Morgunblaðið - 30.12.1973, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
Kristilegt félag
ungra manna 75 ára
K. P. U. M.
Húsið KFUM viö Amtmannssng, sem reist var 1907.
ÁRTALIÐ er 1932. Klukkan tæp-
lega hálf tvö á sunnudegi. Á
stéttinni hjá VBK er 11 ára gam-
all Vesturbæingur á heimleið.
Það var uppselt I bíð, og hann veit
naumast, hvað gera skal. En
þarna kemur bekkjarbróðir hans,
hann Siggi, niður Vesturgöt-
una. Hann fregnar ástandið og
segir strax: Komdu bara með í
KFUM! Og þaðvarð.
Fundur í yngstu deildinni. Æsi-
spenandi framhaldssaga. — Siggi
segir frá þessuaf nokkrum tilþrif-
um á leiöinni gegnum miðbæinn.
— Sveitarstjórinn í 8. sveit er
kallaður Magggi. Hann er fínn.
Það er verið að keppa um fallegan
silfurskjöld. Strákarnir syngja
mikið. Sá, sem spilar, heitir
Laugi. Og svo náttúrlega séra
Friðrik sjálfur — og það gætir
lotningar í rödd Sigga, þegar
hann nefnir nafn leiðtogans. Já,
hann talar við okkur Guðs orð.
Við hyllum líka fánann á hverjum
fundi. Allt voru þetta nýjar frétt-
ir fyrir bekkjarbróður Sigga. En
allt kom saman og heim, þegar
upp á Amtmannsstíg var komið,
líka það, að séra Friðrik talaði
betur um Guð en nokkur annar
maður. Þegar út var gengið, stóð
hann á stigapallinum og reiddi
lófann til höggs. Hýrt bros í aug-
um og „höggið“ var ljúft klapp á
vangann.
Þetta voru fyrstu kynni mín af
KFUM. Frá þeim degi var ég
KFUM-strákur. Eg hef alltaf
gleymt að spyrja hann Sigurð Sig-
urðsson hjá útvarpinu, hvort
kynni hans sjálfs af KFUM hafi
ekki byrjað eitthvað svipað. Trú-
að gæti ég því. Fjölmargir Reyk-
víkingar fyrr og síðar hafa sömu
sögu að segja. Til skamms tíma
voru þeir fáir, sem ólust upp í
borginni án þess að mótast af
KFUM með einhverjum hætti.
Þetta félag hefur um áratugi ver-
ið eitt áhrifamesta æskulýðsfélag
landsins og lagt drjúgt af mörkum
til heillaríkrar mótunar. Hiklaust
má telja KFUM umfangsmesta
æskulýðsstarf íslenzku kirkjunn-
ar — og árangursríkast líka.
Og nú er þetta siunga félag allt
í einu orðið 75 ára. Afmælisdagur-
inn er 2. janúar.
Hvernig verður
svona félag til?
Upphaf og uppvöxtur KFUM
hér á landi er eitt af ævintýrum
kirkjusögunnar. Það ævintýri
gerðist líka á öðrum stöðum og I
ýmsum myndum. Sjálf hreyfing-
in, sem er alþjóðleg, var slíkt
ævintýri, allt frá fyrsta hópnum
í Englandi, sem George Williams
safnaði saman til biblíulestra fyr-
ir miðja síðustu öld. En á Islandi
er ævintýrið í órofatengslum við
nafn séra Friðrik Friðrikssonar.
Sjálfur skipar hann heiðurssess f
íslenzkri kristnisögu. Þar er ljómi
um nafn hans og minningu.
Hann kynntistKFUMánámsár-
um sínum í Kaupmannahöfn, rétt
fyrir aldamótin síðustu. Starfið og
félagsmarkmiðið gagntók hann.
