tók hinn nýkosni formaður,
Ólafur Briem til máls og minntist
fullveldisins á viðeigandi hátt og
bað samkomugesti að hrópa ís-
lenzkt húrra fyrir ættjörðinni,
sem var kröftuglega gert af við-
stöddum.
Var samkoman hin ánægjuleg-
asta og til sóma fyrir félagið..
LESIfl
/—' 7
IiJaefuiHuihu,,,. “ -
Dnr.LEGH
VIÖ framleiðum
án aliáls...
Grjótmulningsvélar af
ýmsum stærðum og gerð-
um. Kyrrstæð og færanleg
kerfi. 14 ára afbragðs-
reynsla hérlendis tryggir
gæðin.
Vélar „PREROV'
verksmiðjanna
eru fluttar út af
Prag, Tékkóslóvakíu.
Einkaumboð:
ÞORSTEINN BLANDON,
heildverzlun,
Hafnarstræti 1 9, sími 1 3706.
r
Albert Guðmundsson og Olafur B. Thors:
Aðstöðugjald óréttlátur skattur
Við afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar Reykjavíkurborgar gerðu tveir
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
f lokksins, þeir Albert Guðmunds-
son og Ólafur B. Thors, sérstaka
bókun, þar sem þeir lýstu þeirri
skoðun sinni, að þeir teldu að-
stöðugjald óréttlátan skatt. Bók-
un þeirra var svohljóðandi:
„Við teljum aðstöðugjald órétt-
látan skatt, þar sem hann er lagð-
ur á fyrirtæki án tillits til afkomu
þeirra, og teljum að stefna beri að
því að leggja hann niður og því
hefðum við talið æskilegra að
leysa úr brýnni fjárþörf sveitar-
félaga á annan hátt en að heimila
hækkun þeirra gjalda. Með lögum
nr. 8/1972 um tekjustofna sveitar-
félaga var mörkuð sú stefna af
Alþingi að draga ætti úr þessum
tekjustofni og var þá m.a. haft í
huga að gera þyrfti hlut íslenzkra
fyrirtækja sem jafnastan fyrir-
tækja frá EFTA- eða Efnahags-
bandalagslöndunum. Þar sem Al-
þingi hins vegar virðist hafa snú-
izt frá þessari stefnu sinni og vís-
ar sveitarfélögum á þessa leið til
að mæta síhækkandi útgjöldum
þeirra og ljóst er, að Reykjavikur-
borg getur ekki án þess verið að
nýta að einhverju leyti þennan
tekjustofn, samþykkjum við þá
tillögu, að aðstöðugjöld verði nýtt
á þann hátt, að þau verði ekki
hlutfallslega hærri á neina eina
atvinnugrein en þau urðu á árinu
1973 að viðbættum hluta viðlaga-
gjalds, enda beiti borgarstjórn sér
fyrir þvi, að fundin verði réttlát-
ari tekjulind sveitarfélögum til
handa hið bráðasta."
Utvarp landshlutasamtaka
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi ályktun, sem gerð
var á fundi stjórnar SUS hinn 20.
des. sl.
I tilefni af framkomnu frum-
varpi til laga um breytingu á
útvarpslögunum sendir stjórn
S.U.S. frá sér eftirfarandi
ályktun:
Stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna fagnar framkomnu
frumvarpi til laga um breytingu á
útvarpslögunum, sem felur í sér,
að Rfkisútvarpið geti veitt lands-
hlutasamtökum og/eða einstaka
sveitarfélögum heimild til að reka
SIMI 16767
Höfum góSan kaupanda
að 3 herbergja ibúð, austurbæ
Höfum kaupanda
að stóru einbýlishúsi, Laugarási
Til sölu við Kársnesbraut
5 herb. íbúð, tvíbýlishúsi. allt
sér Bílskúr.
Við Snorrabraut
rúmgóð 4 herbergja íbúð.
Við Hjarðarhaga
5 herbergja úrvalsíbúð, allt sér,
Bilskúr.
Einar Sigurðsson, hdl.
Ingólfsstræti 4, sfmi 16767,
Kvöldsími 32799.
