Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.1974, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Helgl Hálfdanarson: Línustúfur tll Hannesar Péturssonar Elskulegi frændi. Með öðru eyra heyrði ég mál þitt um silfurhestinn í útvarps- þætti S. A. M. Þar fórst þú til hátíðabrigða að andmæla því, sem ég hafði einhvern tíma sagt um þess konar stáss, og þótti mér ræðan þó nokkuð merkileg. Einkum fannst mértilkomu- mikið, að þú skyldir reka það ofan i mig, að verk manna skipti meira mali en nöfn þeirra, og láta sem þú ruglaðir saman broslegri nafnadellu og ábyrgð hvers manns á gerðum sinum. Og enn vildir þú setja mér það fyrir, að sköpunarverkið munaði litið um einn hégóm- ann í viðbót.fyrst allt væri það i hólf og gólf einn allsherjar hégómi, hvort eð væri, eins og hinn forni prédikari hefði vit- að manna bezt. Eigi að síður hafðir þú um það mörg orð og fjálgleg, að þér hefði lengi verið drumbs að taka við þessum hesti, þangað til þú hefðir samt gert það um siðir með hangandi hendi. En svona má maður ekki tala, elskan min. Þér var í æsku kennt að þiggja með þökkum það sem vel er boðið, eða hafna kurteislega að öðrum kosti. Enginn skilur heldur, hvað fyrir þér vakti með þessari játningu allri, nema ef vera skyldi að trúa ljósvakanum fyrir því, að þig hafi brostið þrek til að fara að dæmi ungfrúarinnar góðu, sem át bakkelsið í hverju koti með sama feginsljóma i aug- um, hvort sem að því var fúkkabragð eða natronbragð. Sem kunnugt er, hefur silfurhestúrinn verið nokkur hrakfallabálkur um sinn. Fyrir skömmu lá hann i fúa- feni, og þótti vandamönnum hans brýnt að eyða einum útvarpsþætti i það nú um ára- mótin að tosa honum upp úr keldunni, eða vekja upp draug hans, ef ekki tækist betur. Sá uppdráttur var síðan magnað- ur á hendur þér, og má vera, að fögnuður þinn hafi tafizt ögn við að aðgæta hvernig hófarnir sneru. En hver skyldi lá þér, þótt þú skirrðist við að úthýsa dýr- inu? Mér er kunnugt um að hver sem það reynir, má lofa guð ef hann sleppur lifandi. Hann á jafnvel á hættu að verða sakaður um hæversku, sem sjaldnast er annað en ranghverfan á gikkshættinum, eins og við vitum. Nei, þá er miklu skárra að hlæja með, þó svo að enginn kunni að meta spaugið nema sá sjálfskipaði fjögurra manna dómur, sem upp kveður brandarann. Kannski finnst þér nú, vinur sæll, að mér hafi illa láðst að óska þér til hamingju með þessa lítt velkomnu riddara- tign. Það held ég verði samt að bíða, a.m.k. þangað til ég sann- færist um að þessi bók þín sé betri en aðrar, sem til álita komu. Og fyrst við erum staddir á vettvangi fullyrðinganna, þar sem hinn ferskeytti dómstóll gnæfir við loft, þá fullyrði ég, að því fer fjarri, að Ljóðabréf beri þar af. Eg skal undir eins nefna bók, sem ég fullyrði að tekur henni langt fram. Sú nefnist Rauðamyrkur eftir Hannes nokkurn Pétursson. Eg hefði gaman af að sjá fram- an f þann, sem reyndi að hrekja þessa staðhæfingu. Ég fullyrði, að Ljóðabréf sé þín næstlakasta ljóðabo'k. En Rauðamyrkur tekur fram öllu þínu lausamáli til þessa. Sér- staklega um málfar ber hún þar langt af. Þetta er lymsku- lega vel samin bók, og hand- bragð allt er með miklum ágætum; hún er knáleg og fallega