Morgunblaðið - 06.02.1974, Page 17

Morgunblaðið - 06.02.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1974 17 Hver falsaði Yínlandskortið ? Þegar Yale-háskóli fékk Vín- landskortið að gjöf árið 1965, lýsti hann því sem merkasta kortafundi aldarinnar. Fræði- menn hafa æ siðan deilt um hvort það væri í rauninni rétt, að svissneskur munkur hefði teiknað kortið um 1440 eða 52 árum áður en Kólumbus lagði upp frá Spáni en þótt efasemda- mennirnir hafi verið nokkuð margir voru þó mun fleiri þeirrar skoðunar, að kortið væri ófalsað. Nú er Vínlandskortið aftur komið í heimsfréttirnar og á sérstökum aukafundi Konung- lega brezka landfræði- félagsins síðastliðinn mánudag komust þeir lærðu menn, sem þar eiga sæti, að þeirri niður- stöðu, að kortið væri falsað. BLEK FRÁ 20. ÖLD Ástæðan fyrir þessari endur- skoðun nú er yfirlýsing frá Yale-háskóla sjálfum. Hann lét nýlega gera rannsókn á kortinu með vísindatækjum, sem ekki voru til, þegar háskólinn fékk kortið i hendurnar, og sú rann- sókn leiddi í ljós, að í blekinu, sem það er teiknað með, fund- ust efnasambönd, sem ekki voru til fyrr en eftir 1920. Það má þó telja víst, að málið sé langt frá því að vera útrætt og að fræðimenn muni á næstu mánuðum og árum grúfa sig yfir sögu Vínlandskortsins og tilurð þess. EKKI ALLIR SANNFÆRÐIR En þótt mestur hluti félaga brezka landfræðifélagsins hafi orðið ásáttur um, að kortið sé falsað, eru þó undantekningar og einn þeirra, sem er jafn sannfærður og áður um að það sé handverk svissneska munks- ins, er George Painter, einn af sérfræðingum „British Múse- um“. Painter varði sjö árum til rannsókna á Vínlandskortinu þegar það kom fyrst fram og hann er handviss um, að upp- haflega niðurstaða sin og ann- arra fræðimanna hafi verið rétt: — Eg lit aðeins á þetta sem áframhald á viðræðum og deil- um fræðimanna um kortið, sem hófust strax og það kom fram í dagsljósið. Yale-háskóli lét gera umfangsmiklar, vísindalegar rannsóknir á kortinu og það gerði einnig rannsóknarstofa Brezka safnsins. Niðurstaða okkar var sú, að kortið væri ófalsað. Það er mjög litið vitað um notkun bleks á miðöldum. Það voru til margar mismun- andi tegundir og það má jafn- vel finna mismunandi tegundir bleks á einu handriti. Það er alls ekki útilokað, að munkur- inn hafi hallað sér yfir borðið og fengið blek úr byttu félaga sins. ÓTRtJLEG ÞEKKING George Painter segir og, að það hafi þurft ótrúlega þekk- ingu til að falsa kortið: — Sá, sem falsaði kortið hefði þurft að hafa ótrúlega þekkingu á miðaldakortum. Hann hefði þurft að vera alger snillingur í kortagerð með al- gera þekkingu á öllu, sem væri til, og með hæfileika til að búa til það, sem ekki fyrirfyndist. Snilld hans i að skrifa miðalda- rithönd er líka óhugsandi. Hon- um urðu ekki á ein einustu mistök. Ég held ekki að slikur maður sé til. ER TIL ANNAÐ KORT? Þessar nýju rannsóknir benda að vísu til þess, að heim- ur vísindanna hafi verið gabbaður, en hvernig gerðist það? Dr. Helen Wallis er for- stöðumaður kortadeildar Brezka safnsins og hún hefur Laurence Witten. unnið að rannsóknum á Vin- landskortinu og fylgzt með því frá upphafi: — Veiztu, að það er ekki óhugsandi, að sá, sem falsaði kortið, hafi teiknað það eftir frumkorti, sem enn hefur ekki séð dagsins ljós. ÞAÐ BYRJAÐI í BARCELONA Það má