Morgunblaðið - 06.02.1974, Page 18

Morgunblaðið - 06.02.1974, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðsló Auglýsingar hf Arvakur. Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson Rorbjorn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, simi 10 100 Aðalstræti 6, simi 22-4-80 Askriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands I lausasolu 22,00 kr eintakið. , vægi herstöðvarinnar í Keflavík er því ákaflega mikið, en ég tel það fyrst og fremst mál íslendinga og það vil ég leggja áherzlu á. Við Norðmenn viljum ekki blanda okkur inn f slíka afgreiðslu en hins veg ar er þessi ráðstefna um öryggis- og varnarmál ís- lands og Noregs mjög kær- komin, því að við getum þar rætt um þessi mál á grundvelli hagsmuna beggja ríkjanna, og við eig- Eflum samstarfið við Norðmenn Um síðustu helgi gengust Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg fyrir ráðstefnu um samstarf íslands og Noregs á sviði öryggis- og alþjóðamála. Ráðstefnu þessa sóttu áhrifamiklir stjórnmálamenn og sér- fræðingar frá Noregi, þ.á m. nokkrir stórþings- menn og forseti norska Stórþingsins, Guttorm Hansen. Sýnir það eitt, hversu miklir áhrifamenn komu hingað frá Noregi, hvflíka áherzlu Norðmenn leggja á gott og náið sam- starf við íslendinga á sviði öryggismála. Tæpast hefur það farið framhjá nokkrum íslend- ingi, að Norðmenn hafa haft miklar áhyggjur af hugsanlegri lokun Kefla- víkurstöðvarinnar og telja, að slíkt mundi veikja mjög varnir Noregs. Einar Ágústsson utanríkisráð- herra upplýsti fyrir nokkru, að norska ríkis- stjórnin hefði sent. sérstaka orðsendingu til íslenzkra stjórnvalda, þar sem þessum áhyggj- um er lýst. í viðtali, sem birtist í Morgunblað- inu sl. sunnudag, sagði Guttorm Hansen: „Við telj- um að herstöðin í Keflavfk sé hluti af þeim stöðug- leika, sem ríkir í öryggis- og varnarmálum allra Norðurlandanna, og við teljum, að stöðin skipti mjög miklu máli, sérstak- lega höfum við í Noregi álitið stöðina og þátttöku íslands í þessu samstarfi mikilvæga varðandi svæðið við ísland um Noreg og til Finnlands og þá ekki sízt vegna hafsvæðisins milli Noregs og íslands og þeirr- ar þróunar, sem þar hefur orðið og er að verða. Mikil- um við mikið vandamál að etja í þessum efnum.“ Augljóst er, að sovézka flotauppbyggingin á Norð- ur-Atlantshafi hefur tvinn- að mjög saman hagsmuni íslands og Noregs í örygg- ismálum. Þess vegna er nauðsynlegt að efla sam- starf þessara þjóða um öryggismál mjög á næstu árum og auka samráð þeirra í milli. Því tækifæri ættum við íslendingar að fagna, ekki sízt í ljósi þess, að margir hafa haft á- hyggjur af of nánu sam- bandi við Bandaríkin um varnarmálin, og ætti það að vera þeim mönnum gleðiefni, ef grundvöllur skapast til enn nánara sam- starfs við frændþjóð okkar í Noregi. Á ráðstefnunni um öryggismál íslands og Nor- egs var varpað fram hug- myndum um nánara sam- starf Kanada, íslands og Noregs um öryggismál Norður-Atlantshafsins og er þar tvímælalaust um mjög athyglisverða hug- mynd að ræða, sem fyllsta ástæða er til að kanna nán- ar, m.a. með viðræðum við kanadísk stjórnvöld. En niðurstaða manna eftir þær miklu upplýsingar, sem fram hafa komið um samhengi á milli öryggis- mála íslendinga og Norð- manna síðustu daga, hlýtur að verða sú, að við ákvarð- anir um fyrirkomulag varnanna hér verði tekið tillit til sjónarmiða Norð- manna. Það eitt er í sam- ræmi við okkar hagsmuni og okkur sæmandi. Ummæli Hannibals Hannibal Valdimars- son formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna flutti athyglisverða ræðu á ráðstefnunni um ís- land og Noreg. í ræðu þess- ari sagði hann m.a.: ,,Ég held, að það sé ekki of- mælt, að það hljóti að vera varnarbandalagi vest- rænna þjóða mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að geta haft eftirlit með öllum hræringum skipa og hvers konar farartækja á Atlantshafi og undir yfir- borði þess. Ég held enn- fremur, að íslandi sé slík vitneskja líka og ekki síður nauðsynleg. Bezt væri, að ísland gæti sjálft annazt slíkt eftirlit að sem allra mestu leyti. En þar sem því er ekki til að dreifa, virðist auðsætt, að Bandaríkin eða NorðurAtlantshafsbanda- lagið fái aðstöðu til að ann- ast það á likan hátt og verið hefur. Mfn afstaða er því sú, að það sé í þágu varna íslands og íslendinga, að hér sé eftirlits- og varðstöð, en hins vegar eigi varnar- lið að vera hér f algjöru lágmarki, því að hér getur aldrei, m.a. vegna fámenn- is og smæðar þjóðarinnar, verið svo fjölmennt varn- arlið, að neina verulega þýðingu hafi gagnvart hugsanlegri stórveldisárás á landið. Undir slíkum kringumstæðum, sem Guð forði okkur frá að hugsa til, yrði allt að byggjast á því, hve fljótt væri hægt að flytja hingað herstyrk í stórum stíl landinu til varnar.