Morgunblaðið - 30.12.1973, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
43
ÆT
MAIGRET OG SKIPSTJORIIN n m i-ramnaiassagan |K| eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdottir
27
eins og fyrr um daginn og Maigret
hafði ekki tekið úr staflanum,
nema þá, sem hann taldi þurfa að
nota.
Á litla sviðinu stóð borð og stóll
og grænn dregill var yfir sviðinu.
Wienandshjónin voru sam-
kvæmisklædd. Þau höfðu tekið öll
þau fyrirmæli, sem þau höfðu
fengið. bókstaflega, því að þau
höfðu einnig tekið börn sín tvö
með. Maigret þóttist finna á þeim.
að þau hefðu snætt kvöldverð i
mesta flýti og lagt sig fram um að
koma stundvíslega.
Wienand tók ofan hattinn. þeg-
ar hann kom inn og leit í kringum
sig að einhverjum. sem hann gæti
kastað kveðju á. Eftir að hafa gert
heiðarlega tilraun til að heilsa
prófessornum hörfðaði fjölskyld-
an hálf vandræðaleg út í horn og
beið þar þegjandi.
Cornelius Barens kom á hæla
þeirra. Hann var svo fölur og
óstyrkur, að nærtækt var að halda
að hann myndi leggja á flótta ef
einhver blakaði við honum. Hann
reyndi einnig að blanda geði við
einhvern þeirra. sem komnir
voru. en hann hafði ekki upp-
burði í sér til þess, þegar á átti að
herða. svo að hann hallaði sér
upp að stólastaflanum.
Pijpekamp kom með Ooosting.
sem leit drungalega á Maigret.
Andartaki síðan opnuðust dyrnar
og frú Popinga og Ant kornu inn..
Þær litu í kringum sig og gengu
síðan að stólunum. sem Maigret
hafði gett upp.
— Látið Beetje koma hingað!
sagði Maigret við lögreglumann-
inn.
— Einhver lögreglumanna yðar
verður að haLa gætur á Liewens
og Ooosting. Þeir voru ekki hér
kvöldið, sem morðið var framið,
svo að við þurfum ekki á þeim að
halda fyrr en síðar. Þeir geta ver-
ið aftast í salnum.
Þegar Beetje kom inn, var
hún heldur framlág í fyrstu, en
ósjálfrátt rétti hún úr sér, þ.egar
hún kom auga á Any og frú
Popinga og um stund var eins og
hún og systurnar héldu niðri í sér
andanum.
Það stafaði árieðanlega ekki af
því, að loftið i salnum væri lævi
blandið! Það var svo langt því frá.
Það var fýlulegt og drungalegt, ef
nokkuð var.
Þessi fámenni hópur i dauflýst-
um salnum var ósköp eymdarleg-
ur.
Maigret varð að taka á öllu. sem
hann átti til, svo að hann gæti
skilið til fulls. að ekki voru nema
nokkrir dagar siðan mektarfólkið
í Delzijl hafði borgað fyrir að sitja
á stólnum, hafði komið inn. horft
i kringum sig. heilsað vinum sín-
um og brosað til kunningja. Og
svo hafði prúðbúin samkundan
klappað hrifin. þegar Jean Duclos
gekk inn.
Það var engu Iíkara en hann
sæi þetta úr öfugum enda sjón-
aukans.
Vegna þess að enginn vissi.
hvað átti að gerast. urðu hvorki
merkt merki ótta né sorgar. Eitt-
hvað allt annað. Þung. hugsandi
augu. þreytulegur svipur. ..
Þau virtust öll hálf grámyglu-
leg í skímunni. Meira að segja
Beetje hafði misst þokka sinn.
Það var hvorki tign né reisn
yfir þessari samkundu — allt var
eymdarlegt og hlálegt.
Uti fyrir stóð hópur rnanna.
vegna þess að síðdegis hafði
frétzt. að eitthvað væri í vændunt.
En enginn hafði ímyndað sér. að
það væri svona lítið spennandi.
Maigret gekk fyrst til frú
Popinga.
— Viljið þér gera svo vel að
setjast á sama stað og þér sátuð á
þarna um kvöldið, sagði hann.
Fyrir nokkrum klukkustundum
þegar hann hitti hana á heimili
hennar hafði hún verið niðurbrot-
in og hann hafði aumkað hana. En
nú var allt slikt um garð gengið.