Háskólanám stóðst ekki þá sam-
keppni. Hann varð um skeið einn
ágætasti starfsmaður í unglinga-
deild aðalfélagsins í Kaupmanna-
höfn og mun helzt hafa haft hug á
að hverfa ekki aftur til íslands
frá þeim vinaflokki.
I ársbyrjun 1897 barst séra
Friðrik bréf að heiman. Bréfritar-
inn var Þórhallur Bjarnason lekt-
or og sfðar biskup. I stuttu máli
sagt var stúdentinn beðinn að
koma heim og stofna KFUM á
íslandi. Hann gæti lokið námi
í prestaskólanum og stundað
kennslu lika til að lifa. . .
Þetta varð Iangt og hart sálar-
stríð. Hann vildi ekki fara. Seint
og síðar meir lagði hann málið á
vald Guðs vilja. Eftir það var
hann aldrei í vafa.
Og heim var haldið. Ef til vill
ekki fagnandi, en með öruggri
vissu um, að verið væri að gegna
köllun. Annar réð ferðinni.
Séra Friðrik steig á land í
Reykjavík 27. ágúst 1897. Næstu
vikurnar tók þessi þrftugi svart-
skeggur unga menn tali á stræt-
um og gatnamótum. Sumir töldu
hann smáskrítinn. Hugsa sér, að
hafa svona mikinn áhuga á
kristindómi og halda, að ungling-
ar tækju á því mark! Ráðnum
huga fór hann sér hægt. En
félagsstofnunin gerðist þó fyrr en
hann hafði órað fyrir.
I litlu húsi við Suðurgötu hélt
stúdentinn drengjaskóla. Um
þetta leyti settu prestaskólanem-
ar á stofn sunnudagaskóla, einnig
var starfandi kristilegt félag
stúdenta. Séra Friðrik hóf biblíu-
lestra með piltum úr Latínuskól-
anum (MR) — en KFUM stofnaði
hann ekki.
Á útmánuðum 1898 voru um
það bil 50 fermingardrengir í
spurningartfma hjá séra Jóhanni
Þorkelssyni. Verðandi prestur
Friðrik Friðriksson fékk að vera
viðstaddur. Honum var boðið að
ávarpa piltana — og auðvitað
sagði hann þeim frá fermingar-
drengjafundi í unglingadeildinni
f Kaupmannahöfn. En drengirnir
vildu heyra meira um þetta. Þess
vegna var þeim boðið f Suðurgöt-
una. Þeir komu 45 talsins og
fræddust um KFUM. „Kannski
gefst ykkur síðan kostur á að vera
með í slíku félagi," sagði séra
Friðrik. En þeir sögðu: Getum við
ekki bara byrjað strax. Og þeir
byrjuðu. Þetta vor hét það ekki
neitt, var aðeins fermingar-
drengjafélag, sem hélt svo áfram
að koma saman næsta haust.
Þetta var að byrja á öfugum enda.
KFUM hafði alls staðar byrjað
með nokkrum eldri félögum —
aðaldeild. Séra Friðrik vildi ekki
gefa þessari byrjun félagsnafn.
Og þó varð úr, að hann lét til
skarar skríða. Á gamlársdag voru
skrifuð fundarboðogborinútum
kvöldið. Aðstoðarmaður leiðtog-
ans við það verk var ungur skóla-
piltur, Bjarni Jónsson frá Mýrar-
holti. Hann átti eftir að setja svip
á bæinn í nokkra áratugi. Það er
önnur saga. En einhvers staðar
hefur séra Bjarni sagt frá því,
þegar hann var varaður við „vit-
lausa stúdentinum frá Kaup-
mannahöfn", en lét sér víst ekki
segjast, sem betur fór. Þeir tveir
áttu eftir að verða lengi samferða
í þjónustu Guðsríkis hér í höfuð-
borginni.
Stofnfundur KFUM
var haldinn
2. janúar 1899
KFUM var orðið veruleiki á Is-
landi, þótt ekki vildi séra Friðrik
gefa þvi nafn fyrr en ári síðar.