“ Þessi ummæli hljóta að vekja athygli frá manni, sem um langt árabil hefur starfað í vinstri væng stjórnmálanna. Þau sýna, að stuðningur við ábyrga stefnu í varnarmálunum nær langt inn í raðir vinstri manna og að for- maður eins stjórnmála- flokksins er ekki tilbúinn til að taka þátt i ábyrgðar- lausum leik með öryggi þjóðarinnar. Jóhann Hafstein: Eru menn farnir að „ryðga” í kommúnismanum? Eru menn farnir að „ryðga“ í kommún- ismanum? Það er stundum tekið svo til orða, að mönnum sé farið að förlast í fræðunum, ef þeir sýna áberandi afturför, til dæmis minnisleysi á alkunnum staðreyndum. Helstefna Ég minnist þess að hafa einu sinni á Alþingi í ræðu kallað kommúnismann helstefnu. Af þessu má enginn leiða þá skoð- un, að ég telji þá menn, sem hafa ánetjazt kommúnismanum eða telja sig kommúnista, nein úrhrök eða illmenni, síður en svo, en margir þeirra eru góð- kunningjar mínir. En þeir hafa tekið hættulegt pólitískt smit. Ég skal nefna einn, sjálfan Ein- ar Olgeirsson. Við áttum mörg ár saman sæti á Alþingi, hann kommúnisti þá sem nú, en ég andstæðingur kommúnismans. Samt minnist ég ekki þess, að nokkurn tíma hafi orðið af þessum sökum persónulegar ill- deilur okkar í milli. Hins vegar minnist ég margra glaðra og góðra stunda með þessum kommúnista, þegar pólitíkin var ekki með í spilinu. Nú sem fyrr eru þeir tímar, að kommúnistar vinna að því öll- um árum hér á landi að koma okkur Islendingum úr Atlants- hafsbandalaginu, slita sam- vinnu við vestræn lýðræðisríki. Tilgangur þeirra rneð því er fyrst og fremst sá að veikja varnir landsins og öryggi lands- manna. Þessi aðstaða hefur leitt til þess, að ég hefi að und- anförnu skrifað tvær greinar i Morgunblaðið varðandi varnar- málin og kommúnismann öðru fremur, og nú hefi ég verið að rifja upp ýmíslegt um kommún- ismann, sem ég hefi áður sagt og margir hafa áður sagt og oft hefur verið sagt á prenti með ýmsum hætti. En gamalt mál- tæki segir: „Aldrei er góð vísa of oft kveðin.“ Viðvörunarorð Það er ætlun mín, að þessi skrif séu fremur viðvörunarorð um öryggis- og varnarmál landsins en ásakanir vegna þeírrar hættu, sem stafar af kommúnismanum þessari hel- stefnu, sem ég hefi svo nefnt. „Fagurt skaltu mæla, en flátt hyggja“ Þegar kommúnistar skil- greina kommúnismann, þá velja þeir honum hin fegurstu orð, segja að hann beri vott um jafnrétti og bræðralag, hann muni leiða til alræðis öreig- anna, hann tryggi lýðræði og frið í heiminum. Ekki koma þessi fögru orð vel heim við lýsingu mína, þegar ég kalla kommúnismann ,,helstefnu“. Eitt fyrsta einkenni kommún- ismans er það, að hann er al- þjóðlegur og lýtur alþjóðlegu valdi. Þetta viðurkenndu kommúnistar afdráttarlaust við stofnun Kommúnistaflokksins 1930, þegar þeir sögðu: „Kommúnistaflokkur íslands er deild úr alþjóðasambandi kommúnista." Öll stefna flokksins, í upphafi yfirlýsingar, og stefnumörk flokksmanna mótuðust að sjálf- sögðu að verulegu leyti af því, að þeir voru deild úr sllkri al- þjóðasamkomu, sem hafði þetta nefnda markmið. Það er nú orð- ið nokkuð langt siðan þetta gerðist, ög yfir margt af því, sem þá var sagt og boðað, hefur smám saman verið að fyrnast. Kommúnistar hafa af sínum al- kunna fláttskap reynt að dylja hið sanna eðli sitt, þegar þeim var orðið ljóst, að það skapaði þeim lítið brautargengi á Is- landi, en svikin og prettirnir hafa ekki breytt eðli kommún- ismans. Fyrstu vígorðin Einn aðalmaður Kommún- istaflokksins, Brynjólfur Bjarnason, boðaði það alþjóð i Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.