Hún virtist hafa elzt. Hún var í
kauðalegri dragt, sem gerði hana
dálítið álappalega í vexti og hún
hafði mjög stóra fætur. Auk þess
sá hann, að hún hafði ljótt ör á
hálsinum, sem stakk í augun.
En hallærislegri var þó Any,
því að aldrei hafði andlit hennar
virzt jafn skakkt og Ijótt og í
kvöld. Klæðnaðurinn var í meira
lagi ósmekklegur — kjólinn alltof
þröngur og hatturinn forljótur.
Frú Popinga settist á miðjan
fyrsta bekk. þar var heiðurssætið.
Um daginn hafði andlit hennar
ljómað af gleði og stolti. þegar
hún sat á þessum sama stað.
— Hver sat við hliðina á yður?
—- Skólastjóri stýrimannaskól-
ans.
— Og hinum megin?
— Herra Wienand. . .
Hann var b'eðínn að koma og
taka sér sæti. Hann hafði ekki
farið úr frakkanum. Nú settist
hann og horfði niður fyrir sig.
— Og frú Wienand?
— Hún sat yzt i röðinni. vegna
barnanna.
— Beetje?
Hún gekk fram og settist í sitt
sæti, svo að auður stóll var á milli
hennar og Any — þar hafði
Conrad Popinga sent sagt setið.
Pijpekamp stóð skammt frá
ringlaður á svip og greinilegt að
honum var órótt innanbrjóst. Je-
an Duclos beið eftir að röðin
kærni að sér.
— Farið upp á sviðið! sagði
Maigret við hann.
Hann var magur. illa til fara og
Maigret átti örðugt með að gera
sér i hugarlund að fyrir nokkrum
kvöldum hefðu rösklega hundrað
rnanns ómakað sig hingað til að
hlýða á hann flytja mál sitt.
Þögnin var jafn sterk og þung
og ljösið í loftinu var daufleg.
Baesen hóstaði í hinum enda sal-
arins.
Sjálfur gat Maigret ekki alls
kostar dulið ókyrrð sína. Hann
leit yfir handarverk sin. Hann
hvarflaði augum á fólkið og veitti
athygli- ýmsurn smáatriðum. eins
og til dæmis fasi Beetje. pilsi
Anyar. sem var alltof sítt. óhrein-
um nöglunum á prófessornum þar
sem hann stóð við pontuna og
studdi höndunt frarn á borðið og
reyndi að vera eins eðlilegur og
honurn var fram-ast unnt.
— Hversu lengi stóð erindi yðar
yfir?
— Þrjá st'undarfjórðunga. . .
— Lásuð þér af blöðum?
— Nei. Þetta var áreiðanlega í
tuttugasta skipti. sem ég flutti
það. svo að ég þarf ekki einu sinni
að styðjast við minnispúnkta
lengur ...
— Svo að þér hafið horft niður i
salinn.. .
Maigret fór og settist augnablik
milli Beetje og Any. Stólarnir
voru svo þétt saman að hné hans
snertu hné ungu stúlkunnar.
— Hvernær var fyrirlestrinum
lokið?
— Rétt fyrir klukkan tíu.. .þvi
að fyrst spilaði ung stúlka á
pianó...
Pianóið var opið og nótnabók
með verkum eftir Chopin stóð þar
enn. Frú Popinga beit i vasaklút-
inn sinn. Ooosting tók að
ókyrrast.
Klukkan var fáeinar mínútur
yfir áfta. Maigret reis upp og
gekk í áttina til sviðsins.
— Viljið þér segja mér. prófess-
or. i örfáum orðum. hver var
kjarninn i erindi yðar?
En Duclos var ógerningur að
stynja upp orði. Eða réttara sagt
virtist hann eiga erfitt með að
stytta það. svo að eftir að hánn
hafði ræskt sig nokkrum sinnum.
tók hann til máls:
Aldrei dytti mér í hug að móðga
hina greindu ibúða Delfzijl með
því að. . .
— Afsakið, þér töluðuð um
sakamál. í hvaða sambandi. ..
— Ég talaði um ábyrgð glæpa-
mannsins.
— Og hélduð hverju fram?
— Að það væri samfélagið. sem
bæri ábyrgðina á þeim skyssum.
sem eru framdar mitt á rneðal
okkar og eru kallaðir glæp-
ir. . . Við höfum skipulagt lifið.