Einangrun
Góð plasteinangrun hefur hita-
leiðnisstaðal 0,028 til 0,030
kcai/mh. °C, sem er verulega
minni hitaleiðni, en flest önnur
einangrunarefni hafa, þar á
meðal glerull, auk þess sem
plasteinangrun tekur náléga
engan raka eða vatn i sig.
Vatnsdrægni margra ar.narra
einangrunarefna gerir þau, ef
svo ber undir að mjög lélegri
einangrun. Vér hófum fyrstir
allra, hér á landi, framleiðslu á
einangrun úr plasti
(polystyrene) og framleiðum
góða vöru með hagstæðu
verði.
Reyplast hf.
Armúla 44 — sími 30978.
GleÓiBegt nýtt ár
Þökkum viöskiptin
liÓna árinu
\
FiskbúÓin GRIMSB/E við BústaÓarveg
W .■i'.ewasj*. jZ.iíw&T''. «i C€Wrv.ewarrv. /,«wtv/-<^4,
sjálfstæðar, en staðbundnar
útvarpsstöðvar.
Ljóst er, að vel framkvæman-
legt er að halda uppi staðbundnu
útvarpi og má í þvi sambandi
benda á þá góðu reynslu, sem
fengizt hefur af Eyjapistli í Ríkis-
útvarpinu, sem sérstaklega er ætl-
aður Vestmannaeyingum.
Enginn vafi er á því, að stað-
bundnar útvarpsstöðvar þjöpp-
uðu fólkinu f viðkomandi
byggðarlagi saman og vekti það
betur til vitundar um sameigin-
lega hagsmuni, jafnframt því sem
möguleikar sköpuðust fyrir efl-
ingu menningar og kynningu á
listrænu starfi. Otvarpsrekstur á
vegum landshlutasamtaka eða
einstakra sveitarfélaga veitti þvi
ábyrgð og skyldur, sem stuðluðu
að dreifingu valdsins í þjóðfélag-
inu.
Með samþykkt á því frumvarpi
til laga um •breytingu á útvarps-
lögum, sem nú liggur fyrir
Alþingi, fá alþingismenn tæki-
færi til að sanna f verki raunveru-
legan vilja sinn til að færa aukin
áhrif og ábyrgð í hendur fólksins
í landinu.
Framhaid á bls. 47
BLAÐBURÐARFOLKOSKAST
llpplýsingar í síma 35408
AUSTURBÆR
Barónstíg.
Laufásvegur 2—57, Bergstaðastræti, Bergþórugötu,
Sjafnargötu, Freyjugata 28—49, Miðbær, Hraunteiq,
Úthlíð, Háahlíð, Grænuhlíð, Grettisgata frá 2 — 35.
Ingólfsstræti, Bragagata, Skaftahlíð, Skipholt I
Laugaveg 34—80.
VESTURBÆR
Ásvallagata II Seltjarnarnes, Skólabraut
Hávallagata, Vesturgata 2—45., Seltjarnarnes, Mið-
braut. Sörlaskjól, Tómasarhaga, Nesveg frá 31 —82.
ÚTHVERFI
Sólheimar 1 . — Kambsvegur.
Vatnsveituvegur, Snæland, Nökkvavogur.
Heiðargerði, Laugarnesvegur frá 84—118.
Laugarásvegur, Sæviðarsund,
Háaleitisbraut 15—101, Efstasund.
Kópavogur
Blaðburðarfólk óskast við Hrauntungu og Digranes
veg
Upplýsingar i síma 40748.
HAFNARFJÖRÐUR
BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST
Blaðburðarfólk óskast
í Hvaleyrarholt, (Börðin).
Upplýsingar í síma 50374.
GARÐUR
Umboðsmaður óskast í Garði. — Uppl. hjá
umboðsmanni, sími 71 64, og í síma 101 00.
MOSFELLSSVEIT
Umboðsmenn vantar í Teigahverfi og Markholtshverfi
Upplýsingar á afgreiðslunni í sima 10100.
GRINDAVÍK
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og inn-
heimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar hjá umboðsmanni Onnu Bjarnadóttur og
afgreiðslunni í sima 1 0100.