Fyrst um sinn voru fundir haldn-
ir í Framfarafélagshúsinu, en aðr-
ir staðir voru líka notaðir. Einna
bezt gafst það, þegar velviljaður
áhrifamaður setti KFUM í tugt-
húsið, því fundir voru haldnir um
skeið í Borgarasalnum í því fræga
steinhúsi við Skólavörðustíg. Eng-
in stjórn var í félaginu framan af.
Séra Friðrik hélt uppi einræði.
Aðaldeild var stofnuð 1902 og það
vor fékk það lög og stjórn, nánar
tiltekið á 2. dag hvítasunnu, 19.
maí. Þetta gerðist I sambandi við
heimsókn Charles Fermand, sem
var framkvæmdastjóri alþjóða-
sambands KFUM. Sú heimsókn
var til mikillar uppörvunar hinu
unga félagi. Þetta sama vor flutt-
ist starfið í eigið húsnæði. Við
Lækjartorg stóð gamalt hús,
nefnt Melsteðshús. Árið áður
hafði séra Friðrik fest kaup á því
og fékk það til fullra umráða 14.
maí 1902.
I Melsteðshúsi dafnaði félagið
vel. Þá varð tízka að vera I KFUM.
Séra Friðrik sá að mestu einn um
starfið, en jafnframt var hann
prestur við holdsveikraspítalann I
Laugarnesi. En á þessum fyrstu
árum bundu margir unglingar
þá tryggð við félagið og málstað
þess, sem entist ævilangt. Séra
Friðrik segir frá honum Pétri,
sem tók að sér húsvarðarstarf í
Melsteðshúsi gegn fæði og
frönskutilsögn, þvf að hann var
atvinnulaus og fátækur. Á þrett-
ándakvöld var fundur boðaður,
en séra Friðrik i Hafnarfirði um
daginn og bað Pétur nú að þvo
gólf, kynda ofninn, kveikja ljós
o.fl., svo að notalegt yrði á síðasta
kvöldi jólanna. I Hafnarfirði fann
séra Friðrik húslyklana í vasa
sínum! Heldur mun hann því hafa
hugsað þungt til kvöldsins á heim-
leíðinni. En þegar þangað kom,
var Melsteðshús uppljómað, hlýtt
og hreint. Hvar fékk Pétúr lykil?
Hann fékk hann alls ekki, heldur
losaði hann rúðu úr glugga, bar
þar inn vatn og eldivið, gekk því
næst frá glerinu á nýjan leik.
Húsið var tilbúið, en allt lokað og
læst. Eina skýring Péturs á að-
ferðinni var: þú sagðir, að ég ætti
að gera þetta, og þá varð það að
gerast. Þessí piltur var í áratugi
þekktur heiðursmaður. Trú-
mennskan brást ekki. Rosknir
Reykvíkingar muna nafnið Pétur
Þ.J. Gunnarsson. Gárungarnir
lengdu það stundum í P.Þ.J.
KFUM Gunnarsson, og segir það
sína sögu, má raunar teljast heið-
urstitill þess ágæta manns.
En á þessum fyrstu árum
KFUM munu sumir hafa látið í
ljós efasemdir um það verkefni að
ná venjulegum strákum undir
merki kristindómsins. Séra Frið-
rik var á annarri skoðun. Hann
hafði á réttu að standa.
★
Veturinn 1907—’08 dvaldist
séra Friðrik í Danmörku. Félagið
hafði þá eignazt nýtt hús við Amt-
mannsstíginn, en afturkippur var
kominn í starfið, unglingadeildin
var m.a. að lognast út af. Sumir
voru teknir að fagna því, að
KFUM væri dautt.