öllum til nytsemdar. \’ið höfurn
myndað ákveðna stéttaskiptingu
og það er nauðsynlegt hverjum
einstaklingi að hann eigi sér ein-
hvers staðar rúm í þeim. . .
Hann starði niður á græna
dúkinn á borðinu. þegar hann
talaði og ekki var hann ýkja skýr-
mæltur.
— Þetta er nóg. tautaði
Maigret. — Ég þekkti upp-
skriftina: Til eru þeir einstakling-
ar. sem eru undartekning-
ar. ..sjúkar manneskjur. sem
hvergi eiga heima. . Þær rekast á
óyfirstiganlegar hindranir. hvert
sem.litið er. . .eru hraktar fram og
aftur og enda loks sem afbrota-
rnenn. Ég býst við að þetta hafi
verið kjarni erindisins? Það er
ekkert nýtt að finna í þvi og nið-
urstaðan hefur væntanlega verið:
Ekki fleiri fangelsi. heldur upp-
eldisstofnanir. sjúkrahús.
hressingarheimili.. .
Duclos hrukkaði ennið. en svar-
aði ekki.
— Þér hafið sem sagt notað þrjá
stundarfjórðunga til að fjalla um
þetta og þér hafið áreiðanlega
kornið með átakanleg dænti.. .þér
hafið eflaust vitnað i Lombroso.
Freud og alla þá félaga.
Hann leit á klukkuna og sneri
sér sérstaklega að þeim. sem sátu
á fyrsta bekk.
— Ég verð að biðja yður að biða
fáeinar mínútur til viðbótar.
Þetta er reyndar unnusta mín —en við höfum nú slitið
trúlofunin ni.
VELVAKANDI
Velvakandi svarar f
síma 10-100 kl. 10.30 —
11.30. frá mámulegi til
föstndags.
% Skoteldar
\'egna skrifa hér í
dálkunum i fyrradag um meðferð
flugelda óg notkunarréglur nteð
þeim. hafði Tryggvi Friðriksson
hjá Hjálparsveit skáta samband
við Velvakanda. Tryggvi sagði. að
þar sent hjálparsveitin seldi
mikið magn af flugeldum. skyldi
það tekið fram. að.skátar seldu
þennan varning éintingis í
verzlunum og útsölustöðum og
væri allt vandlega merkt og
fylgdu greinHegar notkunar-
regjur öllu. sent þannig færi um
hendur hjálparsveitarinnar.
Einnig hefur komið í ljós. að
stai’fsmaður hjá eldvarnaeftir-
litinu fylgdist með sölu skotelda.
en þeir einir hafa leyfi til að
’stunda slika söhimennsku. sern
fengið hafa leyfi til þess hjá eld-
vafnaeftirlitinu. Það er veitt
árlega. og sagði Brynjóifuf
Karlsson. sent hefur þetta eftirlit
ntéð höndum. að leyfi væru aldrei
veitt öðrum en þeim. sem
• uppfylltu s.ett skilyrði um öryggis-
útþúnað.
Þess skal getið hér til fróðleiks.
jað I gildandi reglugerð unt sölu og
meðferð á flugeldum og öðrum
skoteldum er tekið fram. að
þannað er að selja flugelda. sem
eru meira en tveggja ára gamlir.
0 Af álfum
og mönnum
A morgun er gamlársdagur.
Þá láta menn hugann reika til
þess. sem liðið er og verðlir ékki
aftur tekið. en jafnframt og ekki
siður til þess. sem framundan er.
Síðasti dagur ársins hefur lika
orðið dagur ærsla ýmiss konar og
má nefna sem dæmi ailt það
..fyrverkeri", smelli og hvelli.
sem menn skemmta sér við. að
ógleymdum brennunum. Þessi
skemmtiatriði munu hafa yerið
tekin upp um likt leyti og lands-
menn hættu almennt að trúá á
álfa. jólasveina og almennilega
drauga.
Til gamans skulum við rifja
UPP nokkra þætti lir því. sem
trúað var að ætti sér stað á nýárs-
nött. Þá fluttust álfar búferlum
og þótti ekki hyggilegt að verða á
vegi þeirra. því að þá áttu menn
þáð á hættu að ærast. Siður var
heinta áð láta ljós loga alla nýárs-
nóttina. Ennfremur fór húsfreyja
um bæinn og í kringum hann.
