Morgunblaðið - 06.02.1974, Page 24

Morgunblaðið - 06.02.1974, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Hildur Kalman, leikkona Kveðja frá Félagi íslenzkra leikara. I dag kveðja íslenzkir leikarar einn af sínum kæru félögum, er Hildur Kalman leikkona verður borin til hinztu hvíldar í Foss- vogskirkjugarði. Hildur var fædd í Reykjavík, þann 29. júlí 1916. Foreldrar hennar voru Björn Kalman hæstaréttarlögmaður, en hann var sonur Páls Olafssonar skálds. Móðir Hildar var Marta Indriðadóttír leikkona, en hún var, sem kunnugt er, dóttir þess merka leikhússmanns og rit- höfundar Indriða Einarssonar. Segja má með sanni, að Híldur hafi snemma komizt i snertingu við leiklistina, því móðir hennar, Marta Indriðadóttir Kalman, var ein af aðalleikkonum Leikfélags Reykjavíkur um árabil. Hildur mun hafa verið ung að árum, þeg- ar hún fór fyrst með móður sinni á æfingar í Iðnó. Þar vaknaði ást hennar og áhugi á leiklistinni, en sú ást og virðing fyrir ungfrú Thaliu fylgdi henni til hinztu stundar. Hildur var aðeins barn að aldrí, þegar henni var falið sitt fvrsta hlutverk á fjölunum í gömlu Iðnó, og allmörg hlutverk lék hún þar, áður en hún náði fullorðins aldri. Hildur Kalman var ágætum gáf- um gædd og hafði snemma hug á að afla sér víðtækrar menntunar í leiklistinni. í byrjun síðustu heimsstyrjaldar fór hún til London í þeim tilgangi að kynnast leiklistinni í þeirri miklu menningarborg. Hún varfyrsti ís- lendíngurinn, sem innritaðist á Konunglega leiklistarskólann i London, og stundaði þar nám f þrjú ár 1941—1943, og tók þaðan burtfararpróf með ágætuol vi tnis- burði. Síðar munu 12 Islendingar hafa stundað nám við þennan sama skóla. Að námi loknu lék Hildur með enskum leikflokkum, bæði í Englandi og öðrum lönd- um, í nokkur ár, og hlaut þar mikla reynslu og þjálfun í list- grein sinni. Hún mun hafa komið til lands- ins aftur árið 1948, og byrjaði strax að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar lék hún m.a. tvö minnisstæð hlutverk: „Colomba" í „Volpone", og „Ofelíu" í „Hamlet", og hlaut ágæta dóma fyrir túlkun sína áþeim hlutverk- um. Hún var ein þeirra, sem stofn- uðu leikflokkinn „6 í bíl", en leik- flokkur þessi ferðaðist um landið í þrjú sumur með ága^tar leiksýn- t Eiginkona mín, ARNÞRÚÐUR SÍMONARDÓTTIR. Safamýri 33, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 8. febrúar kl. 1 30. Fyrir hönd ættingja og vina Valdimar Guðlaugsson. t Sonur minn ODDGEIR KRISTINN HERMANÍUSSON, lézt i Perth, Ástraliu, 4 febrúar Sigrlður Guðmundsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavik. t Fósturmóðir min JÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Innri-Njarðvik, andaðist að heimili systurdóttur sinnar, Tjarnargötu 10, Njarðvík 4. febrúar Jarðarförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, laugardaginn 9. febrúar kl 1 30 Fyrir hönd vina og ættingja Árni H. Jónsson. t Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma BRYNHILDUR BJÖRGVINSDÓTTIR, Óðinsgötu 3, sem andaðist 30 janúar 1 974, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. febrúar kl. 1.30 e.h. Sigurrós Böðvarsdóttir, Ása Björk Snorradóttir, Kristinn Aadnegárd,. Auður Snorradóttir, Tómas Ragnarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, húsasmiðameistari, Hraunbæ 16, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. febrúarkl. 3e.h Regína L. Rist, Kristín G. Isfeld, Haukur Isfeld, Óttar Guðmundsson, Gíslunn Jóhannsdóttir, og barnabörn. Marsibil Teitsdótt- ir, Hvammstanga ingar. Einnig sýndi leikflokkur- inn f höfuðstaðnuin. Hildur varð fastráðin leikkona hjá Þjóðleikhúsinu árið 1949, og starfaði þar til ársins 1958, einnig var hún kennari við leiklistar- skóla Þjóðleikhússins. Hún vann jafnframt allmikið að leikstjórn bæði hjá Þjóðleikhúsinu og hjá leikfélögum úti á landi. ÖIl sin störf vann hún af alúð og mikilli skyldurækni. Árið 1962 var hún fastráðin hjá dagskrárdeild Ríkisútvarpsins,og starfaði þar meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hin síðari árin átti hún við mikla vanheilsu að stríða, Og dvaldist að Reykjalundi þar til hún lézt. Hildur tók virkan þátt í stéttar- baráttu íslenzkra leikara, og var jafnan boðin og búin að starfa fyrir leikarastéttina. Hún var gjaldkeri Félags Islenzkra leikara árið 1956 og formaður félagsins i eitt ár. Islenzkir leikarar þakka Hildi samfylgdina og velunnin störf á líðnum árum, og votta bræðrum hennar og öðrum nánum ættingj- um dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Klemenz Jónsson. Marsibil Teitsdóttir, Mellandi, Hvammstanga, lézt 30. jan. sl. rúmlega níræð að aldri. Marsibil var fædd 10. júní 1883. Hún var næstelzt 15 barna hjón- anna