Séra Friðrik hélt fund með trú-
föstum hópi A-d-meðlima og
brýndi fyrir þeim að vænta ekki
viðgangs þar, fyrr en yngri með-
limirnir bættust í hópinn. Og nú
var yngsta deildin (G.d.) stofnuð
með 16 drengjum, 10—14 ára.
Næst fór fram stjórnarkjör
undir einræði foringjans. Fyrst
þakkaði séra Friðrik gömlu
stjórninni vel unnin störf. (Hún
hafði setið frá 1902) og tilkynnti,
að ný yrði kjörin, stakk því næst
upp á mönnum og bað alla að
greiða þeim atkvæði með lófataki.
Allir tóku þessum kosninga-
fundi vel. En eftir þetta forðaðist
séra Friðrik að grípa fram fyrir
hendur aðalfundar og félags-
stjórnar. Þess þurfti heldur ekki
með.
Þyngst var sú þrautin að endur-
vekja unglingadeildina. Fundur
var boðaður og allir 14—17 ára
piltar velkomnir. Salurinn tilbú-
inn með ræðustóli fyrir gafli, en
söngbækur í hverju sæti.
Stundvíslega kl. 8.30 gekk séra
Friðrik upp í ræðustólinn. I
klukkutíma stóð hann þar og tal-
aði. Ekki var hann þó að tala um
Guð við piltana, — þvf að enginn
kom á fundinn. Nei, hann var að
tala um drengina við Guð.
Hið sama endurtók sig næstu
þrjú miðvikudagskvöld. En fjórða
kvöldið komu fjórir piltar. Þessir
fjórir stofnuðu U.D. að nýju.
Næst urðu þeir 8, þar næst 14, og
um vorið voru meðlimir U.D.
orðnir sjötiu.
Á fundum var lítið um
skemmtiefni í þá daga. Guðs orð
var aðalatriðið. Það dró æskuna
að. Næsta vetur gengu margir
ungir menn inn í aðaldeildina.
En hvað skyldi séra Friðrik
annars hafa eytt miklu af starfs-
degi sínum í fyrirbæn? Þetta litla
dæmi frá árinu 1908 lýsir starfs-
háttum æskulýðsleiðtogans vel.
Hann bar æsku tslands fram fyrir
Guð I bæn. Það starf bar ávöxt,
sem enn er að margfaldast.
Á þessum árum komst ýmislegt
i starfsháttum KFUM í það horf,
sem helzt enn í dag. Auk deilda-
fundanna voru haldnar almennar
samkomur á sunnudagskvöldum í
félagi við KFUK. Samstarfsmenn
urðu smátt og smátt fleiri. Segja
má, að séra Friðrik hafi e'ftir
þetta unnið markvisst að því
að „gera sjálfan sig óþarfan“
í félagsstarfinu. Persónu-
dýrkun féll honum sízt.
Viturleg leiðsögn hans gerði
það að verkum, að enginn tók
eftir því, að hann dró sig hægt
og hægt í hlé. Aðrir önnuð-
ust störfin. Kristilegt félag
ungra manna var ekki lengur háð
sérá Friðrik Friðrikssyni, heldur
orðið að samfélagi, sem lifði sjálf-
stæðu lifi í islenzkri kristni.
★
Eg rek ekki samfellda sögu
KFUM lengra. Læt nægja að
bregða upp nokkrum myndum úr
starfinu fyrr og síðar.
Snemma lét félagið að sér
kveða um ýmislegt í bæjarlífinu.
Eitt sinn þekktust KFUM-drengir
á því, að þeir tóku upp þann sið á
undan öðrum að nema staðar og
taka ofan, þegar þeir mættu lík-
fylgd.
Herferð gegn
drykkjuskap
En eitt fyrsta „baráttumálið"
var herferð gegn drykkjuskap í
Reykjavik. Einn framúrstefnu-
maður í hótelrekstri kom sér upp
vínbar. Og skyndilega þótti fint
að fá sér einn á barnum. Enginn
Félagsheimili KFUM og K við Holtaveg.