..bauð álfum heima ". sem kallað
var. og sagði: ..Komi þeir. sein
koma vilja. veri þeir. sem vera
vilja. fari þeir. sem fara vilja. mér
og mínum að meinlausu." Hefur
þannig þótt ráðlegast að láta
álfana finna. að menn vildu
heldur hafa þá með sér en á móti.
Einnig var siður að setja ýmislegt
góðgæti á afvikinn stað. og átti
það allt að vera horfið að ntorgni.
Var haft fyrir satt. að dekur þetta
stuðiaði að góðum samskiptum
við álfana.
0 Óskastund
á nýársnótt
Vist yar talið. að óska-
stundin væri á nýársnótt. en
misjafnlega gekk að hitta á hana.
Lika var þv.í trúað. að hægt væri
að sjá hver tilvonandi lifsföru-
nautur manns væri. annaðhvort
með því að horfa í spegil í kol-
dimmú herbergi. ellegar þá að
leggjast á gólfið i krossgöngum.
Margs varð, þó að gæta svo ekki
færi illa. og mátti ekki miklu
muna , að bráðlætið hefndi sín
ekki.
Velvakandi óskar lesendum
síilum velfarnaðar á koinandi ári.
Klukkustrengir
15. sýning.
Hið mikið umrædda leikrit
Jökuls Jakobssonar Klukku-
strengir verður sýnt í 15. skipti
fimmtudaginn 3. janúar. Sýning-
ar hafa legið niðri sfðan nokkru
fyrir jól vegna jólaanna, en hefj-
ast nú aftu.r eins og fvrr segir.
Aðsókn að leiknum hefur verið
mjög mikil og óhætt mun að full-
yrða að þetta leikrit Jökuls hafi
vakið óskipta athygii og sé mikið
rætt af ýmsum.
Myndin er af Jóni Júlíussyni i
hlutverki orgelstillarans.
Safnaðar-
heimili og
dagvistunar-
stofnanir
1. ..Bandalag kvenna í Reykjavík
vill sérstaklega vekja athygli á
hinum mikla vanda. sem nú er
orðinn og stöðugt eykst. með
kirkjubyggingar í Reykjavík.
Söfnuðum er það algerlega um
megn að standa undir byggingu
kirkna og telur Bandalagið frá-
leitt. að allur þunginn af slikum
byggingum. sem standa munu um
aldir, leggist á eina kynslóð.
Bandalagið skorar á kirkjuyfir-
völd að hlutast til um. að endur-
skoðuð verði nú þegar lög um
kirkjubyggingasjóð. með það
fyrir augum. að ríkið og borgar-
eða sveitarsjóðir taki að sér veru-
legan hluta byggingarkostnaðar-
ins. og bendir á það. sem vfðast
hvar gildir í nágrannalöndunum,
að ríkið leggi fram 1 '3 fjár til
nýrrar kirkju. borgar- eða sveitar-
sjóður 1/3 og viðkomandi söfn-
uður 1/3 hluta. Bandalagið telur
núverandi ástand í kirkjubygg-
ingarmálum algerlega óvið-
unandi. þar sem tímarnir kref jast
nú meira en kirkjunnar einnar.
og sjálfsagt þykir að hafa einnig
safnaðarheimili í tengslunt við
kirkjuna. Bandalagið vill koma
þeirri hugmynd á framfæri. hvort
ekki mætti nota safnaðarheimilin
sem skóladagheimili eða dag-
vistunarstofnanir . fyrir aldraða.
þar sem tilfinnanlegur skörtur er
á slíkum stofnunum hér í Reykja-
vik."
2. ..Bandalag kvenna í Reykjavík
þakkar biskupi og kirkjuráði fyr-
ir stuðning við tillögur þess frá
fyrri árum og endurtekur áskor-
anir sinar um samræmda kristin-
dómsfræðslu i skólum. Banda-
lagið vill benda á. að nauðsynlegt
sé. að prestar og skólastjórar í
hinum ýmsu hverfum borgar-
innar hafi á haustin samvinnu um
tilhögun stundaskrár. þannig áð
ætlaður sé ákveðinn tími til fernt-
ingarundirbúnings. Bandalagið
telur fermingarundirbúninginn
ntjög ntikilvægan og að ekki megi
slaka á i því efni. "
3. ..Bandalagið fagnar auknum
áhuga og miklum framkvæmdum
í félagsmál.um eldra fólks. Það
telur nauðsyn á fleiri heimilum
fyrir aldraða og bendir á. að æski-
legt væri að slik heimili væru
fleiri og sinærri heldur en nú er."