vaxin, og þar að auki römm á svip, og ilmandi af mold og neftóbaki; í einu orði sagt, elskuleg bók. Að lokum, frændi góður: Þegar við klifrum næst í Öskjuhlíðina til að dást að Esjunni upp í opið geðið á norðangarranum, þá er þér guðvelkomið að kalla það eftir- sókn eftir vindi. En iila muntu skilja vin okkar prédikarann, ef þú heldur að hann leggi að jöfnu brún Esjunnar og lend Silfurgrána. Þau eru orðin æði mörg bréfin, sem farið hafa okkar á milli um dagana. Þar hefur aldrei skort á hreinskilni, og hvi skyldi út af bregða að þessu sinni? Þú veizt líka fullvel, að ég tel þig verð- skulda heilt stóð af sjóðvitlaus- um ótemjum, ekki af silfri, heldur af sjálfu Svaðastaða- kyni, sem við vitum báðir að ekki er hégómi. Þinn einlægur Helgi Hálfdanarson. ingi, að hinir fyrrnefndu væru fúsari að treysta á Moskvu og hinir siðarnefndu á Washington til þess að fá markmiðum Egyptalands framgengt. En Kremlherr- arnirlítasvo á, að hverskonar breytingtil hægri í innanlandsstefnu Kaíróstjórnar- innar sé breyting i átt til Washington í utanríkisstefnu Egyptalands. Þegar Sadat kunngerði fyrst, tveimur mánuðum fyrir októberstríðið, efnahags- umbæturnar, sem hann hyggst nú hrinda í framkvæmd, var þeim harkalega svarað í útsendingum Moskvu-útvarpsins á arab- isku á þá leið, að Egyptar hefðu aðeins um tvo kosti að velja. Þeir gætu annað- hvort „dýpkað“ hana með því að eiga samleið með Sovétrikjunum eða „lamað“ hana með því að eiga samleið með Vestur- veldunum. Engin „þriðja leið“ væri til. Efllr Vlctor Zorza Því var haldið fram, að sú lausn, sem Bandaríkin og Vesturveldin vildu á vandamálum Miðausturlanda, gæti aðeins „skaðað hagsmuni Arabaþjóðanna“ og þjónað markmiðum „innlendra aftur- haldssinna“. Áhyggjur Kremlherranna af samband- inu milli þeirra breytinga á innanlands- stefnunni, sem Sadat stingur upp á, og hugsanlegrar endurskoðunar á utanríkis- stefnunni, er færði hana nær stefnu stjórnarinnar í Washington, dvínuðu nokkuð í kjölfar októberstríðsins. En Kairóstjórnin hefur nú tekið fram, að umbæturnar eigi að hefjast og að yfirum- sjón með þeim eigi að vera í höndum hins nýja forsætisráðherra, Abdel AzizHegazi, sem er kunnur fyrir tilraunir sinar til þess að auka frjálsræði i egypzku efna- hagslifi og laða að erlent fjármagn. í Moskvu er þetta talið endurverkja ógnun- ina við aðstöðu Rússa í Egyptalandi, og í grein Pravda er vakin athygli á því, að Kremlherrarnir muni taka höndum sam- an með þeim öllum i Egyptalandi, sem eru andvig breytingunum. Pravda hefur tilgreint að minnsta kosti nokkur öfl andstöðunnar í Kairó. Blaðið vitnar með greinilegri velþóknun i ræður nokkurra starfsmanna Arabiska sósíal- istasambandsins um þau mál, sem ber- sýnilega eru umdeild. Það vísar með jafn- mikilli áfergju til ummæla Kairó-blaðsins A1 Gomhouria, sem tekst að túlka opinber viðhorf með því að lita þau nokkuð v'instriskoðunum. En vitað er, að báðir þessir aðilar túlka afstöðu ýmissa stjórn- málamanna i æðstu forystunni, sem Moskva hefur stundum reynt að æsa gegn kunnum hægritilhneigingum Sadats. Umbótaáætlunin, sem Sadat birti í sum- ar, var tilraun til þess að draga broddinn úr gagnrýninni, bæði innlendri og sov- ézkri, þar