segja, að saga korts- ins á þessari öld hafi byrjað í Barcelona árið 1957, þegar Laurence Witten fornbókasali frá New Haven i Bandaríkjun- um, heimsótti Enzo Feeajoli de Ry, sem verzlaði með fágætar bækur, en þeir höfðu átt við- skipti saman um árabil. Ferrajoli var síðar fangelsaður, sakaður um að hafa selt stolin grísk handrit en hann var lát- inn laus þegar ákærunni var ekki fylgt eftir, og lézt skömmu síðar. Að sögn Wittens sýndi Ferrajoli honum allmörg hand- rit frá miðöldum og meðal þeirra var það, sem siðar hefur gengið undir nafninu „Tartar Relation". Bundið á bakhlið þess var óskýrt kort, 11x16 þumlungar, sem sýndi Evrópu greinilega og auk þess hinar venjulegu, illa gerðu útlínur Asiu og Afríku og Atlantshafs- eyjarnar, sem aldrei hafa verið til nema á kortum, sem teiknuð voru fyrr á öldum. NÆSTUM BUINN AÐ FA SLAG 1 efra horninu til vinstri var hins vegar furðulega nákvæm útlínuteikning af Grænlandi og fyrir vestan það var land, sem merkt var „Vinlanda Insula.“ Fyrir ofan Grænland var klausa á latínu, sem er í laus- legri þýðingu á þessa leið: „Með Guðs vilja, eftir langa siglingu frá eynni Grænland, i suðurátt að fjarlægasta hluta vestur hafsins, siglandi suður innan um isinn, uppgötvuðu félagarnir Bjarni og Leifur Eiríksson nýtt land, mjög frjósamt, þar sem jafnvel uxu vinber, og þeir nefndu landið Vinland." — Ég var næstum búinn að fá slag á staðnum, segir Witten. — En ég gerði mér þegar grein fyrir, að það væri ógerlegt að „sanna" kortið, þetta var einn af þessum „geggjuðu" hlutum. ORMAGÖTIN PÖSSUÐU EKKI Eitt atriðið var t.d. að kortið var í nútíma bandi með algerlega óskyldu verki. Og götin eftir ormana pössuðu ekki við ormagötin á „Tartar Relations“. Það var augljóst að einhver hafði bundið saman tvo óskilda hluti. Ferrajoli sannfærði Witten. Hann sagði, að eigandinn væri maður, sem hefði svarið þess eið, að verkin hefðu verið i eign fjölskyldu hans í nær tvo mannsaldra og eftir að hafa hitt eigandann að máli keypti Witten bókina fyrir 3.500 dollara í þeirri von, að ein- hvern tíma væri hægt að sanna uppruna kortsins. Witten neitar enn að gefa upp nafn upphaflega eigandans. SPECULUM HISTORIALE Þegar Witten kom til Banda- ríkjanna sýndi hann aðeins örfáum nánum vinum, sem allir eru sérfræðingar i fornbók- menntum, Vínlandskortið. Þeirra á meðal var Thomas E. Marston, sem var sérfræðingur Yale-háskóla í bókmenntum frá miðöldum og endurreisnar- tímanum. Witten segir, að þeir hafi allir gert sér grein fyrir, að ekki væri , hægt að sanna uppruna kortsins svo að hann hafi að síðustu gefið Coru konu sinni það. Og í hennar fórum var það þar til nokkrum mánuðum siðar, að „lykillinn" að kortinu kom fram i dags- ljósið. I gegnum annan bóksala í New Haven, og Davis & Orioli í London keypti Thomas Marston tuttugu og eina siðu af verkinu „Speculum Historiale" eftir Vincent de Beauvais fyrir um 84 dollara. Fyrirtækið í London hafði hins vegar keypt verkið af Enzo Ferrajoli, þeim sama, sem seldi Witten Vin- landskortið. SPRENGJAN SPRINGUR Kunningi Wittens, sem var að skrifa bók um bókband á mið- öldum, bað hann að líta á hina nýju bök Marstons og þegar hann hafði fengið hana til skoð- unar, rann upp fyrir honum ljós. — Jafnvel þótt minni mitt sé ekki upp á marga fiska þá fannst mér að blaðsiðustærðin væri sú