Ingibjargar Árnadóttur og Teits Halldórssonar, er lengst bjuggu á Bergsstöðum á Vatns- nesi. Alltaf fækkar þeim, sem muna tímana fyrir og um siðustu alda- mót. Og þótt við enn í dag stönd- um uppi ráðalitil gegn óblíðum náttúruhamförum í einni eða annarri mynd, þá er ólíku til að jafna miðað við þá aðstöðu, sem fólk hafði á öldinni, sem leið. Þá var á fátt að treysta annað en sitt eigið handafl og hugvit til úr- lausnar þeim málum að hafa húsaskjól, í sig og á. Langur og strangur vinnudagur var því hlut- skipti fólks. Foreldrar Marsibilar urðu sannarlega að leggja hart að sér til þess að geta fætt og klætt sinn stóra barnahóp, enda var oft þröngt í búi. Var svo hart keyrt um sinn, að þau þurftu að fá Ián úr sveitarsjóði til að geta fram- fleytt heimilinu. Voru það þung spor fyrir þau hjón að stíga og vart töldu þau sig með frjálsum mönnum fyrr en hver sú króna var greidd og var lítill bústofn skertur til að það gæti orðið sem fyrst. Þar sem Marsibil var ein af elztu börnunum varð hún að hjálpa til við störfin strax og kraftar leyfðu. Vann hún því mikið þegar á unga aldri, bæði heima og að heiman. Var hún snemma liðtæk og afkastamikif endá viljug til starfa og ósérhlifin mjög. Var hún því eftirsóttur starfskraftur, hvort sem var innan húss eða utan. t Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför systur okkar og mágkonu EDITHAR DAUDISTEL. Klara og Rúdolf Larris, Monna og Freimut Larris. t Innilegar þakkír til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall sonar okkar, SVEINS VIÐARS Sérstaklega viljum við þakka vinum hans og skólafélögum fyrir auðsýnda vináttu og tryggð Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Smáratúni 16. t Hugheilar þakkir færum við hinum mikla fjölda vína, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför LÚÐVÍKS JÓNSSONAR, Melhaga 2. Lilja Guðmundsdóttir, Rannveig Lúðvíksdóttir, Ingólfur Finnbjörnsson Lilja Lind, íris Lára, Lísa Björk Valgerður Saga. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðír og afi GESTUR PÁLSSON, Skeggjagöru 23, lézt á Heilsuverndarstöðinni 3 febrúar. Benónýja Bjarnadóttir, Guðrún Helga Gestsdóttir, Mekol Ticcininni, Valgeir Bjarni Gestsson, Kristín Erla Jónsdóttir og barnabörn. 1111 Árið 1910 giftist Marsibil Ólafi Ólafssyni. Unnu þau við sveita- störf og stunduðu búskap nokkuð víða austan og vestan Vatnsnes- fjalls, en fluttust til Hvamms- tanga um 1930 og áttu þar heima síðan og ávallt í litla torfbænum sínum, Mellandi. Þrjú börn eignuðust þau hjónin og lifa þau öll móður sína. Marsibil setti svip á umhverfi sitt. Það var þó ekki fyrir það, að hún stæði í opinberum málum eða helgaði líf sitt félagsstörfum eða öðru, sem hátt ber. Nei. Hún var hógvær kona. En væru spor henn- ar rakin lágu þau þangað, sem hjálpar var þörf. Hún mátti ekk- ert aumt sjá, þá var höndin rétt fram. Vinnandi hönd, vináttu- hönd. Og það var sannarlega gott að njóta hjálpar Marsibilar, því að hún var látin í té af einlægum huga og fúsum vilja og án þess að krefjast nokkurs f staðinn. Og aldrei var Marsibil svo önnum kafin eða þreytt, að hún lífgaði ekki upp í kringum sig með glað- værð og góðu skapi. Margur var kaffisopinn drukkinn á heimili þeirra Marsi- bilar og Ólafs. Gestrisnin var ein- stök. Allir urðu að fá hressingu, og þeir voru margir, sem lögðu leið sína í litla bæinn. Oft gengu þau hjón úr rúmi til að geta hýst ferðalanga og það var ótrúlegt, hvað bærinn gat rúmað marga. Það var eins og alltaf væri hægt að taka á móti gestum og gangandi. Það er enginn vafi á því, að margur man fyrstu komu sína í Melland sem barn. Það var sér- stök unun Marsibilar að taka á móti börnum og geta gert þeim til hæfis. Og mörg voru þau, sem nutu þess. Marsibil unni heimili sínu. Hún fylgdist náið með börnum sinum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Hún var svo lánsöm, að sum þeirra voru i næsta nágrenni, svo að húh gat verið i daglegu sambandi við þau og siðustu árin fékk húh sannarlega endurgoldna umhyggju sína fyrir þeim, því að þau guldu á sama hátt, þegar hún þurfti með. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni frá einum eða nein- um heyrt annað ejj hlý orð í garð Marsibilar. Veraldlega fjársjóði eignaðist hún aldrei, en vináttu samtíðarinnar átti hún í ríkum mæli. Þar verður einum römi sagt, að mikilhæf og góð kona hafi fengið hvíld eftir langan og farsælan starfsdag. Blessun guðs fylgi henni vg samúðarkveðjur flytjum við öldruðum eiginmanni, börnum og öðrum aöstandendum. Páll V. Daníelsson. t Þökkurn innilega auðsýnda sam- úð við andlát og jarðarför ÁGÚSTU ERLINGSDÓTTUR Túngötu 9 Húsavlk Jón P. Jónsson Þorsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.