sem þvi var haldið fram, að fyrirhuguð „endurskoðun" stefnunnar í efnahagsmálum væri ekki „undanhald“ frá sósialisma. Hvatt var til þess, að tekin yrði upp sú stefna að halda „opnum dyr- um“ gagnvart vestrænu fjármagni og mót- bárum Rússa var fyrirfram svarað með því að benda benda á, að kommúnistarikin væru sjálf að opna dyr sínar til þess að njóta góðs af vestrænni tæknikunnáttu. Því var haldið fram i „þjóðarátaksáætl- uninni“, að „einkaframtakið hefði einnig mikilvægu og árangursríku hlutverki" að gegna í efnahagslifi þjóðarinnar. Það ætti skilið „vernd" og skilyrði, sem gerðu því kleift að „færa út kvíarnar". I byrjun jan. tókst A1 Gomhouria að fagna „komandi áfanga“ með þvi að leggja áherzlu á alger- ar andstæður hans. Blaðið hvatti til efling- ar einkaframtaksins, en það útheimti „meiri stuðning, þenslu og vernd". Það vildi einnig hreinsa það af þeim „óhrein- indum“, sem hefðu stungið upp kollinum og verið látin viðgangast upp á síðkastið — og túlka mætti, nákvæmlega eins og Pravda tók fram næstum því samtímis í Moskvu, sem endurvakningu „einkafram- takstilhneiginga". Pravda nefndi Biindaríkin ekki beint, en jafnhliða árásinni á einkaframtak minnti blaðið á, að „heimsvaldastefna" vildi ennþá kollvarpa „framfarasinnaðri" og sósíalistískri stjórn Egyptalands. A1 Gomhouria gat heldur ekki opinberlega fordæmt stefnu Sadats sem uppgjöf fyrir bandariskum kaptitalistum. Það lét því fylgja tilkynningu sinni um, að efnahags- umbæturnar væru um það bil að hefjast að nýju, sérstaka árás á stefnu einræðis- stjórnar herforingjanna i Chile, sem var sökuð um að „endurreisa yfirdrottnun Framhald á bls. 25. KREMLHERRARNIR telja, að baráttan í egypzku valdaforystunni milli þeirra, sem fylgja Rússum og þeirra, sem fylgja Bandaríkjamönnum að málum, sé að fær- ast á úrslitastig. Grein í Moskvublaðinu Pravda, sem geymir dulbúna viðvörun til valdamanna í Kairó við þvi, að segja skilið ar atvinnugreinar veiktar um þessar mundir í Egyptalandi. (Á það er bent, að „markmið heimsvaldastefnu sé að útrýma hinni framfarasinnuðu ríkisstjórn í Egyptalandi og grafa undan hugmyndum sósíalisma", og gefið er i skyn, að þetta geti orðið afleiðingin af stefnu Sadats.) Sadat og dr. Kissinger. Rússar óttast nú, að Sadat sé að færast tíl hægri inn- anlands og nær Banda- rfkjunum f utanrfkis- málum. við bandalagið við Sovétríkin, hefði naum- ast verið birt,þegar yfir stóðu viðkvæmar milliríkjaviðræður, ef Kremlherrarnir væru ekki uggandi um niðurstöðu barátt- unnar. Víðvörunin frá Kreml kemur fram í árás á þær breytingar á efnahagsstefn- unni, sem Sadat forseti hefur stungið upp á. Án þess að hann sé nefndur á nafn, er átalið, að einkaframtak er eflt og þjóðnýtt- „En rangt væri að ætla,“ segir Pravda, „að innanlandsþróunin í Egyptalandi haldi áfram átakalaust.“ Þótt blaðið kalli þá baráttu, sem nú er háð, baráttuna „milli hins gamla og hins nýja“, liggur í augum uppi, að það, sem er í raun og veru átt við, eru átökin milli vinstri og hægri, milli marxistiskra og þjóðernis- sinnaðra afla. Þau eru aðeins hlynnt Rúss- um og Bandarfkjamönnum í þeim skiln- Egyptar og Rússar deila

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.