sama, og það var ýmist- Iegt fleira líkt með kortinu og þessu nýja verki. Það varð auðvitað mikill æsingur og farið var að bera verkin nákvæmlega saman. Að sögn Wittens, kom i ljós, að ef „Tartar Relation" var sett fremst, „Speculum Historiale“ i miðjuna og Vínlandskortið svo aftan við það, lágu fyrir ljósar sannanir um uppruna kortsins, þar sem augljóst hafi verið að þannig hafi 'verkin verið bundin i upphafi. — Götin eftir ormana pössuðu nákvæmlega (féllu nákvæmlega saman), segir Witten, og áritunin framan á kortið varð allt i einu áugljós. Áritunin var á þá leið, að kortið væri teikning eða skýring yið Speculum. — Ég skildi ekkert hvað þetta þýddi þar til Speculum kom I leitirnar og reyndist eiga að vera í miðjunni. Þá lá þetta ljóst fyrir. SELT FYRIR OFFJAR Tilkynningin um kortið, sem gefin var út þremur dögum fyrir Kólumbusardag árið 1965, kom eins og þruma úr heið- skiru lofti og fræðimenn, sem ekki höfðu verið hafðir með í ráðum, réðust heiftarlega að Vínlandskortinu. Að undan- gengnum margra ára nákvæm- um rannsóknum hafði Witten selt kortið einhverjum manni, sem gaf það svo Yale-háskóla. Kaupverðið hefur aldrei verið gefið upp, en Witten mun hafa fengið offjár fyrir það. Síðan hefur kortið staðið af sér 8 ára deilur fræðimanna, sem meðal annars hafa sagt, að teikningin af Grænlandi væri alltof nákvæm til þess að hún geti verið frá fimmtándu öld og eins þykir það alltof mikil til- viljun, að kortið og sannanir fyrir uppruna þess skyldu með nokkurra mánaða millibili ber- ast til tengdra aðila í Banda- rikjunum og það frá sama manni í Barcelona. HVER VAR ÞÁ FALSARINN? Ef Vínlandskortið er falsað, hlýtur auðvitað að vakna spurn- ingin: Hver gerði það? Tveir prófessorar við Yale-háskóla, sem frá upphafi hafa verið van- trúaðir á uppruna kortsins, telja sig hafa rakið slóðina aftur til syndarans. Hann hét, að þeirra sögn, Luka Jelic og var prófessor við Zadar í Júgóslavíu. Hann lézt árið 1922. Að sögn prófessoranna tveggja eyddi Jelic miklum hluta starfsævi sinnar við að reyna að sannfæra vantrúaða áheyrendur um að rómversk- kaþólskt klerkaveldi hafi verið í Vínlandi i margar aldir áður en Kólumbus kom þangað. Hann hélt þvi einnig fram, að hann hefði í bókasafni Páfa- garðs fundið hundruð kirkju- bréfa og korta, sem snerti Vín- land. KOM TIL tSLANDS Annar prófessoranna við Yale er Konstantin Reichardt. Hann kom á sínum tíma til Is- lands vegna Vínlandskortsins og flutti erindi i Háskólanum þar sem hann dró fram ýmis- legt, sem honum þótti tortryggi- legt við kortið. Þar á meðal voru Iatnesku endingarnar. Hann og starfsbróðir hans, Robert Lopez, segja, að Jelic hafi orðið á ,,klerkleg“ mistök í ritgerð, sem hann lagði tvisvar fyrir vísindaráðstefnur, í Paris 1891 og í Brussel 1894. Ritgerð- in fjallaði um fyrrnefnda kenn- ingu hans en i henni voru end- ingar á latneskum orðum, sem hvergi finnist i kirkjumáli, jafnvel ekki i dag og þær eru ekki og hafa aldrei verið notaðar i páfagarði. Prófessor- arnir segja hins vegar, að orða- tiltæki hans séu nákvæmlega eins og á Vínlandskorti Yalehá- skóla. Þeir eru því þeirrar skoð- unar, að Jelic hafi falsað kortið til að renna stoðum undir kenn- ingu sina, sem fáir trúðu. Vínlandskortið: Erþaðfrá 1440 eða 1920?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.